Alþýðublaðið - 07.03.1973, Síða 7

Alþýðublaðið - 07.03.1973, Síða 7
DKADEILDIN WALANDl iÐSLDNERFINU heilbrigöum og eölilegum viö- brögöum viö yfirspennu sálar og likama. Ækki veröur þvi þó i móti mælt, aö oft er miklum tima só- aö, vegna vöntunar á þarflegu skipulagi. En þvi kemur þetta i hugann, aö viö ætlum aö skýra litillega frá athyglisveröu ný- mæli, sem snertir þessi mál aö vissu leytu, en á sér þó ákveöinn, hagnýtan tilgang, og stendur aö þvi leyti sjálfstætt, utan viö tómstundavandann i flestu tilliti. Stórmerkum áfanga er náö. Menntaskólafræösla fyrir full- oröna hefur helgaö sér ótviræö- an þátt i fræöslukerfi Islend- inga. Nemendur „öldunga- deildarinnar” i Hamrahliöar- skóla eru rúmlega 300 á ööru ári starfsins, og deildin komin á fjárlögum ársins 1973. Svo er framsýnum mönnum fyrir aö þakka, aö viöurkennd hefur veriö mikilvæg úrböt i langvarandi menntunarsvelti fulloröins fólks, bæöi i hagnýtu og almennu tilliti. Þörfin fyrir einhverja lausn þessa vanda- máls var oröin svo knýjandi, aö nærri liggur aö segja, hún hafi haft á sér ýmis einkenni sjúk- legs bætiefnaskorts, sem enginn virtist ætla að leggja til atlögu viö. „Oldungadeildin” viö Menntaskólann i Hamrahliö er liklega það gælunafn, sem tam- ast er i munni, á yngsta barninu i fjölskyldu islenzkra mennta- mála. Er tilkoma hennar ein- hver ánægjulegasta nýbeytni þeirra mála um langt skeið. Guömundur Arnlaugsson, rektor, var búinn að ganga meö þessa hugmynd i mörg ár, þeg- ar samstarfsnefnd Menntaskól- anna samþykkti, að tilraun skyldi gerö, undir handleiösiu hans, i Hamrahliðarskólanum. Þetta var um áramót 1971—72. Aljvöröunin var Guömundi mik- iö' gleöiefni, en ekki alveg kviö- bogalaus, þvi aö vel gat svo far- iö, aö allt aö 70-80 manns sæktu um skólavist. útkoman varö sú, aö umsækjendur reyndust vera á þriöja hundraö. Nýbreytnin hefur þegar vakiö verðuga athygli og umtal. Vegna lesenda Alþýöublaösins, fórum viö á fund Guðmundar Arnlaugssonar, rektors, og báö- um hann um að segja okkur eitt- hvaö um öldungadeildina. „Inntökuskilyröi er i rauninni aðeins eitt”, sagöi Guömundur, er okkur bar aö hans garöi, „sem sé tuttugu og eins árs lág- marksaldur þátttakenda”. „Meginþunginn hvllir á hverjum manni, og er þetta starf okkar fyrst og fremst hjálp til sjálfshjálpar”, bætir Guö- mundur viö af sinni alkunnu hógværð. Kannski er það einmitt þessi alúö I viömóti, sem aöeins heimsfrægir menn hafa til að bera. Rektor Menntaskólans i Hamrahliö er alþjóðlegur skák- dómari af hæstu gráðu, og var lokið einróma lofsoröi á starf hans á skákmótinu um heimsmeistaratitilinn, siðastliöið sumar. En hann er ekki ómerkari skólamaöur. A siðari öldum hefur liklega enginn viöburöur boriö nafn Is- lands eins viöa og þetta skák- mót, jafnvel þótt með séu talin nokkur eldgos, 0:14 i fótbolta viö Dani hér um árið, og sjálfur Laxness. Þvi má vera, aö ein- hverjum þyki mikið tekiö upp I sig um Guðmund Arnlaugsson. En þvi til stuðnings höfum viö nú þegar rúmlega 300 nemendur i „öldungadeildinni”, og þjóö- nytja menningarstarf, unniö i kyrrþey. Hver hefur ekki heyrt fólk segja: Þvi miöur gat ég ekki haldiö áfram námi. Svo koma ástæðurnar, jafn margar og sundurleitar og fólkiö, sem missti af skólalestinni. Efnaleysi er nú, sem betur fer, sjaldgæfari orsök þess, aö fólk þarf aö hætta námi, sem það annars hefur mikinn hug á aö ljúka, en áöur var. Nú ræöur oftar timabundiö, persónulegt mat og aðrar kringumstæöur nemenda, sem aö visu eru oft, beint eða óbeint, tengdar hags- munalegum aðtriðum. Nú er aö minnsta kosti af sú tiöin, aö menn voru titlaöir „stúdent”, rétt eins og sá áfangi á námsbrautinni væri staöa i sjálfu sér, lokatakmark I borgaralegu lifshlaupi. Ennþá er nokkur upphefð i þvi að veröa stúdent, en fyrst og fremst er þaö áfangi á leiöinni upp lifs- gæöastiga neyzluþjóöfélagsins, boöskort til æöri menntunar. Og enginn skyldi ætla, aö stúdentsprófiö sé nú léttara en það heföur lengst af veriö. Þaö er mesti misskilningur, ef fólk heldur aö svo sé. Kröfurnar, sem geröar eru til þess áfanga, eru nánast lögboðin-skvastærö I mannlifsnótinni, eins og raunar velflest próf eru. Þeir, sem sleppa i gegn, halda áfram. Hin- ir leita út á sibreikkandi svið at- vinnulifsins, þar sem möguleik- arnir krefjast i vaxandi mæli sérhæfingar og kunnáttu. Guðmundur Arnlaugsson seg- ir, að viðurkenning á þessari nýbreytni, geri sér meðal ann- ars auöveldara en var aö segja viö nemendur: „Nú skalt þú ekki vera að striöa þetta lengur hér. Farðu út að vinna. Attaðu þig á hlutunum. Komdu aftur, þegar þú ert tilbúinn, og vertu þá, og ævinlega, velkominn”. Þessi möguleiki var kannski fyrir hendi, fræöilega séö, en I raun og framkvæmd alls ekki. Nú er hann staðreynd. Ánægjú- leg staöreynd. Þaö talar skýru máli, aö fjöldi nemenda I nýju deildinni losar 300 manns. Fólk- iö er á aldrinum frá 21 til sex- tugs, eöa þar um bil. Flestir leggja mikiö á sig, til aö stunda þetta nám, og vita, hvaö þeir vilja. Aö sjálfsögöu er þessi hópur misjafnlega á vegi staddur, en sannleikurinn er sá, aö skólans vegna liggur ekki lif- iö á. öllum er frjálst aö koma hingaö og átta sig á hlutúnum. Prófin taka menn svo i áföng- um. Arangur úr hverju prófi er reiknaður i einingum, og eining- arnar lagöar saman. Þegar nemandi hefur „safnaö” nægi- legum fjölda eininga, þaö er aö segja 132, fær hann sitt stúdentspróf. Nenendurnír i „öldungadeild- inni” nota allar sinar hjástundir til þess aö læra. Þaö er, nær öll- um, mikiö álag, en á hinn bóg- inn er það einnig tilbreyting, og i velflestum tilvikum þjónar þaö samahagnýta tilganginum og hjá yngra fólkinu. Þetta nám gefur áöur óþekkta möguleika til aö- hæfingar aö nýjum viöfangsefn- um og breyttum aðstæðum fólks á öllum aldri. 1 fyrstu virtist fjöldi beggja kynja I deildinni ætla aö veröa nokkuð svipaöur, en konurnar hafa siður helzt úr lestinni, og eru þær nú orðnar I algerum meirihluta. Margar húsmæöur eru við þetta nám. Búa þær nú aftur við þær aðstæður, aö þær hafa hug á að leita út á vinnu- markaðinn. Telja þær, að stúdentsprófiö auöveldi þeim aöstööu til jafnbetristarfa, ogef til vill, vegi stundum upp á móti aldursatriöinu. A þetta aö sjálf- sögöu einnig viö um karla aö þvi leyti aö þeir auka hæfni sina, hvort sem þeir skipta um starf eöa ekki. Samstarf nemenda og kenn- ara er hálfgert „undraland” i skólamálum. Þaö liggur viö, aö menn gruni eitthvert samsæri, - þegar kennarar og nemendur keppast viö aö hæla hver öörum á hvert reipi. Þarna hefur skap- azt andrúmsloft, án fyrirhafnar, sem engar skólaskýrslur ná yfir. Skýringin liggur eflaust aö einhverju leyti I þvi, sem Guö- mundur segir okkur. Aherzia hefur veriö lögö á aö fá úrvals- kennara eingöngu til starfa viö deildina, nær alla úr Hamra- hllöarskólanum. Menn, sem eru búnir þess konar þjóðsagna- kenndum hæfileikum, eins og til dæmis Björn Bjarnason, Arni Guönason og Ólafur Hansson. Þá segir Guömundur, aö „öld- ungunum” sé velkomiöaö sitja 1 tlmum meö unga fólkinu i skólanum, og leyni þaö sér ekki, aö allir hafi gaman og gagn af. Tvo daga vikunnar er svokall- að opið hús I stæröfræöi. Geta nemendur komið þangaö og unnið aö námsefninu og notiö leiöbeiningar kennara. Er þetta vinsælt og vaxandi fyrirkomu- lag. Þá lifir valgreinakerfiö nokkuð góöu lifi i deildinni, en aö visu er viss vandi á höndum i þeim valfögum, sem mjög fáir kjósa sér. Eins og áður segir, eru nem- endur nú rúmlega 300, og starf- semin komin inn á fjárlög fyrir áriö 1973. „öldungadeildin” hefur helgaö sér rétt I skóla- kerfinu. Merkilegum áfanga er náö. Miðvikudagur 7. marz 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.