Alþýðublaðið - 07.03.1973, Qupperneq 9
Iþróttir 2
TOPPLEIKUR VIKUNHAR VERDUR
MILLIIPSWICH OG ARSENAL
Á PORTMAN ROAD IIPSWICH
Segja má, aö fátt hafi veriö um óvænt úrslit I sföustu leik-
viku. Efstu liöin héldu velli, svo ekki varö breyting á stööu
þeirra. Sömu sögu er aö segja af botninum, þar varö engin
breyting, svo enn er óráöiö hvaöa liö koma til meö aö 'falla i
2. deild. Þó veröur aö segja, aö útlitiö er sem stendur nokk-
uö dökkt hjá WBA, sem er i neösta sæti meö 21 stig, eöa
tveim stigum minna en næstu liö, sem eru Norwich og
Crystal Pai., svo liklegt má teija, aö eitthvert þessara liöa
komi til meö aö falla, þótt fleiri komi vissulega til greina,
eins og Stoke, Birmingham og jafnvel Man.Utd.
Liverpool er enn f efsta sæti meö 44 stig, eöa jafnmörg
og Arsenal, sem hefur leikiö einum leik fleira.
Leeds er I 3ja sæti meö 42 stig, en liöiö hefur leikiö tveim
leikjum færra en Liverpool og þrem ieikjum færra en Arse-
nal. Staöa Liverpool og Leeds veröur þvf aö teljast mjög
svipuöog liklegt má telja, aö annaö hvort liöiö komi til meö
aö vinna deildina, en rétt er aö afskrifa ekki Arsenal, sem
oft stendur sig bezt þegar mest á reynir.
Þá er eftir aö geta þess, aö Tottenham vann Norwich f
úrslitaleik Leage Cup, eöa Deildarbikarsins, en þaö er ann-
aö áriö I röö, sem hiö kunna liö vinnur þann bikar. Vart
veröur sagt, aö sá sigur hafi komiö á óvart, þótt ekki hafi
hann veriö átakalaus fyrir leikmenn Tottenham.
Næsti getraunaseöilt, sem er nr. 10 er svo sem hvorki
betri né verri, en þeir sem undan hafa komiö. Nokkrir leikir
sýnast mér samt nokkuö öruggir, en aörir tvisýnir, en
heimasigrar viröast mér I yfirgnæfandi meirihluta.
Snúum okkur þá aö spánni:
BIRMINGHAM — MAN.UTD. 1
Bæði þessi liö eru viö botninn i 1. deild og eiga þau þvi þaö
sameiginlegt, aö stigin eru þeim dýrmæt, nú þegar siga fer
á síöari hluta keppninnar.
Birmingham vann leikinn viö Man.Utd. á Old Trafford
fyrr í vetur og ég á von á þvi, aö Birmingham vinni einnig,
aö þessu sinni.
þessar mundir, veröur Leeds ekki erfiður andstæðingur, að
þessu sinni og ég spái þvi hiklaust heimasigri á Elland Road
á laugardaginn.
LEICESTER — DERBY 1
Þótt Leicester sé ekki i rööum efstu liöa, hefur félagið
mjög skemmtilegu liði á aö skipa. Þaö hefur gengiö á ýmsu
hjá Derby, meisturunum frá i fyrra, en árangur þeirra á
útivelli 1 vetur, hefur vægast sagt verið slakur, tveir sigrar,
fjögur jafntefli og tiu töp.
Leicester vann Derby i fyrri leik liðanna á Baseball
Ground og ég á von á sigri Leicester á Filbert Street á
laugardaginn.
LIVERPOOL — SOUTHAMTON 1
Þetta ætti að vera einn af öruggum leikjum á þessum
seöli, þvi leikmenn Liverpool viröast vera komnir yfir þaö
erfiöleika timabil, sem þeir voru i eigi alls fyrir löngu. Ég á
ekki von á þvi, aö Dýrlingarnir frá Southamton sæki gull i
greipar þeirra Rauðu á Anfield Road á laugardaginn og
spái þvi öruggum heimasigri.
MAN. CITY — COVENTRY 1
Þaö gæti oröiö um skemmtilega viðureign að ræöa á
Maine Road á laugardaginn, þegar „Bláu liðin” mætast
þar. Coventry vann góöan heimasigur yfir C.Pal. um s.l.
helgi, en Man. City mátti þola mikiö afhroö gegn úlfunum á
sama tima. Coventry vann City 3-2 á Highfield Road fyrr I
vetur, en nú spái ég að dæmið snúist viö og sigurinn verði
heimaliösins, enda er Man. City ekki auöunnið á heimavelli.
NEWCASTLE — STOKE 1
Hér er um leik að ræöa milli liða, sem mér hafa alltaf
fundizt dæmigerö heimaliö, þótt ég verði aö viðurkenna, aö i
nokkru hafi brugðiö út af þvi i vetur, sérstaklega þó hvaö
varðar Stoke. A St. James Park er Newcastleekki auðunn-
iö, enda hafa aðeins tveir leikir tapazt heimaliðinu þar i vet-
ur. Newcastle tapaði fyrir Stoke á Victoria Ground fyrr i
vetur, en nú er spá min sú, að dæmiö snúist við og
Newcastle sigri.
SHEFF.UTD. — WEST HAM X
Þetta er einn erfiöasti leikurinn á seölinum, þvi mér sýn-
ast úrslit hans geta oröið á hvaða veg sem er. Sheff. Utd.
hefur ekki gengiö sérlega vel á heimavelli i vetur, og sama
má raunar segja um Vest Ham á útivelli. Þessi leikur er þvi
„opinn i báða enda” eins og oft er sagt um ónefndan stjórn-
málaflokk og þvi bezt aö vera viö öllu búinn og spá jafntefli.
TOTTENHAM — NORWICH 1
Eins og kunnugt er, léku þessi lið til úrslita i Deildarbik-
arnum (Leage Cup) á Wembley um s.l. helgi og vann
Tottenham 1-0 eftir framlengdan leik. Nú mætast þessi lið
aftur og aö þessu sinni á White Hart Lane.
Ekki er að efa, að leikmenn Norwich hyggja á hefndir,
enda liöinu þörf á stigum i baráttunni á botninum, en róöur-
inn verður þeim án efa erfiður. Ég spái Tottenham sigri að
þessu sinni, en jafntefli er kannski ekki fjarri lagi.
WBA — CHELSEA 1
WBA er nú i neösta sæti i 1. deild og er þvi ekki um annaö
aö ræöa fyrir leikmenn liösins en að duga eða drepast, ef
foröa á falli i 2. deild. WBA tókst að vinna Arsenal á The
Hawthorns ekki alls fyrir löngu og þaö mætti segja mér aö
Chelsea hljóti þar sömu örlög á laugardaginn. Allavega spái
ég heimasigri.
NOTT.FOR. — BRISTOL CITY 1
Þá er komiö aö 2. deildar leiknum, að þessu sinni, sem er
á milli Nott. For. er féll I 2. deild á siöasta keppnistimabili
og Bristol City sem siöast lék i 1. deild árið 1911, eða fyrir
rúmum 60árum. Bæði eru liöin um miöju i 2. deild og hafa
náð svipuðum árangri.
Mér sýnast meiri likur á heimasigri i þessum leik og spá
min er þvi sigur fyrir Nott. For. á Sity Ground á laugardag-
CRYSTAL PAL. — WOLVES 1
Þetta er nokkuö erfiður leikur, þvi bæði þessi lið hafa átt
misjafna leiki aðundanförnu. Crystal Pal. er nálægt botnin-
um og tapaði I s.l. viku á útivelli fyrir Coventry en Úlfarnir
komu á óvart með 5-1 sigri yfir Man. City á heimavelli.
Liðin skildu jöfn I fyrri leiknum á heimavelli úlfanna, en nú
reikna ég með sigri C. Pal. á Seihurst Park.
IPSWICH — ARSENAL 2
Þetta er einn aðalleikurinn i umferöinni, þar sem hér eig-
ast við liðið, sem eru i efstu röð. Ipswich, sem nú leikur á
heimavelli sinum, Portman Road, hefur aðeins tapað þar
tveim leikjum i vetur, fyrir Norwich og Leicester.
Arsenal vann leikinn á þessum velli i fyrra og vann auk
þess fyrri leikinn i vetur á Highbury gegn Ipswich og aftur
spái ég gamla góöa Arsenal sigri.
LEEDS — EVERTON 1
Eins og svo oft áður er Leeds i baráttunni um efsta sætið i
1. deild og er ekki fráleitt að ætla, að liðinu takist að vinna
deildina að þessu sinni, en siðast vann Leeds deildina árið
1964. Everton, sem oft hefur haft betra liði á að skipa, en um
FH OG VflLUR
MÆTflST í
FIRÐINUM!
t kvöld veröur mikið um að vera I Iþróttahúsinu I
Hafnarfirði. Þá fara nefnilega fram tveir leikir 11. deild,
sem báðir geta ráðið úrslitum mótsins.
Fyrri leikurinn hefst klukkan 20,15, og er þar um að
ræða sjálfan aðalleik umferðarinnar, leik FH og Vals.
Vinni FH f kvöld, má telja sigur liðsins i mótinu vlsan.
Vinni Valur, er staða liðsins orðin bezt I mótinu, en staða
FH héfur að sama skapi versnað.
Ógjörningur er að spá nokkru um úrslit. Valsmenn
hafa ekki fengið leik I 5 vikur, og getur það komið þeim í
koll i kvöld. Er óvist að liðið nái sér eins vel á strik f
kvöld og áður en langa hléð kom. Hjá FH er Geir Hall-
steinsson enn siæmur af nefbroti, og hann getur þvf ekki
bcitt sér sem skyldi.
Seinni leikurinn er milli Hauka og Armanns. Endi sá
leikur meö jafntefli eða þá að Armann vinni, þá má telja
nær öruggt aö KR falli I 2. deild. Þaö verður þvi örugg-
lega barizt af hörku f Firöinum f kvöld —SS.
Miðvikudagur 7. marz 1973.
o