Alþýðublaðið - 14.03.1973, Síða 3
ÞETTA
GERÐIST
LÍKA
„EÓÍz
faolta-
togarar”
Brezkir togaramenn tilkynntu
i gær, að tveir togarar hefðu lent
i árekstri vegna áreitni is-
lenzkra varðskipa, Fylgdi
fregninni, að skemmdir hefðu
ekki orðið miklar. Landhelgis-
gæzlan kannaðist ekki við þessa
fregn, er blaðið hafði samband
við hana i gær.
Togararnir tveir, sem áttu að
hafa lent i árekstrinum heita
Arsenal og Aldershot. Eru þetta
tveir af „fótboltatogurunum”
fjölmörgu, en það eru togarar,
sem hlotiðhafa nöfn eftir knatt-
spyrnuliðum.
Sætta sig ekki
við háan toll
Félagar i Ljósmyndafélagi ts-
lands vilja ekki sætta sig viö að
hér á landi þarf aö greiða
50-90% toll af tækjum til
ljósmyndunar, á ineðan aðrar
iðngreinar greiða mun lægri
toll af sinum tækjum.
Þetta kom fram á aðalfundi
félagsins, sem var haldinn fyrir
skömmu, og var þar deilt hart á
seinagang hins opinbera við
endurskoöun tollskrár.
Meðal annarra máia, sem
rædd voru á fundinum, var
náinsfyrirkomuiag i Ijós-
myndun, skóiamál og verðskrá.
Stjórn félagsins skipa nú:
Þórir Ii. óskarsson, formaður,
Mats Wibe Lund, jr. varafor-
niaður, Guðmundur Erlendsson
gjaldkeri, Ileimir Stigsson
ritari og Guðmundur llannesson
meðstjórnandi.
Hátíðar-
kantötur
Annað kvöld verða haldnir
hljómleikar i Bústaðakirkju.
Eru þetta afmælishljómleikar
Kirkjukórasambands Reykja-
vikurprófastsdæmis.
Fly tjendur verða Sinfóniu-
hljómsveit Islands, samkór
félaga úr kirkjukórunum og ein-
söngvarar. Hljómleikarnir
hefjast klukkan 21.
A efnisskránni verða tvær há-
tiðarkantötur, og stjórnar dr.
Róbert A. Ottósson flutningi
þeirra. Einsöngvarar verða
Elisabet Erlingsdóttir, Halldór
Vilhelmsson, Jón Hj. Jónsson,
Magnús Jónsson, Olöf Harðar-
dóttir og Sólveig M. Björling.
Kirkjukórasamband Reykja-
vikurprófastsdæmis var stofnað
fyrir 25 árum siðan. Starfsemi
þess var litil framan af, en frá
árinu 1962 hefur sambandið
starfað af miklum þrótti.
Lézt af
voðaskoti
Á sunnudaginn
gerðist sá atburður á
Raufarhöfn, að ungur
piltur varð fyrir voða-
skoti, og lézt hann sam-
stundis. Hét hann
Einar Hálfdán Pálsson,
og var 17 ára gamall.
Einar var að sögn
kunnugra þaulvanur
að umgangast skot-
vopn.
20%
HÆKKIIN
Hitaveitu Reykjavikur var i
gær heimilað að hækka verð
heita vatnsins um 20%. Hita-
veitan hafði farið fram á að fá
enn meiri hækkun.
Enqinn vill eiqq peninga
Flóðbylgja lánsviðskipta
í kjölfar kaupæðisins
Alls staðar i verzlunarlifinu,
bankastarfsemi, ibúðasölu o.þ.h.
má nú sjá ummerkin um verð-
bólguótta almennings. Allir
kaupa og kaupa. Það eina, sem
enginn vill eiga, eru peningar.
Þeir streyma út úr bönkunum.
Sparisjóðsbækur eru tæmdar.
Avisanareikningar eru tæmdir.
Langar biðraðir fólks eru á bið-
stofum bankastjóranna til þess að
biðja um lán. Þeir, sem áður báðu
um 50 þús. kr. vixla biðja nú um
100 þús. kr. vixla. Þeir, sem áður
báðu um 100 þús kr. vixla biðja nú
um 200 þús. kr. vixla. Bara fátæk-
asta fólkið á nú peninga. Þeir rik-
ustu eiga skuldir, meiri skuldir og
enn nú meir skuldir.
Kaupæðið hefur nú staðið yfir
um margra mánaða skeið. Ýmis-
legt virðist benda til þess, að þvi
kunni að vera að ljúka. Ekki
vegna þess, að almenningur sé
búinn að missa áhugann á að
kaupa. Heldur vegna þess, að
peningarnir eru þrotnir og láns-
möguleikarnir eru á þrotum lika.
Þegar bylgja kaupæðisins
hófst, eitthvað um miðbik s.l.
sumars, var það mjög áberandi,
hve peningaráð fólks voru þá
mikil. Þá buðust menn til að
borga út i hönd ef með þvi móti
væri hægt að fá afslátt. Rándýr
heimilistæki voru borguð út i
hönd. Bilar voru borgaðir út i
hönd. Fleiri milljónir voru lagðar
á borðið i útborganir á ibúðum.
Nú hafa verzlunarmenn, sem
Alþýðublaðið hefur átt tal við,
sagt, að þetta timabil sé fyrir
nokkru á enda. Nú sé ekki lengur
boðin staðgreiðsla. Nú vilji allir
verzla uppá afborgunarviðskipti:
litið út og svo jafnar mánaðarleg-
ar afborganir.
Ýmsir kaupmenn t.d. i
húsgagnaverslunum, sem áður
seldu mikiðgegn staðgreiðslu, fá
nú varla tilboð um annað en af-
borgunarviöskipti. Svo mikið er
orðið um slik viðskiptalán, að
verzlanir með húsgögn, sjónvörp,
hljómtæki o.þ.h. hafa nú stórfé
bundið i slikum lánum til við-
skiptavinanna. Hafa margir
eigendur slikra verzlana sagt
Alþýðublaðinu, að á siöustu vik-
um hafi þeir neyðzt til þess að
breyta reglum sinum um af-
borgunarviðskipti og hækka út-
borgunar upphæðina til þess aö
verja sig gegn flóðbylgju lánsvið-
skiptanna.
Eina verzlunarstarfsemin, sem
enn hefur ekki fundið fyrir þess-
um áhrifum af þverrandi aura-
ráðum fólks virðist vera fast-
eignasalan. Enn eru geysiháar
útborganir boðnar fyrir ibúðir.
Astæðurnar virðast einkum vera
tvær. 1 fyrsta lagi er framboð á
ibúðum mjög litið. Flestar þær
nýjar ibúðir, sem teknar voru til
byggingar fyrir einu-tveimur ár-
um eru nú seldar og nýjar ibúðir
— sá flokkur, sem byrjað verður
að byggja i vor — kemur yfirleitt
ekki á söluskrá fyrr en i sumar.
Þá hafa menn kippt að sér hönd-
unum með sölu á eldri ibúðum,
þvi flestir vilja biða og sjá hvar
endar áður en þeir selja. önnur
ástæðan fyrir háum útborgunum
virðist svo vera sú, að margir
Vestmannaeyingar séu nú á hött-
unum eftir húsnæði i borginni. Að
sögn njóta þeir góðra lánakjara i
bönkum og geta þvi boöið tölu-
verðar útborgarnir, sem hafa
áhrif á aðra.
Hækkununum, sem orðið hafa á
íasteignaverði á undanförnum
mánuðum, má einna helzt likja
við sprengingu. Dæmi eru um, að
meðal-ibúðir hafi hækkað um allt
að 600-800 þús. kr. á siðustu fjór-
um til fimm mánuðum. Það
ibúðaverð, sem var s.l vor, þyk-
ir nú hlægilegt og fólki, sem þá
keypti, hefur verið boðinn allt að 1
m.kr. verðbólgugróöi á ibúðum
sinum ef það aðeins vilji selja
strax.
Þannig breiðist óttinn við óða-
verðbólguna út um allt tsland
eins og eldur i sinu. Fái fólk pen-
inga i hendurnar er þaö þotið upp
á stundinni til þess að kaupa og
kaupa meira, unz allt er þrotið —
l'é, lánstraust og skuldasöfnunar-
geta. A tslandi i dag vill enginn
eiga peninga — bara frystikistur,
bila, þvottavélar, sjónvörp,
hljómllutningstæki, húsgögn,
ibúðir — og skuldir.
Lengsta íbúðarhús landsins brátt full-
gert — Seljahverfi næst á dagskrá
Borgarráð heimilaöi i gær
byggingu 308 ibúða hverfis i
Seljahverfi i Reykjavik. Þá hefst
á næstunni bygging 314 ibúða i
Breiðholti III, og bráðlega lýkur
byggingu 200 ibúða i sama hverfi.
Þannig munu rúmlega 800 ibúðir
koma i gagnið á árunum 1973-’75.
Eyjólfur Sigurjónsson formað-
ur Framkvæmdanefndar bygg-
ingaáætlunar tjáði blaðinu i gær,
að á þessu ári lyki byggingu 200
ibúða blokkar i Breiðholti III, en
þetta er lengsta ibúðarblokk
landsins, 320 metra löng. Á næst-
unni hefst bygging 314 ibúða, en
það er sjötti og siðasti áfangi
áætlunarinnar. Byggingu ibúð-
anna á að ljúka fyrir árslok 1975.
Þá var Bygginganefnd verka-
mannabústaða i gær veitt leyfi af
borgarráði til byggingar 308
ibúða efst i Seljahverfi i Breið-
holti. Eyjólfur Sigurjónsson, sem
einnig er formaður Bygginga-
nefndar verkamannabústaða
sagði að upphaflega hafi verið
gert ráð fyrir byggingu 320 ibúða,
en talan var lækkuð i borgarráði
niður i 308 ibúðir.
Af þessum 308 ibúðum verða 106
fjögurra herbergja, 104 fermetr-
ar, 138 ibúðir verða þriggja her-
bergja, 90 fermetrar, 32 ibúðir
verða tveggja herbergja, 64 fer-
metrar og 32 ibúðir verða eitt og
hálft herbergi, 35 fermetra.
Siðastnefndu einstaklingsibúðirn-
ar eru nýjung.
,,Ég er mjög bjartsýnn á að all-
ar okkar áætlanir standist, og
þessar rúmlega 800 ibúðir verði
komnar i gagnið fyrir árslok
1975”, sagði Eyjólfur i lok sam-
talsins.
Herdis Þorvaldsdóttir fer með 100. hlutverk sitt á leiksviði á
fyrstu frumsýningu Þjóðleikhússins utan Rcykjavíkur.
„Furðuverkið” verður frumsýnt i Grindavik á laugardaginn
kemur. Fjallar leikurinn unr þróunarsögu lifs á jörðinni og taka
áhorfcndur virkan þátt i sýningunni.
Auk Herdisar koma fram leikararnir Kristin Magnús, Sig-
mundur Arngrímsson og Halla Guðmundsdóttir. Músik og texta
hafa þeir Arni Elfar og Ilrafn Hálsson samið. Leikmyndir eru
gerðar og unnar af Birgi Engilberts og hörnum úr Myndlistar-
skólanum.
Hundraðasta
hlutverk
Herdísar
Miövikudagur 14. marz 1973
o