Alþýðublaðið - 14.03.1973, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 14.03.1973, Qupperneq 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit- stjóri Sighvatur Björgvinsson. Frétta- stjóri Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10. Sími 86666. Blaðprent hf. JAFNAOARSTEFNA í SÖKN Fyrir nokkrum árum urðu sumir jafnaðar- mannaflokkar i Vestur-Evrópu fyrir nokkru at- kvæðatapi i kosningum. Þá risu upp ihaldsmenn og kommúnistar hér á landi sem erlendis, sem um langt árabil höfðu verið að reyna að viðra sig upp við jafnaðarstefnuna i von um að geta notið góðs af, og hlökkuðu yfir þvi, að nú loks væri lýðræðissósialisminn á undanhaldi i heiminum. íhaldsblöðin fullyrtu, að nú væri al- menningur búinn að fá meira en nóg af jafn- aðarstefnunni og framundan væri blómaskeið konservativismans. Húrrahróp hægri manna hafa nú hljóðnað. Þróunin á undanförnum mánuðum hefur gert vonir þeirra að engu. Jafnaðarstefnan, lýðræðissósialisminn, er ekki i hnignun. Þvert á móti hefur framsókn hennar sennilega aldrei verið glæsilegri en nú. Sjá hinar nýkjörnu jafn- aðarmannarikisstjórnir i Vestur-Þýzkalandi, Finnlandi, Ástraliu og Nýja-Sjálandi. Hversu glæsilegir voru ekki sigrar jafnaðarstefnunnar þar. Sjá kosningaúrslitin i Hollandi, Italiu, ír- landi, Kanada og nú siðast i Chile og Frakk- landi, þótt i siðastnefnda landinu sósialistum hafi ekki tekizt að hriekkja valdriki ihalds- og borgaraafla þrátt fyrir mikinn kosningasigur vegna ólýðræðislegra kosningalaga og óréttlátr- ar kjördæmaskipunar. Hversu eindregin er ekki hneigð almennings i þessum löndum öllum, eins og hún kemur fram i úrslitum kosninga. Alls staðar liggur straumurinn i sömu átt. Burt frá ihaldi og afturhaldi i áttina til umbreytts lýðræðisþjóðfélags, sem móta beri af grund- vallaratriðum lýðræðissósialismans. Hvilikur sigur fyrir jafnaðarmenn. Hvilik framtið fyrir jafnaðarstefnu. í viðtali við Olof Palme, sem birtist I Alþýðu- blaðinu I gær, segir hann m.a., að ljóst sé, að stjórnmálin I heild þróist nú ört til aukinnar rót- tækni. Fleiri og fleiri geri sér betur og betur ljóst, að flestöll mannleg vandamál i nútima iðnaðarþjóðfélögum sé ekki hægt að leysa nema með grundvallarkenningar jafnaðarstefnunnar um jöfnuð, samábyrgð, mannúð og mannkær- leik að leiðarljósi. Sú hætta á auknum hægri-til- hneigingum, sem mátt hafi grein fyrir nokkrum árum, sé nú ekki lengur fyrir hendi. Þvert á móti komi það nú glöggt i ljós viðs vegar um heim, að grundvallaratriði jafnaðarstefnu eigi miklum framgangi að fagna. — Hvar er t.d. hægri-stefna 4. og 5. áratugs- ins?, spyr Palme. Hverjir eru þeir flokkar, sem nú telja sig vera málsvara hennar? Hvaða sigurspá getur verið sterkari fyrir lýðræðisjafn- aðarstefnuna en sú, sem sjá má i þvi, að jafnvel andstöðuflokkarnir bera slika virðingu fyrir henni, að þeir telja sér ókleift að berjast án þess að fá einhver atriði hennar til láns? Þessi orð Olofs Palme eru sönn. Við sjáum þau rætast á Norðurlöndum, i Ástraliu, i Nýja-Sjálandi, i Kanada, I Hollandi, ítaliu, Ir- landi og Frakklandi. Ánægjulegast er þó að sjá þau rætast i Chile, þar sem jafnaðarmaðurinn Allende hefur unnið stórsigur þrátt fyrir óaflátandi rógsherferð ihaldsafla bæði innan og utanlands gegn honum og stjórn hans. Það er jafnaðarmönnum tvöföld hvatning, að jafnvel slikt framferði skuli ekki getað ruglað chileanska kjósendur i riminu. Lika þeir slást i sigurgöngu jafnaðarmanna, framsækna baráttusveit jafnaðarstefnunnar. UM ALMENNINGSEIGN fl JARÐVARMARETTINDUM SJÁLFSAGT «0 SVEITAR- FELÖ6 F«l HALDID SfNU — A fundi neðri deildar Al- þingis s.l. fimmtudag var til fyrstu umræðu stjórnarfrumvarp til íaga um breytingu á orkulög- unum. Stefán Gunnlaugsson, alþm. ræddi þetta mál og gerði grein fyrir breytingartillögu, sem hann hefur flutt við frumvarpið. Fórust honum orð m.a. á þessa leið: Hér er til umræðu athyglisvert mál, sem miðar að þvi að tryggja hagnýtingu jarðvarma til þjóðar- heilla. Ein helzta auðlind lands okkar er jarðhitinn, sém við hlið vatnsaflsins, fiskimiðanna og gróðurmoldarinnar á vafalaust eftir að verða undirstaða fram- fara, bættra lífskjara og velmeg- unar þjóðarinnar á komandi ár- um. Enn sem komiö er er þessi orkugjafi litt nýttur. Framtiðar- möguleikarnir til orkufram- leiðslu og ýmisskonar annarra nota, eru fjölmargir. Til þessa hafa not hans verið bundin við húsahitun og gróðurhúsarækt, fyrst og fremst, eins og kunnugt er. Talið er að um 90% af nýtan- legu varmaafli á Islandi sé að finna á svæðum, sem nefnd hafa verið háhitasvæði, en svo nefna vfsindamenn jarðhitasvæði þar sem ofan 1000 metra dýpis finnst 200 gráðu heitt vatn eða heitara. Þessi svæði eru á belti, sem ligg- ur frá suðvestri til norðausturs, frá Reykjanesi og Mýrdalsjökli syðra til Mývatnssvæðisins nyrðra. Frumvarpið gerir ráð fyrir að rikið fái allan rétt til umráða og hagnýtingar jarðhita á háhita- svæðum, með vissum takmörk- unum. Sú meginhugsun, sem liggur til grundvallar þessu frumvarpi á vissulega rétt á sér, það er að ein af helztu auðlindum þjóðarinnar, jarðhitinn, komist i almannaeign, svo hagnýting hans verði til heilla og hagsældar ibúum viðkomandi byggðarlaga og þjóðinni i heild. En til þess að þvi markmiði verði náð er fulinægjandi að ákvæði þessa frumvarps nái ein- ungis til þeirra jarðhitasvæða, sem eru i eign einstaklinga. Ég get ekki séð neina þörf á, að rikið yfirtaki einnig jarðhitasvæði, sem eru i eigu sveitarfélaga og þau hafa eignazt i sumum tilfell- um að minnsta kosti, með ærnum tilkostnaði. Slikar eignir sveitar- félaga er væntanlega fyrirhugað að hagnýta til almannaheilla. Er rétt að sveitarfélögum sé gert að skyldu að hafa samráð við Orku- stofnun rikisins um, á hvern hátt þau hyggjast nýta þá orku, sem bundin er á jarðhitasvæðum þeirra, til að tryggja skynsam- lega og skipulega nýtingu jarðhit- ans I landinu þannig að til mestr- a þjóðarheilla verði. En ég er andvfgur þeim ákvæð- um i frumvarpinu, sem gera ráð fyrir, að rikið geti yfirtekið rétt- indi sveitarfélaga til umráða og hagnýtingar á hitasvæðum þeirra. Vandséð er hvaða rök liggja til grundvallar nauðsyn þess, að rik- ið taki i sinar hendur eignarrétt sveitarfélaga undir þessum kringumstæðum. Oðru máli gegnir, þegar einstaklingar eiga hlut að máli. Ég hefi þvi lagt fram breytingartillögu við frumvarpið um þetta efni. Hún er þannig, að við 1. gr. frumvarpsins bætist svohljóðandi málsgrein: „Sveitarfélög skulu eiga allan rétt til umráða og hagnýtingar jarðhita á háhitasvæðum, þar sem landareign er i eigu sveitar- félagsins, þrátt fyrir önnur ákvæði laga þessara”. Eitt þeirra háhitasvæða, sem nefnt er i frumvarpinu og gert er ráð fyrir, að rikið fái umráða og hagnýtingarrétt yfir er Krýsuvik, — land, sem er i eigu Hafnar- fjarðarbæjar. Arið 1941 afsalaði rikisstjórn Islands jarðhita i Krýsuvik til Hafnarfjarðarbæjar til eignar, án nokkurrar takmörk- unar á jarðhitanum niður á við eða á annan hátt. En jafnframt var Hafnarfjarðarbær skyldaður til að selja rikinu aftur jarðhita, er bærinn þyrfti ekki að nota með nánar tilteknum skilyrðum. Rikið hafði áður tekið þessi réttindi eignarnámi og greitt andvirði réttindanna til fyrri eiganda. Tilgangur Hafnarfjarðarbæjar, með kaupum á Krýsuvik og hita- réttindum þar á sinum tima, var sá, meöal annars að nýta hitaork- una til hags og heilla fyrir ibúa Hafnarfjarðar og þjóðarinnar i heild. Eðlilegt hefði þess vegna verið að undanskilja i frumvarp- inu Krýsuvik og önnur háhita- svæði, sem svipað stendur á um og eru i eigu sveitarfélaga. Hafnarfjarðarbær hefur lagt i mikinn kostnað við rannsóknir á jarðhitamöguleikum i Krýsuvik. bá skal bent á að samkvæmt nú- gildandi lögum, er Hafnar- fjarðarbæ skylt að selja rikinu jarðhita sem bærinn þarfnast ekki til eigin nota. Það atriði i frumvarpinu, sem fyrir liggur og gerir ráð fyrir að rétti Hafnarfjarðarbæjar til um- ráða og hagnýtingar bæjarfélags- ins á háhitasvæðum i landareign þess, hefur komið til umræðu i bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Það var samdóma álit allra bæjarfull- trúa að mótmæla bæri þeirri fyr- irætlun, að rikið yfirtaki þessi réttindi. Gerði bæjarstjórnin svo- hljóðandi ályktun um þetta efni, sem samþykkt var i einu hljóði: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mótmælir framkomnu frumvarpi til laga um breytingu á orkulög- um að þvi er tekur til eignaupp- töku rikisins á hitaréttindum i Krýsuvik, sem Hafnarfjarðarbær keypti af ríkissjóði með afsali, dags. 24. febrúar 1941, samkv. heimild i lögum nr. 101/1940, sbr. og 1. nr. 11/1936 og skorar á al- þingi að samþykkja breytingar- tillögu Stefáns Gunnlaugssonar við frumvarpið. Jarðhiti i Krýsuvik hefur verið nýttur i mörg ár fyrir þarfir staðarins og er nú áformuð aukin nýting hitaorkunnar þar t.d. fyrir skóla. Þá skal á það bent, að Hafnarfjarðarbær hefur lagt mikinn kostnað við rannsóknir og boranir á hitasvæðinu og reiknað hefur verið með möguleika á nýt- ingu jarðhitans fyrir jarðvarma- eða raforkuvinnslu fyrir Hafnar- fjarðarbæ. Litur bæjarstjórn svo á, að ákvæði frumvarpsins a.m.k. að þvi er tekur til Krýsuvikur- lands brjóti i bága við 67. gr. stjórnarskrárinnar”. Þessi ályktun er ótviræð og sýnir, svo ekki verður um villzt viðhorf bæjarstjórnarinnar til málsins. Ég leyfi mér að vona að þing- menn geti fallizt á þá skoðun, að eðlilegt sé að rikið taki ekki i sin- ar hendur eignarrétt Hafnar- fjaröarbæjar yfir Krýsuvik. Framhald á bls. 10 FLOKKSSTARFIÐ STJÖRNARKIÖR Alþýðuflokksfólk i Reykjavik. í dag og næstu daga mun liggja frammi á skrifstofum Alþýðu- flokksins listi um tillögur Trúnaðarráðs um fólk i framboð til væntanlegs stjórnarkjörs i Alþýðuflokksfélagi Reykjavikur. Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofan. KJÖRNEFND HAFNFIRÐINGAR: , VIÐTALSTIAAAR Alþýðuf lokksfélögin í Hafnarfirði hafa ákveðið að efna til fastra viðtalstíma, þar sem bæjarbúar geta hitt að máli aðal- og varabæjarfulltrúa Atþýðu- flokksins í Hafnarfirði. Viðtalstímar þessir verða i Alþýðuhúsi Hafnarf jarðará fimmtudögum kl. 17-19. Næsti viðtalstími verður fimmtudaginn 15. þ.m. Bæjarbúar! Notið þetta tækifæri til viðræðna við kjörna fulltrúa ykkar úr Alþýðuflokknum. REYKVÍKINGAR: VIÐTALSTIMAR Reykvíkingar! Vegna óviðráðanlegra aðstæðna fellur viðtalstími sá, sem vera átti n.k. fimmtudag og auglýstur var í Alþýðublaðinu í gær, niður. Næsti viðtalstfmi þingmanna og borgarfulltrúa i Reykjavík verður væntanlega fimmtudaginn 22. þ.m. Miðvikudagur 14. mari 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.