Alþýðublaðið - 27.03.1973, Page 9

Alþýðublaðið - 27.03.1973, Page 9
Iþróttir 2 TVEIR LEIKIR ÁN ÞÝÐINGAR KR viljinn á bak Þeir fengu lítiö fyrir aurana sina þessir tæplega 100 áhorfendur sem lagt höfðu ieiö sfna f Laugardalshöllina á sunnudagskvöld. Tveir þýöingarlausir leikir voru á dagskrá og þegar til kom varö úrkoman eins og viö var aö búast, tveir lélegir leikir. Þó haföi leikur ÍR og Ármanns þaö fram yfir ieik KR og Hauka, aö þar var barizt, en slíku var ekki aö heilsa í fyrri leiknum. KR-ingar voru algjörlega áhugalausir, enda þegar dæmdir i 2. deild. Vitleysan byrjaöi eiginlega strax og flautan gall við. Haukarnir komust I 4:0 og áhuginn var greinilega enginn hjá KR-ingum. Þeir varla nenntu að koma sér í vörn. Sóknin var fum og fát, og fyrr en varði var staðan oröin 12:2 Haukum í vil, og i hálfleik höfðu þeir yfir 14:4. Fádæma yfir- burðir. 1 siöari hálfleik brá svo viö að Haukarnir féllu alveg f sama jaröveg og KR-ingar. Þeir sáu fram á alvöruleysi þessa leiks, og þeir smituöust af KR-ingum. Bæði liöin létu kylfu ráöa kasti, og þess vegna varö það mikiö til tilviljum hvernig mörkin komu. Haukarnir hefðu vel getaö unniö þennan leik meö 20 marka mun, en þess í stað unnu þeir siöari hálfleikinn meö aöeins eins marks mun, og loka tölurnar uröu 27:16. Sýnir þetta vel gæöi varnarleiksins hjá Haukum Isiöari hálfleik, aö fá á sig 12 mörk á móti aðeins fjór- um mörkum i fyrri hálfleik. Mörk Hauka : Stefán 9, Ólafur 8 (6 viti), Þórir 3, Sturla 3, Siguröur J. og Guömundur tvö mörk hvor. Mörk KR: Haukar 8 (2 v.) Arni G. 3, Sigurður 2, Ævar, Bjarni og Björn P. eitt mark hver. Haukaliðiö veröur á engan hátt dæmt eftir þessum leik, til þess var mótstaðan of veik. og burt Leikur liðsins var mjög góður i fyrri hálfleik, en i þeim siðari datt hann niður á sama plan og hjá KR. Stefán Jónsson átti stórleik að þessu sinni, og mörg marka hans voru gullfalleg. Ólafur var drjúgur við að skora, og i markinu var Gunnar góður I fyrri hálfleik. KR-ingar léku eins og lið gera í slikri stöðu, án alvöru. Margir nýliðar voru með að þessu sinni, og lofa þeir góöu, til dæmis Arni Guðmundsson og Sigurður Öskarsson. Annars var Haukur Ottesen bezti maður liðsins að þessu sinni. -SS. ♦ ♦ » Stefán Jónsson er greinilega kominn i sitt gamla góöa lands- liösform. Hér skorar hann glæsilega gegn KR. Stigunum réttilega deilt Armenningar halda áfram aö hala inn stigin, og skilja þar meö KR eftir sér á parti á botninum. A sunnudagskvöld skiptu Armann og ÍR meö sér stigunum, þvf jafntefli varö f leik liðanna 20:20. Sanngjörn úrslit i leik, sem haföi upp á lftiö aö bjóöa nema baráttu. Möguleikar ÍR á bronsverðlaunum hafa nú minnkaö mjög, þvi liðiö á eftir mjög erfiða leiki, gegn Fram, Val og FH. Fyrri hálfleikurinn var nokkurs konar einvígi milli Ármanns ann- ars vegar og Brynjólfs Markús- sonar hins vegar. Ármenningar réðu ekkert við Brynjólf, og hafði hann gert niu mörk strax i fyrri hálfleik. bar af gerði hann fimm af sex mörkum sem IR gerði i röð, og þar með hafði 1R náð öruggri forystu, 10:5. En á ein- hvern óskiljanlegan hátt tókst IR- ingum að tapa þessu forskoti niður, og staðan i hálfleik var jöfn, 14:14. Sfðari hálfleikur var hnifjafn, enda allt púst búið hjá Brynjólfi, og hann gerði ekki nema eitt mark i hálfleiknum. Lokatölurn- ar urðu 20:20, sem verða að telj- ast sanngjörn úrslit. Mörk IR: Brynjólfur 10{3 v), Agúst 6, Jóhannes 3 og Gunnlaug- ur eitt mark. Mörk Armanns: Björn 8, Hörð- ur 3, Þorsteinn 3, Olfert 2 (2 v), Ragnar, Stefán, Guðmundur og Vilberg eitt mark hver. Brynjólfur var hreint óstöðv- andi i liði IR i fyrri hálfleik, en hann var daufur i þeim seinni. Ágúst var mjög ógnandi allan leikinn, og þá eru upptaldar stór- skyttur IR-liðsins. Geir Thor- steinsson varði vel á köflum. Hjá Armanni var Björn i sér- flokki. Hann hefur ekki fyrr verið jafn ógnandi sem nú. Annars var lið Ármanns mjög jafnt, og þar felst styrkur liðsins. -SS. hoccii nrotnr moii mr olrlroi nrloumt” ??HöooU golUI llldU IUI dlUlol gioyiiu ,,Ég var þess fullviss um miðbik siöari hálfieiks, aö tsland myndi vinna leikinn meö 5-7 marka mun”, sagöi Svartberg farar- stjóri norska landsliðsins eftir landsleikinn á laugardaginn. Þvi miður reyndust þessi orö alröng, Norömenn skoruðu fimm siöustu mörk þessa landsleiks, og þar meö máttum viö sjá af sigri, sem undir öllum venjulegum kringumstæöum heföi verið okkar. En ofan á leikleysu islenzka liðsins bættust hroöaleg dómaramistök sænsku dómaranna. „Svona nokkru getur maöur aldrei gleymt”, sagði Karl Benediktsson landsliösþjálfari, og átti þar viö seinni ííá'Ifléik leiksins, en þá skoruöu tslendingar aöeins þrjú mörk^ekk- ert siðustu 14 minúturnar. Já, það er sannarlega ekki vanþörf á að seinni hálfleikur- inn verði enn um sinn ofarlega i huga Karls og hans manna. I þessum hálfleik opinberaðist al- veg sá vandi sem við er aö eiga, sóknarleikurinn. Það vantaði i hann alla hugmyndaauðgi og samvinnan var i lágmarki. Mönnum var fyrirmunað að fórna sér fyrir félagann aðeins Stefán Gunnarsson sýndi til- burði i þá átt. Þá áttu inná- skiptingarnar sinn þátt i þvi hvernig fór. Rétta blandan fannst aldrei, og þegar fór að ganga illa, gerðu of örar og beinlinis rangar innáskiptingar bara illt verra. Það er eins og fyrri daginn, það vantar á bekk islenzka liðsins mann sem held- ur alveg höfði hvað sem á dyn- ur. Mann með stáltaugar. tslenzka liðið átti sinar björtu hliðar I þessum leik, og þvi má ekki gleyma. Vörnin var pott- þétt leikinn út i gegn, og þar var varla veikan hlekk að finna. Ólafur Benediktsson stóð sig mjög vel I markinu, en litið reyndi á nýliðann Sigurgeir Sigurðsson, Haukum, sem kom inn á siðustu stundu I stað Hjalta Einarssonar. I stuttu máli gekk leikurinn þannig fyrir sig, að islenzka lið- I I I I I Geir Hallsteinsson var alveg óstöövandi i fyrri hálfleik. Hér skor- ar hann með einu af sinum lúmsku og hnitmiðuöu langskotum. AB-mynd Friðþjófur. ið hafði lengst af yfir i fyrri hálf- leik. Þannig var staðan i hálf- leik 9:7 okkur i vil. Það var ein- staklingsframtak Geirs Hall- steinssonar sem gerði gæfu- muninn i hálfleiknum, hann gerðisex af niu mörkum liðsins, og virtist geta skorað þegar hann vildi. En þvi miður snérist dæmið við I hálfleik, og Geir skoraði ekki fleiri mörk. Einar Magnússon skoraði tvö siðustu mörk hálfleiksins mjög fallega og var greinilega kominn i stuð. En hvað gerir liösstjórnin? Jú, hún byrjaði á þvi að hvila Einar i byrjun siðari hálfleiks, og þeg- ar hann loksins kom inná, gekk allt á afturfótunum hjá honum eins og öðrum i liðinu. Þegar 14 minútur voru eftir, var staðan 12:9 okkur i hag og leikurinn unninn. En þá tók við martröðin, Norðmenn skora fimm siðustu mörk leiksins og vinna 14:12. Það hefur oft verið erfitt að tapa en sjaldan sem I þetta skipti. Mörk Islands: Geir 6 (1 v), Einar 3, Ólafur, Axel og Gunn- steinn eitt mark. Mörk Noregs: Sterner 8 (7 v), Th.Hansen 2, Gjærde 2, Tyrdal og Inge Hansen eitt mark. Vörnin var sterkasti hluti is- lenzka liðsins og markvarzla Ólafs Benediktssonar var einnig góö. Sóknin var mikið vanda- mál. Geir var góöur i fyrri hálf- leik, en stóru mennirnir Axel og Einar nýttust litið, enda litið gert til aö hjálpa þeim. Viðar féll ekki inn i liðið. Björgvin var mjög óheppinn með skot sin. Norska liðið er ekkert sér- stakt, og undir venjulegum kringumstæðum hefðum við unnið þetta norska lið. Rune Sterner ( no. 14) vakti athygli fyrir aðdáunarvert öryggi i vitaskotum. Sænsku dómararnir Larsson og Nilsson voru vægast sagt hliðhollir Norðmönnum og keyrði um þverbak á loka- minútunum. Hlutdrægni er ljótt orð, en það á við i þessu tilfelli. — SS. ÉteSfgSi Þríðjudagur 27. marz. 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.