Alþýðublaðið - 27.03.1973, Síða 12

Alþýðublaðið - 27.03.1973, Síða 12
Sparnaðarvikan hófst með heimsókn á Alþinai Hundruð reykviskra hús- mæðra fylktu liði að Alþingis- húsinu klukkan tvö i gær til að mótmæla hinum miklu verð- hækkunum, sem urðu á öllum landbúnaðarvörum um siðustu mánaðamót. Aðeins litill hluti fylkingarinnar komst inn i þing- húsið og á áheyrendapalla, sem fljótlega voru fullskipaöir. Auk reykvisku kvennanna voru mættar á þingpalla 20-30 konur úr Arnessýslu, þegar þingfund- ur hófst, til að vekja athygli á sjónarmiðum húsmæðra i sveit. Þessi einstæða heimsókn kvennanna á Alþingi hafði sin áhrif á hina kjörnu fulltrúa, húsbændurna i Alþingishúsinu, og upphófst þar næsta óvenjuleg „leiksýning utan dagskrár.” Meðan á henni stóð skiptust á pústrar og lófaklapp á vixl, stundum mátti heyra frammi- köll frá gestunum á áheyrenda- pöllunum og utan af götunni glumdu við hávær slagorð, þar sem verðhækkunum á landbún- aðarafurðum var mótmælt. Um tima hrópuðu konurnar, sem utan þinghússins stóðu: ,,Út með Halldór E.!” En ráð- herrann lét sér nægja að kikja út um gluggann og brosa. Hins vegar mátti að minnsta kosti einu sinni sjá Ölaf Jóhannesson, forsætisráðherra, veifa hendi til frúnna utan dyra. Forsætisráð- herra tók engan þátt i umræð- unum i gær um verðlagið á landbúnaðarvörum. „Leiksýningin”, sem var með eldhúsdagssniði, i þingsölum i gær hófst með þvi, að Jónas Arnason bauð kvenfólkið vel- komið á þing, einkum konurnar austan úr sveitum. Gerði þing- maðurinn grein fyrir mótmæla- plaggi, sem 20-30 húsmæður i sveitum Arnessýslu höfðu undirritað, en þar sagði m.a., „að með nærveru sinni vildu konurnar kynna sjónarmið sin, þ.á m., að landbúnaðarvörur hefðu ekki hækkað meira en aðrar vörur”. Og ennfremur: „Við mótmælum herferð, sem nú er gerð gegn islenzku bænda- fólki og skorum á islenzkar kon- ur að sniðganga brezkar og vestur-þýzkar vörur, meðan á fiskveiðideilunni stendur við þessar þjóðir.” MÓTAAÆLI Eins og kunnugt er samþykkti almennur fundur i Húsmæðra- félagi Reykjavikur 15. marz s.l. að beina þeim tilmælum til hús- mæðra, að þær dragi verulega úr neyzlu landbúnaðarafurða i mótmælaskyni vegna óeðlilegra verðhækkana. Á sama fundi var samþykkt að skora á húsmæður að mæta á þingpöllum 26. marz, þ.e. i gær. Ekki reyndust þingmenn stjórnarflokkanna i Neðri deild Alþingis vera alveg sammála konunum. Þannig sagði Agúst Þorvalds- son, að hann undraðist það, að húsmæður beittu sér fyrir þvi að takmarka neyzlu á landbún- aðarvörum, „þeim vörum, sem hefðu hækkað tiltölulega minnst af öllum vörum á markaðnum”. Jóhann Hafstein kvaðst sem fyrsti þingmaður Reykvikinga ekki geta setið undir þvi orða- laust, að óvægilega væri vegið að reykviskum húsmæðrum. Sagði hann, aö þær húsmæður, sem nú mótmæltu hækkun á verði landbúnaðarafurða, væru ekki að beina geiri sinum að bændum, heldur núverandi rik- isstjórn. Hún ætti sökina á hinni miklu hækkun, sem orðið hefði. SÖKIN RÍKIS- STJÓRNAR Ingólfur Jónsson kvað bændur ekki eiga sök á verðbólgunni, sem magnazt hefði meira en nokkru sinni fyrr i tið núverandi rikisstjórnar. Benti hann á, að nú þegar verð á nýmjólk hefði hækkað um 44%, hefði verðið til bænda aðeins hækkað um 11,4%. Skoraði fyrrverandi land- búnaðarráðherra á húsmæður að beina geiri sinum fremur að rikisstjórninni, en hætta ekki við að kaupa mjólk og aðrar landbúnaðarvörur. Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðar- og fjármálaráðherra, sagði m.a., að kaupmáttur launa væri nú meiri en áður. A sama tima og islenzka þjóðin berðist á tveimur vigstöðvum, annars vegar við erlent ofurefli til varnar 50 sjómilna land- helginni, og hins vegar við náttúruhamfarir i mestu veiði- stöð landsins, væri ekki tima- bært að etja stétt gegn stétt. „Ég veit, að húsmæðurnar gera sér grein fyrir þvi, bara ef þær athuga málið betur, að þær hafa öðru hlutverki aö gegna en efna til æsinga,” sagði ráðherrann. Gylfi Þ. Gislason sagði, að augljóst væri af þvi, sem væri að gerast i þinghúsinu og utan þess þá stundina, að hagsmuna- andstæður væru að skerpast milli neytenda og framleiðenda. Hér væri ekki tilefni til neinna gamanmála. Ef einhverjir hefðu egnt stétt gegn stétt væru þaö þeir menn, sem tekið hefðu að sér að stjórna landinu án þess að geta það. Gylfi sagði ennfremur, að landbúnaðarvörur væru orðnar óeðlilega dýrar, en samt sem áður bæru bændur alls ekki of mikið úr býtum, öðru nær. Kvað Gylfi orsakir hinna óeðlilegu hækkana á landbúnaðarvörum þær, að röngu skipulagi og rangri grundvallarstefnu væri fylgt i landbúnaðarmálum af hálfu núverandi rikisstjórnar. HVER UNDRAST? „Hver getur I alvöru undrazt það, að islenzkar húsmæður mótmæli þessum gifurlegu hækkunum og láti þær ekki sem vind um eyru þjóta. Ef landbún- aðarvörur væru ekki greiddar niður, væru þessar vörur nú óseljanlegar á islenzkum mark- aði. Þó að rikisstjórnin greiði landbúnaðarvörur niður um 1.600 — 1.700 milljónir króna á ári, þurfa neytendur samt að greiða þetta gifurlega verð fyrir þær. Þessu til viðbótar kemur, að rikissjóður greiðir 400 milljónir króna til þess að er- lendir kaupendur geti keypt is- lenzkar landbúnaðarvörur. Þetta ástand er óviðunandi”, og Gylfi sagði að lokum: „A öllum sviðum er núverandi rikisstjórn hætt að reyna að stjórna land- inu. Ekkert hagsmunamál er launþegum og neytendum jafn- brýnt og að rikisstjórnin fari frá”. Lúðvik Jósefsson, viðskipta- ráðherra, hélt langa ræðu i eld- húsdagsstil um þróun verðlags- og viðskiptamála almennt. Kvað hann hækkanirnar á land- búnaðarvörum stafa fyrst og fremst af þvi, að eðlilega hafi verið staðið við samnings- bundnar kauphækkanir til bænda til samræmis við kaup- hækkanir annarra stétta. Lúðvik sagði m.a.: „Það er ljótur leikur að ala á óeiningu milli neytenda og framleiðenda. Það er rangt, að islenzkar land- búnaðarvörur séu orðnar óeðli- lega háar i verði. Svo er alls ekki, þegar borið er saman við verð á landbúnaðarvörum i öðrum löndum i nágrenni við okkur”. Björn Pálsson sagðist undrast það, „að blessaðar húsmæðurn- ar taki fyrir ódýrustu vöruna, en ekki t.d. sykur, sem hefði hækkað um 115%” og ýmsar aðrar vörur. „Þetta er eins og þegar mein- lætamenn hér áður fyrr voru að berja sjálfa sig, að hætta ein- mitt að kaupa ódýrustu vör- una”, sagði Björn. ,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.