Alþýðublaðið - 08.04.1973, Page 2

Alþýðublaðið - 08.04.1973, Page 2
Karlmaður fæddur í STEINGEITARMERKI, 21. desember —r 19. janú- ar. Þeir karlmenri sem fæddir eru i Steingeitarmerki eru oft alvörugefnir i sjónarmiðum sinum gagnvart lifinu, og oft markar alvaran einnig sjónar- mið þeirra gagnvart ástum og rómantik. Yfirleitt eru þeir ekki ýkja rómantiskir i sér, heldur ganga þeir beint til verks og af hreinskilni, þegar um málefni hjartans er að ræöa. Mjög eru þeir yfirleitt heiöarlegir hvað tilfinningar snertir, og er sjald- gæft að þeir beiti daðri eða stofni til léttúöugra ævintýra. Astin er þeim alvörumál, og þeim er alltaf kappsatriði að haga sér eins og vera ber. bað getur tekið Steingeitar- manninn talsverðan tima aö finna þá konu, sem hann telur að verði sér að hæfi sem eigin- kona Þarsemhann er oftast nær raunhygginn, vill hann einungis kvænast þeirri konu, sem hann álitur að verði sér stoð og stytta, en ekki fjötur um fót. Gera þeir þar margir miklar kröfur, og fá naumastáhuga á konu, sem ekki uppfyllir þær. En þegar þeir hafa hinsvegar fundið þá konu, sem þeir vilja kvænast, hafa þeir ekki i frammi neitt laumu- spil, og undantekningarlitiö eru þeir mjög'. triiir og traustir eiginmenn. ' ‘ , Flestir eru Steíngeitarmenn starfsamir og harðduglegir. Þeir geta gert miklar kröfur til annarra, en þeir gera ekki siður kröfur til sjálfra sin, og eru undantekningarlitiö áreiðanleg- ir og heiðarlegir. Hjónabandib er þeim mikilvæg og virðuleg stofnun, og þeir vilja flest i söl- urnar leggja i þvi skyni að það verði sem farsælast. Karlmaður fæddur i Steingeitarmerki og kona fædd í HRÚTSMERKI, 21. marz — 20. apríl. Ekki mundi það reynast vandkvæöalaust ef þau gengju i hjónaband þar eð hún er honum gagnólik á margan hátt. Hún er oft skapheit og ástriðumikil, og er þvi liklegt að henni finnist hann ekki nægja sér, vegna hlé- drægni hans og hófstilltra til- finninga. Hann er mjög varkár i peningamálum, hún ör fljót- huga og hættir við að fara gá- lauslega með fjármuni. Sökum þess hve stolt hún er að eðlis- fari, er óliklegt að hún vildi láta hann segja sér fyrir verkum> hún mundi vilja stjórna heimil- inu eftir sinu eigin höfði, og er þvi hætt við aö oft mundi slá i brýnu með þeim, bæði af þeim sökum og vegna peningamál- anna. Og ef hún svo vildi veita honum ráð eöa liö i starfi, þá má gera ráð fyrir aö hann þættist þar éinfær. Hún er oft vel gefin, en hefur aftur á móti sérstæðar skoöanir, sem hún þá vikur ekki frá. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að þau gætu átt farsælt hjónaband, ef bæði væru stað- ráðin i þvi og gerðu sér grein fyrir agnúunum. Karlmaður fæddur i Steingeitarmerki og kvenmaður fæddur i NAUTSMERKI, 21. apríl - 20. mai. Ef hann kvæntist þessari skapgóðu og hugljúfu konu, gæti hjónaband þeirra orðið hið ástúðlegasta, þar eð hún er mjög þeim kostum búin, sem hann telur að helzt megi eigin- konu prýða. Hún er oftast nær trú og traust eiginkona, sem helgar sig heimilislifinu, og mundi þvi ráðriki hans ekki valda henni neinum áhyggjum. Og þó að hún vilji vera honum hjálpleg við að spara fé til fram- tiðarinnar, þá ætlast hún til þess að vel sé fyrir henni séð, og vill ekki vera án þeirra hluta sem með þarf. Yfirleitt er hún ein- staklega ljúf i sambúð og mundi á allan hátt vilja gera honum til hæfis. En hitt er lfka til, að hún hafi sinar eigin skoðanir, og þá er hætt við að hún færi sinu fram, hvað svo sem hann segði. Yfirleitt hún frábær húsmóð- ir, og mundi þvi ekki veita hon- um ástæðu til gagnrýni. Ein- lægni hennar og heitar tilfinn- ingar mundu smám saman vinna bug á Hlédrægni hans, og yrðu þá viðbrögð hans meiri'og innilegri. Hún er dugmikil og raunhyggin eins og hann, ‘ en samt sem áður kynni henni að verða erfitt að uppfylla kröfur hans til eiginkonunnar á köfl- um. Karlmaður fæddur i Steingeitarmerki og kona fædd í TViBURAMERKI, 21. maí — 20. júní. Ætti hjónaband hans við þessa eirðarlausu en oft vel gefnu konu að reynast farsælt, má gera ráð fyrir að bæði yrðu að leggja þar hart að sér. Hann mundi þurfa á þolinmæði að halda i hjúskap við hana, þar eð hann skildi ekki sibreytilega skapgerð hennar og tilfinninga- lif. Honum er það mjög mikil- vægt að allt gangi samkvæmt áætlun og árekstralaust, en allt STEINGEITIN Stjörnuspekin spurð álits um sambúðina hversdagslegt og skipulagt er henni hugarraun. Hann getur gerzt fáskiptinn og þögull, segi hún eitthvað sem særir hann eða móðgar. Venjulega hefur hann fulla stjórn á skapi sinu og til- finningum, hún lætur aftur á móti tilfinningar og hugboð ráða fyrir sér. Yfirleitt hugsar hún ekki fram i timann, en hann er einkar gætinn i peningamálum og vill helzt safna sem mestu fé i banka. Mundi honum þykja hún ábyrgðarlaus og óáreiðanleg, og allar hennar áætlanir einkenn- ast af heldur litilli fyrirhyggju. Ekki er liklegt að sterk tengsl mynduðust með þeim, þar sem ást hennar ristir grunnt á köfl- um og megnaði ekki aö leysa ást hans úr viðjum hlédrægninnar. Aftur á móti er hún oft lifsglöð og einkar aðlaðandi, og ef til vill mundi hann telja það þess vert að hann leitaðist við að skilja hana. Karlmaöur fæddur i Steingeitarmerki og kona fædd í KRABBAMERKI, 21. júní — 20. júni. Ekki er óliklegt að hann mundi laðast að þeirri konu en þar sem þau eru harla ólik að eðli til, er harla sennilegt að mikla þolinmæði og einbeittni af beggja hálfu þyrfti með til þess að hjónabandið yrði farsælt. Hún mundi þola illa hlédrægni hans og hófstillingu i öllum við- brögöum/ hún er oftast nær ofsafengin i atlotum sinum og holdlegar ástriður hennar sterkar og krefst þvi þess af makanum, að hann láti ekki sitt eftir liggja. Og þó að hann kunni vel að meta umhyggju eigin- konunnar, er eins vist að honum mundi finnast hún ganga helzt til langt i sifelldu stjani sinu kringum hann. Þá er og ekki óliklegt að hún vilji flestu ráða i sambandi við heimilishaldið, og bæri hann þar fram einhverjar tillögur, er aldrei að vita nema hún neitaði að taka tillit til þeirra. Hann mundi verða við óskum hennar um öryggi, þar eð hann mundi búa henni þægi- legt og gott heimili, en varla mundi hann þó vilja eyða pen- ingum i þvi sambandi umfram það nauðsynlegasta. Ef þau gerðu það aftur á móti að sam- komulagi með sér að vægja hvort fyrir öðru og mætast á miðri leið, þá er eins vist að sambúð þeirra gæti orðið góö. Hún mundi rjúfa viðjarnar af viðbrögðum hans með ástarofsa sinum og ástriðuhita, en vilja- festa hans mundi auðvelda henni stjórn á skapsmunum sin- um og tilfinningum. Karlmaöur fæddur i Steingeitarmerki og kona fædd í UÓNSMERKI, 21. júli — 21. ágúst. Jafnvel þó aö hann geti heill- azt af þessari aðlaðandi og ást- riku konu, en bæði mundu þau samt verða að leggja nokkuð á sig ef hjónaband þeirra ætti að verða hamingjusamt. Hún gæti reynzt honum hin bezta eigin- kona, og heitar tilfinningar hennar mundu án efa kalla fram innilegri og sterkari svörun af hans hálfu og rjúfa hlédrægni hans. Hún hefur oft mikla ánægju af að taka þátt i sam- kvæmislifinu og fara á skemmtanir; er ekki óliklegt að hún gæti talið hann á að gerast þar einnig þátttakandi, og mundi það gera lif hans glað- værara og fjölbreyttara, en á þvi er ekki vanþörf. Þar sem bæði eru metnaðargjörn, mundi hún veita honum mikilvæga að- stoð við að komast áfram. En svo kemur þar á móti, að hún getur verið kröfuhörð vegna fágaðrar smekkvisi sinnar, og gæti það, ásamt löngun hennar til að skemmta sér, orðið til þess að honum fyndist meir en nóg um kostnaðinn, þar sem hann er mjög sparsamur og fastur á fé, og vill helzt leggja hvern eyri á banka. Hún er oft stolt og við- kvæm fyrir þegar virðuleiki hennar er annars vegar, og mundi ekki þola hugsanlega gagnrýni hans. Hún mundi og sennilega risa gegn yfirráða- hneigð hans og ekki vilja láta hann skipa sér fyrir. En eigi að siður gæti hún orðið honum góð eiginkona, og þyrfti hann ekki að sjá eftir þótt hann leggði allt á sig til þess að hjónabandið yrði farsælt. Karlmaður fæddur i Steingeitarmerki og kona fædd í MEYJARMERKI, 22. ágúst — 22. september. Naumast mundi hann geta kosið sér betra kvonfang, en konu fædda i Meyjarmerki, svo samvalin eru þau á margan hátt, og ættu þau ekki að þurfa mikið á sig að leggja til þess að hjónabandið yrði hið farsælasta. Bæði eru þau yfirleitt hlédræg, en ástrik eigi að siður þótt ekki sé þar ærslum eða ofsa fyrir að fara, og mundi þvi hvorugt gera þar þær kröfur til hins, sem ekki yrðu uppfylltar. Bæði láta þau fremur skynsemina ráða fyrir sér en tilfinningarnar og mundi það auðvelda þeim alla sam- vinnu. Bæði eru þau raunhyggin og dugmikil, og mundi þeim þvi vegna vel i öllu, sem þau tækju sér fyrir hendur i sameiningu. Þá er það staðreynd að bæði eru þau yfirleitt sparsöm og hyggin i fjármálum, og mundi þeim þvi safnast drjúgum i sjóð til fram- tiðarinnar. Vafalitið mundi hann láta hana einráða um heimilisstörfin, og þar sem bæði eru mjög heimakær, þá yrðu þau þar saman öllum stundum sem þeim væri unnt. Henni hættir við að vera all gagnrýnin, en hann ætlast lika til fullkomn- unar á öllum sviðum, svo það kæmi heim. Þau þyrftu einungis ef til vill að sýna hvort öðru nokkurt umburðarlyndi, og ætti þá hjónaband þeirra að verða hið farsælasta. Karlmaöur fæddur i Steingeitarmerki og kona fædd í VOGARMERKI, 23. september — 22. október. Skaphöfn og eiginleikar þess- arar konu eru þannig, að ekki mundu hún og Steingeitarmað- ur eiga vel saman, og er hætt við að þau yrðu að sigrast á harla mörgum vandamálum áður en hjónaband þeirra yrði við- unandi. Hún er oft harla róman- tisk og ástriðuheit, og það mundi þvi valda henni miklum vonbrigðum, er hann reyndist þess ekki umkominn að veita ást hennar næga svörun. Marg- ar konur fæddar i Vogarmerki eru harla gefnar fyrir munað og ætlast til þess að þær hafi efni á að ganga glæsilega klæddar og verða sér úti um þá skartgripi, sem þær kjósa. Hætt er við að hann mundi blátt áfram neita þvi að eyða peningum i slikan óþarfa, frá hans sjónarmiði, eða hann léti undan kröfum hennar með andmælum, og þó ekki nema að einhverju leyti. Þá má gera ráð fyrir að smekkur henn- ar hvað allan heimilisbúnað snertir reyndist allur annar en hans. Hún er oft harla glæsileg og aðlaðandi, og að sama skapi vinmörg og hefur mikla ánægju af þátttöku i samkvæmum og störfum við félagsmálum, og mundi honum finnast hún af- rækja heimilið, ef til vill. Aftur á móti er það nokkurn veginn vist, að hún mundi fegin gera allt sem i hennar valdi stæði til þess að hjónabandið yrði farsælt, og væri hann þá reiðubúinn að ganga nokkuð til móts við hana, þá gæti það tekizt. Karlmaður fæddur í Steineitarmerki og kona fædd í DREKAMERKI, 23. okt.—22. nóv. Ekki er það ósennilegt að Stein- geitarmaður laðist mjög að þessari konu, og allt virðist fyrir hendi til þess að hjónaband þeirra geti orðið hið farsælasta og báðum til hamingju. Hún er oft mjög tilfinningarik, skap- mikil og heit og áköf ást hennar mundi rjúfa af honum viðjar ó- framfærninnar og kynda undir ástriðum hans. Þar sem allt daður er honum yfirleitt fjarri skapi, mundi hann ekki veita henni neina átyllu til afbrýði- semi, og yfirráðahneigð hennar mundi hann láta sig einu gilda. Hún er eiginmanni sinum und- antekningarlitið ákaflega trú, helgar sig fjölskyldulifinu og mundi allt á sig leggja i þvi skyni að hjónabandið yrði sem farsælast. Hún sér oft lengra en aðrir, og á flestum auðveldara með að sjá hvern mann aðrir hafa að geyma, og mundi þvi geta veitt honum ómetanlega hjálp i störfum og viðskiptum. Hagsýni hennar og dugnaður gerir að hún er frábær húsmóð- ir, og mundi hann ekki hafa neina ástæðu til að gagnrýna hana hvað það snertir. Enerfitt mundi honum veitast að skilja hana fyrst i stað, vegna þess hve tilfinningarik hún er og geðmik- il. En hann þyrfti ekki að sjá eft- ir þvi að leggja sig fram um það, þvi að ef þau sýna hvort öðru skilning og umburðarlyndi er liklegt að hjónaband þeirra verði með ágætum. Karlmaður fæddur í Steingeitarmerki og kona fædd í BOGMANNSMERKI 23. nóv.—20. des. Það er harla óliklegt að hann mundi laðast að þessari konu, þar sem hún er honum harla ólik á margan hátt, og trúlegast að þau eigi fátt sameiginlegt. Hún á sér oft mörg áhugamál utan heimilisins og gæti það orðið henni timafrekt. Hann leggur hinsvegar oftastnær megináherzluna á að komast vel áfram og eignast gott heim- ili, en hefur svo litinn tima af- lögu til annarra hluta. Ekki er hún likleg til að þola honum að hann þrengi nokkuð frjálsræði hennar, og sennilegt að hún léti sem hún vissi það ekki, en færi sinu fram, þó að hún geti verið ástrik, er sennilegt að hana mundi skorta hitann til að brjóta af honum viðjarnar. Hann mundi lita á margt, sem hún tæki sér fyrir hendur, sóun á fé og tima og hann mundi gagnrýna heimilishald hennar, ef hún léti áhugamálin bitna á skyldustörfunum. Yfirleitt er hún ekki mikil húsmóðir, og mundi henni veitast það erfitt að uppfylla kröfur hans þar. En hvað um það, fyrir umburðar- lyndi af beggja hálfu og einlæg- an vilja, gæti hjónabandið orðið sæmilegt. Sunnudagur 8. apríl 1973.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.