Alþýðublaðið - 17.04.1973, Síða 1
NAUTHOLSViKIN OHÆF
TIL BAÐA HÆSTU 10
AR VEGNA MENGUNAR
undirbúningi, en einu
framkvæmdirnar sem
byrjað er á, eru við
Sundahöfn.
Fossvogur verður stórt
vandamál. Reykjavik
hefur leyst það að nokkru
með gerð Fossvogsræsis-
ins, en mesti mengunar-
valdurinn i Fossvoginum
nú eru frárennslin i Kópa-
vogi.
Heilbrigðiseftirlitið i
Revkjavik gerir árlega
mengunarmælingar i
Nauthólsvik. Þessar
mælingar hafa gefið til
kynna mengun á svo háu
stigi, að ekki þykir rétt að
leyfa þar sjóböð. Hins
vegar hafa siglingar-
klúbbar unglinga fengið
þar aöstöðu.
Nauthólsvik verður
ekki hæf til sjóbaða á
næstu árum. Nýtt
skólpleiðslukerfi fyrir
Kópavog á enn langt i
land, en skólp og úrgang-
ur frá Kópavogi veldur
mestri mengun i Naut-
hólsvikinni. Rennur
skólpið i Fossvoginn beint
á móti vikinni svo og ann-
ar úrgangur, til dæmis
frá verksmiðjum.
Ingi Ú. Magnússon
gatnamálastjóri Reykja-
vikur tjáði blaðinu i gær,
að unnið væri að sameig-
inlegu frárennsliskerfi
fyrir Reykjavik, Kópavog
og Seltjarnarnes. Þetta
væri mikið verk, og þvi
lyki ekki fyrr en eftir
8—10 ár. Verkið er i
BRANDT
TEKUR
MILDARI
STEFNU
„Aflaverðmæti þýzkra
togara' á Islandsmiðum,
sem var innan við 100
millj. marka á siðasta
ári, skiptir ekki höfuð-
máli. Aðalatriðið er að
koma i veg fyrir, að laun-
þegar i fiskiðnaðinum
verði aðþrengdir vegna
þessarar deilu”, sagði
Hans Koschnik, borgar-
stjóri i Bremen, við Finn
Birgisson, fréttaritara
Alþýöublaðsins i
V-Þýzkalandi, áður en
Koschnik hélt hingað til
lands til landhelgisvið-
ræðna.
Koschnik er jafnaðar-
maður, en Josef Ertl,
landbúnaðarráðherra,
sem landhelgisdeilan hef-
ur heyrt undir til þessa,
er úr Frjálslynda flokkn-
um. Þykir skipan
Koschniks benda til, að
Brandt hafi þótt Ertl sýna
fullmikla óbilgirni i land-
helgismálinu og þvi tekið
þann kostinn að senda
sinn eiginn flokksmann til
Islands sem sérlegan
samningamann i land-
helgismálinu.
1 viðtali við Finn Birg-
isson fyrir tslandsferðina
sagði Hans Koschnik, að
hann myndi leggja allt
kapp á að koma i veg fyr-
ir, að gömul vináttutengsl
þjóðanna yrðu fyrir frek-
ari þolraunum. ,,Ég mun
leggja mesta áherzlu á
hlut þýzkra launþega og
verkalýðsfélaga, sem
einna mest hafa rekið á
eftir þvi aö lausn fengist á
þessari deilu”, sagði
Koschnik.
Koschnik ræddi I gær
við Ólaf Jóhannesson,
forsætisráðherra, og tóku
Einar Agústsson, utan-
rikisráðherra og Guð-
mundur Benediktsson,
ráðuneytisstjóri, þátt i
umræðunum, sem „fóru
vinsamlega fram”, að þvi
er segir i fréttatilkynn-
ingu frá rikisstjórninni. I
gærkvöldi áttu að fara
fram viðræður milli
Koschniks og landhelgis-
nefndarmanna, en með
borgarstjóranum eru i för
dr. Fleischauer, þjóðrétt-
arráðunautur utanrikis-
ráðuneytisins i Bonn og
dr. Wittig, fulltrúi i mat-
vælaráðuneytinu.
Seðlabanka-
byggingunni
frestað
vegna gossins
- en ekki lengi
Eldsumbrotin i Vestmannaeyjum hafa
breytt gangi mála á ýmsum stöðum. M.a.
urðu þau til þess að fresta þvi, að fram-
kvæmdir hæfust við byggingu húss fyrir
Seðlabankann, en ákveðið hafði verið, að
þær byrjuðu 1. marz sl. Byggingunni
verður varla frestað lengi af þessum sök-
um, og verður liklega byrjað á henni i
sumar.
Seðlabankinn verður reistur við
Sölvhólsgötu, — eða norðan við Arnarhól.
ÍsIgmWá SELFOSSl
Sextlu fjölskyldur Ur Vestmannaeyjum hafa sótt
um þau 35 einbýlishús, sem Viðlagasjóður hefur út-
hlutað til Selfoss.
Þá hófust Vestmannaeyingar í gær handa um
byggingu nýs verksmiðjuhúss á Selfossi, en það er
vélaverkstæöið Þór h/f frá Vestmannaeyjum, sem
ætlar að hefja þar starfsemi.
Nokkur hópur manna, sem starfaði við Vél-
smiðjuna I Eyjum, er meðal þeirra, sem sótt hefur
um hús frá viðlagasjóði á Selfossi.
Vélsmiöja þessi framleiðir aöallega vélar Sig- 7
munds Jóhannessi fyrir sjávarútveginn, og mun J
starfa við hliðina á nýjia fiskverkunarhúsinu á Sel- I
fossi. — 7
MISSKILNINGUR
Það á ekki af mælitækj-
um visindamannanna i
Vestmannaeyjum að
ganga. Fyrir nokkru
skýrðum við frá þvi, aö
samkvæmt jarðskjálfta-
mælunum væri jörðin hætt
að titra, og visindamenn-
irnir héldu helzt að þaö
merkti lok gossins I náinni
framtið. Skömmu seinna
upplýstist, að mælarnir
höfðu bilað.
Um helgina barst okkur
til eyrna frétt um, að landið
i miðbæ Vestmannaeyja-
kaupstaðar væri farið að
siga. Þegar við bárum
þetta undir visindamenn-
ina kom i ljós, að mælirinn
sem sýnir hreyfingar á
jarðskorpunni, hafði rugl-
azt af völdum hreingern-
ingafólks, sem tók til i her-
bergi þvi, sem mælirinn er
staðsettur.
Reyndar kom i ljós, að
mælirinn hafði sýnt lyft-
ingu á landinu en ekki sig.
Þessi ruglingur varð til
þess, að byrja verður allar
mælingar á hreyfingu jarð-
skorpunnar að nýju, þvi
kerfið ruglaðist svo vi?
hreingerninguna, að ó-
mögulegt er að halda mæl
ingunum áfram þar sem
frá var horfið.
Ingvar Hallgrímsson: Siðferðilega
rangt að fresta friðunarfrumvarpinu
„Ég tel mjög misráðið
að fresta gildistöku hinna
nýju reglna, og siðferði-
lega er það algjörlega
rangt”, sagði Ingvar
Hallgrimsson fiski-
fræðingur er blaðið bar
undir hann afgreiðslu
Alþingis á friðunarfrum-
varpinu.
Ingvar sagði að við
mættum alls ekki draga
friðunina, þvi við gætum
ekki rekið erlenda togara
út á sama tima og við lét-
um okkar skip veiða
óáreitt. Að sínum dómi
væri friðunin megin-
forsenda útfærslunnar, og
rannsóknir hefðu sýnt það
og sannað, að fiskstofn-
arnir við Island væru það
hart leiknir, að þeir
þyrftu tafarlausa friðun.
Ef óbreytt skipan yrði
höfð á i sumar,. þýddi það
dráp á ungfiski i stórum
stil.
„Að minum dómi var
frumvarpið fyrsta skrefið
i skynsamlega átt, og þvi
er það mjög misráðið að
fresta gildistöku þess”,
sagði Ingvar.
„Við verðum að horfast
i augu við það að
stofnanir eru ofnýttir, og
allir verða að missa spón
úr aski sinum. Frum-
varpið er að minum dómi
vel samið, og ég get ekki
séð að það sé til bóta að
fresta gildistöku þess”,
sagði Þórður Óskarsson
formaður Ctvegsbænda-
félags Akranes er blaðið
ræddi við hann i gær.
„Það verður leitt til
þess að vita, ef okkur
tslendingum gengur ver
að koma okkur saman um
okkar eigin landhelgi en
reka þá útlendu þaðan”
sagði Þórður.
Friðunin —
meginröksemd fyrir útfærslunni
Eftir öllum sólarnierkj-
um að dæma er Lúðvik
Jósefsson, sjávarútvegs-
ráðherra, búinn að stöðva
framgang hins niikilvæga
frumvarps um friðanir I
fiskveiðilandhelginni
fyrir botn veiöarfæruirt,
sem þrir þingmenn úr
fiskveiöilaganefnd hafa
l'lutt. Er mikill kurr uppi
meðal stuðningsmanna
frumvarpsins á þingi út
af þessu og telja þeir, að
þar með sé séö fyrir þvi,
að islendingar aðhafist
enn ekki neitt til friðunar
i hinni nýju fiskveiðiland-
helgi þótt friðunarnauð-
synin hafi einmitt verið
ein meginröksemdin fyrir
stækkun landhelginnar á
sinum tima.
Eins og kunnugt er, þá
gafst Lúðvík Jósefsson á
sinum tíma upp við að
setja sjálfur einhverjar
auknar friðunarreglur I
fiskveiðilandhelginni
nýju, þrátt fyrir mjög
ákveðin tilmæii fiski-
fræðinga þar um. Bað
hann nefnd þingmanna
um að vinna upp tillögur í
málinu og hefur nefndin
starfað að þvi um margra
mánaða skeið.
Nefndin gerði tillögur,
sem gengu mun
skemmra, en tillögur
fiskifræðinga. Þegar til
átti að taka þoröi sjávar-
útvegsráðherra hins
vegar ekki að flytja málið
á Alþingi vcgna ótta við
andstöðu sumra út-
gerðarmanna — einkum
útgerðarmanna togara.