Alþýðublaðið - 17.04.1973, Qupperneq 9
Iþrótíir 2
Meistarar
VALIIR VARD LOKS MEISTARI!
Valsmcnn eru tslandsmeistarar í handknattleik 1973. Þeir fóru yfir siöustu hindrunina jafn auöveld-
lega og flestar hinar, unnu tR-inga í síöasta leik sinum 18:12. Þaö er enginn vafi á þvf aö bezta liöiö
vann. Aö visu var sóknarleikur liösins engu betri en annarra liöa, en munurinn liggur fyrst og fremst i
vörn og markvörzlu. A þvi sviöi eru Valsmenn f sérflokki hér á landi, og vafalaust á heimsmælikvaröa.
Nú þegar tslandsbikarinn er kominn aö Hlföarenda, geta Valsmenn snúiösér aö næsta stórverkefni scm
er Evrópukeppnin. Þar hafa Fram og FH einokaö á siöustu árum, en nú er þaö Valsmanna að spreyta
sig-
Eins og við var að búast, voru
taugar Valsmanna strengdar i
byrjun. Þeim gekk illa og það
voru IR-ingar sem riðu á vaðið
með að skora eftir fimm
minútna leik. Og tR hefði getað
bætt við fleiri mörkum, hefði
Agúst Svavarsson ekki farið illa
að ráði sinu i sókninni. En
mörkin komu ekki hjá 1R, og
það lenti i hlut hins ötula fyrir-
liða Vals, Gunnsteins Skúlason-
ar, að skora þrjú næstu mörk úr
hornunum. Atti Gunnsteinn eftir
að vera drjúgur i leiknum, enda
hitti hann á veikan blett hjá
Geir Thorsteinssyni markverði
1R.
Staðan var orðin 5:1 fyrir Val
þegar tR komst næst á blað, og i
hálfleik var staðan 8:3. Enn
jókst munurinn i byrjun siðari
hálfleiks, og var staðan um tima
10:3. Þá komu þrjú mörk i röð
hjá 1R, en þvi svöruðu Vals-
menn jafnharðan með fimm
mörkum i röð. Léku þeir af
rósemi hins örugga sigur-
vegara, og það kom engum á
óvart að munurinn skyldi vera
sex mörk þegar flautað var til
leiksloka, 18:12 Valsmönnum i
hag. Verðskuldaður sigur.
Mörk Vals: Gunnsteinn 6,
Bergur 3 (lv), Stefán 3, Gisli,
Ölafur, Agúst, Jón K. Jóhann
Ingi og Jón Jónsson eitt mark
hver.
Mörk 1R: Agúst 4, Brynjólfur
3, Gunnlaugur 2, Vilhjálmur 2
(lv) og Þórarinn eitt mark.
Sem lyrr segir eru Valsmenn
mjög vel að sigrinum komnir. 1
liði þeirra er hvergi veikan
hlekk að finna i vörninni, og i
sókninni eru leikmenn f jölhæfir,
þótt Vaiur mætti vel við þvi að
fá eina stórskyttu i sinn hóp,
skotmann sem veruleg ógnun
stendur af. 1 þessum leik var
það fyrirliðinn Gunnsteinn
Skúlason sem bar af öðrum.
Aðrir leikmenn áttu frekar
rólegan dag, en i markinu stóð
Ölafur BenediktssQn sig frábær-
lega vel. Það hlýtur að vera
styrkur svo góðri vörn, að hafa
jafn frábæran markvörð fyrir
aftan sig. Ég hef sagt það áður
og mun standa við það, að
Ölafur er okkar langbezti mark-
vörður þessa stundina, og lik-
lega er hann einn þriggja beztu
markvaröa sem við höfum átt.
IR-ingar voru mjög ólikir þvi
sem þeir eru venjulega i leikj-
um gegn Val. Nú voru þeir
óöruggir i sókninni, og það var
eiginlega aldrei nein hætta á
l'erðum fyrir Valsmenn. 1R
hafnaði i fimmta sæti, og er þaö
nokkru neðar en reikna mátti
með eftir góða byrjun liðsins i
tslandsmótinu. —SS.
Þetta eru meistarar Vals vig-
reifir að sigri loknum. Efri röð
frá vinstri: Þórarinn Eyþórs-
son, þjálfari (Tóti), Reynir
Ólafsson, þjálfari (Patton),
Gisli Arnar Gunnarsson, Torfi
Asgeirsson, Jón Agústsson,
Þorbjörn Guðmundsson, Gisli
Blöndal, ólafur H. Jónsson,
Björgvin Guðmundsson, Ólafur
Guðjónsson, Geirarður Geir-
arðsson, aðstoðarmaður, Þórð-
ur Sigurðsson, formaður hand-
knattleiksdeildar og Þórður
Þorkelsson, formaður Vals.
Fremri röð frá vinstri: Guð-
mundur Harðarson, þjálfari,
Stefán Gunnarsson, Jóhann Ingi
Gunnarsson, Jón Breiðfjörð
Ólafsson, Gunnsteinn Skúiason,
Ólafur Bcnediktsson, Bergur
Guðnason, Jón H. Karlsson,
Agúst ögmundsson og Jón
Jónsson.
KR VANN ÁRAAANN LÉTT 4:0
KR vann Armann i
Reykjavikurmótinu i gærkvöld
4:0> Leikur liðanna var fremur
þófkenndur enda leikinn við
erfiðar aðstæður. Staðan i hálf-
leik var 1:0.
Björn Pétursson skoraði fyrsta
mark leiksins, og i siðari hálfleik
skoruðu þcir Jóhann Torfason,
Björn aftur (með hjálp mark-
varðar Armanns), og Gunnar
Gunnarsson.
A iaugardaginn léku Valur og
Vfkingur, og lauk leiknum ineð
jafntefli 1:1. Jóhannes
Edvaldsson skoraði stórglæsilegt
mark fyrir Val i fyrri hálfleik, og I
siðari hálfieik skoraði Stefán
Halldórsson álika giæsilegt mark
fyrir Viking. Jafntefli voru réttlát
úrslit.
i kvöld fer fram einn leikur i
mótinu. Vestmannaeyingar leika
við Þrótt á Melavellinum klukkan
19 i kvöld. —SS.
JAFNT I KÖRFUNNI
KR-ÍR 67:66 ( 42:25)
Það er segin saga, að þegar KR og ÍR leiða saman hesta sina i
körfunni, þá er enginn svikinn sem leggur leið sina á völiinn. Vart
er hægt að hugsa sér skemmtilegri iþróttaleiki, en leiki KR og ÍR,
spennan er gifurleg, einkum þegar fer að liða á leikinn.
ÍR nægði sigur i leiknum til
þess að hljóta Islandsmeistara-
titilinn fimmta árið i röð, en KR-
sigur þýðir það að leika verður
hreinan úrslitaleik.
Það var Hjörtur Hansson
sem gerði þýðingarmestu körfu
KR, úrslitakörfuna, og KR
sigrar 67:66, eins stigs munur
eins og svo oft áður.
Leikurinn var eins og áður
segir mjög jafn og spennandi,
og leikmenn jafnt sem
áhorfendur mjög spenntir á
taugum. Þegar leikurinn var
flautaður af, gerðist mjög
grófur atburður. Einn
áhorfandinn i stúkunni var ekki
sáttur við úrslitin og i fáti miklu
fleygði hann gosdrykkjaflösku
langtútá leikvöllinn, og munaði
litlu að flaskan hæfði starfs-
menn leiksins.
Þessi leikur var sérstaklega
skemmtilegur á að horfa. Leik-
menn beggja liða keyrðu á fullu
allan leikinn út i gegn, en
hvorugt liðið sýndi þó hittni eins
og hún gerist bezt hjá þeim,
kemur þar margt til, en sér-
staklega það að leikmenn eru
taugaspenntir mjög i jafn
þýðingarmiklum leikjum sem
þessum.
Kolbeinn Pálsson var alger-
lega óstöðvandi i þessum leik,
og skoraði jafnt úr stökkskot-
um, hraðaupphlaupum og með
gegnum - brotum. Hjörtur
Hansson lék Islandsmeistarana
oft grátt, Birgir Guðbjörnsson
lék nú á ný með liðinu og stóð sig
vel i fyrri hálfleik. Gunnar var
góður i spili liðsins, en Kristinn
og Guttormur voru langt — frá
sinu bezta.
Birgir Jakobsson var beztur i
liði 1R, Hann tók mikið af
fráköstum og vann mjög vel
allan timann. Kristinn
Jörundsson var ekki nema rétt
skugginn af sjálfum sér, en
Agnar og Einar voru ágætir. Þó
verður Einar Sigfússon að taka
vitin betur fyrir, i þessum leik
tók hann 12 skot, en hitti aðeins
úr 4 þeirra, sem er mjög lélegt,
vitaskotin eru sérstaklega
þýðingarmikii i leik sem endar
með eins stigs mun.
Liðin verða nú eins og i fyrra
að heyja aukaleik um íslands-
meistaratitilinn, og enn á þvi
KR möguleika á að sigra i öllum
þeim körfuboltamótum sem hér
eru haldin, þeir eru nýbakaðir
Bikar- og Reykjavikur-
meistarar.
■ ■
'
■
Þriðjudagur 17. apríl 1973.
0