Alþýðublaðið - 18.05.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.05.1973, Blaðsíða 1
SÚÐASKAP- URINN: NÚ ER NÚG KOMIÐ Nú er oröinn svo mikill sóðaskapur i fjörunni um- hverfis Reykjavik, að fegr- unarnefnd borgarinnar hyggst beita sér fyrir stór- átaki við hreinsun hennar i sumar Gunnar Helgason, for- maöur fegrunarnefndar borgarinnar, sagði i viðtali við blaðið i gær, að reyndar hefði farið fram einhver hreinsun i fjörunni undan- farin sumur, en það væri ekki nóg samkvæmt útliti fjörunnar nú. Unglingar, sem vinna hjá borginni á sumrin, hafa einkum fengist við þessar hreinsanir, og vonaðist Gunnar til að nægilegur vinnukraftur fengist i sum- ar, Sóðaskapurinn f fjörunni er einkum af tvennum ástæðum. Annars vegar er alltaf eitthvað um að menn aki rusli niður i fjöru og hendi þvi þar, i von um að lengi taki sjórinn við. Hins vegar berst svo drasl aö með sjávarstraumum, og má t.d. nefna að plastiö berst auðveldlega undan straumum og vindum. ,,Eg tel það vist að Lúðvik hugi að þvi i sinni ferð að fá leigt skip til gæzlustarfa hér við land, og ég er bjartsýnn á aö hægt verði að finna hentugt skip”, sagði Magnús Kjartansson ráðherra er Alþ.bl. ræddi við hann i gærkvöld. Lúðvik Jósepsson sjávarútvegsráðherra fór i heimsókn til Sovétrikjanna og er nú i heimsókn i Póllandi. Samkvæmt framan- sögðum orðum Magn- úsar Kjartanssonar, verður það eitt verk- efna Lúðviks að leita fyrir sér um hugsan- lega leigu á varðskipi til gæzlustarfa. Leitað hefur verið að sliku skipi að undanförnu, en árangur orðið eng- inn. Fékkst til dæmis ekkert hentugt skip á Norðurlöndunum. ,,Það er ekki alveg einfalt mál að finna hentugt skip. Það sem öðrum hentar kemur kannski ekki að gagni hjá okkur, þar sem allra veðra er von. Hins vegar er ég bjartsýnn á að hentugt skip finnist, og ég tel alveg sjálfsagt að leita fyrir sér sem viðast”, sagði Magnús Kjart- ansson. Lúðvik Jósepsson er væntanlegur úr heim- sókn sinni um næstu mánaðamót. Athugar möguleikana í Sovétríkjunum og Póllandi ÞETTA ER MINN SVANASONGUR Þ 3^533 „Þetta er svanasöngur- inn minn”, sagði Krist- mann Guömundsson, rit- höfundur, þar sem hann sat pabbalegur og hróö- ugur meö Ingilin litlu i fanginu. Kona Krist- manns, Hólmfriöur Hulda Mariasdóttir, ól honum dóttur hinn 30. aprn sl., og má segja, aö hún hafi veriö eilitiö siöbúin afmælisgjöf frúarinnar i öllum skilningi, en Hólm- friður varð 35 ára daginn áður. ,,Sú litla hcfur lik- lega viljaö að mamma yröi fulloröin áöur en þetta gerðist”, S'agöi Kristmann. t stuttu viðtali viö rit- höfundinn i gær kom það reyndar i ljós, aö hann varð afi i september siö- astliðnum, og aö hann verður langafi I júni næst- komandi og ekki nóg meö þaö, heldur veröur hann langafi að ööru dóttur- dótturbarni i júli. alþýðu ■ ■ 112. tbl. Föstudagur 18. maí 1973 y42 árg Heimilissyningin var opnuö í Laug- ardalshöllinni í gær með viðhöfn. Sýn- ingin verður opin daglega frá kl. 15- kl. 22. LÚOVÍK REYNIR AD FA VARDSKIP AUSTAN- HHflHHHBHHBBBHH TJALDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.