Alþýðublaðið - 18.05.1973, Síða 2

Alþýðublaðið - 18.05.1973, Síða 2
Bernardo Bertoluzzi „Siðasti tango i Paris,” mynd, sem Marlon Brando leik- ur aöalhlutverkið i, hefur hlotið enn meira umtal gagnrýnenda en sjálfur „Guðfaðirinn,” að svo miklu leyti sem það var mögu- legt. Hún hefur þegar þyrlað upp miklu moldviðri. í Paris varð hún „succes de scandale,” færði kvikmy ndahúsunum meiri tekjur en nokkru sinni fyrr og hleypti af stað opinber- um umræðum, sem i sumum til- fellum nálguðust móðursýki. Myndin var bönnuð á ttaliu þar til dómstóll nokkur aflétti bann- inu. Sumir vilja draga myndina i dilk með „kynlifs-myndum,” en aðrir telja hana mjög skáld- lega og athyglisverða, gerða af leikstjóra, sem er mjög alvar- lega þenkjandi en að visu ofur- litið óstöðugur i rásinni. Þessi „ofurlitið óstöðugi” leikstjóri er Bernardo Bartoluzzi, 32ja ára gamall ítali, sem hefur verið kallaður undrabarn og þvi allr- ar forvitni verður. Bernardo fæddist i Parma hinn 16. marz 1940. Faðir hans, Attilio Bertoluzzi, var Ijóðskáld, kvikmynda- og listgagnrýnandi i Parma. Bernardo hefur sagt, að i uppvexti sinum hafi hann notið fullkomnustu aðstæðna. „Ég átti gullna æsku, stórt og þægilegt heimili, hafði þjóna á hverjum fingri, átti skilnings- rika foreldra, sem hneigðust mjög að listum.” En mestur var þó áhuginn á kvikmyndum. Þegar Bernardo var 10 ára gamall eyddi hann öllum laug- ardögum og öllum sinum fritim- um þar fyrir utan i kvikmynda- húsum, stundum tókst honum að sjá allt að 3 myndir á dag. Þegar hann var 15 ára gamall fékk hann lánaða 16 mm kvik- myndatökuvél og á hana tók hann tvær fyrstu kvikmyndir sinar, hvor um sig var 15 minút- ur að lengd. Um þetta leyti tók hann einnig að skrifa kvæði, þeim var siðar meir safnaö saman i kver, sem gefið var út undir nafninu „Leitin að hinu dularfulla.” Fyrir þá ljóðagerö fékk hann verðlaun. Tvitugur aö aldri hélt hann sig i Róm, þar sem hann hitti Pier Paolo Paso- lini og var hans aðstoðarmaður þegar sá kynnti fyrstu kvik- myndina sina. Hann hætti allri ljóðagerð frá og með þeim degi að hann kynntist Pasolini. „Ljóðagerð var aðeins tæki til tjáningar og ég notaði þar til ég fann hina eina sönnu og réttu leið til þess: kvikmyndina. Þess vegna er hver mynd sem éggeri — og það segi ég i fyllstu auö- mýkt — nokkurs konar ijóð, eða að minnsta kosti tilraun tilljóða- gerðar.” Samvinnan við Paso- lini, sem var nýgræðingur eins og hann sjálfur á sviði kvik- myndagerðar, reyndist veröa hin mesta upplifun þvi að Paso- lini vann þannig að svo var sem sérhver sena og sérhver upp- taka væri hin fyrsta sinnar gerðar i sögu kvikmyndalistar- innar. Fyrsta sjálfstæða kvikmynd Bertoluzzi var sakamálamynd um morö á skækju, henni var vel tekið. En það var ekki fyrr en kom að annarri mynd hans — Fyrir byltinguna — að hann sýndi hvað i honum bjó. „Fyrir byltinguna” er mjög eftirtekt- arverð athugun á ungum manni, sem togað er i úr tveim áttum, annars vegar eru byltingarhug- sjónir hans og hins vegar róm- antisk þörf hans fyrir ást og þægilegt lif. Þegar hér var kom- ið sögu var Bertoluzzi aðeins 22ja ára gamall. Myndin hlaut viðurkenningu um allan heim en samt olli hún miklu fjárhaglegu tapi. Og næstu 5 árin fannst þvi enginn, sem var fáanlegur til þess að aðstoða hann með fjár- mögnun kvikmynda. Árið 1967 vann hann meö Julian Beck og hinu „Lifandi leikhúsi” hans að gerð kvikmyndar um dauða og kæruleysi. Senn náði hann sér á strik aftur og á næstu þrem ár- um á eftir gerði hann 3 kvik- myndir. Um þetta leyti gerðist hann félagsmaður i italska kommúnistaflokknum og tók að leita uppi sálfræðinga. En þrátt fyrir þessa pólitisku skuldbind- inug sfna — sem er miklu frem- ur mótmæli við spillingu og svik i þjóðfélaginu en trú á kenning- ar kommúnismans — hefur Bartoluzzi forðazt að blanda saman kvikmyndagerð og kommúnisma. Hann hefur gagnrýnt tilraunir Godards i þá átt og kallað þær „óskapnað, hvorki viðskiptalegs né pólitisks eðlis.” Arið 1968 hóf hann samstarf við Pierre Clementi um gerð myndarinnar „Partner,” frá- bær og frumleg athugun á kleif- hyggju og æskuást. 1 kjölfarið sigldu myndirnar „The Spiders Stratagem,” sem fjallar um leit sonar að sannleikanum um föð- ur sinn, og „The Conformist.” Uku þær báðar orðstir hans. Faðir hans, gagnrýnandinn, hefur sagt, að þessar þrjár myndir, áður en „Tango” kom fram, séu táknrænar sjálfsævi- sögur. Hann minnir á, að fjöl- skyldan er kaþólskrar trúar, að Bernardo var skirður kirkju- legri skirn og allt, sem i kjölfar þess hefur siglt, og að hann hafi sagt skilið við kirkjuna áður en hann varð tvítugur að aldri. Andstæður berjast um i Bern- ando. „Ég held, að hann bæði elski og hati æsku sina, lif sitt og stétt. Þess vegna reynir hann að rifa sig lausan, en mistekst það að lokum. En „Tango” er með vissum hætti frelsun, hún er sú kvikmynd hans, sem minnst er tengd hans eigin lifi,” segir fað- ir hans. En vinir Bernardo eru ekki á sama máli og benda á, að „Tango” var skrifaður og tek- inn um það leyti, sem Bernardo rauf 5 ára ástarsamband. Þeir halda þvi fram, að þessi mynd um baráttuna milli kynjanna endurspegli á vissan hátt hans eigið hugarástand, sem var i uppnámi vegna áreksturs hans við vinkonu sina. Hún rekur eig- in verzlun i Rómaborg, verzlun sem selur gamlan vandaðan húsbúnað. Bernardo er talinn hafa rofið samband þeirra. — Bernardo er maður hár vexti, af Itala að vera, 183 cm á hæð. Þetta undrabarn býr yfir mikl- um sjarma, hefur gott skopskyn og litur vel út. Og hvert sem hann fer ber hann á höfði sér stóran svartan hatt með breið- um börðum. 1 i K bVl Y /\YNL 1 ) i Höfundur myndarinnar„Síðasti tangóinn í París” NU ER HÆGT Afi LÆRA Afi STJÚRNA HJARTSLÆTTINUM Læknavisindin á Vesturlöndum hafa lengi talið hjartaö og önnur innri liffæri mannsins algcrlega utan við meövitaða stjórnunar- getu hans á likamsstarfinu. En nú eru þessi viðhorf smátt og smátt að breytast. Læknar bæði i Bret- landi og Bandarikjunum eru nú að reyna aðferöir, sem eiga að geta þjálfað hugann til þess aö ná stjórn yfir likamsstarfsemi þeirri, sem áður var talin stjórna sér að öllu leyti sjálf eða undir- meðvitað af manninum. Fólk, sem hefur óeðlilegan hjartslátt aö einhverju leyti undirgengst nú þjálfun i að ná stjórn á hjartslætti sinum á svipaðan hátt og það hef- ur stjórn á hreyfingum handa sinna og fóta. Fyrir nokkrum ár- um heföu læknar fussað og sveiað við öllu sliku og taliö það heyra til töfrabragða yoga og annarra slikra Austurlandaspekinga. En nú eru yogarnir sem sé ekki leng- ur fyrirlitnir af hinum vísu Vesturlandamönnum. Tuttugu og niu ára gömul kona, sem um tiu ára skeið hefur þjáðst af óreglulegum og of hröðum hjartslætti, hefur nú verið þjálfuð upp i það að geta sjálf stjórnað hjartslætti sinum. Afrek þetta var unnið á Baltimore City sjúkra- húsinu i Maryland. Þjálfunin fór þannig fram, að hjartsláttur hennar var mældur með hjarta- linurita, sem geislaði gulu ljósi i hvert skipti sem henni tókst að hraða hjartslætti sinum, og rauðu ljósi i hvert skipti, sem henni tókst að hægja á honum. Smátt og smátt tókst henni að ná stjórn á hjartslætti sinum. Hún fór að geta hraðað honum eða hægt um tvö til þrjú slög á minútu og loks hafði hún náð fullri stjórn á hjartslætt- inum. Einnig tókst henni að ná töluverðri stjórn á óeðlilegum slagtakti hjartans (Wolff-Parkin- son-White einkenni) og auka fjölda reglulegs sláttar úr 2% i 20% hjartsláttarins. Undir lok þjálfunarinnar gat hún haft stjórn á óeðlilegum hjartslætti sinum án hjálpar frá hjartalinuritanum. Tiu vikum eftir að þjálfuninni lauk, gat hún ennþá stjórnað hjartslætti sinum, fækkað eða fjölgað slögunum. Þetta sjúkdómstilfelli er hið nýjasta i röð athugana og til- rauna, sem dr. Bernhard Engel og dr. Eugene Bleeker við Að- ferðarfræðiathugunarstöðina i Baltimore hafa hrint af stokkun- um. Þeim hefur tekizt að kenna fimm af átta sjúklingum, sem þjáðust af ósamræmdum sam- drætti neðri hjartahólfanna að ná undraverðri stjórn á þessum hluta hjartastarfseminnar. Einn af sjúklingunum hafði haft 13 ó- samræmda samdrætti á minútu hverri i meira en átta ár, en nú eru ósamræmdu samdrættir hjartahólfanna hjá honum aðeins einn á fimm minútna fresti. Dr.'Engel segir: „Við höfum sýnt fram á það, sem viö teljum vera vel merkjanlegan árangur og við höfum i höndum upplýsing- ar og niðurstööur sem benda ótvi- rætt i þá átt, að sjúklingar geti öðlazt ótviræöastjórn á hjarta- starfsemi sinni”. Sumir sjúkling- anna hafa enn haldið þessum „völdum” sinum heilum fimm árum eftir að þjálfuninni lauk. Stjórnun á ósjálfráðri likams- starfsemi var hér áöur og fyrr meir list, sem aðeins var hægt að læra eftir margra ára yoga-þjálf- un. Nú er þetta orðið miklu auð- veldara enda þótt vönduð og góð leiðsögn sé enn nauðsynleg. Með hjálp tækja, sem sýnt geta með ljósum eða letri ákveðna likams- starfsemi, sem annars er dulin, er nú með góðum árangri barizt við sjúkdómseinkenni astma, migraine, flogaveiki og of hás blóðþrýstings. Ef hægt er að nota tækin til þess að gera sjúklinga sér meðvitandi um ómeðvitaða likamsstarfsemi þá getur meira en verið að að hægt sé að hjálpa sjúklingnum til þess að ná stjórn á henni. Möguleikar þessarar aðferðar — sem er tiltölulega ný i læknis- fræðinni — eru stórkostlegir. engu að siður eru rannsóknirnar og tilraunirnar enn á algeru frumstigi. t Boston City sjúkra- húsinu er nú verið að kenna sjúkl- ingum að lækka blóðþrýsting sinn með hjálp mælitækis, sem gefur frá sér rautt leifturljós, þegar blóðþrýstingurinn fer yfir visst mark. Fram til þessa hefur til- raunin aðeins gefið árangur á rannsóknarstofum. Onnur og nytsamari aðferð til þess að reyna að ná stjórn á blóð- þrýstingi er óbein. Sjúklingunum er kennt að slappa af með þvi aðláta þá verða sér meðvitandi um spennuna i ennisvöðvunum. William Love, læknir við Nova háskólann i Florida, sem fann upp aöferðina segir, að með henni megi lækka blóðþrýstinginn að meöaltali um 10% hjá sjúkling- um. Aðferð til þess að ná stjórn á migraine-höfuðkvölum var upp- götvuð alveg óvænt við tilraunir af þessu tagi. Sjúklingnum er kennt að hita á sér hendurnar og breyta þannig blóðstraumnum i húðinni. Allur sá búnaður, sem þarf við þessa aðferð, er tiltölu- lega einfalt tæki, sem mælir hita- stig á ákveðnum depli á einum fingrinum og á öðrum á enninu. Þessi aðferð hefur gefið beztan á- rangur gagnvart ungu fólki, sem þjáist af migraine, en hún gefst ekki vel gegn höfuðveiki, sem or- sakast af streitu ellegar spennu. Bandariski landherinn og bandariski sjóherinn hafa sýnt þessari aðferð mikinn áhuga. Þeim leikur hugur á aö fá að vita, hvort hægt sé að kenna mönnum að ylja hendur sinar með þvi að veita auknum blóðstraumi þang- að og koma þannig i veg fyrir kal. Þetta gæti komið i mjög góðar þarfir, t.d. þegar hermaður þarf að taka af sér vettlinga til þess að stilla viðkvæm tæki i köldu loft- slagi. Einnig vonast herinn til þess, að likar aðferðir megi e.t.v. nota til þess að draga úr blæðing- um úr sárum og varna sjokki og öðrum áhrifum slösunar, sem oft draga menn til dauða frekar en likamsáverkarnir sjálfir. Einn af mest spennandi mögu- leikum þessarar aðferðar — lik- amsstjórnunar með þjálfun með aðstoð mælitækja er stjórnun á heilabylgjum. Dr. Maurice Ster- man frá Sepulveda sjúkrahúsinu i Kaliforniu tók eftir þvi, að sam- svörun er á milli heilabylgnanna og þeirra timabila, sem likami kattar er ekki á hreyfingu. Nú hefur honum tekiztaðkenna fimm flogaveikissjúklingum að hafa stjórn á heilabylgjum sinum að nokkru marki. Heilabylgjuhreyf- ingar þeirra eru nú til muna eðli- legri en áður og fá sjúklingarnir mun sjaldnar flogaveikiköst. Dr. Sterman notar einnig svip- aða aðferð til þess að kenna börn- um einbeitingu. Börnunum er leyft að horfa á sjónvarp eins lengi og þau vilja, unz heilinn fer að senda frá sér alfa-bylgjur — merki um að farið sé að slakna á eftirtektinni — en þá er slökkt á sjónvarpinu. Þegar alfa-bylgj- urnar hverfa er kveikt á sjón- varpinu aftur. Hugmyndin er sú, að auka meðvitaða stjórn barn- anna á athygli og einbeitingu sinni. En þetta sýnir einnig, að aðferðina væri hægt að misnota gróflega af „Stóra bróður”. ÖNNUR SÍÐAN © Föstudagur 18. maí 1973

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.