Alþýðublaðið - 18.05.1973, Síða 4

Alþýðublaðið - 18.05.1973, Síða 4
Frá mönn um og málef num Þótt Einar hitti ekki sir Alec Það þykja fréttir að Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, skuli ekki hítta sir Alec úti i Strassbourg.1 Og vist má segja að undarlegt sé að brezki utan- rikisráðherrann skuli ekki leita eftir viðræðum viö islenzka utanrikisráðherra, fyrst þeir eru staddiri sama fundarsaln- um um stund. A hitt ber að lita að of mikið er lagt upp úr þvi i þeirri deilu, sem við eigum i út af fiskveiðilögsögunni. gð við- ræður eigi sér stað við öll hugs- anleg tækifæri. Þetta byggist að nokkru á misskilningi, sem meðal annars hefur komið fram I fruntalegum árásum á for- sætisráðherra, sem hefur rétti- lega talið ástæðu til að fara með löndum i málinu, einkum með tilliti til þess, aö timinn vinnur með okkur. Ein og málin standa núna höf- um við ekkert við Breta að tala. Það er hárrétt, sem Jón Ar mann Héöinsson, alþingismað- ur, lagði til hér i Alþýðublaðinu, að við höfum svo litið viö þá að tala, að viö eigum að kalla sendiherra okkar heim frá London. A miðunum stendur dæmið þannig, að brezkir tog- araskipstjórar brjóta opinskátt, og hvað eftir annað, settar regl- ur til friðunar smáfiskinum, uppeldisstöðvum og hrygn- ingarstöðvum. Þeirhafa þannig ögrað okkur á Selvogsbanka, og nú siðast fyrir Norðurlandi. Þessar ögranir eru svi'virðileg- ar. Þær eru gerðar i þvi skyni að vekja okkur til enn hörkulegri aðgerða en áður, svo togaraeig- endur i Bretlandi eigi hægara með að finna þeirri kröfu sinni stað, að brezka stjórnin sendi LASER- GEISLAR TIL UPP- SKURÐA Fyrir átta árum var fyrst haf- in notkun lasergeisla við lækn- ingu nokkurra augnsjúkdóma i Visinda- og rannsóknarstofum augnveiki og húðaðgerða. Þetta var mögulegt eftir röð af til- raunum, sem sýndu að með hjálp mjós ljósgeisla, sem kom frá laser, var hægt á svipstundu að „sjóða” lithimnu augans, sem hafði losnað, við hornhimn- una. Framkvæmd sjálfrar „suð- unnar” var algjörlega sár- saukalaus og tók ekki nema þúsundasta brot úr sekúndu. Fram fer staðbundin ofhitun himnunnar á smá bletti og á þeim stað sem geislanum var beint að myndast smá hnúður en hann gefur til kynna að „suðan” hafi fariö fram. En lasergeislinn er ekki not- aður i augnlækningum eingöngu til að festa lithimnuna. Hann er einnig notaður til lækninga á herskip á vettvang, sem mundi gera leikinn sýnu ójafnari en nú er. Það er þvi furðulegur erind- rekstur, þegar þess er krafizt af forsætisráðherra, að hann fyrir- skipi harðari aðgerðir á miðun- um. Með þvi að halda klipping- unum áfram, jafnvel i tiu ár, ef þess þarf með, gerum við tvennt. Við höldum uppi tauga- striði, sem smám saman mun segja til sin á þann veg, að tog- araskipstjórar kjósa heldur að sækja annað en eiga yfir höfði sér stöðuga áreitni, og aðgerðir okkar eru i eðli sinu þannig, að mjög erfitt er fyrir brezku stjórnina að ákveða að senda herskip hingaö togurunum til verndar. Með rólegum, ákveðnum og linnulausum aðgeröum verður bezt aö þessu máli unnið. Bretar kannast við slika baráttu og vita af reynslunni, að I slikum átök- um geta þeir ekki unnið. Og þó er mest um vert, að þeir geta ekki sigrað i fiskveiðideilunni. Það er öllum ljóst, þeim lika. Þetta er aðeins spurning um tima, eins og allar svona að- gerðir eru. Og það væri fásinna, og engum ætlandi, að fara að gripa til aðgerða, sem myndu leiða til haröari átaka og her- skipaverndar. Þótt Einar hitti ekki sir Alec i Strassbourg, þá er einskis i misst. Þótt við tölum ekki við Breta mánuðum saman, þá er engu glatað. Þaö er þeirra að huga að stöðu sinni i þessu máli, þvi hvað sem liður öllum dóm- stólum, þá er eitt vist. Bretinn vinnur ekki þetta strið. Réttur- inn, aðstaðan og timinn er okkur i vil. Og það stendur hvergi að mál þetta verði að leysa i hvelli með einhverjum vanhugsuðum og hættulegum aðgerðum. Við höfum timann fyrir okkur. Þetta mál vinnst fyrir Islend- inga framtiðarinnar. VITUS ALGER GEGN- UMLÝSING Á ÞJÓÐVERJUM Veiztu, að meira en 25% af karimönnum í Vestur-Þýzkalandi eru i einni og sömu milli- skyrtunni í heila viku í einu. Og þeir skammast sín ekkert fyrir að viður- kenna það, a.m.k. ekki ef marka má nýút- komna bók — Vestur- Þýzkaland í tölum — en þar er m.a. að finna þessar upplýsingar. ■ 1 bók þessari eru allar hugs- anlegar talnalegar upplýsing- ar um Vestur-Þjóðverja. Svo haldiðsé áfram með skyrturn- ar, þá segir m.a. i bókinni, að 39% karlmanna vilji heldur litaöar skyrtur en hvitar. Og það er ekkert undarlegt. Hugsið ykkur hvernig sú hvita skyrta myndi lita út, sem farið væri i á mánudegi og úr á laugardagskvöldi. Yfirleitt gerir bókin Vestur- Þjóöverja að hálfgerðum sóð- um. Auk þess sem 99% karl- manna i Vestur-Þýzkalandi myndu ekki nenna að fara i sturtu daglega myndu fjöl- margir þeirra sifellt ganga i ó- burstuðum skóm, ef eigin- konan kæmi ekki til hjálpar. Sextiu og niu prósent allra vestur-þýzkra húsmæðra bursta skó eiginmanna sinna á hverjum morgni. Ásigkomulag líkamans Það var 34ra ára gamall starfsmaður auglýsingafyrir- tækis i Munchen, Jorg Karlmennirnir kjósa helzt litaðar skyrtur - og eru svo í þeirri sömu heila viku í einu. Konur þeirra bursta fyrir þá skóna - loka augunum og hugsa um aðra menn! Nimmergut að nafni, sem átti hugmyndina að bók þessari og safnaði hann saman öllu þvi upplýsingaflóði, sem i bókinni er að finna. Ef þig langar til að vita, hversu margir Vestur-Þjóð- verjar eta jarðhnetur, þá stendur þaö i bókinni. Sömu leiðis hve margir standa gjarna naktir fyrir framan spegilinn heima hjá sér og dást að sjálfum sér. Ef hægt er að telja eitthvaö i tölum, þá hefur Nimmergut sem sé gert það. Til dæmis að nefna, þá eyða vestur-þýzk hjón að jafnaði 20 þús. kr. i kaup á barnafötum og öðrum útbúnaði til þess aö taka á móti nýfæddu barni sinu. Hættulegasta augnablik vestur-þýzkra hjónabanda verður á 14. ári hjúskaparins og eftir að fimm börn eru i heiminn komin. Þá verða flestir hjónaskilnaöir. Og þegar að matarræðinu kemur, þá tekzt meðallags- Þýzkaranum að slafra i sig 240 pundum af kartöflum á ári. Nimmergut hefur komizt að þvi: Að 99% vestur-þýzkra kvenna muna fyrsta kossinn. Að 62% þeirra telja, að eig- inmaðurinn sé sér trúr og 51% hafa aðeins lifað ástalifi með einum. Að 24% kvennanna játa, aö þær sofi a.m.k. niu klst. á hverjum sólarhring. Ástalífið Tiu prósent kvennanna hugsa um annan karlmann á meðari eiginmaðurinn hefur samræði við þær. Og hvað um karlmennina? Nimmergut komst að raun um, að 92% vildu gjarna vera likir ástarguðinum Adonis. Og 77% bera á sér hárgreiðu. Sjötiu og eitt prósent kvæntra manna myndi kvæn- ast sömu stúlkunni aftur, en 45% telja, að það sé gamal- dags vitleysa að kyssa á hönd kvenmanna. Þrjátiu og fjögur prósent karlmanna segjast vera kon- um sinum auðsveipir og eftir- látir, og 11% þeirra eiga erfitt um svefn, þegar tungl er fullt. Niu prósent karlmannanna eru i lituðum nærfötum og 4% þeirra þykir gott að ganga um berfættur innanhúss. Og siðasta staðreyndin: Tuttugu og fimm þúsund ein- tök seldust af bók Nimmer- guts i fyrstu vikunni. í ■ - ’"rf M| ■ - 4* æxlum inni i auganu og einnig við ákvörðun ýmissa veikinda i augum. Litrófsmælir sem notar lasergeisla gerir kleift að greina betur og fljótar útbreiðslu gláku i augum. Sovézkir sérfræðingar hafa á seinustu árum gert mikið af til- raunum meö áhrif lasergeislans á húðina. Sovézkir visindamenn hafa komist aö, að með auknum styrk lasergeislunar aukast um leið áhrif hennar á vefina, þar til þeir deyja. Með tilraunum var sannað, að með lasergeisl- um fer fram eyðilegging ekki aöeins litaðra hluta húðarinnar heldur einnig dýpri hluta vefj- anna og einnig hemóglóbins. A svæðum likama dýra vex af þessum sökum litlaust hár vegna skemmda á framleiðslu litarefna. Sérstök áhrif lasergeislans á húðina hafa verið notuð til að fjarlægja fæðingarbletti og húð- æxli. Að áliti sérfræðinga er i mörgum tilfellum betra að nota „ljóshnifinn” við aðgerðir held- ur en skurðaðgerðir. Þaö skal sérstaklega minnt á áhrif lasergeislans á illkynja æxlisfrumur. Niðurstöður til- rauna hafa leitt i ljós að laser- geislar geta drepið þessar frumur. Einnig eru dæmi þess að með geislun hafi verið hægt að lækna illkynjuð æxli — melanomæxli. Sovézkir sérfræðingar hafa einnig komizt að þvi, að hægt er að framkalla æxlismyndun með þvi að hafa hita lasergeislans 300 gráður og meira. Barna- dauði eykst Heilbrigðismálaráðherrar hinna ýmsu rikja i vestur-þýzka Sambandslýðveldinu komu ný- lega saman á fundi i Hamborg til þess að fjalla um aukinn ung- barnadauða i landinu. V.-Þýzka- land er, að þvi er ungbarnadauða varðar, númer 12 i hópi 23 Evrópuþjóða og númer 18 að þvi er varðar dauða mæðra við barnsfæðingar. Mun seinni talan litið hafa breytzt um margra ára skeiö. Hins vegar dóu 19.200 ungbörn á árinu 1971. Skýrslur sýna, að 23 ungbörn deyja af hverju þúsundi þeirra, sem fæðast. A aðalfundi Félags islenzkra rithöfunda, sem var haldinn 5. marz s.l. var Guðmundur G. Hagalin kjörinn heiðtrsfélagi, en hann er einn af stofnendum félagsins. Aður hafa verið kjörnir fjórir heiðursfélagar: þau Jakobina Björnsson, dr. Richard Beck, Bjarni M. Gislason og Poul M. Pedersen, en hann hefur unnið mikið að ljóðaþýðingum af islenzku á dönsku. 0 Föstudagur 18. maí 1973

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.