Alþýðublaðið - 18.05.1973, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 18.05.1973, Qupperneq 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit- stjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis- götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf. „EINSTAKUR SKEPNUSKAPUR” Mikil mótmælaalda hefur risið á Islandi vegna framferðis Breta nú siðast á fiskimiðun- um við ísland. Bretar gerðu sig seka um að senda heilan flota af togurum inn á friðunar- svæðið út af Melrakkasléttu, þar sem allar tog- veiðar eru bannaðar frá 1. april til 1. júni. Þetta eru þær freklegustu örgunaraðgerðir, sem Bret- ar hafa framið til þessa og yfirlýsingar af þeirra hálfu urp algera andstöðu við allar tilraunir til þess að reyna að vernda fiskistofnana við Is- landsstrendur fyrir rányrkju og algerri eyðingu. ,,Þetta er einstakur skepnuskapur”, sagði Jón Ármann Héðinsson, alþm., i viðtali við Alþýðu- blaðið um atburðina. ,,Ég vil likja honum við það, þegar Bandarikjamenn eyðilögðu uppskeru i Norður-Vietnam með eiturefnum”. Og Jón Ármann Héðinsson talaði enga tæpi- tungu um, hve alvarlegum augum við Islending- ar ættum að lita þessa skipulögðu árás brezka togaraflotans inn á eitt af mikilvægustu frið- unarsvæðunum við tsland. ,,Ég tel þetta svo svivirðilegan verknað af hálfu Breta, að ég tel, að við eigum ekkert svar annað en að hætta við allar viðræður við þá og kalla sendiherra okkar heim. Við getum ekki sóma okkar vegna staðið að viðræðum við menn, sem koma þannig fram”, sagði Jón Ár- mann Héðinsson. Við íslendingar erum friðsamir menn og sein- þreyttir til vandræða. Við höfum sýnt stillingu og ró allt frá upphafi landhelgismálsins — of mikla stillingu og of mikla ró að sumra ætlan. Við létum það eins og vind um eyrun þjóta, þeg- ar Bretar réðu sérstaka áróðursskrifstofu til þess eins að spúa niði um islenzku þjóðina út um heimsbyggðina. Við höfum sýnt fyllstu varfærni i umgengni okkar við hina brezku veiðiþjófa — svo mikla varfærni, að jafnvel 12 milna land- helgin er ekki raunhæf lengur. Við höfum verið fúsir til samningaviðræðna hvenær sem er og allt viljað gera til þess að greiða fyrir þvi, að samningar gætu tekizt — þótt við að sjálfsögðu höfum aldrei viljað kvika frá undirstöðuatrið- unum i landhelgisstefnu okkar, sem varða lifs- hagsmuni sjálfrar þjóðarinnar. En nú er nóg komið. Brezki togaraflotinn við ísland er farinn að ögra okkur með þvi að gera árás á alger friðunarsvæði þar sem engar tog- veiðar mega eiga sér stað og stunda þar hömlu- lausa rányrkju á islenzkri náttúruauðlind. Slikt getum við ekki látið bjóða okkur. Slikt gæti eng- in þjóð látið bjóða sér. Að sjálfsögðu kemur okkur ekki til hugar, að við getum refsað Bretum með þvi að fara að ógna þeim með einhverju hernaðarvaldi. Við höfum ekkert slikt vald. Varðskipin okkar eru engin herskip og við höfum ekki vanizt þvi að binda enda á deilumál með byssukúlum. En við eigum ýmsa aðra möguleika. Við get- um tilkynnt umheiminum, að þar sem Bretar hafi af ráðnum hug gert tilraun til þess að eyða lifsbjargarlindum þjóðarinnar þá teljum við okkur ekki geta átt frekari viðræður við þá held- ur munum við reyna að vernda lifsafkomu- möguleika þjóðar vorrar með þeim fáu ráðum, sem við höfum. Látum svo sjá, hvort brezka valdið vogar sér að reyna að brjóta friðsama smáþjóð á bak aftur með valdbeitingu i augsýn alls umheimsins. VERKALÝUSHREVFINGIN r r UG RIKISSTIORNIN EFTIR JÓN IVARSSON Mér finnst undrun sæta, hve launþegar almennt láta litiö til sin heyra i blöðum vegna skerðingar kaups og dýrtföar nú á þessu ári. Er fölk almennt ánægt með ástandið, eða eru verkalýðs- félögin búin að drepa niður löngun þess til að tjá sig? Verður fólk að vinna svo mikið, að það hefur engan tima aflögu til félagsstarfa, eðá vinnur kannski enginn eftir þeim töxtum, sem verkalýðsfélögin berjast fyrir? Semur fólk almennt sjálft við at- vinnurekendur sina? Það skyldi þó aldrei vera? Þá eru launþegar hættir að mæta á fundum verkalýðs- félaganna. Einnig virðast menn hættir að tala um kosningar i félögunum, þvi það er alltaf sjálf- kosið. Þessu verður að breyta. Nokkrir menn innan hvers félags ráða lögum og lofum og yfirleitt velja þeir sig sjálfa til allra trúnaðarstarfa. Hver þorir að mótmæla þessu? Hér á ég við stærstu verkalýðsfélögin. Athugið t.d. orlofsnefndir, lifeyrissjóði, utanlandsferðir, allar meiri- háttar nefndir og ráð, alltaf sömu menn, og hvers vegna? Jú, i verkalýðsfélögunum rikir einræði fámennrar kliku, semenginngetur ráðið við. Við látum þessa menn ■ ráðskast með tugmilljóna sjóði félaganna. Svo langt getur þetta gengið, að þeir geta ráðið þvi, hverjir fá lán úr sjóðunum, og jafnvel gefið úr þeim i allskonar safnanir. Hinn almenni launþegi ræður engu, og það er gert að leik að hann fái ekkert að vita um þessi mál. Alþýðusamband Islands hefur haft fræðslustarfsemi i nokkur ár, auglýst hana, og látið verkalýðsfélögin vita, en þau hafa ekki gert svo mikið sem að láta félagana vita. Þetta tel ég svik við félagana og veit ekki við hvað þessir menn eru hræddir. Verst við þetta er, að alþýðusambandinu, og þá venjulega formanni þess, er kennt um allt saman og að sjálf- sögðu heldur fólkið þetta, en svo er ekki, heldur er þetta kæruleysi þeirra manna, sem stjórna verkalýðsfélögunum. En nóg með það að sinni og vfkjum að aðal- stjórnendum landsins, rikis- stjórninni. Hún gerði það kraftaverk að hækka gengið og lækka aðeins visitöluna, en þessi ráðstöfun reyndist vera höfuðverkur verka- lýðsfélaganna. Tvö prósent hækkun, þvi næst tvö prósent lækkun. Þetta er orðinn mikill skripaleikur hjá þessari rikis- stjórn vinnandi stétta. Er þetta ekki allt saman bara gamanleik- ur eftir Jónas Arnason, að minnsta kosti virðist hann leika aðalhlutverkið i Landhelgism- álinu. Aðrir aðalleikendur i þess- um skripaleik stjórnarinnar eru Alþýðubandalagsmenn sem halda i taumana á öllum hinum leikbrúðunum. Sællegasti gamanleikurinn er landhelgis- kynningin, sárlega fyndinn brandari, sem öllum er til skammar, en þar er Jónas i broddi fylkingar. Ekki man ég betur en að nú- verandi stjórn hafi kallað frá- farandi stjórn mislukkuðu ó- stjórnina. En þeir hefðu átt að lita sér nær. Að byrja á þvi að ausa úr öllum sjóðum sem til voru, voru einhver þau válegustu mistök þótt ekki sé meira sagt, og bitlingatalið hjá þessum mönn- um, áður en þeir komust til valda, hefði betur verið ósagt. Það liður ekki sá dagur að nýjar nefndir séu ekki stofnaðar fyrir gæðinga Álþýðubandalagsins. Stjórnin var sérstaklega góðlát við okkur launþega þegar hún hækkaði söluskattinn um tvö prósent fyrir tveim mánuðum og hækkaði þar með visitölukúfinn, en svo þykist hún gera stórvirki með þvi að lækka verðið aftur um sömu prósentur. Það er ekki gott að vita ekki i hvorn fótinn á að stiga. Siðan gefa þessir menn fyrirmæli til kaup- manna að vera svo vinsamlegir að lækka vörurnar um þessi tvö prósent, sem nýbúið var að hækka hana um. Hló nokkur, nei, fólk vissi að hér voru menn, sem réðu ekki gerðum sinum. Það má segja að þeir riði ekki við ein- teyming þessir herrar, þvi nú hitti andskotinn ömmu sina, eins og þar stendur. Lækkuðu vörurnar? Var nokkuð verðlagseflirlit til, svo að hægt væri að fylgja þessari lækkun eftir? Ekki aldeilis, sú stofnun er dautt tæki fyrir fólkið, nei fólkið á að fylgjast með þessu sjálft. Að sjálfsögðu býst ég við að flestar hinar dýrari vörur lækki um þessi tvö prósent, en aðrar ekki. En að sjálfsögðu hækka allar vörur i landinu vegna gengisbreytinganna, sem urðu i desember og febrúar. Þær vörur sem voru pantaðar i janúar eru að koma til landsins núna og við eigum eftir að finna fyrir aðal dýrtiðinni, þvi að gamlar birgðir eru að verða búnar og nýjar taka við, með tvö- földu verði. Allt okkar kerfi virkar aftur fyrirsig. Viðhöfum alltaf orðið að nota yisitöluna til viðmiðunar og þess vegna hafa launþegar verið þrem mánuðum eða jafnvel meira á eftir dýrtíðinni með kauphækkanir sinar. Það er ekki nóg að launþegar tapa launum sinum, heldur höfum við tapað stórlega á lifeyrissjóðum okkar vegna þessarar óöu veröbólgu, sem þessi stjórn hefur leitt okkur i. Rikisstjórnin hefur ekki reynt að hjálpa okkur lifeyrisþegum til að ráða við vandamál stjóðanna, þvi er viðs fjarri. En jafnframt vil ég segja að þetta visitölubákn er ekki allt stjórninni að kenna, heldur forustuliði verkalýðssam- takanna. Hvað hefur það gert i visitölumálinu, ekkert, gjörsam- lega ekki nokkurn skapaðan hlut. Hún lætur skerða visitöluna og gerir ekkert i að reyna að lagfæra hana, þó lofa þessir verkalýðs- foringjar alltaf öllu fögru i hverj- um samningum en ekkert gerist. Efnahagsmál þjóðarinnar eiga eftir að vera stór þröskuldur á næstkomandi vetri, erlendar skuldir hlaðast upp og enginn reynir i það minnsta að sporna við fæti. Nei nú þurfa þeir sem vilja þjóð sinni vel, að beita sér fyrir ákveöinni andstöðu vegna þeirrar þróunar sem orðin er hér i þjóðarbúskapnum. Við vitum öll og verðum að við- urkenna ófarir þessarar stjórnar, sem nú er i sumarleyfi. Engin stjórn hefur skiptst i jafn marga og ólika hópa og nú, og tel ég að aldrei i sögunni hafi menn sem eru i stjórn landsins sakað hver annan um svik við þjóðina eins og þessir menn hafa gert, þvi það liður varla sá dagur, að i blöðum þessara fiokka sé illmælgi ekki skotið á hvern annan og sök um landráð. Margt fleira væri hægt að skrifa um i sambandi við þessa rikisstjórn, en aðeins að siöustu. Ætlar viðlagasjóður að fara með Vestmannaeyinga eins og niður- setninga? Ekkert samráð er haft við fólkið sjálft, heldur er þvi skipað að búa þar sem viðlaga- sjóður segir til um. Og hver hefur gefið þessum mönnum leyfi til að nota gjafaféð til að sprauta vatni á hraunið, i staðinn fyrir að af- henda það fólkinu sjálfu. Látið fólkið skipa sina eigin nefnd, og það strax, áður en þið eyðið þvi i alls konar hugdettur, eins og t.d. lögregluvernd til að gæta þess að enginn hlaupi út i rennandi hraunið. Vestmanna- eyingar geta áreiðanlega deilt þessu fé i þarfari hluti. Látiö fólkið sjálft um hvort það vili búa i suðri, austri norðri eða vestri. Meðhöndlið ekki þetta fólk eins og þurfalinga. STYKKISHÓLMSBÚAR - SNÆFELLINGAR Alþýðuflokksfélagið i Stykkishólmi heldur almennan stjórn- málafund i LIONS-húsinu laugardaginn 19. marz n.k. klukkan 4 siðdegis. Framsögumenn verða: Benedikt Gröndal: Stjórnin og stjórnarandstaðan. Sigurður E. Guðmundsson: Húsnæðismál á Vesturlandi. Að framsöguræðum loknum verða umræður og fyrirspurnir. Allir eru velkomnir á fundinn. Alþýöuflokksfélagið Föstudagur 18. mai 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.