Alþýðublaðið - 18.05.1973, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 18.05.1973, Blaðsíða 10
SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR - VÍKINGASALURINN er opinn fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur meö sjálfsafgreiöslu, opin alla daga.' HÓTEL LOFTLEIÐIR Biómasalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL BORG viö Austurvöll. Resturation, bar og dans I Gyllta saln- um. Slmi 11440 HÓTEL SAGA Grilliö opiö alla daga. MÍmisbar og Astrabar, opiö alla daga nema miövikudaga. Slmi 20890. INGÓLFS CAFÉ viö Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Slmi 12826 IÞÓRSCAFÉ Opið á hverju kvöldi. Slmi 23333. HÁBÆR Kinversk resturation. Skólavöröustig 45. Leifsbar. Opiö frá kl. 11. f.h. til kl. 2.30 og 6e.h. Slmi 21360. Opiö alla tlaga. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR Frá vinnuskóla Haf narf j arðar Vinnuskóli Hafnarfjarðar tekur til starfa i byrjun júni og verður starfræktur á svipaðan hátt og siðastliðið sumar. í vinnuskólann verða ráðnir unglingar fæddir 1958, ’59 og ’60. Vinna i skólagörðum hefst i byrjun júni. Sú starfsemi er ætluð fyrir 12 ára börn. Þátttökugjald tilkynnist við innritun. Innritun fer fram i æskulýðsheimilinu við Flatahraun kl. 4-7 s.d. dagana 21. og 22. mai n.k. íþrótta-og leikjanámskeið fyrir 6-12 ára börn hefjast4. júni. Innritun i námskeiðin fer fram á Hörðuvöllum frá og með 1. júni n.k. Allar nánari upplýsingar um starf- semi skólans verða veittar i æskulýðs- heimilinu á innritunartima svo og 17. og 18. mai kl. 9-12. Forstöðumaður jQZZBQLLGtCökÓLÍ BÚnU N N líkam/iœkl C_ Q N N Q Q CD CT cr co 3ja vikna sumarkúrar hefjast mánudag- inn 21. mai, morgun- og dagtimar eftir, i likamsrækt og megrun, nudd og sána, |NsJ fyrir dömur á öllum aldri. ® q Innritun og upplýsingar i sima 83730. Q' jazzBaLL©ccsKóLi búpu ............. ............ .... ' pa | | LOLLÓ GERIST | LIÚSMYNDARI i ítalska filmstirnið sem var, Gina Lollobrigida, hefur fengið íf sér tómstundaiðju, Ijós- íf myndun. Hún hefur meira að || segja ferðast um alla ítalíu og l‘ tekið myndir, sem hún ætlar að gefa út i myndabók, sem á að bera nafnið ,,Mín Italía" 1 Þar lýsir hún landinu, sem hún ann, lífi fólksins, lands- lagi og dýraríki. Meðan hún 25 vann að myndatökunni var hún með handklæði vafið um hárið || og bar stór sólgleraugu, svo ;íí enginn fengi séð hver væri þar íf á ferð. Henni hefur að sögn fallið 7' þetta verkefni svo vel, að hún § hefur jafnvel í hyggju að vinna $ síðar að hliðstæðri bók um Frakkland. $ JEHOVA k MUN MILDARI Kvenfrelsi þýðir hjá mörgum konuriki. Hús- mæður i High Wycombe i Buckinghamshire eru meðal þeirra, sem hafa ruglazt i þessum orðum. Það má sjá á eftirfarandi 10 boðorðum fyrir kvænta menn, sem þær hafa látið birta i vikublaði bæjarins: Þú mátt aldrei týna launaseðlinum þinum, heldur áttu ávallt að afhenda konunni þinni hann ásamt laununum. Þú átt ávallt að muna eftir afmælisdegi konunnar þinnar og brúð- i kaupsdegi ykkar. | Þú átt aldrei að sýna I stuttpilsu áhuga i nær- 1 veru konunnar þinnar. j Þú mátt aldrei ■ gera samanburð á matar- ; gerð konunnar þinnar og : mömmu þinnar. Þú skalt aldrei skipta j þér af þvi, þótt konan þin ; noti fjölskyldubilinn til þess að læra að keyra. Þú átt ávallt að hæia konunni þinni fyrir hár- greiðsluna, hattinn og fatnaðinn. Þú skalt ávalltminnast þess, að þegar konan þin segir: „Ég verð ekki nema augnablik” þá má augnblikið verða eins langt og henni sjálfri sýnist. Þú átt aðeinsað byggja þér nýtt hús ef nábúi þinn hefur minni tekjur, en þú sjálfur. Þú mátt aldrei koma við á bar til þess að fá þér einn litinn áður en þú kemur heim. Þú átt alltaf að slá blettinn og hjálpa konu þinni við húsverkin glaður og reifur þegar hún vill. Þannig hljóða boðorðin 10 á timum kven- réttindanna. Otbreiðsla lánakorta eykst stöðugt. Eru þau notuð i stað beinharðra peninga til greiðslu á vörum og reikning- um. Illt er þó til þess að vita, að jafnframtaukinni notkun þeirra eykst sifellt fölsun á slikum kortum. Þvi hafa menn leitast við að koma málum svo fyrir, að falsanir væru útilokaðar og nú telja bandarikjamenn, að þeir hafi fundið lausn á þvi máli: á kortinu er fingrafar eigandans, gert með leysigeisla, og er það borið saman við fingrafar hand- hafa kortsins þegar þvi er visað fram til greiðslu. Séu fingra- förin eins á báðum stöðum er réttur maður með kortið og hann fær jákvæða afgreiðsiu. ítalska „stigvélið” snerist 55 gráður gegn réttum gangi úrvisis áður en árekstur þess við meg- inland Evrópu átti sér stað, með þeirri afleiðingu meðal annars, að Alpafjöll urðu til. Þetta hefur lengi verið vitað og viðurkennt, en óvíst hvenær það muni hafa gerzt. Nú hefur H. Soffel við háskóiann i Munchen slegið þvi föstu, að áreksturinn hafi átt sér stað fyrir 25—45 milljónum ára. Hefur hann komizt að þvi eftir umfangsmiklar vis- indalegar rannsóknir á eldf jallagrjóti. Föstudagur 18. maí 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.