Alþýðublaðið - 23.06.1973, Síða 1

Alþýðublaðið - 23.06.1973, Síða 1
V-ÞÝZK SAMNINGANEFND TIL REYKJAVÍKUR Á FIAAMTUDAG alþýðu Fréttin í fullugildi Landhelgisgæzlan sendi i gær út tilkynningu, þar sem sagði, að enginn fótur væri fyrir forsiðufrétt Alþýðublaðsins i gær um að varðskipi hafi verið bannað að taka v-þýzka landhelgis- brjóta, „enda hefur slik ósk alls ekki verið borin fram við yfirstjórn Landhelgis- gæzlunnar af hálfu neins varðskips.” Alþýðublaðið telur áfram, þrátt fyrir framan- greinda tilkynningu Land- helgisgæzlunnar, að fréttin sé rétt, en það skal leiðrétt hér, að annar atburðurinn, sem sagt var frá, gerðist á Skerjadýpi, en ekki út af Vestfjörðum, eins og sagði i fréttinni. Stöðugt er nú verið að hringja til blaðsins og benda á viðbrögð þeirra manna, sem blaðið hefur bent á vegna slæmrar umgengni, og þannig var okkur bent á að verið væri að taka til á bak við fiski- mjölsverksmiðjuna að Kletti, en fyrir rúmri viku vakti blaðið athygli á sóðaskapnum á baklóð- inni þar. Friðþjófur ljósmyndari brá sér þangað inneftir i gær og var þá stór krani að moka ruslinu upp á vörubila, sem voru i stöðugum ferðum upp á ruslahauga, og gefur það nokkra hugmynd um hversu mikið draslið var Átta manna sendi- nefnd frá Vestur- Þýzkalandi kemur hingað til lands á fimmtudaginn til samningaviðræðna við íslendinga um landhelgismálið. Áformað er, að við- ræðurnar fari fram næsta dag, föstu- daginn 29. júni, og verði lokið fyrir helgina. Að þessu sinni er nýr maður formaður sendinefndarinnar, sem ekki hefur komið hingað áður. Sá er dr. Abel, en hann er það, sem Þjóðverjar nefna ,,parlamentariskur ráðherra", en það eru n ýstof nuð embætti í þýzka stjórnkerfinu og eru þau svipuð og em- bætti aðstoðarráð- herra í Englandi. Dr. Abel er ,,parlament- ariskur ráðherra" utanrikismála og gegnir því svipaðri stöðu í þýzku stjórninni og Lady Tweedsmuir í þeirri brezku — þ.e.a.s. hann er nokkurs konar aðstoðarráð- herra Scheel, vestur-þýzka utan- ríkisráðherrans. Er þetta í fyrsta skipti, sem pólitiskur fulltrúi vestur-þýzku st jórnarinnar er formaður samninga- nefndar um land- helgismálið, en hingað til hafa það verið menn með starfsheiti ráðu- neytisstjóra — þ.e.a.s. embættis- menn — sem hafa verið i forsvari þýzku samninga- nefndanna, sem rætt hafa við íslenzk stjórnvöld. Annar slíkur ráð- herra verður í v- þýzku sendi- nefndinni, Fritz Logemann, en sá er aðstoðarráðherra matvæla- og land- búnaðarráðherrans. í sendinefndinni verða ennfremur þrir starfsmenn utanrikisráðu- neytisins, tveir úr matvæla- og land- búnaðarráðuneytinu og sá áttundi er dr. Arno Meyer, starfs- maður við fiskiðn- aðarstof nunina í Hamborg. Ekki hefur enn verið látið neitt uppi af opinberri hálfu um efni viðræðn- anna, en af ýmsum ástæðum er talið líklegt, að Vestur- Þjóðverjar kunni nú að leggja fram nýjar sáttatillögur. Munu menn bíða þess með óþreyju hvort í jós muni þá koma, að í nýjum sáttatil- boðum sinum skeri Vestur-Þjóðverjar sig frá Bretum í landhelgismálinu, en ýmislegt hefur bent til þess, að svo kunni að fara. í fyrsta skipti er aðstoðarráðherra nú formaður slíkrar samninganefndar SNARRÆDIFLUGMANNS RIARGAÐI MALINU Litlu munaði að illa færi fyrir nokkrum dögum, þegar flugvél frá Flugstöðinni var á leið frá Grænlandi til tslands, þvi þegar flugmaðurinn hafði nýlega skipt yfir á aðra geyma og eldsneytið úr þeim kom inn á mótor- ana, fór vélin að hiksta og reykja. Flugmaðurinn skipti þegar yfir á aðra tanka, og var það fljótur að átta sig, að mótorarnir náðu ekki að drepa á sér. Eldsneytið á þeim tönkum dugði til að ná til Reykjavikur, en ekki hefði vélin komizt miklu lengra. begar farið var að kanna hvaða óhreinindi gætu hugsanlega verið i benzininu, kom i ljós að i stað benzins voru geymarnir fullir af steinoliu. Olian hafði verið látin i misgáningi á vélina i Grælandi.- 15 MÁNAÐA FANGELSI FYRIR KYN- FERÐISBROT Sjötugur Hafn- firöingur hefur verið dæmdur fyrir kyn- ferðisbrot gagnvárt tveim barnungum sonardadrum sinum. og hlaut hann 15 mánaða óskilorðsbundinn fang- elsisdóm. Vegna litlu telpnanna birtir Alþ.bl. ekki nafn afa þeirra. Eldri slúlkan er fædd 1959 og hin 1961. Var hann fundinn sekur um að hafa alloft átt einhver kynferðisleg mök við stúlkurnar á árunum 1969 til 1971, en þá komst upp um atferli hans. Læknisrannsókn leiddi i ljós, aö stúlk- unum hafði ekki orðiö meint af á likama. Dóm þennan kvaö upp Sig- urður Hallur Stefánsson, og hefur dómnum ekki verið áfrýjað til hæstaréttar

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.