Alþýðublaðið - 28.06.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.06.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit- albVÓU Ilst'óri Sighvatur Björgvinsson. %"llFréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. * Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson. I ll RIll III Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn I II I I1 • ^ jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis- 'götu 8—10. Sími 86666. Blaðaprent hf. Er þetta byggöastefnan? Ein af þeini rósum, sem ráðherrarnir skreyttu hnappagöt sin með þegar þeir settust i stólana fyrir tæpum tveimur árum, bar nafnið „byggðastefna”. Sú skrautjurt átti að vera til marks um einarðan vilja þeirra til þess að auka jafnvægið i byggð landsins og hefja fram- kvæmdir til þess að efla athafnir og umsvif á stöðunum úti á landi, þar sem fólksflóttavanda- málið hefur verið hvað brýnast. En nú er þessi rós farin að fölna eins og aðrar þær, sem ráð- herrarnir skreyttu hnappagöt sin með fyrir tveimur árum. Ástæðan er ávallt sú sama. Skrautblómin hafa enga næringu fengið. Þeim hefur verið ætlað að lifa á loftinu — eins og' þeim, sem tóku fyrirheit rikisstjórnarinnar og hennar ,,góða viljal'hátiðlega. ' Nýjustu fréttirnar af „byggðastefnu” rikis- stjórnar ólafs Jóhannessonar sagði Alþýðu- blaðið i gær. Þá greindi blaðið frá þvi, að ein af undirstöðustofununum i stjórnkerfinu, sjálf Framkvæmdastofnun rikisins, hefði fyrir skemmstu sent fjölmörgum sveitarstjórnar- mönnum úti á landsbyggðinni stefnu um að mæta fyrir rétti i Reykjavik fimmtudaginn 28. þ.m. — þ.e. i dag — klukkan 10 árdegis til þess að „svara til saka og dóma þola” eins og stendur i stefnunum. Og fyrir hvað er hið opinbera að stefna sveitarstjórnarmönnum unnvörpunum saman fyrir rétti i Reykjavik til þess að svara til saka og sæta dómum? Fyrir vanrækslu rikisstjórnar- innar i byggðamálum? Fyrir að rikisstjórnin hefur vanrækt að nota heimild, sem Alþingi veitti henni, og lýtur að þvi að hjálpa dreifbýlinu yfir fjárhagserfiðleika, sem rikisstjórnin sjálf hefur átt mikinn þátt i að skapa með stefnu sinni i gengismálum? Svo er mál með vexti, að til þess að geta áfram lagt grundvöllinn að gjaldeyristekjum þjóðarinnar hafa fjölmörg sveitarfélög við sjávarsiðuna lagt út i umfangsmiklar hafnar- framkvæmdir. Fjár til þeirra framkvæmda hafa sveitarfélögin neyðzt til þess að afla sér með gengistryggðum erlendum lánum og sakir sifelldra gengisfellinga hafa lán þessi stöðugt farið hækkandi i islenzkum krónum og eru nú orðin mörgum sveitarfélögunum ofviða. Þvi hafa þau ekki getað staðið skil á afborgunum við sjóði þá, sem „Stofnunin” varðveitir. Þetta vandamál er löngu vitað. Þar sem vandkvæðin voru að miklu leyti sköpuð af aðgerðum rikisvaldsins og framkvæmdirnar voru unnar fyrir heill þjóðarheildarinnar þá töldu sveitarfélögin eðlilegt, að rikisvaldið hlypi undir bagga með þeim. Var þvi i fyrstunni vel tekið, en þegar á átti að herða, þá skaut rikis- stjórnin sér á bak við það, að ný hafnarlög væru enn ósamin og þvi ekki hægt að ganga frá umbeðinni fjárhagsaðstoð. Alþingi leysti hins vegar málið i vetur með þvi að setja inn i fjárlög heimildarákvæði til rikisstjórnarinnar um að taka 40 m.kr. lán til þess að leysa hafnarskulda- vanda sveitarfélaganna. En þetta heimildarákvæði hefur ekki verið notað. Rikisstjórnin hefur ekkert aðhafzt nema hvað hún hefur nú látið stefna sveitarstjórnar- mönnum fyrir rétt i Reykjavik i hópum. Og nú spyr Alþýðublaðið: er þetta byggðastefna? Megum við biðja um svar frá sveitarstjórnar- mönnum Framsóknar um leið og þeir ganga i réttarsalinn! URSLIT ÞINGMALA ALÞYÐUFLOKKSINS AUKINN LIFEYRISRETTUR NANDA SJÓMÖNNUM Eins oj; öllum cr kunnugt — cn mönnum hættir oft til aft vilja glcyma — byggist öll afkoma islcnzku þjóöarinnar, efnahags- legt og þar með stjórnmálalegt sjálfstæði hennar, á fiskveiöum og fiskvinnslu. Aflinn, sem islenzku sjómennirnir flytja að landi, er grundvailarundirstaða allrar llfsbjargar þjóðarinnar. Sé sjávarafli góður þá blómstrar allt atvinnullf á Ísíandi svo til hverju nafni, sem það nefnist. Ari illa tilsjávarins þá verður kreppa I öllu atvinnulifi Islendinga, atvinna dregst saman og afkoma landsmanna rýrnar til mikilla muna. Mennirnir, sem leggja grund- völlinn að þessu öllu saman, eru Islenzku sjómennirnir — aðeins u.þ.b. 4000 einstaklingar. Fleiri eru þeir . ekki, sem vinna það starf, er öll velsæld þjóðar- heildarinnar byggir á, að vel og röggsamlega sé af hendi leyst. Og þrátt fyrr dugnað og hæfni Islenzku fiskimannanna, sem færa að landi miklu meiri og betri afla, en nokkrir aðrir sjómenn i heiminum, þá er sú undarlega þversögn samt í fullu gildi á voru landi, að fyrir unga menn er ekki svo ýkja eftirsóknarvert að leggja út á þessa braut. Starfið er áhættusamt og erfitt og þótt stundum beri svo við, að einstaka sjómenn njóti góðs fyrir óvenju- mikinn feng sinn á islenzkan mælikvarða, þá eru kjör stétt- arinnar sem heildar hvergi nærri góð — hvergi nærri nógu góð til þess, að þau geti sérstaklega hvatt menn til þess ^að leggja þetta erfiða — en bráðnauðsyn- lega — starf fyrir sig. Eins og sakir standa nú, þá eru tslendingar i þann veginn að framkvæma mikla endurnýjun á togaraflota sinum. Það góða starf hófst á valdatimum viðreisnar- stjórnarinnar fyrir forgöngu sjávarútvegsráðherra Alþýðu- flokksins eftir að sömu aðilar höfðu haft forystu um gifurlega uppbyggingu á bátaflota lands- manna sem hafði það i för með sér, að Islendingar eiga nú full- komnasta og bezta fiskiskipastól, sem þekkist. En það er ekki allt fengið með þvi að kaupa skipin. Ekki afla þau stórt af sjálfu sér. Það þarf líka að manna þau — og á þessi nýju og tæknilega fullkomnu fiskiskip og togara þarf góðan mannskap. Þetta mál er að verða stórt vandamál á Islandi. Það er orðið erfitt að manna okkar nýju og fullkomnu skip. Við svo búið má ekki standa. Þessum vanda verður auðvitað að svara með þvi að gera starf sjómannsins eftirsóknarverðara, en það er. Þar er i ýmis horn að lita. Kaupmálin nægja þar ekki ein út af fyrir sig — sizt á þeim óðaverðbólgutimum, sem nú eru, þar sem kauphækkun i krónutölu hverfur eins og dögg fyrir sólu. Annað þarf einnig að koma til svo sem eins og starfsaðbúð, sem þegar hefur verið gert gott átak i af hálfu útgerðaraðila, öryggis- mál, skattamál og tryggingamál. I sambandi við skattamálin hafa þingmenn Alþýðuflokksins m.a. komið fram með þá hugmynd, að umbuna beri sjómönnum sér- staklega varðandi skattlagningu á þá með þvi að veita þeim sérstök friðindi. Lögðu þingmenn Alþýðuflokksins fram sérstaka tillögu um það á næstsiðasta þingi. Með þvi móti telja þeir, að bæta megi kjör sjómannanna með varanlegu móti og þá um leið megi gera sjómannsstarfið eftir- sóknarverðara, en það er að sjálf- sögðu sá tilgangur, sem fyrir þeim vakir. A Alþingi f vetur lögðu tveir þingmenn Alþýðuflokksins — þeir Eggert G. Þorsteinsson og Jón Armann Héðinsson — fram enn eina nýja hugmynd i þessum sama anda. Sú hugmynd var einnig á þá lund, að bæta megi með henni starfskjör sjómanna með varanlegum hætti, sem verð- bólgan gæti ekki grandað. Hugmynd þessi, sem fram var sett I þingsályktunartillögu, var viðvikjandi lifey rismálum sjómannastéttarinnar og er orðuð svo i tillögunni: „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að láta semja og leggja fyrir næsta reglulegt Alþingi frumvarp til laga, er tryggi sjó- mönnum, er skráðir hafa verið á islenzk skip i tiltekinn árafjölda, full lifeyrisréttindi við 60 ára aldur.” Eins og venja er til fylgdi tillög- unni greinargerð, þar sem til- lagan er nánar útlistuð og raktar orsakir hennar og tilgangur. t greinargerðinni segja þeir Eggert G. Þorsteinsson og Jón Armann Héðinsson á þessa lund: „Fátt mun islenzku efnahagslifi nauðsyn- legra en að ávallt sé nægilegt framboð af fólki til að stunda sjó og vinna sjávarstörf. Á undanförnum árum og áratugum hefur oft verið minnt á sérstöðu Jón Armann Héðinsson sjómanna i islenzku at- hafnalifi, langvarandi fjarveru þeirra frá heimilum sinum, óreglulegan vinnutima og þá ekki sizt öryggis- leysi um störf i landi, þegar aldur og þreyta færist yfir. Þrátt fyrir stórstigar framfarir i öllum aðbúnaði um borð i skipunum sjálfum má við hver vertiðaskipti hjá veiðiflotanum heyra látlausar auglýsingar eftir sjómönnum, og munu þess ófá dæmi, að skip hef ji veiðar, án þess að fullmannað hafi verið. Það er þvi eðlilegt, að leitað verði eftir þeim möguleikum, sem fyrir hendi eru, til að gera sjómannsstörf eftir- sóknarverðari en þau eru i dag. Hin gleðiiega endurnýjun alls fisk- veiðiflota landsmanna á siðustu árum og áratug hlýtur einnig að kalla á fleiri sjómenn til starfa. Til þess að hvetja menn til starfa á sjó þarf áreiðanlega margt til að koma, og ekkert eitt atriði mun ráða úrslitum um, hvort menn velja sér lifsstarf á þeim vettvangi. Tillaga sú til þings- ályktunar, sem hér er flutt, snertir aðeins einn þátt þeSsa vandamáls, þ.e. fjárhagslega tryggingu elliáranna. Ekki verður efazt um að, að sjómannsstarfið er eitt af likamlega erfiðustu störfum, sem unnin eru i þjóðfélaginu, þrátt fyrir tilkomu tækninýjunga, sem létt hafa að nokkru störfin hin siðustu ár. Eftir að starfsþrek tekur að minnka, hafa sjómenn nánast enga möguleika á framhaldandi störfum til sjós. Öll rök hniga þess vegna að þvi, að sjómenn fái full lifeyris- réttindi fyrr en þeir, sem vinna við aðrar starfsgreinar.” Tillaga þessi hlaut góöan hljómgrunn, bæði i þingsölum og hjá nefnd þeirri, sem fékk málið til meðferðar eftir að þvi hafð verið fylgt úr hlaði. en það var allsherjarnefnd sameinaðs þings. t nefndarálitinu, sem gefið var út um málið, segir m.a.. að nefndin telji, að sjálfsagt sé að flýtt verði sem mest framkvæmd þessa rétt- lætismáls. Eftir atvikum telji nefndin hins vegar rétt. að málinu verði visað til rikisstjórnarinnar. Undir nefndarálitið skrifa Björn Fr. Björnsson, Jónas Arnason. Ragnhildur Helgadóttir. Lárus Jónsson, Bjarni Guðnason. og Jón Skaftason. en fulltrúi Alþýðu- flokksins i nefndinni. Stefán Gunnlaugsson, var fjarverandi þegar málið var afgreitt i nefndinni. Þau eru þvi orðin allmörg þau mál, sem Alþýðuflokksþingmenn hafa flutt á þingi og verið tekiö þar vel og vinsamlega en visaö til rikisstjórnarinnar til nánari athugunar og væntanlegra fram- kvæmda. Nú er svo eftir aö sjá. hvort rikisstjórnin ætlar sér eitthvað að aðhafast i málum þessum, eða ..gleyma þeim" á sama hátt i sinum eigin hástemdu loforðum. o Fimmtudagur 28. júní 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.