Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Alþýðublaðið - 28.06.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.06.1973, Blaðsíða 2
LÆGRI LÍKAMSHITI - LENGRA LIF EF MAÐURINN gæti lækkað likamshita sinn um aðeins nokkrargráður. þá væri unnt aö lengja lifið. Það staðhæfir a.m.k. bandariski geðlæknirinn Robert Myers við Purdue-há- skólann. Hann byggir staðhæf- ingu sina á tilraunum með ketti og apa. Fiest spendýr, þar á meöal maðurinn. hafa 37 stiga likams- hita. Þetta hitastig getur að sjálfsögðu verið breytilegt vegna áhrifa sjúkdóma og um- hverfishita. en við eölilegar að- stæður er það nokkuð stöðugt. Jafnvel við mjög afbrigðileg loftslagsskilyrði i aðra hvora áttina mun likaminn reyna að viðhalda þessu fasta hitastigi með hjálparráðum ■ eins og hrollskjálfta eða hröðum andar- drætti. sem kælir likamann. ÞETTA FASTA HITASTIG hefur að áliti sérfræöinga þjón- að þörfum sinum vel og lengi. En það er vissulega ástæða til þess að ihuga, hvort ekki sé rétt að breyta þvi. Að minnsta kosti i ákveðnum tilvikum. Ef manneskja verður fyrir sýkingu, sem likami hennar getur ekki unnið bug á meö góðu móti. þá nægir oftast hitaaukn- ing um nokkrar gráður til þess að drepa sýklana. Lækkun hita- stigsins getur verið þarfleg t.d. við uppskurði, vegna þess. að lækkun á hraöa efnabreytinga i iikamanum kemur i veg fyrir skaða og blæöingar i likams- vefjunum. ÞETTA eru ekki bara vanga- veltur. Þegar hefur tekizt að lækka likamshita spendýra i til- raunastofum. Myers prófessor hefur sýnt fram á, að hitastigi likamans er stjórnað af heila- dinglinum. Og hann komst að raun um að stjórna mætti hit- anum með þvi aö koma til leiðar breytingum á efnasamsetning- um i heilanum. Sé hlutfall natri- ums i heilanum aukið. þá ris lik- amshitinn ört. Sé aðstrevmi kalciums aukið, lækkar hitinn. ASAMT Tonny Yaksh hefur Myers prófessor framkvæmt svipaðar tilraunir á rhesusöp- um. Niöurstaðan var hin sama. Ef heilanum var ..fært" natri- um reis hitinn.og ef aukið var kalciummagn hans lækkaöi hitastig likamans. Þegar nýju stöðugleikahitastigi var náð hjá dýrunum leitaðist likaminn við að viðhaída þvi án tillits til þess, hvort honum voru gefin hitaböð eða köld böð — og lækkaður lik- amshiti lengdi lif dýranna. My- ers prófessor telur, að unnt sé að finna upp aðferð. sem geri það að verkum, að beita megi sömu aðferðum við menn. VIÐ SUMARHREINGERN- INGUNA EF BÆKURNAR ERU ORÐNAR MATTAR OG UPP- LITAÐAR Á KJÖLNUM, REYNDU ÞA AÐ BERA BÓN A KJÖLINN OG FÆGJA BLÓMARÁÐ Klippið stilkana af niðri i vatninu. Hafið ekki of kalt vatn i vasanum. Vasinn á að vera hreinn. Blómin má ekki setja i sól. í BÍLINN Börnum leiðist oft i löngum ökuferðum. Búðu til „hillu” fyrir þau úr einhverju sterku efni og saumaðu vasa á. Leyfðu svo börnunum sjálfum að fylla vasanameðleikföngum. Hengdu svo vasapokann á bak framsæt- anna og þá fer vel um börnin....

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 143. Tölublað (28.06.1973)
https://timarit.is/issue/234861

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

143. Tölublað (28.06.1973)

Aðgerðir: