Alþýðublaðið - 28.06.1973, Blaðsíða 9
350 FORU í SKOKKIÐ IFYRRA
METÞÁTTTAKAf ÁR?
Bláskógaskokkift, sem fór
fram i fyrsta sinn i fyrra, vift
miklar vinsældir ineft :)50 þátt-
takendum á öllum aldri, fer nú
fram i annað sinn næstkomandi
sunnudag I. júli.
Skokkuö verftur sama vega-
lengd og I fyrra, u.þ.b. 15 km,
það er frá Gjábakkahrauni á
Þingvöllum, yfir l.yngdalsheiói
að Laugarvatni. Þátttakendur
ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR
EYJAMEMN TIL 10 DA6A
• •
DVALAR I DANMORKII
Likur eru á þvi, að I.
deildarlið ÍBV fari i
næsta mánuði i 10 daga
æfinga- og keppnisferð
til Danmerkur. Hefur
liðinu boðizt mjög góð
aðstaða i bænum Höve,
sem er skammt fyrir ut-
an Kaupmannahöfn en
þar er staðsett iþrótta-
miðstöð með öllum þæg-
indum.
Er þetta boð komið i gegnum
hinn þekkta knattspyrnuþjálfara
i Danmörku, Henning Enoksen,
og var hugmyndin upphaflega
borin fyrir Eyjamenn, þegar leik-
menn frá ÍBV tóku þátt i innan-
húsmóti i knattspyrnu i Lyngby i
vetur.
Ferðin verður hugsuð fyrst og
fremst sem æfingaferð, en liðinu
hefur verið heitið tveimur leikj-
um við þekkt dönsk lið, en ekki er
enn vitað, hver þau verða. Bera
Eyjamenn sjálfir kostnað af ferð-
um sinum til Danmerkur, en
hljóta í staðinn allan ágóða, sem
verður af leikjunum og fullyrða
Danir, að sú innkoma dekki allan
kostnað við ferðina.
Er ætlun Eyjamanna, að eigin-
konur og börn leikmanna verði
með i förinni, en lagt verður af
stað 9. júli og komið aftur 19. júli.
IBV biður nú eftir leyfi frá KSt
fyrir ferðinni, og er ótrúlegt ann-
að, en það leyfi fáist, þar sem
keppnin í I. deild liggur niður
þessa daga vegna landsleikjanna
við Sviþjóð og A.-Þýzkaland.
oiga að mæta til skraningar á
(íjábakkahrauni kl. 15 á sunnu-
dag. Þeir þátttakendur, sem
þess óska, geta komiö á hilum
sinum að l.augarvatni og verður
þeim þá ekið þaðan að Gjá-
bakka. Þessir þátttakendur
verða að vera komnir að
Laugarvatni kl. 12.
bátttakendum verður skipt i
aldursflokka sem hér segir:
1. Konur 35 ára og eldri.
2. Karlar 35 ára og eldri.
3. Konur 19 ára — 34 ára.
4. Karlar 19 ára — 34 ára.
5. Stúlkur 16 ára — 18 ára.
6. Drengir 16 ára — 18 ára.
7. Stúlkur 14 ára — 15 ára.
8. Piltar 14 ára — 15 ára
9. Börn innan 14 ára.
Allir þátttakendur fá sérstök
viðurkenningarskjöl og auk
þess verða veittir farand-
bikarar sigurvegurum i öllum
flokkum.
Þátttakendum er veitt
aðstaða til að skipta um föt i
Barnaskólanum að Laugar-
vatni, og einnig verður séð fyrir
baðaðstöðu að hlaupinu loknu
A sjálfri hlaupaleiðinni yfir
Lyngdalsheiði verða staðseltir
biiar, þar sem þátttakendur
geta fengið ávaxtasafa eða aðra
sambærilega hressingu.
Haft verður samráð við lög-
regluna um lokun vegarins yfir
Lyngdalsheiði meðan Blá-
skógaskokkiö fer fram, og
einnig verða til staðar læknir og
félagar úr Slysavarnadeildinni
á Selfossi, ef einhver óhöpp ber
að höndum.
Tilkynningar um þátttöku
skal senda til skrifstofu ISf i
Laugardal, simi 8-3377, og til
Hjartar Jóhannssonar, Hvera
geröi, simi: 99-4213. Einnig
munu formenn Ungmenna-
félaganna innan Héraðssam
bandsins Skarphéðinn taka við
þátttökutilkynningu.
Þar sem búast má við mjög
mikilli þátttöku, eru allir sem
taka ætla þátt i Bláskóga
skokkinu beðnir að láta ekki
dragast að tilkynna þátttöku
sina.
AÁÁÁXÁ
HINAR ARLEGU
JARÐABÆTUR Á
NESINU í DAG
1 dag fer fram hin árlega golf-
keppni iþróttafréttamanna á velli
Golfklúbbs Ness á Seltjarnarnesi.
Keppni þessi hefur unnið sér
fastan sess i golfinu, enda all
mislit hjörð sem þar keppir og
tilburðirnir oft ekki samkvæmt
formúlunni.
Siðustu þrjú árin hefur Kjartan
L. Pálsson á Tímanum verið hinn
öruggi sigurvegari, enda kominn
i hóp sterkari golfmanna lands-
ins. Er Kjartan orðinn það góð-
ur, að hann fær ekki að vera með i
dag, og er þvi spennan i hámarki.
Kjartan verður hins vegar
keppnisstjóri.
Sveinn Björnsson umboðsmað-
ur Saab hefur veitt verðlaun al'
rauns öll árin, og verður svo
einnig nú. Þar á meðal kemur nýr
farandgripur i umferð, en
Kjartan vann þann fyrsta til eign-
ar i fyrra. Ráðlagt þótti að hefja
keppnina klukkan 16.
Giinter Netzer alvarlega
þenkjandi. Hann hugsaði sig
lengi um áður en hann tók til
boði Real Madrid.
Netzer kvaddi með marki
G’únter Netzer, hinn frábæri
þýzki knattspyrnumaður,
kvaddi þýzku knattspyrnuna á
sunnudaginn, i bili að minnsta
kosti. Og ekki var kveöjan af
lakari endanum, hann tryggði
liði sinu Borussia Mönchenglad-
bach sigur i þýzku bikarkeppn-
inni með glæsilegu marki i
framlengingu. Hann verður þvi
væntanlega i góöu skapi, þegar
hann heldur til æfinga meö Real
Madrid á Spáni seinni part sum-
ars.
Úrslitaleikurinn var milli
Borussia og FC Köln. Fram-
kvæmdastjóri Borussia tók þá
ákvörðun að láta Netzer ekki
leika, heldur sat hann á vara-
mannabekknum allan leikinn.
Gaf framkvæmdastjórinn þá
skýringu, að Netzer væri ekki i
nægilega góöu formi. Þótti
mönnum djarft teflt að hafa
einn bezta knattspyrnumann
heimsins sitjandi á varamanna-
bekknum heilan leik.
Að venjulegum leiktima lokn-
um var staðan 1:1. og framlengt
I 2x15 minútur. Var Netzer þá
settur inn á, og það lenti i hlut
hans að skora sigurmarkið. og
það einungis i annað sinn. sem
hann snerti knöttinn i leiknum.
Þannig kaus Netzer að kveðja
sitt gamla félag og þýzku knatt-
spyrnuna. Þess má geta. að i liði
Borussia leikur Daninn Henning
Jensen. og var hann einn bezti
maður liðsins i leiknum.
Sem fyrr segir heldur Netzer
til Spánar i haust. en hann hefur
sem kunnugt er ritaö undir
samning hjá Real Madrid. Þratt
fyrir þetta hefur hann mikinn a-
huga á að leika með þyzka
landsliðinu i HM á næsta ari
Real Madrid hefur lofað að gefa
honum fri til landsleikja með
Þjóðverjum. en nú er bara að
sja hvort Helmuth Schön vill
nyta krafta snillingsins Netzer.
Fimmtudagur 28. júni 1973
0