Alþýðublaðið - 28.06.1973, Blaðsíða 3
Hvort félag áfram með sína stjórn
sem lúti svo þeirri sameiginlegu
„Sameiningin” er það
stórmál, sem að flestra
dómi er mál málanna á
aðalfundum Flugfélags
íslands og Loftleiða,
sem haldnir verða á
sama tima í báðum fé-
lögum i dag. Á stjórnar-
fundum beggja félag-
anna hinn 11. april sl.
var formlega samþykkt-
ur samkomulagsgrund-
völlurinn frá 14. marz,
en maðurinn á bak við
hann var Brynjólfur
Ingólfsson, ráðuneytis-
stjóri, sem var formað-
ur hinnar stjórnskipuðu
nefndar, sem að málinu
vann. Til þess, að hægt
sé að byggja á þessum
grundvelli verður hann
að ná löglegu samþykki
aðalfunda beggja félag-
anna. Er hér um svo
viðamikið mál að ræða,
að til þess, að hluthafar
geti tekið afstöðu til
þess, munu á aðalfund-
unum verða lögð fram
drög að þeirri tilhögun,
sem fyrirhuguð er. Vitað
er, að rikisstjórnin legg-
ur mikla áherzlu á, að
sameiningin nái fram að
ganga, og eins að henni
verði hraðað eftir föng-
um. Hefur hún heitið
lagabreytingum, sem
gera hana mögulega og
hafa heitið m.a. skatta-
ivilnunum og öðrum
friðindum, sem greiða
fyrir henni.
Flugfélag íslands h.f.
er meðlimur IATA Al-
þjóðasambands flugfé-
laga, en Loftleiðir hf.
hins vegar ekki. Aftur á
móti er talið að Loftleið-
ir hafi utan IATA skapað
sér vissa sérstöðu, sem
ekki sé rétt að afsala.
Þessi ólika staða félag-
anna olli vissum vanda i
sameiningarviðræðun-
um, og mun hafa ráðið
miklu um, að ákveðið er
að bæði félögin starfi
áfram, hvort með sinni
stjórn og framkvæmda-
stjórum. Hins vegar er
áformað, að stofnað
verði nýtt hlutafélag,
sem annast hluta
heildarreksturs beggja
félaganna og hefur yfir-
umsjón með öllum
rekstri þeirra. Er gert
ráð fyrir 350 milljón
króna hlutafé, sem siðar
er heimilt að auka. Á
það að greiðast með
matsverði eigna beggja
félaganna og reiknings-
legum eignaverðmæt-
um. Þannig er gert ráð
fyrir, að hluthafar
beggja félaganna fram-
selji hinu nýja félagi öll
hlutabréf og fái i þeirra
stað hlutabréf i þvi|. Þá
er gert ráð fyrir þvi, að
aðalfundirnir kjósi nú
stjórnir i félögunum til
ársins 1976 i stað eins
árs, eins og gert er ráð
fyrir i samþykktum fé-
laganna. Þarf þvi til að
koma breyting á þeim,
sem heimila þessa til-
högun.
Með þessu móti er
gert ráð fyrir þvi, að til
verði þrjú félög, en
Flugfélagið og Loftleiðir
lúti þó yfirstjórn hins
nýja félags. Til þess að
fyrirbyggja ágreining
um þetta hlutverk nýja
félagsins, hefur verið
rætt um, að stjórnar-
menn flugfélaganna eigi
að einhverju leyti eða
jafnvel öllu leyti sæti i
stjórn allra þriggja fé-
laganna. Gæti svo farið,
að i nýja félaginu yrði 10
manna stjórn, 5 frá
hvoru flugfélagi, ásamt
oddamanni tilnefndum
af Landsbankg íslands,
sem hafi þvi aðeins at-
kvæðisrétt, að stjórnar-
ákvarðanir standi á
jöfnum atkvæðum.
Eins og áður greinir,
varð fullt samkomulag
hjá stjórnum flugfélag-
anna um, að fara þess á
leit við Landsbankg ís-
lands, sem hlutlausan
aðila, að tilnefna mats-
nefnd þriggja óvilhallra
manna til þess að meta
eignahlutföll félaganna,
ef þessar ráðagerðir
hljóta löglegt samþykki
aðalfundanna. Hafa
þessir matsmenn að
sjálfsögðu aðgang að
öllum nauðsynlegum
gögnum, ef til kemur,
enda verður matið
framkvæmt innan
ramma, sem nánar
kveður á um mats-
grundvöll i aðalatriðum.
Við eignamatið mun
ekki verða tekið tillit til
„goodwill” flugfélag-
anna, og er augljóst, að
þetta auðveldar starf
matsmanna, en um
þetta atriði eru mjög
skiptar skoðanir.
Ef „sameiningin”
verður ofan á#á aðal-
fundinum i dag, munu
stjórnir FlugfélagSi ís-
lands hf. og Loftleiða hf.
leita eftir umboði til að
ganga endanlega frá
stofun hins nýja hlutafé-
lags og til þess að undir-
ritaða stofnsamning og
samþykktir þess. Er
stefnt að þvi, að stofnun
þess verði lokið fyrir 1.
ágúst næstkomandi. Þá
verða gerðar nauðsyn-
legar breytingar á sam-
þykktum beggja félag-
anna til samræmis við
stofnsaming hins nýja
félags. Ekki er kunnugt
um, hvaða nafn það
hlutafélag hlýtur.
Sheil
þjónusta
Bensínstfíð
OPNUAA í DAG
i dag aukum við enn þjónustuna við viðskiptavini okkar. Við opnum nýja
benzínstöð við Kleppsveg — á gatnamótum Langholtsvegar.
Á staðnum bjóðum við upp á þvottasvæði, auk verzlunar með margvíslegar
Shell-þjónustuvörur.
Við bjóðum yður velkomin og munum leitast við að veita góða þjónustu á hinni
nýju stöð, eigi síður en þeim eldri.
Olíufélagið Skeljungur hf
Shell
Fimmtudagur 28. júní 1973
o