Alþýðublaðið - 18.07.1973, Page 8
VATNS- W BERINN 20. jan. - 18. feb. VIÐSJARVERÐUR. Gættu þess að dragast ekki inn i nein fjáraflaplön meö vin- um þinum. Þar er hætta á, töluverðu fjárhagstjóni og þú munt einnig glata vini, sem hefur stutt þig og verið þér hjálplegur um langa hriö. óljósar kringumstæð- ur geta einnig ruglað dóm- greind þina. ^kFISKA- WMERKIÐ 19. feb. - 20. marz VARHUGAVERÐUR. Gættu þess, aö þú ert ekki jafn varkár gagnvart fólki og viðburðum i dag og endranær og vertu á varð- bergi gegn tilraunum til þess að leika á þig. Það kynni aö vera viturlegt aö gefa ekki gaum aö neinum tilboðum, sem þér kunna að vera gerð i dag.
TVI- WBURARNIR 21. maí - 20. júní BREYTILEGUR. Þú þarft e.t.v. að leggja hart að þér i dag til þess að geta haldiö áfram við það, sem þú hef- ur fyrri starfni, þar sem þér er hætt viö að verða fyrir alls kyns ónæði i dag. Þér kann aö vera hætt við að vilja sleppa ýmsum leiðigjörnum smáatvikum, en gættu þin þar. KRABBA- If MERKIÐ 21. júní - 20. júlí VIÐSJARVERÐUR. Þaö færi betur, ef þú lyk- ir við verk þau, sem þér hafa verið falin, en aö fara nú aö fitja upp á nýju verki, sem þú ert ekki orðinn fær um að sinna. Vertu vand- virkur og aðgætinn, þar sem mistök gætu reynzt þér kostnaöarsamari, en þú hyggur.
/^HRÚTS- WMERKIÐ 21. marz - 19. apr. VARHUGAVERÐUR. Astamálin eru eitthvaö á reiki og það gæti ollið þér ó- ánægju ef þú býst viö of miklu of fljótt af mann- eskju, sem þú hefur nýlega kynnzt. t dag er einnig hætt viö aö haft yeröi af þér i viðskiptum. Leggöu ekki út i neitt nema þú sért örugg- ur sem þú ert að gera. © NAUTIÐ 20. apr. - 20. maí VARHUGAVERÐUR. t fjármálunum gefast þér nú tækifæri, en gallinn er sá, að möguleikarnir kunna aö bregðast þegar á hólminn er komið. Likurnar eru gegn þér og þar sem fólkið i kringum þig, eða sem þú átt samskipti við, er ekki sem ábyggilegast.
© LJÚNIÐ 21. júlí - 22. ág. VARHUGAVERÐUR. Þaö færi bezt á þvi, að þú tækir ekki þátt I neinum viðskiptum i dag, þar sem þú kynnir aö verða fyrir talsverðu tapi. Vertu mjög nákvæmur i öllum fyrir- mælum, sem þú kannt að gefa undirmönnum þinum, þar sem misskilningur á mjög auðvelt uppdráttar éF\ MEYJAR- MERKIÐ 23. ág. - 22. sep. RUGLINGSLEGUR. Haltu áfram að gæta vel aö eyöslunni. Ef þú gefur eftir fyrir freistunginni eða hvatningum vina þinn og eyöir meiru, en þú h'efur ráö á, þá hefnir það sin að- eins siöar meir. Ræddu málið við félaga þinn eða maka, en reyndu ekki að gera þig breiðan.
© VOGIN
23. sep. - 22. okt.
VARHUGAVERÐUR.
I dag er meiri hætta á
þvi, en ella, að ruglingsleg-
ar aðstæður skapist.
Leggðu þvi sérstaka
áherzlu a’, að allar skip-
anir, sem þú gefur, lýsing-
ar, ákvarðanir eða tima-
setningar, séu nákvæmar
svo ekkert geti farið úr-
skeiðis sakir misskilnings.
®SP0RÐ-
DREKINN
23. okt - 21. nóv.
VIÐSJARVERÐUR.
011 peningamál verður
þú að gaumgæfa vel, áöur
en þú aöhefst nokkuð.
Hætta er á, að mistök
verði gerð, ekki vegna
vanrækslu, heldur vegna
ruglings, sem verður án
þess aö nokkur beri sökina.
Vertu mjög var um þig að
auglýsa ekki einkalif þitt,
fólk elskar slúðrið.
BOGMAÐ-
/ URINN
22. nóv. - 21. des.
VIÐSJARVERÐUR.
Flækja og ruglingur kann
að skapast af smáatviki,
sem allir misskilja. Gerðu
engar breytingar á áætlun-
um þinum fyrr en þú ert
fullviss um það, sem er að
gerast. Mönnum kann að
snúast hugur á siðasta
andartaki, og þá kannt þú
að glatast i öllu uppnám-
inu.
22. des. - 19. jan.
VARHUGAVERÐUR.
Ef til vill eru þér ekki all-
ar ástæður ljósar, sem
valda ákveðinni hegðun
einhvers nákomins þér, eöa
þúmisskilur þær. Hvað svo
sem gerist, láttu þá ekki
frá þér heyra, ella kannt þú
að valda vandræðum.
Gættu þess vel að yfirfara
vandlega öll skjöl, sem
krefjast undirskriftar
RAGGI RÓLEGI
JÚLÍA
FJALLA-FÚSI
HVAÐ ER Á SEYÐI?
Sumarsýningu Alþýöusambands Islands
Laugavegi 18. Opin kl. 14-17 nema laugardaga
út ágúst.
í Norræna húsinu er sýningin Islandia. Hún
er opin alla daga kl. 14-19 til 15. águst.
Sýning Onnu Mariu Guðmundsdóttur að
Hamragörðum viö Hofsvallagötu. Opin kl. 17-
22 alla daga vikunnar. Lýkur á föstudag.
LOFTLEIÐIR
Almennar upplýsingar um flug, komu og
brottför flugvéla eru veittar allan sólar-
hringinn i skrifstofusima Loftleiða á Reykja-
vikurflugvelli, sem er 20200, og á flug-
afgreiðslunni á Keflavikurflugvelli, simi 25333.
Farpöntunum veitt móttaka allan sólar-
hringinn i sima 25100.
FLUGFÉLAG ISLANDS
Upplýsingar um flug og farpantanir kl.
8.00-23.30 i sima 16600.
EIMSKIP.
Sjálfvirkur simsvari 22070, sem veitir upp-
lýsingar um skipaferðir allan sólarhringinn.
Skipafréttirnar lesnar inn kl. 11 á hverjum
morgni. Frekari upplýsingar og farmiða-
pantanir i sima 21460 kl. 9.00-17.00.
SAMBANDIÐ
Upplýsingar um skipaferðir sambandsskipa
i sima 17080 kl. 8.30-17.00.
SKIPAÚTGERÐ RIKISINS
Upplýsingar um ferðir skipa og farmiða-
pantanir i sima 17650. Sjálfvirkur simsvari
eftir kl. 17. 17654.
UMFERÐARMIÐSTÖÐIN
Upplýsingar um ferðir áætlunarbila i sima
22300 kl. 8.00-24.00.
BRIÍDKAUP
Laugardaginn 9.6 voru
gefin saman i hjónaband i
Þingeyrarkirkju af sr. Pétri
Ingjaldssyni ungfrú Sigur-
laug Bjarnadóttir og Krjstinn
Jonsson. Ljósmyndastofa
Gunnars Ingimarssonar,
Suðurveri.
Þann 15. júni voru gefin
saman i hjónaband af sr.
Þorsteini Björnssyni ungfrú
Aslaug Guðjónsdóttir og
Kristján Gunnarsson.
Heimili þeirra veröur að
Hjallavegi 14 Rvik. —
Ljóm.stofa Gunnars
IngimarssQ.nar, Suðurveri.
Laugardaginn 16.6 voru
gefin saman i hjónaband i
Neskirkju af sr. Jóni
Thorarensen ungfrú Halla
Maria Árnadóttir og
Tryggvi Skjaldarson.
Heimili þeirra verður fyrst
um sinn að Langholtsvegi
118 Rvik. — Ljósm.stofa
Gunnars Ingimarssonar,
Suðurveri.
Laugardaginn 23.6 voru
gefin saman i hjónaband i
Langholtskirkju af sr.
Sigurði Hauki Guöjónssyni
ungfrú Soffia Wedholm og
Helgi Björnsson Heimili
þeirra verður að Ljósheim-
um 22 R. — Ljósm.stofa
Gunnars Ingimarssonar,
Suðurveri.
Laugardaginn 23.6 voru
gefin saman i hjónaband i
Neskirkju af sr. Frank M.
Halldórssyni ungfrú Gróa
Asta Einarsdóttir og Már
Gunnþórsson. Heimili þeirra
verður að Eskihlið 12b R.
Ljósm.stofa Gunnars Ingi-
marssonar, Suðurveri.
Laugardaginn 30.6 voru
gefin saman i hjónaband i
Frikirkjunni af sr. Þorsteini
Björnssyni ungfrú Þórunn
Kristjánsdóttir og Jens
Andrés Guðmundsson.
Heimili þeirra verður að
Melabraut 63 R. —
Ljósm.stofa Gunnars Ingi-
marssonar, Suðurveri.
Miövikudagur 18. júlí 1973.