Alþýðublaðið - 18.07.1973, Side 12
alþýðu
mmm
INNLÁNSVIÐSKIPTILEIÐ
TIL LÁNSVIÐSKIPTA
BUNAÐARBANK
ISLANDS
KÓPAYOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7,
nema laugardaga til
kl. 2, sunnudaga milli
kl- ' 09 3 Simi 40102.
ÚTFLUTNINGS-
ÁFORM
SAUÐKRÆKLINGA
VÆNGK KAUPA FUIGVÉLAR FYR-
R 100 MUðMR Á KSSU ARI!
TWIN-OTTER flugvél þeirra kom í gær -
bylting í samgöngum við strjálbýlið
Flugfélagiö Vængir á Reykja-
vikurflugvelli stendur i miklum
flugvélakaupum um þessar
mundir og mun liklega fjárfesta
fyrir um 100 milljónir króna i
þrem nýjum vélum á þessu ári.
Fyrsta vélin kom til landsins i
fyrrakvöld, og er af geröinni
Tvin Otter, og má segja, aö meö
komu hennar hingaö veröi
þáttaskil i islenzkum flugmál-
um, þvi þrátt fyrir að hún beri
mikið, fljúgi hratt og taki 19 far-
þega, getur hún lent á hverjum
einasta flugvelli á landinu.
Vél þessi kostaöi um 40
milljónir króna, og var keypt
frá Bandarikjunum. Hún er
þriggja ára en i mjög góöu lagi
og meö nýja hreyfla, sem
brenna steinoliu, þar sem vélin
er skrúfuþota.
Félagiö er þegar búiö að festa
sér aðra vél af þessari gerð, og
er hún væntanleg með haustinu,
auk þess sem verið er aö hug-
leiða kaup á Islander flugvél, en
félgiö á eina þannig fyrir, sem
nú er i leigu á Grænlandi.
Otterinn þarf ekki nema 200
metra flugbraut þrátt fyrir aö
hann sé fullhlaðinn, meö full-
hlaðna geyma og i logni. Hann
getur einnig lent á mjög grófum
flugvöllum.
Hreínn Hauksson, einn
eigandi Vængja, sagði i viötali
viö blaðið i gær, aö meö tilkomu
vélarinnarstórykistafkastageta
félagsins, og hafi þessi aukning
verið bráönauðsynleg, þar sem
mikið hefur verið um yfirbókan-
ir i langan tima.
Vængir fljúga nú reglulega til
sex staða úti á landi, með vörur
og fólk, og hefur félagið haldiö
þeirri þjónustu uppi i tæp þrjú
ár. —
Getur lent fullhlaðin á 200 metra braut — jafnvel þjóðvegi
STORLAXAR RENNA FYRIR LAX
NAFRIOLIUKMKURMN LAXVEIDAR
A fSLANDI AOEMS AD YFIRVARPI?
VIUA
FLYTIA
ÚT
GRJÖT
OG
ROSIR
Sauðkræklingar kanna nú
möguleika á grjót- og blómaút-
flutningi frá Sauðárkróki, og
standa báðar þessar útflutnings-
greinar i beinu sambandi við
fyrirhugaða flugvallargerð þar,
en núverandi flugvöllur er orðinn
lélegur og verður lagður niður á
næstu árum.
A þá að nota gamla vallar-
svæðið til iðnaðarbygginga, og er
verið að kanna möguleika á að
byggja þar risastór gróðurhús til
blómaræktar, að þvi er segir i
siðasta hefti Mjölnis.
Nægur jarðhiti er við Sauðár-
krók til þessa, og eru uppi hug-
myndir um að nota nýja flug-
völlinn fyrir flutningavélar, sem
flygju blómunum út. Eru menn
bjartsýnir á að þetta megi takast,
og benda m.a. á að Hollendingar
flytji blóm til Bandarikjanna.
Grjótútflutningshugmyndin er
hins vegar byggð á hugmynd um,
að málmgrýti verði flutt i flugvél-
um frá námum i Grænlandi, og
verði vélarnar látnar lenda á nýja
vellinum á Sauðárkróki, en þaöan
verði grjótinu skipað út i
flutningaskip, sem siðan sigli þvi
út.
Meðal nýinnritaðra félaga i
Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt;
Guðrún Þorgeirsdóttir Haralz.
Flestir Islendingar, sem dvalizt
hafa i London, þekkja Forte
veitingahúsahringinn. Eigandi
hans mr. Charles Forte sem nú er
staddur hér, ásamt syni sinum,
við laxveiðar i Haffjarðará.
Komu þeir feögar heldur vel
riðandi á einkaþotu sinni. Þar
fyrir vestan mun einnig vera um
þessar mundir vinur hans, italski
oliukóngurinn Sirotti. Fyrir-
rennari hans i þeirri stöðu, Mattei
var góður laxveiðimaður og hafði
mikið dálæti á Haffjarðará. Kom
hann hér oft. Fóru sögur af þvi, er
hann kom hér eitt sinn, að um
sama leyti skutu hér upp kollin-
um á hótelum borgarinnar, menn
frá a.m.k. þrem stórum oliufélög-
um. Var gizkað á, að þeir teldu að
Mattei hefði laxveiðarnar að yfir-
varpi, og að ferð hans væri ekki
einungis afþreyingarferðalag
þessa afburða kaupsýslumanns,
enda skaut hann flestum keppi-
nautum sinum ref fyrir rass i
samningagerð, er hann byggði
upp hið italska oliuveldi. Hann
fórst i flugslysi, sem bar að með
voveiflegum hætti, sem ýmsar
tilgátur voru um á þeim tima, og
var meðal annars Mafian nefnd f
þvl sambandi.
I Þverá I Borgarfirði munu nú
vera meðal annarra einhverjir úr
du Pont fjölskyldunni banda-
risku, en þeir frændur hafa verið
hér undanfarin sumur.
Vegna siaukinna mann-
flutninga um Island, er nú löngu
hætt að birta i dagblöðum
borgarinnar farþegalistann með
millilandaskipum, sem einu sinni
var siður. Eftir sem áður er þó
gaman að frétta af komu góöra
gesta.
PIMM á förnum vegi
ólafur Gunnarssori/ sjó-
maður.: Jú, frekar þykir
mér nú eftirsjá i Hannibal. Eg
er hræddur um, að Björn veröi
ekki eins góður.
Kristján Auðunsson, við-
skiptafræðinemi.: Mér er
nú ekki nein sérstök eftirsjá i
Hannibal. Það er ekki nema-
eðlileg þróun, aö maður komi i
manns stað og Björn veröur
varla verri eða skárri.
Örn Þór Karlsson. skrif-
vélavirki.: Eg kem til
með að sakna Hannibals hann
er svo reffilegur. Björn veröur
eflaust góður, en hann má hafa
töluvert meiri húmor i kringum
sig.
Finnst ykkur eftirsjá í Hannibal?
Hildur Einarsdóttir, flug-
freyja.: Þeir eru ágætir
báöir tveir, þeir Hannibal og
Björn. Það er ekki nema eölilegt
aö það verði mannaskipti, en
það heföi auðvitaö mátt koma
ögn yngri maður i staö Hanni-
bals.
Guðjón Asmundur Inga
son, verzlunarmaður.:Mér
er ekki nein eftirsjá i Hannibal
og er eiginlega alveg sama.
Hugsa litið um þessi mál.