Alþýðublaðið - 14.08.1973, Page 3
Síldar
verðið
fór í
35 kr.
Síldveiði íslenzku bátanna í I
Norðursjónum var heldur
minni í síðustu viku en oft-
ast áður, en verðið hélzt af-
bragðsgott. Meðalverðið
var 27,29 krónur kílóið, og
komst upp í 35,22 fyrir síld-
ina (Ásberg RE) og 74,75
fyrirháf (Reykjaborg RE).
Annars er það heldur sjald-
gæft að íslenzku síldveiði-
bátarnir komi með háf að
landi.
Alls fengu 26 bátar afla í
síðustu viku, samtals 1,444
lestir sem þeir seldu fyrir
39,4 milljónir. Er þá heild-
araflinn frá vertíðarbyrjun
orðinn 18 þúsund lestir og
heildarsöluvermætið 400
milljónir, og er það helm-
ingi meira en í fyrra. 23
bátar seldu í Danmörku en
3 i Þýzkalandi í síðustu
viku.
Frá upphafi vertíðar hef-
ur Loftur Baldvinsson EA
aflað mestra verðmæta,
eða fyrirtæpar30 milljónir.
Gísli Árni RE er í öðru sæti
með 25,6 milljónir og Súlan
EA í þriðja sæti með 23,2
milljónir.
ékkérT
GERIST
í SÍM-
ANUM
„Siminn i lamasessi”, segja
Suðurnesiati6indi, og skýra frá
sifellt verra ástandi i simamálum
Suðurnesjamanna. „Það eina
sem virðist vera i lagi hjá siman-
um er að loka um leið og þeir
geta”.
Þá segir ennfremur: NU er að
verða sama vandamálið að fá
samband innanbæjar og til
Reykjavikur. Oft þarf að biða
lengi eftir að fá són, loks þegar
sónn kemur og númerið hefur
verið valið þá gerist ekkert, það
hringir ekki, það er ekki á tali,
ekkert.
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiösla.
Sendum gegn póstkrðfu
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiður, Bankastr. 12
FRÉTTA-
PUNKTAR
A siðastliðnum fimm árum
hefur áfengisneyzlan i
Finnlandi aukizt um 92%. Ef
peyzlan er reiknuð i 100% alk-
ohái, þá drekkur hver full-
vaxta Finni 3.31 1-á ári. Danir
eru i öðru sæti á Norðurlönd-
um með 2,8 1. á ári.
★ ★★
Rússar hafa nú „vegna
ófyrirsjáanlegra orsaka”
frestað móttökU’ þúsunda
bandariskra ferðamanna.
Aftur á móti hafa þeir boðið
Könunum endurgreiðslu fyrir-
framgreiðslu, eða að öðrum
kosti, ferð eitthvað annað t.d.
til Grikklands.
☆ ☆ ☆
David Frost er einn af þessum
mönnum, sem erfitt hlýtur að
vera að gefa jólagjafir. Þvi hann
á nánast flest sem hægt er að fá.
Hann er forrikur, vinsæll, frægur
og svo framvegis, og um daginn
keypti hann sér banka.
Og hvaða skýringu gaf Frost á
þessum kaupum sinum? Jú: „Nú,
ég átti engan.”
★ ★★
Fyrir nokkru var ráðizt á
blindan mann i Bandarikjunum,
sem var á gangi með hund sinn,
og var maðurinn rændur. En
sem betur fór fékk hann fé sitt
tii baka, þvi hundurinn visaði
lögreglunni heim til ofbeldis-
mannsins, þar sem peningarnir
fundust.
☆ ☆ ☆
Nú hafa þeir hjá bandarisku
leyniþjónustunni uppgötvað, að
öll bandariska þjóðin veit um
aðalstöðvar þeirra. En um ára-
bil hafa flestir vegfarendur bent
á bygginguna og sagt, þarna er
leyniþjónustan til húsa. Þeir hjá
ieyniþjónustunni hafa þvi tekið
niður skiltið framan á húsinu,
en á þvi stóð: „Umferðarmála-
rannsóknir”.
★ ★★
Söngkonan Pearl Baily átti tal
við sarinn af Persiu nýverið i
Washington. Hún sagði sarnum
frá þvi að hún hefði skoðað
krýningardjásnið I Persíu og
einnig sams konar grip i Lond-
on. Hún sagði, að munurinn á
þessu tvennu væri eins og að
eiga oiiulind og innleggsreikn-
ing á benzinsölu. Ekki hefur
heyrzt að hún ráögeri ferð til
London á næstunni.
Irinn John Kelly gekk ný-
verið gegnum Dauða dalinn i
Kaliforniu i yfir 40 stiga hita
tii þess að mótmæla stefnu
Breta á Norður-lrlandi og
hlutdeild Bandarikjastjórnar i
þeim málum. Gangan tók
rúma 34 tima. Þess má geta að
Kelly vann eitt sinn gullverð-
laun á Olympiuleikum.
☆ ☆ ☆
Nýlega héldu mjög
smávaxnir borgarar Banda-
rikjanna þing i Oakland og
ræddu þar vandamál sin.
Eitt stærsta vandamál
hinna smávöxnu er sú til-
hneiging atvinnuveitenda að
lita á þá, sem börn. önnur
vandamál eru t.d. of háir
hurðarhúnar og ljósarofar,
svo og litið um stóla og sima-
klefa af heppilegri stærð.
300 ráðstefnugeta voru undir
1 m. á hæð.
★ ★★
Tollverðir i Kaliforniu fundu
nýverið 24 dauöadrukkna páfa-
gauka, en bannað er að flytja
páfagauka til Bandarikjanna
vegna sjúkdóma. Til þess páfa-
gaukarnir Iétu ekki frá sér
heyra gáfu smyglararnir þeim
áfengi og lögðu þá siðan á bakið
i flatan kassa.
☆ ☆☆
Nú eru sumir veitingahúsa-
eigendur á italiu farnir aö
skjóta ketti til að drýgja kjötið.
Nýlega var einn handtekinn i
Milanó eftir að hafa skotið
nokkra ketti til að selja á stú-
dentamatsölustað sem hann
rekur.
Veitingamaöurinn sagði lög-
reglunni, að hann hefði gert
þetta vegna hins háa kjötverðs.
★ ★★
Nú eru ibúar Sovétrikjanna
orðnir 250 milljónir, að þvi er
segir i fréttum frá Moskvu. En
nú fæðast 500 börn á hverri
minútu i Sovétrikjunum.
t fréttinni kemur einnig fram
að 83% ibúanna eru fæddir eftir
1917. Konur i Sovét eru 18
milljónum fleiri, en karlar og er
ástæðan fyrir þvi ein borgara-
styrjöld og þátttaka i tveimur
heimssty r jöldum.
☆ ☆ ☆
Nokkrir skemmdar-
vargar í vaxmynda-
safni i Hollywood létu
sér ekki nægja að
brjóta vindil Winstons
Churchills og brjóstin
af Raquel Welch, held-
ur máluðu þeir skegg á
Elísabetu Englands-
drottningu og Shirley
Temple.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen f
allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar
Skipholti 25. Simar 19099 og 20988.
AUGLÝSINGASÍMINN
OKKAR ER 8-66-60
MISTWSTRÆT?
GÖNOXSm
BHBySS
Þannig er nú að sjá um Austurstræti eftir aö fótgangandi fengu þar hálf
völd á móti strætisvögnunum. A baksiðu segja „Fimm á förnum vegi”
álit sitt á þessari nýbreytni i miðborginni.
Læknastofur
Samkvæmt fyrirmælum bæjaryfirvalda
um læknastofur i fjölbýlishúsinu að Mið-
vangi 41 i Hafnarfirði, auglýsist hér með
til sölu húsnæði fyrir læknastofur i
byggingunni.
Nánari upplýsingar veittar i skrifstofu
vorri að Strandgötu 28 á venjulegum skrif-
stofutima til 20. ágúst n.k
KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA,
simi 50200.
Auglýsingasíminn okkar er 8-66-60
Lánasjóður íslenzkra
námsmanna
Styrkir til framhalds
náms n.k. skólaár
Auglýstir eru til umsóknar styrkir til
framhaldsnáms að loknu háskólaprófi
(kandidatastyrkir), skv. 9. gr. laga nr. 7,
31. marz 1967 um námslán og námsstyrki.
Stjórn Lánasjóðs islenzkra námsmanna
mun veita styrki til þeirra, sem lokið hafa
háskólaprófi og hyggja á eða stunda nú
framhaldsnám erlendis við háskóla eða
viðurkennda visindastofnun, eftir þvi sem
fé er veitt til á fjárlögum. úthlutun
styrkjanna fer fram i janúar n.k.
Umsóknareyðublöð eru afhent i skrifstofu
Lánasjóðs islenzkra námsmanna,
Hverfisgötu 21. Reykjavik.
Umsóknir skulu hafa borizt fyrir 15. októ-
ber n.k.
Skrifstofa sjóðsins er opin virka daga kl.
13.00 til 16.00.
Reykjavik, 10. ágúst 1973.
Lánasjóður islenzkra námsmanna.
Þriðjudagur 14. ágúst 1973.
©