Alþýðublaðið - 14.08.1973, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.08.1973, Blaðsíða 4
Frá mönnum og málefnum VOR MENGAÐA ANDAGIFT Og nú er öll andagift búin hjá skáldunum okkar, segir prófessor Einar Ólafur Sveinsson i viðtali við Alþýðu- blaðið. öðru visi mér áður brá. Ekki virðist annað að marka af bókaútgáfunni en að ljóðagerð sé talsvert stunduð i landinu ennþá. Má þvi merkilegt heita, að 1100 ára afmæli íslands- byggðar skyldi engan skáld- andann hvetja nóg til þess, að dómnefnd treysti sér að mæla með eins og einu kvæði til opin- berunar upp á 150 þúsund krónur. Má vera, að timi hins hefð- bundna þjóðhátiðarljóðs sé liðinn. Allar forsendur fyrir þvi dottnar úr hjörtum okkar — og skáldanna. Þannig telst sennilega rétt, að nú sé aö bera I bakkafullan lækinn aö yrkja lofsöng um bláma himinsins og stolt fjall- anna. Það kvæði er svo rnargort, að vart veröur bætt um betur úr þessu. Hins vegar mætti ætla að allar þær framfarir, sem orðið hafa i landinu þessi 1100 ár, ættu að duga oröhögu skáldi til virðu- legs ljóðs. Hafa ekki vegirnir breytzt til hins betra þennan tima? Eða húsakynnin? Hvað með atvinnuhættina? Og fólkið i landinu? Að visu ganga menn nú ekki lengur grenjandi um héruð með brugðin sverð; vegandi kotbændur og klekkjandi á griðkonum. Breyttir hættir hljóta að kalla á önnur ljóð — lika önnur þjóð- hátiðarljóð. Sjórinn og steypan hafa lika fóstrað upp margan mætan manninn fyrir sam- tiðina. Nú blikar ekki lengur á skjaldarrendur, heldur mal- bikið. Kannski telja skáld vor það ekki næg frægðarverk til kvæðis að byggja blokkir, mal- bika bilastæðið sitt, eða veiða sild i Norðursjó. Of snemmt að finna timans andagift i álveri eöa kisilgúr. Sé svo, verða skáld vor bara að taka á honum stóra sinum og finna timans tón sér til kvæðis. Og auðvitað verða þá þeir, sem að andagiftinni i kvæðunum leita, að nota þá mælistiku, sem timans rás krefst að sé notuð. Himinninn er ekki samur og fyrr. Sjórinn ekki heldur. Þeir eru svolitið megnaðri en var. Það erum við lika. Og einnig landið. Það ætti þvi ekki að koma á óvart, þótt skáldgáfan islenzka hafi mengazt litillega i leiðinni. En að hún sé útdauð! Þvi verður ekki trúað fyrr en i fulla hnefana. Þangað til skal fyrst veðjað á það, að við þekkj- um bara ekki okkar menguðu andagift. VITUS Strandbúarnir 5 bæði fyrir verkþega og atvinnu- rekendur. 1 héraðsskólum, sem eru i útvegshéruðum, verður að fella kennsluna að þessu mark- miði, svo að eining og samræmi ráði i heildarkennslunni i útvegs- byggðum. Sérskóli fiskimanna og háskólinn koma hér einnig við sögu. Koma verður á fót þróttmikilli stofnun til þess að koma vörum i verð og efla framleiðni, og sömu- leiðis þarf að vera vel á verði gegn þvi, leit að oliu og vinnsla hennar á meginlandsgrunninu, ef til kemur, verði ekki sjávarút- veginum að tjóni. Auk þessara sjónarmiða eru vitaskuld fjölmörg smærri atriði, O--------------------------- Styrkur til náms í tungu Grænlendinga Áður auglýstur umsóknarfrestur um 90 þús. króna styrk til íslendsins til að læra tungu Grænlendinga er hér með fram- lengdur til 1. september n.k. Umsóknum, með upplýsingum um náms- feril, ásamt staðfestum afritum prófskir- teina, svo og greinargerð um ráðgerða til- högun grænlenzkunámsins, skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 10. ágúst 1973. Skrifstofuhúsnæði óskast Ráðuneytið vill taka á leigu gott skrif- stofuhúsnæði, allt að 200 fermetra, frá 1. október n.k. eða fyrr. Nánari upplýsingar hjá skrifstofustjóra ráðuneytisins. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 13. ágúst 1973. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að 25% dráttarvextir falla á launa- skatt fyrir 2. ársfjórðung 1973, sé hann ekki greiddur i siðasta lagi 15. ágúst. Fjármálaráðuneytið. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi að gjalddagi söluskatts fyrir júlimán- uð er 15. ágúst. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt sölu- skattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 10. ágúst 1973. sem hægt væri að útlista nánar. En um það efni nægir aö visa til stefnuskrár Verkamannaflokks- ins i sjávarútvegsmálum, þvi að þar er gerð grein fyrir þessu öllu. En ályktunin af þvi, sem hér hef- ur verið sagt, er þessi, að sjávar- útvegurinn og fólkið i strand- byggðunum þarf beinlinis á að halda stjórnmálastefnu, þing- flokki og rikisstjórn, sem bæði getur og vill koma stefnusam- þykktum i framkvæmd i sam- vinnu við samtök fiskimanna. Verkamannaflokkurinn hefur sýnt, að honum er til slikra verka trúandi, segir Eivind Bolle að lok- um. Auglýsingósíminn okkar er 8-66-60 Ms. Hekla fer frá Reykjavik föstu- daginn 17. þ.m. austur um land i hringferð. Vörumóttaka þriðjudag, miðvikudag og fimmtu- dag til Austfjarðahafna, Þórshafnar, Raufar- hafnar, Húsavikur og Akureyrar. Byggingavinna Vegna framkvæmda að Munaðarnesi i Borgarfirði geta laghentir menn og tré- smiðir fengið vinnu við að reisa norsk hús. Vetrarvinna i boði.Einnig vantar verka- menn i vinnu við ræsagerð. Upplýsingar hjá verkstjóra i Munaðarnesi og á skrifstofu BSRB, Laugavegi 172, simi 26688. Fangavarðastöður Eftirtaldar stöður við Vinnuhælið að Litla-Hrauni eru lausar til umsóknar: 1) Staða yfirgæzlumanns. Laun sam- kvæmt 17. launaflokki að lokinni starfs- þjálfun. Veitist frá 1. janúar 1974. 2) Stöður 3 gæzlumanna. Laun samkvæmt 14. launaflokki að lokinni starfsþjálfun. Veitast frá 15. september, 1. október og 1. nóvember 1973. Umsóknarfrestur er til 8. september 1973. Umsóknir sendist ráðu- neytinu. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 9. ágúst 1973. Lánasjóður íslenzkra námsmanna Námslán og/eða ferðastyrkir til náms n.k. skólaár Auglýst eru til umsóknar lán og/eða ferðastyrkir úr Lánasjóði isl. námsmanna skv. lögum nr. 7, 31. marz 1967 og nr. 39, 24. mai 1972 um námslán og námsstyrki. Umsóknareyðublöð eru afhent i skrifstofu Lánasjóðsins, að Hverfisgötu 21. Reykja- vik, i skrifstofu SHÍ og SÍNE i Félags- heimili stúdenta við Hringbraut, sendi- ráðum íslands erlendis og hlutaðeigandi innlendum skólastofnunum. Námsmenn geta, að uppfylltum ákveðn- um skilyrðum, fengið hluta námsláns af- greiddan fyrri hluta skólaárs, ef þeir óska þess i umsókn og senda skrifstofu sjóðsins hana fyrir 15. september n.k. Umsóknir um almenn námslán og/eða ferðastyrki skulu hafa borizt skrifstofu sjóðsins fyrir 15. október n.k. Ef nám hefst eigi fyrr en um eða eftir áramót skal senda umsóknir fyrir 1. febrúar n.k. Almenn úthlutun námslána fer fram i janúar til marz. Skrifstofa sjóðsins er opin virka daga kl. 13.00 til 16. 00. Reykjavik, 10. ágúst 1973, Lánasjóður islenzkra námsmanna. Happdrætti Háskóla íslands Vegna jarðarfarar Mariu Sveinsdóttur, verður Aðalskrifstofan og Aðalumboðið, Tjarnargötu 4 lokað frá hádegi á morgun, miðvikudag. Þriðjudagur 14. ágúst 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.