Alþýðublaðið - 09.09.1973, Page 1
OLÍUFURSTARNIR J IS-
LENSKUM LANDBUNAÐI
Það voru i hæsta máta
skiljanleg viðbrögð Húsmæðra-
félags Reykjavikur að mótmæla
þvi að húsmæður á höfuð-
borgarsvæðinu skuli vera látnar
sitja á hakanum varðandi
möguleika á að kaupa kjöt á
gamla verðinu, þegar nægilegar
birgðir kjöts eru sagðar til i
landinu.
„Kjötið er greitt niður af öll-
um landsmönnum, ibúar höfuð-
borgarsvæðisins eru stærstu
skattgreiðendur landsins og um
leið stærsti hluti neytenda. Það
getur þvi ekki talizt einkamál
landsbyggðarinnar að hafa
nægar birgðir dilkakjöts á eldra
Bjarni Sigtryggsson:
UM HELGINA
verðinu, á meðan ibúar höfuð-
borgarsvæðisins búa við kjöt-
skort”. Þannig segir i tilkynn-
ingu framkvæmdanefndar Hús-
mæðrafélagsins, þar sem þess
er krafizt að þær umframbirgð-
ir af dilkakjöti á gamla verðinu,
sem i landinu eru, séu tafarlaust
fluttar til höfuðborgarsvæðis-
ins, — og samkvæmt þvi telur
nefndin sumarslátrun vafa-
sama.
Það ætti vart að þurfa að bæta
því við, að það kjöt, sem nú
kemur á markaðinn um leið og
sumarslátrun hefst, er næstum
hundrað krönum dýrara hvert
kiló, miðað við súpukjöt.
Það vill svo til, að á hverju ári
setjast ótal nefndir niður og
reyna að komast til botns i þvi
hvaða ráðstafanir gera þurfi til
að framleiðendur landbúnaðar-
afurða fái nóg fyrir sinn snúð.
Þessar nefndir heita sexmanna-
nefndir, harðærisnefndir og
þar fram eftir götunum, og þær
komast að jafnaði að ýmsum
úrræðum, sem allar fela þó i sér
einhvers konar skattlagningu.
•Það er hækkað verð á hinni og
þessari afurðategundinni,
gjarnan öllum, — og það er gért
ráð fyrir að selja svo og svo
mikið magn af umframfram-
leiðslunni til útlanda, og þá að
sjálfsögðu undir kostnaðar-
verði, þvi ella væru okkar ágætu
afurðir ekki samkeppnisfærar.
En enginn selur undir
kostnaðarverði án þess að tapa,
og þá er að sjálfsögðu seilzt i
rikiskassann, — það er að segja
vasa skattgreiðenda.
Obbinn af þessum skattgreið-
endum er fólkið, sem sjálft þarf
að kaupa mjólk og kjöt, það
fólk, sem skattlagt er eftir út-
reikningi nefndanna til að fram-
leiðandinn sé hólpinn.
En hvenær i ósköpunum hefur
skattgreiðandinn, sem kaupir
kjötið og mjólkina, verið spurð-
ur að þvi hvort hann vilji borga
þetta verð? Siðast þegar örlaði
á mótmælum húsmæðra gegn
sihækkandi verðlagi land-
búnaðarafurða, þá var þeim
konum brigzlað um óþjóðholl-
ustu, allt að þvi landráð.
Staðreyndin er nefnilega sú,
að forrráðamenn Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins eru að
verða eins og öliufurstarnir við
Persaflóa. Bændasamtökin eru
farin að lfkjast bandalagi ara-
bisku oliurikjanna, sem sam-
einuð neyta einokunaraðstöðu
sinnar.
Þvi miður er ekki hægt að
kalla framferði þeirra neinu
kurteislegra orði en yfirgang, —
og það grátlega er, að ráða-
menn virðast ekki hafa hugsað
sér að gefa neytandanum kost á
að rétta sinn hlut.
Að visu eru furðu oft til skýr-
ingar á óliklegustu hlutum. En
hvaða skýring skyldi vera á þvi
að þessar miklu birgðir dilka-
kjöts, sem til eru úti á landi,
megi ekki selja i Reykjavik? Sé
sú skýring gefin, að fólkið á
landsbyggðinni þurfi sjálft á
þessu ódýra kjöti að halda, — þá
flokkast það undir oliufursta-
kenninguna. Þ.e.a.s. að þaö er i
lagi að láta borgarbúann greiða
fullt verð fyrir kjötið, þvi hann
er notaður þegar á honum þarf
að halda.
En sú skýring er framleiðend-
um og dreifingarfyrirtækjunum
þeirra sizt til vegsauka.
önnur hugsanleg skýring gæti
verið til. Hliðstæð þvi þegar
afurðalán hafa verið tekin út á
óveiddan fisk. En það er náttúr-
lega af og frá, að þarna geti ver-
iö um að ræða birgðir pappirs-
kjöts, — það er að segja kjöts,
sem til er á skýrslum lánastofn-
ana, — en hvergi finnanlegt i
geymslum.
Það er engin furða þótt hús-
mæðurnar spyrji: Hvað er til
ráða?
Sunnudagur 9. september 1973