Alþýðublaðið - 09.09.1973, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 09.09.1973, Qupperneq 4
ÍÚR HEIMI TÍZKUNNAR □ Glæsikonan: A auglýsingarmynd má sjá Párisarfyrirsætuna og vissa ilm- vatnstegund. □ Mömmuleg: Florence Lafuma og þriggja ára dóttir hennar Pascale, i innkaupa- ferö. □ Ungmeyjarleg: Þær konur, sem lesa kvennablööin, bera sig saman viö forsiöumyndina af Florence Lafuma. □ Opinská: Florence Lafuma gerir sér vonir um aö verða ,,Súper”-kvikmynda- stjarna. □ Verndarþurfi: Þrátt fyrir sjálfstæöa atvinnu telur hún sig hafa þörf fyrir eiginmann- inn Breytir um andlit Þegar Florence Lafuma fer í inn- kaupaferð með Pascale dóttur sinni, má lesa það úr svip og augnatilliti flestra þeirra Parísar- búa, sem verða á vegi hennar og veita henni athygli, að eitthvað kannist þeir við þessa ungu og fögru konu. En svo bregður fyrir spurn og vafa í svipnum — hvar hafa þeir séð þetta fallega andlit áður? Var það í einhverri kvikmynd, eða sáu þeir hana sem sýningarstúlku í einhverri tízkuverzlun? Jafnvel eftir að andlitsmynd af henni hafði prýtt forsíðu franska tímaritsins ,,Elle" og „Paris Match" ekki alls fyrir löngu, gat Florence Lafuma reikað um götur Parísarborgar, án þess nokkur bæri svo kennsl á hana, að hann væri viss. Þessi óþekkjanleiki er „Súper- stjörnu frönsku forsíðufyrirsæt- anna" óneitanlega mikill styrkur. Hið fallega andlit hennar með sin- um postulínsbláu augum, virðist að því leyti svipað fögru landslagi, sem breytir stöðugt svip við tilfærslu Ijóss og skugga, að það tekur sífelld- um breytingum fyrir mismunandi meðhöndlun með venjulegum fegurðarlyf jum. Hún getur þannig tekið á sig svip og yfirbragð útivist- ar- og íþróttastúlkunnar, sjálfstæðu stúlkunnar, já, og kynæsandi stúlk- unnar frammi fyrir Ijósmyndavél- inni, og fer því þó f jærri, að þar með séu öll gervi hennar talin, ef svo má að orði komast. Og svo þegar hún hefur hreinsað andlit sigg af snyrti- lyf junum, þá birtist hún eins og hún er í rauninni — hin fallega, stillilega og vel upp alda stúlka, sem ber með sér að hún er af góðu fólki komín. Hin óþekkta stúlka, sem lesendum „Elle", „Vogue" eða „Paris Match" og „ Brigitte" f innst að vísu, sem þeir kannist eitthvað við, án þess þó að þeim detti í hug að það sé sama stúlka og prýddi forsíður þess- ara tímarita. En jafnvel þó að þetta starf færi henni sem svarar tólf þúsund ís- lenzkum krónum á dag, er Florence Lafuma ekki ánægð. Ljósmynda- dísin ókunna vill gerast kvikmynda- dís og afla sér frægðar á því sviði. „Kvikmyndirnar veita manni tæki- færi til að ná til fjöldans og vera honum eitthvað. Á Ijósmyndinni er maðurekki annaðen lífvana andlit, hversu fallegt sem það svo kann að vera". Og það er ekki heldur langt síðan að hún háði frumraun sína sem verðandi kvikmyndadís á hvíta tjaldinu í París. Nefnist kvikmynd- Otivistarstúlkan: Þaö fer henni síöur en svo illa aö auka á tillitstöfrana meö ullarjakk- anum. IÓSKÖP VENJULEG STÚLKA 0 Sunnudagur 9. september 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.