Alþýðublaðið - 15.09.1973, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 15.09.1973, Qupperneq 1
SEX SKADABÚTAMÁL VEGNA BVGGINGAGALLA Sementsverksmiöju rikisins hefur veriö stefnt til réttargæslu i skaða- bótamáli gegn bygg- ingarfyrirtæki, vegna galla á Ibúðum I fjölbýlis- húsi i Hraunbænum. Nýlega voru þingfest i borgardómi i Reykjavik sex mál, sem höföuö eru gegn fyrirtæki þessu. í stefnu segir, að fljótlega hafi komið fram marg- háttaöir gallar i þessu SEMENTSVERKSMIÐJUNNI STEFNT TIL RÉTTARGÆSLU Laugardagur 15. sept. 1973 54. á™. alþýðu fjölbýlishúsi, en ibúðir þær, sem hér um ræöir voru seldar árið 1967. Telja stefnendur, aö gall- arnir stafi af ófullnægj- andi verkstjórn og/eöa gölluöu sementi, nema hvort tveggja sé. Er þvi taliö hugsanlegt, að Smentsverksmiöja rikis- ins kunni að vera meö- ábyrg sökum þess, aö hún hafi selt gallað sement til verksins. Dómkvaddir mats- menn voru fengnir til þess að meta hina marg- háttuöu galla, viögerða- kostnað og afnotamissi vegna þeirra. Þá fór og fram yfirmat i sama skyni, en viö hvorugt matiö var gerö könnun á hugsanlega gölluöu sementi. Bendir allt til þess, aö nú komi til kasta dómstólanna um það, hvort Sementsverk- smiöjan sé bótaskyld, ef byggingagallar stafa af þvi, að sementi frá henni sé áfátt I gæöum og ekki séö, hvern dilk þaö kann aö draga á eftir sér. Eins og kunnugt er, hefur Jóhannes Bjarna- son, verkfræðingur, fyrrum starfsmaður sementsverksmiöjunnar, borið þaö á opinberum vettvangi, að fyrirtækið hafi haft I frammi vöru- svik. Þvi hefur hins vegar verið mótmælt af stjórn Sementsverksmiöjunnar ogm.a. látið aö þvi liggja, aö huglægar ástæöur fyrrverandi starfsmanns séu meöverkandi i ásök- um hans. DAUÐINN TEKUR SÉR FAR Ný framhaldssaga: ,/Dauðinn tekur sér far" byrjar í sunnudagsblaði Alþýðublaðsins nú um helgina. Saga þessi, sem er sænsk að uppruna, hefur farið sigurför á mörg tungumál sakir spennu og snilldarheita i frásögninni. AFSKIPTALEYSI A SLYSSTAÐ | - SJA OPNU I ÞORIR E» HINIB ÞÉGlAl Hvaö lesiö þiö úr svipn- um á þessari ungu stúlku, lesendur góöir? Eitthvaö hefur ljós- myndarinn okkar séö athyglisvert — hvaö það er vitum við nú ekki ná- kvæmlega. En hvað sem öllum vangaveltum liöur ER svipurinn at- hyglisveröur, — hvort sem ástæöan er herra- maðurinn, sem strunsar i burtu, — eða hún hefur komiö auga á ljósmynd- arann og er aö gefa hon- um hýrt auga. Eöa hvað finnst ykkur? KOPAVOGSMALIÐ: Bæjarstjornin sagði stopp! „Allir þeir kaup- samningar, sem Húsfell h/f hefur gert við fólk að und- anförnu um íbúða- kaup i miðbæ Kópa- vogs, hljóta að skoð- ast markleysa, sam- kvæmt samþykktum bæjarstjórnar", sagði Björgvin Sæ- mundsson, bæjar- stjóri í Kópavogi í viðtali við blaðið í gærkvöldi, eftir fund bæjarst jórnar um „ Kópavogsmálið", sem Alþýðublaðið skýrði fyrst frá og hefur rakið undan- farna daga. Á fundinum var fyrirtækinu Húsfelli h/f algerlega útskúf- að úr miðbæ Kópa- vogs, en eins og Alþ.bl. hefur skýrt frá, var fyrirtækið farið að selja íbúðir þar, sem meira að segja voru ósam- þykktar með öllu. Var tillaga þess efnis að Húsfell hefði enga heimild til ráðstöfunar á byggingarrétti í miðbæ Kópavogs, né til sölu á ibúðum þar, einróma sam- þykkt. Jafnframt var einróma sam- þykkt að bygginga- fulltrúa Kópavogs yrði falið að stöðva allar framkvæmdir Miðbæ jarf ra m- kvæmda s/f, uns fyrirtækið hefur staðið við samning sinn við Kópavogs- bæ, en Húsfell var að selja þær ibúðir sem Miðbæ jarfram- kvæmdir höfðu leyfi til að byggja. Inn á fundinn kom bréf frá Miðbæjar- framkvæmdum, þar sem farið var fram á að fyrirtækinu yrði heimilað að fram- selja Húsfelli bygg- ingarrétt sinn í mið- bæ Kópavogs. Þessu hafnaði bæjarstjórn algerlega. Þá samþykkti bæj- arstjórn einnig til- lögu þess efnis, að bæjarráði yrði falið að athuga nánar að- stöðu og rétt Mið- bæjarframkvæmda til bygginga á mið- bæjarsvæðinu, vegna þessa máls. Að lokum sagði Björgvin Sæmunds- son bæjarstjóri að þetta væri „eitthvert vfðtækasta leiðinda- mál", sem upp hefði komið í Kópavogi i sinni stjórnartíð. Enda er þarna um á annað hundrað íbúð- irað ræða, og mikið i húfi fyrir bæjarfé- lagið að rétt og vel yrði að öllum fram- kvæmdum staðið". Rússneskur sendiráðs- bíll valt hjá Kleifar- vatni Rannsóknarlögreglan i Hafnarfiröi haföi fréttir af þvi I gær, aö fyrir um þaö bil viku hafi rússneskur sendi- ráösbill af Volgu gerö oltiö- á Krisuvikurvegi, skammt frá Kleifar- vatni. Sveinn Björns- son, rannsóknarlög- reglumaöur, sagöi viö Alþýöublaöiö I gær, aö reynt hafi veriö aö fá uppgefiö hjá trygginga- félagi rússneska sendi- ráösins, Sjóvátrygg- ingum, hvenær billinn valt, en forráöamenn félagsins neituöu aö veita þær upplýsingar. Rannsóknarlög- reglunni tókst aö fá upplýsingar um þaö, á hvaöa verkstæöi billinn er, og fóru menn þangaö til aö lita á hann. Aö sögn Sveins var búiö aö loka verkstæöinu, þegar lögreglan kom þangaö, en einhver var þó við. Neitaöi sá að hleypa lög reglunni inn á verk- stæöið en gaf þó þær upplýsingar, aö daginn eftir að billinn kom .þangað hafi Rússarnir komið og hirt allt laus- legt úr bilnum. Þess má geta, að sér fræöingar telja, aö radiótækin, sem fundist hafa á botni Kleifar- vatns hafi aðeins legið þar I fáa daga. Hvergi fyrir 7 Sjö ára börn i Garða- hreppi eru i bili útilokuö frá skólagöngu, þar sem ekkert rúm er fyrir þau í skólanum. Þau mættu til skólasetningar eins og önnur börn, og reyndist þá engin skólastofa á lausu fyrir þau, en skóla- stjórinn hugöist leysa vandamálið meö þvi aö visa þeim í leikfimi- salinn. Kennararnir sam- þykktu þá ráöstöfun útaf fyrir sig, en sögðust þó ekki mundu kenna fyrr en endurbætur hafa veriö geröar á honum, þ.e. sett I hann skilrúm, töflur og loftræsting. Var þá ekki um annað aö ræða en senda sjöára börnin heim með þau skilaboð til for- eldranna, aö ekkert pláss væri fyrir þau I skól- anum. fannst pláss ára börnin Siðan þetta geröist hefur skólastjórinn, Vil- bergur Júliusson, reynt aö leysa málin. Hann gekká fund hrepps- nefndarinnar og baö um aö fá aö breyta leikfimi- salnum, sem reyndar var upphaflega ætlaður sem kennslustofur. Meirhluti hreppsnefndar reyndist andvígur þeirri ráðstöfun á þeirri forsendu, aö þá yröi leikfimi að leggjast niöur og unglingar i Garðahreppi missa aöstöðu sina til iþrótta- iðkana i vetur. Siöan fór hreppsnefndin fram á að menntamála- ráöuneytiö léti gera út- tekt á skólahúsnæöinu. Þaö hefur veriö gert, en reyndist ekki unnt aö fá niðurstööurnar þar eö ráöuneytiö á eftir aö fjalla um þær. Vilbergur Júliusson, skólastjóri, sagöi við Alþýöublaöiö i gær, aö raunveruiega vanti skólánn tvær til þrjár kennslustofur, auk aöstööu til aö kenna söng. Hann sagöist hafa gert spá um fjölgun nemenda sl. vor, og var þá sýnt, að skólinn gæti ekki tekiö viö öllum nemendunum i haust. Hann lét hrepps- nefndinni niðurstöðurnar i té fyrir þremur mánuöum, en ekkert hefur verið gert. Ofan á allt saman er svo von á 34 börnum frá Vestmannaeyjum, en von er á færanlegri kennslu- stofu fyrir þau seinna i haust, og mæta þau ekki í skólann fyrr en gengiö hefur verið frá henni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.