Alþýðublaðið - 29.09.1973, Síða 5

Alþýðublaðið - 29.09.1973, Síða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála- ritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs- son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit- stjórnar, Skipholti 19. Simi 86666. Af- greiðsla: Hverfisgötu 8-10. Simi 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími 86660. Blaðaprent hf. EIN SKOÐUN - EINN VILJI Að höfðu samráði við utanrikismálanefnd Al- þingis og að fengnu samþykki hennar hefur rikisstjórn íslands nú tilkynnt bresku rikis- stjórninni, að verði herskip og dráttarbátar Breta ekki farnir út fyrir 50 milna mörkin fyrir miðvikudaginn 3. október n.k. komi til fram- kvæmda slit á stjórnmálasamskiptum við Breta i samræmi við ályktun rikisstjórnarinnar frá 11. september s.l. Eins og sagt var hér að framán hafði rikis- stjórnin samráð um þessa ákvörðun sina við ut- anrikismálanefnd Alþingis og þá um leið full- trúa stjórnarandstöðuflokkanna, sem þar eiga sæti, áður en ákvörðunin var tekin og tilkynnt. Þarna fór rikisstjórnin rétta boðleið með málið og hefur nú horfið frá þvi ráði sinu, að ákveða sig fyrst og tilkynna ákvörðun sina opinberlega áður en samráðs væri leitað við utanrikismála- nefndina eins og hún gerði varðandi samþykkt- ina frá 11. september s.l. Þær starfsaðferðir rikisstjórnarinnar gagnrýndi Alþýðublaðið harðlega og það með réttu og er vissulega á- stæða til þess að fagna þvi, að sú gagnrýni Al- þýðublaðsins og annarra skuli hafa orðið til þess, að rikisstjórnin hafi nú snúið við blaðinu og beiti þeim sjálfsögðu starfsaðferðum að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um mikilvæg aðriði landhelgismálsins áður en ákvörðun er tekin og tilkynnt, en ekki eftir að það hefur verið gert. Afstaða Alþýðuflokksins til þessarar ákvörð- unar er ótviræð og afdráttarlaus og kom skýr- lega fram hjá Benedikt Gröndal, varaformanni Alþýðuflokksins, i útvarpinu i gær, en hann gegnir þessa dagana störfum i utanrikismála- nefnd i stað Gylfa Þ. Gislasonar, sem er i opin- berum erindagjörðum erlendis. Benedikt sagði m.a.: „Alþýðuflokkurinn hefur verið sammála þeirri stefnu, að hætti Bretar ekki að valda ásiglingum við varðskip okkar innan 50 miln- anna, sé óhjákvæmilegt að slita stjórnmála- samskiptum við þá. Þeir sinntu ekki þessari að- vörun. Þess vegna hljótum við nú að stiga það skref, sem rikisstjórnin hefur ákveðið með samþykki utanrikismálanefndar Alþingis.” Um aðgerðina sjálfa sagði Benedikt: ,,Slit á stjórnmálasamskiptum er sterk mót- mælaaðgerð, sem mun vekja mikla athygli Þessi aðgerð á þó ekki að trufla viðskipta- og menningarsamstarf þjóðanna, nema Bretar bregðist harkalega við á þvi sviði.” Og enn sagði Benedikt Gröndal: ,,Eins og sakir standa tel ég hyggilegt af rikis- stjórninni að láta ákvörðun sina ekki koma til framkvæmda fyrr en á miðvikudag og gefa Bretum þannig enn eitt tækifæri til þess að sýna sáttvilja. Edward Heath, forsætisráðherra, á næsta leikinn.” Þannig er sem sagt viðhorf Alþýðuflokksins til þeirrar ákvörðunar um slit á stjórnmálasam- skiptum, sem Bretum hefir nú verið tilkynnt um. Samráð var haft við Alþýðuflokkinn áður en sú ákvörðun var tekin eins og er bæði sjálfsagt ogeðlilegtog Alþýðuflokkurinn brást að sjálf- sögðu við eins og hvatt er til i ályktun um land- helgismálið, sem nýafstaðið kjördæmisþing Alþýðuflokksins i Reykjavik samþykkti: hann lagði áherslu á, að i málinu hefðu íslendingar eina skoðun og einn vilja. Sósíalska kosningabandalagið í Noregi STOFNA ÞINGFLOKK Ákveðið hefur verið, að þing- menn þeir, sem kjörnir voru á vegum Sósialska kosningasam- bandsins i siðustu þingkosningum i Noregi muni stofna með sér sér- stakan þingflokk, en kosninga- NEFND JAFN- ADARMANNA TIL CHILE A sérstökum stjórnarfundi i Alþjóðasambandi jafnaðar- manna, sem haldinn var i London s.l. laugardag, var samþykkt að senda á vegum sambandsins sérstaka nefnd til Chile til þess að kynna sér aöstæðurnar i landinu eftir valdarán hersins. Nefndin mun leggja af stað til Chile innan viku. Þá samþykkti stjórnar- fundurinn harðorðar vitur á þau öfl i Chile, sem stóðu að valdaráninu og jafnframt lýsti fundurinn þvi yfir, að Alþjóðasamband jafnaðar- manna myndi veita "félögum vorum i Chile pólitiska, mann- úðlega og fjárhagslega hjálp” og þá einkum og sér i lagi þeim, sem eru nú i útlegð eða eru hundeltir af lögreglu og her Chile. I nefndinni, sem fer á veg- um Alþjóðasambands jafnaöarmanna til Chile til þess að kynna sér aöstæður þar, veröa fimm fulltrúar og þeirra á meðal einn frá jafnaöarmannaflokknum á Norðurlöndum - sennilega Svii. Breski Verkamanna- flokkurinn hefur harölega mótmælt þvi, að breska rikis- stjórnin skuli hafa viðurkennt valdaránsstjórnina i Chile, en rikisstjórn Heaths var meðal þeirra fyrstu, sem slika viður- kenningu sendi. — Með þessu hefur rikis- stjórn Bretlands stillt sér upp við hliö ýmissa mestu aftur- haldsstjórna i heimi, sagði talsmaður breska Verka- mannaflokksins. sambandið var eins og kunnugt er kosningabandalag þriggja sjálf- stæðra stjórnmálaflokka og —fylkinga: SF-flokksins, Komm- únista og klofningsbrots úr Verkamannaflokknum, sem kall- ar sig Lýðræðissinnaða sósial- ista-AIK (AIK er stytting á Ar- bejdernes Informations Komitée en það nefndust á sinum tima samtök jafnaðarmanna og verka- lýðssinna, sem störfuðu gegn að- iid Noregs að EBE þegar þjóðar- atkvæðagreiðslan um aðildina fór fram. Flestir helstu framámanna flokksins, sem voru i þessum samtökum á sinum tima hættu þátttöku i þeim þegar það var orðið ljóst, að þau hygðust starfa áfram sem sérstakt stjórnmála- af 1, en nokkrir urðu þó þar eftir). Finn Gustavsen, þáverandi for- maður SF-flokksins var valinn sem formaður hins nýja þing- flokks og hætti hann þá um leið sem formaður SF, en varafor- maður hans, Stein Ornhöj, tók við flokksformennskunni. Með Gustavsen i stjórn þingflokksins voru kjörin Berit As, sem er for- maður Lýðræðissinnaðra sósial- ista — AIK og Reidar T. Larsen, formaður norska kommúnista- flokksins. Þá krafðist hinn nýstofnaði þingflokkur þess að fá sæti i öllum nefndum og ráðum norska Stór- þingsins — þ.á.m. i utanrikis- málanefnd og varnarmálanefnd, en áður hafði jafnvel verið talið, að þeir hefðu ekki áhuga á að fá sæti i þessum tveimur nefndum. Þá hefur þingflokkurinn einnig krafist þess að fá formann einnar þingnefndarinnar og hafa þeir sé- stakan áhuga á að fá formennsk- una i siglinga—- og fiskveiðinefnd þingsins. Einnig hefur þingflokk- urinn tilnefnt Torild Skard sem fulltrúa sinn i forsætisnefnd Stór- þingsins. I samþykkt þessa fyrsta fundar þingflokks Sósialska kosninga- bandalagsins kom fram, að þing- flokkurinn muni veita minni- hlutastjórn Brattelis stuðning i hverju einstöku máli fyrir sig eft- ir þvi, sem ástæður leyfa. Hins vegar leggur þingflokkurinn á- herslu á, að hann muni halda fast við þá stefnuskrá, sem flokkurinn setti fram i kosningunum og ef jafnaðarmenn vilji samvinnu, þá verði þeir að taka tillit til þess. 27. ÞING S.U.J. 27. þing S.U.J. verður haldið i Sjálfstæðis- húsinu á Akureyri um næstu helgi og verður sett kl. 10 árdegis á laugardag. Dagskrá þings- ins er i stórum dráttum þessi: Fyrir hádegi á laugardag verður þingsetning og kosning starfsmanna þingsins. Þá mun skýrsla stjórnar verða flutt. Eftir hádegið verða almennar umræður, nefndir kosnar og þær taka til starfa. Á sunnudag hefst þingfundur kl. 11 f.h. með umræðum um sameiningarmálið. í hádeginu flytur Gylfi Þ. Gislason formaður Alþýðu- flokksins, ávarp. Að loknu hádegisverðarhléi verða fyrir tekin álit starfsnefndar og álit stjórnmálanefndar og þau rædd og afgreidd. Um kvöldið verða þingslit. Stjórnin KJORDÆMAFUKDIR ALÞYDUFLOKKSINS I REYKJANESKIÖRDÆMI Þriðjudaginn 2. október n.k. kl. 20.30 Kjördæmisráð Alþýðuflokksins i Reykjaneskjördæmi efnir til kjör- dæmisþings, sem haldið verður i félagsheimilinu Stapa i Ytri-Njarðvik þriðjudaginn 2. október n.k. kl. 20,30. Kjördæmisþingið er jafnframt aðalfundur kjördæmisráðsins. V*’ , ‘ | - ! Auk venjulegra aðalfundastarfa verður efnt til umræðna um stjórn- málaviðhorfið. Framsögu i þeim umræðum hafa þeir GYLFI Þ. GÍSLASON, JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON og STEFÁN GUNNLAUGS- SON. STJÓRNIN Laugardagur 29. september 1973 0

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.