Alþýðublaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 3
I I HORNIÐ AFLEITUR FRÉTTATÍMI 1VEL SMURT 1Á GOSIÐ „Hvað veldur þvi að sumum :.f sjoppum leyfist að selja gos- g drykki mun dýrari en öðrum? A horninu á mótum Nóatúns og <j| Skipholts er sjoppa, sem leggur K 15 krónur auk venjulegrar ^ álagningar á kók, og 22 krónur m aukalega á Thule. íft Gunnarsstööum, 24. september. p Sagterað ég yngist um eitt ár $ á hverjum degi, sem liðinn er af K.sláturtið, og liklega er eitthvað til i þessu svo mikill léttir er það að vera ekki lengur slátur- >/. hússtjóri — og vera frjáls mað- |ur. tjg DAGUR Að visu á að heita að inni i þessari sjoppu sé hægt að sitja við það að sötra drykkinn, en það eru að minnsta kosti ekki afgreidd glös með, svo þjónustan er harla litil. Engin önnur sjoppa er þarna i grendinni, þannig að eigandi . sjoppunnar nýtur einokunarað- stööu sinnar. Er þarna ekki ein- hver brotalöm á verðlagslög- gjöfinni? Vegfarandi” „Einar hefur alltaf haft áhuga á knattspyrnu, þó hann hafi ekki getað tekið þátt i henni og at-’ vinnu sinnar vegna iitið getað sótt leiki. Það stendur þó til bóta, þvi Einar hefur nú lagt sönginn á hilluna um sinn. Auk- inn fritima hyggst hann nota til að sinna öðrum áhugamálum og endurnýja kunningsskapinn við konu sina og börn, sem hann hefur varla séð nema á hlaupum i sjö ára búskap”. „Hvernig á ég að geta <S hlustað á kvöldfréttir i útvarp- inu, eftir aö fréttatlmanum er («■ breytt?”, sþurði verslunarkona, sem hringdi til Hornsins. „Flest verslunarfólk hefur iw þannig vinnutima, að það er á íy mörkunum að það sé komið heim þegar fréttir hefjast, en þær byrja nú klukkan hálf sjö I Jfi stað klukkan sjö. Q Mér finnst að Útvarpsráð § verði að taka tillit til þessa jð fólks, áður en það ákveður fyrirvaralaust að breyta frétta- timanum” sagði konan. i I I jl SUÐUR- <G NESJA- TÍÐINDI Si SNYRTIVÖRUSALA í HEIMAHÚSUM BÖNNUÐ í NOREGI verslunarhætti. Einu þeirra alþjóðlegu fyrir- tækja, sem selja snyrtivörur utan snyrtivöruverslana, Holiday Magic, hefur verið fyrirskipað að ráða ekki fleiri sölumenn og konur til starfa þar i landi, en það fyrirtæki hefur þann hátt á sölu varnings sins, að ráða mikinn fjölda nýrra sölumanna, og þarf hver þeirra að leggja fram eitt- hvert fjármagn. Þessu er likt við keöjubréfakerfi. Það var eftir að „umboðs- maður neytenda” i Sviþjóð hafði stöðvað sölustarf Holiday Magic þar i landi, að ákveðið var að stöðva það einnig i Noregi. Auk þess hefur snyrtivörufyrirtækinu verið bannað að starfa i fleiri löndum. Holiday Magic selur ekki vörur sinar hér á fslandi, en sala á snyrtivörum iheimahúsum hefur verið stunduð hér af öðru fyrir- tæki. Snyrtivörusala i heimahúsum meðan beðið er úrskurðar um hefur nú verið stöðvuð i Noregi, hvort hún brjóti i bága við lög um Borgin segir MT upp hús- næðinu „Það leikur enginn vafi á þvi að borgin hefur full not fyrir húsnæði Menntaskólans við Tjörnina, t.d. þurfa Námsflokkarnir á auknu húsnæði aö halda”, sagði Gunn- laugur Pétursson, borgarritari, þegar blaöið spurðist fyrir um hvers vegna skólanum hefði verið sagt upp húsnæðinu i gamla Miö- bæjarskólanum. Gunnlaugur sagöi að ekki væri ákveðið hvort menntaskólinn þyrfti að vikja næsta haust, en borgin hefði alla vega áhuga á að fá húsið til eigin nota. Gunnlaugur sagði ennfremur að búið væri að veita mennta- skólanum lóö i Laugardalnum, austanverðum, og væri ekkert þvi til fyrirstöðu frá borgarinnar hendi að framkvæmdir hæfust þar. Blaðið hafði samband við Menntamálaráðuneytið og fékk þær upplýsingar að ekki hefði verið tekin ákvörðun i húsnæðis- málum Menntaskólans við Tjörn- ina. Eigið húsnæði yrði alla vega ekki tilbúið fyrir næsta haust og yrði þvi reynt að fá leigusamn- inginn við borgina framlengdan eða leita einhverrar annara lausnar til bráðabirgða. EOFNÞURKAÐURE HARÐVIÐUR BEYKI EIK, japönsk GULLÁLMUR HNOTA, amerísk JELLUTONG GÓLFLISTAR ÚR BEYKI,EIK, JELLUTONG MAHOGNY og WENGE. MAHOGNY OREGON PINE PAU MARFIN RAMIN TEAK WENGE GEREKTI á útihurðir úr OREGON, PINE og TEAK. SOGIN H.F. Höfðatúni 2 — Slmi 22184. Auglýsing frá lönrekstrarsjóöi Iðnrekstrarsjóður hefur tekið til starfa samkvæmt lögum frá 17. april 1973. Hlut- verk sjóðsins er að stuðla að auknum út- flutningi iðnaðarvarnings, hagkvæmara skipulagi og aukinni framleiðni i islensk- um iðnaði. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum um lán og styrki til verk- efna á sviði útflutningsiðnaðar. Sem dæmi um styrk- eða lánhæf verkefni má nefna aðgerðir til að auka framleiðni og afköst i iðnaði, endurbætur á stjórnun fyrirtækja, viðleitni til samvinnu og samruna iðn- fyrirtækja, og aðgerðir til eflingar sölu- starfsemi á erlendum mörkuðum. Umsókn um styrki og lán skal senda bréf- lega til Iðnrekstrarsjóðs, Lækjargötu 12, Reykjavik. Umsóknum skal fylgja grein- argerð um verkefni það, sem óskað er eftir stuðningi við, hver sé tilgangur verk- efnis og hvers árangurs sé að vænta af framkvæmd þess. Þá skal fylgja sundur- liðuð kostnaðaráætlun og áætlun um þann tima, sem taki að ljúka verkefninu. Þeim, sem styrk eða lán hljóta, ber að skila skýrslu til Iðnrekstarsjóðs um fram- kvæmd verkefnisins. Lífeyrissjóður byggingarmanna Umsóknir um lán úr lifeyrissjóðum þurfa að hafa borist til skrifstofu sjóðsins Hallveigarstig l.Reykjavik fyrir 15. okt. n.k. Endurnýja þarf allar eldri umsóknir. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu sjóðsins og hjá skrifstofum aðildar- félaga hans. Með umsóknunum þurfa að fylgja upplýs- ingar um vinnustaði umsækjenda siðast- liðin 3 ár. Stjórn lifeyrissjóðs byggingamanna Söngskólinn í Reykjavík Skólastjóri Garðar Cortes. Skólasetning verður miðvikudaginn 3. október kl. 6 siðdegis i Menntaskólanum við Tjörnina. Áriðandi að allir nemendur mæti. Skólastjóri Gangavörð, karl eða konu, vantar i Kópavogsskóla. Getur einnig verið um að ræða 1/2 dags starf. Upplýsingar hjá skólastjóra. AUGLÝSINGASÍMINN OKKAR ER 8-66-80 Þriðjudagur 2. október 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.