Alþýðublaðið - 02.10.1973, Side 6

Alþýðublaðið - 02.10.1973, Side 6
Sjöwall og Wahlöö: DAUÐINN TEKUR maðurinn bandvitlaus. Hvað vitum við um hvort hann situr ekki fyrir framan sjónvarpið núna og hlakkar yfir þvi sem hann hefur komið i verk. En hann getur einnig ósköp vel hafa framið sjálfsmorð. Að Stenström var vopnaður þarf ekki að merkja neitt, annað en það að við þekktum ekki venjur hans. Sennilega hefur hann verið með þessari hjúkrun- arkonu. Eða þá hann hefur verið á leið til viðhaldsins eöa einhvers kunningja sins. Hann hefur ef til vill rifist við kærustuna eða móðir hans hefur skammað hann og hann viljað sitja það af sér i strætisvagni af þvi það var orðið of seint að fara i bió, og hann gat ekki farið neitt annað. — Við getum að minnsta kosti komist að þessu, sagði Martin Beck. — Já, á morgun , morgun,já. En það er eitt, sem við getum gert nú þegar og áður en einhver annar gerir það. — Að róta i skrifborðinu hans á Vastberga, eða hvað, sagði Martin Beck. — Ég dáist að hæfni þinni til að draga ályktanir, sagði Kollberg. Hann stakk hálsbindinu i buxnavasa sinn og klæddi sig úr jakk- anum með nokkrum erfiðismunum. Úti var þurrt, en þoku- slæðingur og hrimið hafði lagst eins og skrúði yfir tré og götur og húsþök. Kollberg hafði slæmt skyggni gegnum framrúðu biisins og tautaði for- mælingar fyrir munni sér i hvert skipti sem þeir runnu til í beygjunum. Alla leiðina til Vastberga var aðeins skipst á tveimur setningum. Koliberg sagði: — Hafa fjölda- morðingjar yfirleitt ein- hver fyrri afbrot á sam- viskunni? Og Martin Beck svaraði: — Yfirleitt, en alls ekki alltaf. A Vastberga yar allt kyrrt og hljótt. An þess að segja orð hvor við annan gengu þeir gegnum for- dyrið og upp stigann, ýttu á hnappana á kringióttu talnalásskifunni við hliðina á glerdyrunum á þriðju hæð og héldu áfram rak- leitt inn á skrifstofu Stenströms. Kollberg hikaði andartak, en svo settist hann i skrifborðsstólinn og reyndi skúffurnar. Þær voru ólæstar. Herbergið var hreint og snyrtilegt og algerlega hlutlaust.Stenström hafði ekki einu sinni haft ljós- mynd af unnustu sinni hjá sér á skrifborðinu. Aftur á móti lágu tvær myndir af honum sjálfum i pennaskálinni.Martin Beck vissi hvernig á þeim stóð. t fyrsta sinn um margra ára skeið hafði Stenström verið svo lánsamur að eiga fri á jólunum og framyfir ára- mótin. Hann hafði þegar pantað sér farmiða meö áætlunarvél til Kanarieyja. Myndirnar hafði hann látið taka vegnaþess að hann þurfti nýtt vegabréf. Lánsamur, já, hugsaði Martin Beckbitur og horfði á vegabréfsmyndirnar, sem voru nýlegar og miklu betri en þær sembirst höfðu i blöðunum .Stenström hafði virst yngri en tuttugu og niu ára. Hann hafði biá, vingjarnleg augu. Hárið vardökkbrúnt og greitt aft- ur en virtist dálitið óstýri- látt. Fyrst framanaf höfðu sumir starfsfélagar hans talið hann heldur einfaldan og ekki til stórræðanna. Þeirra á meðal var Koll- berg, sem hafði gert honum lifið leitt. En það var aðeins fyr'st framanaf. Martin Beck mundi að hann hafði rætt þetta við Kollberg á meðan þeir voru enn i húsakynnum rikislögregl- unnar úti i Kristenberg. Þá hafði hann sagt: — Hvers vegna legguðu strákgreyið svona i einelti? Og Kollberg hafði svarað: — Til þess að brjóta niður þetta falska sjálfstraust, sem hann þykist hafa og gefa honum tækifæri til að byggja upp raunverulegt sjáltstraust, já, I stuttu máli til þess að hann geti smásaman orðið nýtur maður innan lög- reglunnar Ef til vill hafði þetta verið rétt hugsað hjá Kollberg. Að minnsta kosti hafði Stenström þroskast með árunum. Hann hafði orðið duglegur iögreglu- maður, starfsamur og ágætur mannþekkjari. Hið ytra var hann maður sem gat verið lögreglunni til sóma i hvivetna. Hann var laglegur, hafði að- laðandi viðmót og var góður iþróttamaður. Lög- reglan hefði sem best getað notað hann i starfs- auglýsingar sinar og það var meira en hægt var að segja um suma aðra. Til dæmis Kollberg með sina hrokafullu framkomu og andiitið, sem virtist dálitið samanbarið — um hæglæt- ismanninn Melander, sem sannaði með útliti sinu þá útbreiddu skoðun, að ólánlegustu lög- reglumennirnir væru oftast þeir færustu i starfi— um hinn rauðnefjaða miðlungsmann Rönn — um Gunvald Larsson, sem með sinum miklu likams- burðum og starandi augna- ráði gat hrætt vitglórunaúr hverjum sem var, og var reyndar hreykinn af þvi— eða um hann sjálfan, ef þvi var að skipta, hinn si- snýtandi Martin Beck. Hann hafði staðið við spegilinn og horft á sjálfan sig kvöldið áður — háan og þungbúinn mann með hold- grannt andlit, breitt enni, sterklega kjálka og rauna- leg gráblá augu. Martin gleymdi þvi ekki heldur, að Stenström hafði búiö yfir ýmsum sérhæfi- leikum, sem komið höfðu þeim öllum að gagni. Allt þetta rifjaðist upp fyrir honum á meðan hann horfði á Kollberg, sem leit- aði kerfisbundið i skrif- borðsskúffum Stenströms og lagði hlutina frá sér á borðplötuna. En nú var kominn timi til að vikja frá tilfinninga- sömum minningum og reyna I stað þess kalt og ró- lega að gera mynd af manninum, sem einu sinni hafði heitið Ake Stenström. Tilfinningarnar, sem þvinær höfðu borið hann ofurliði áður þegar Hammar hafði slegið um sig með orðum við þá i • Kungsholmsgatan, voru dvinaðar. Allt frá þvi Stenström hafði lagt einkennishúfuna á hilluna og selt kunn- ingja sinum i lögreglu- skólanum búninginn, hafði hann starfað undir stjórn Martins Beck. Fyrst i Kristenberg við þáverandi rikismorðdeild sem heyrði undir rikislögregluna og var einskonar varalið, til þess ætlað að koma lög- reglunni úti á lands- byggðinni til aðstoðar i viðlögum. Um áramótin 1964—1965 haföi allt lögreglulið lands- ins verið sameinað og skömmu siðar höfðu þeir verið fluttir hingað út i Vastbergagötu. Þessi ár hafði Koll- berg gegnt ýmsum störf- um og Melander hafði verið fluttur að eigin ósk, en Stenström hafði verið með honum allan timann. Martin Beck hafði þekkt hann í rúm fimm ár og þeir höfðu unnið saman að ótal málum. A þessum tima hafði Stenström aflað sér þeirrar þekkingar á raun- hæfu lögreglustarfi, sem hann bjó yfir og hún var alls ekki lítil. Hann var orðinn miklu þroskaðri, hafði sigrast að mestu á óvissu sinni og feimni, flutt að heiman og siðan tekið saman við konu , sem hann að sögn ætlaði að gera að sinum lifsförunaut. Faðir hans var látinn fyrir skömmu og þá hafði móðir hans flutst aftur til heima- byggðar sinnar i Vástmanland. Martin Beck hélt sig vita flest deiii á honum. Hið undarlega var samt, hversu litið það var, sem hann i rauninni vissi. Að upptöldum nokkrum meginatriðum, svo og al- mennum og vonandi allvel rökstuddum skilningi varð- andi skapgerðareinkenni Stenströms og kosti hans og galla sem lögreglu- manns, var litið til að festá á pappirinn. Stenström hafði verið ágætis náungi, dálitið metnaðargjarn, nokkuð þrár, en glöggur og nám- fús. A hinn bóginn hafði hann ennþá verið fremur feiminn og ef til vill dálitið barnalegur og ekki var honum það gefið að geta svarað fyrir sig, né kimni- gáfa yfirleitt. En i þvi tilliti voru þeir margir, sem ekki höfðu af neinu að státa. Ef til vill hafði Stenström haft vanmáttarkennd — gagnvart Kollberg, sem hafði haft yndi af að koma honum i klipu með bók- menntatilvitnunum og flóknum hártogunum, gagnvart Gunvald Larsson, sem einu sinni haföi sprengt upp hurð og ráðið niðurlögum óðs morðingja á fimmtán sekúndum á meðan Stenström stóð i nokkurra metra fjarlægð og braut heilann um hvað þeir ættu að gera — eða gagnvart Melander, sem aldrei sást bregða og gleymdi heldur aldrei neinu, sem hann hafði séð, lesið eða heyrt. Já, var annars ekki hægt að fá vanmáttarkennd af þvi sem minna var? Hversvegna vissi hann svo litið um Stenström? Var það vegna þess að hann hafði ekki haft at- hyglina hjá sér? Eða var það blátt áfram vegna þess að um hann væri ekkert meira að vita? Martin Beck neri hárs- vörðinn með fingur- gómunum og leit á munina, sem Kollberg hafði dreift um borðið. Stenström hafði verið dálitið smásmugulegur — það kom meðal annars fram I þvi að úrið hans gekk ávallt nákvæmlega rétt upp á sekúndu — það kom einnig fram i þvi hvernig allt var i stökustu röð og reglu i skrifborði hans. Pappírar, skjöl og aftur pappirar. Skýrsluafrit, réttarskýrslur, fiölritaðar leiðbeiningar og sér- prentanir af lagagreinum, öllu raðað i snyrtilega hlaða. Það persónulegasta var eldspýtnastokkur og óopnaður pakki af tyggi- gúmmi, var þessum hlutum sennilega ætlað að vera einskonar þjónusta við það fólk, sem kom til að gefa skýrslur eða aðra sem sátu hjá honum og spjöll- uðu við hann.. Kollberg varp öndinni og sagði: — Ef það hefði verið ég, sem fannst i vagninum, helðuð þið Stenström lik- lega verið að róta i minum hirslum. Og þar hefði verið óliku saman að jafna. Þið hefðuð án efa rekist á ýmisiegt, sem hefði skilið eftir blett á minningu minni. Martin Beck átti i engum erfiðleikum með að imynda sér hvernig umhorfs væri i skrifborðsskúffum Koll- bergs, en hann þagði. — Hér er ekki margt sem svert gæti minningu nokkurs manns, sagði Kollberg. Martin Beck þagði enn. Þeir fóru þegjandi yfir skjölin, fljótt en rækilega. Þar var alls ekkert, sem ekki lá ljóst fyrir eða mátti setja i rétt samhengi. 011 minnisblöð og allar skýrslur snertu mál, sem Stenström hafði unnið að og þeir þekktu báöir vel til. Að lokum var aðeins eitt eftir órannsakað. Það var stórt, brúnt umslag, inn- siglað og allþykkt. — Hvað skyldi þetta vera, sagði Kollberg. Jónas Jónasson í Seikhúsinu: Ævar Kvaran Þórhallur Sigurðsson og Guömundur Magnsson. Leikendur eru fjölmargir, og of langt að þylja þeim einkunnir öll- um. Rúrik Haraldsson leikur eig- anda hnappaverslunarinnar og gerði með kimni og vel, en mér virðist hann þurfa að gæta sin nokkuð á þeim persónum sem honum eru úthlutaðar nú orðið, bæði á sviði og i útvarpi. Arni Tryggvason er hófsamur i öllu og elskulegur og Margrét Guð- Nina Sveinsdóttir Margrét Guðmundsdóttir, Rúrik Haraldsson og Arni Tryggvason. Þjóðleikhúsið— 1973—74 25. leikár, 3<viðfangsefni sept. 1973 Hafið bláa hafið Sjónleikur i átta atriðum Höfundur: Georges Schéhadé Þýðing: Jökull Jakobs- son Leikmyndir: Steinþór Sigurðsson Búningar: Lárus Ing- ólfsson Leikstjóri: Sveinn Ein- arsson Til eru menn sem halda þvi fram i mikilii alvöru, að leikhúsið sé búið að vera! Rökstyðja svo með þvi að slengja fram af mesta gáleysi að það sé sjónvarpinu að kenna. Öllu er þvi um kennt! Bioin kannski hálftóm eða alveg, og þá er það sjónvarpinu að kenna og þeir sem dæma, horfa ekki einu sinni gagnrýnisaugum á kvikmyndavalið. Leikhúsið sem slikt, er ekki bú- ið að vera. Það er i annan máta sibreytilegt, fylgist með timan- um, eöa á að gera það, fær and- litslyftingu, eða bara nýtt hjarta og viö það endurnýjast „likami” þess, blóðrásin verður örari, sálin ferskari, það verður leikhús dagsins i dag, leikhús gærdagsins er horfið. Það verður ailtaf til leikhús, þó er það heimur sem ekki er til en öllum sýnilegur, heimur ljóss, sem geymir myrkrið i sjálfu sér, heimur myrkurs sem á til ljós, glitrandi stjarna á misdökkum himni hins reala heims. Ahorfandinn á vissar kröfur á hendur leikhúsinu. Hann eyðir tima og fé til þess að sitja við skör leiksviðsins, og gerir þá kröfu að leikhúsið i staðinn sýni fyllri lifs- mynd en venjulegur maður getur lifað i heimi raunveruleikans. Þekktur erlendur gagnrýnandi, E. Wright, segir aö persónur leik- sviðsins verði að vera með það skörpum dráttum, að áhorfand- inn kynnist þeim og skilji. Leik- húsið verði að sýnast heimur lif- andi sannleika, ekki vera sá heimur, það verði aö endurspegla Hfið en ekki nauðsynlega veralif- ið sjálft.— Nokkurskonar imynd- aður raunveruleiki. S.l. föstudag frumsýndi Þjóð- leikhúsið leikrit eftir lfbanonska skáldið og leikritahöfundinn Ge- orges Schéhadé, nefndur með helstu fulltrúum póetiska ieik- hússins, fæddur árið 1910 i Alex- andriu, en nú búsettur i Beirut. Hér er nú þörf á þvi að taka fram aö fyrir undirritaöan var þessi frumsýning, nú i byrjun Þjóðleikhússins, blönduð tilfinn- ingum mér áður viös fjarri, viö slikt tækifæri. Mér þótti rikja sérkennilegur andi I leikhúsinu, eitthvað ferskt liggja i loftinu sem andaði til min eins og gola af hafi i heitu logni. Ég var nú kominn til þess að rýna dýpra en áður inn i þennan heim rétt sem Sigauni i kristalskúlu siha, sjá af áfergju hvert svip- brigöi I ljósum leiksins, jafnvel skoða þau sjálf og áhrif þeirra á þá heildarmynd sem leiksýning er. Ég yrði að horfa á samsett púsluspil I einstökum brotum án þess að hvolfa þvi upp- leystu á borð og glata heildar- myndinni. Skáldjöfurinn, heimspekingur- inn og gagnrýnandinn Goethe, gaf gagnrýnendum einskonar stikk- orð til starfans: Hver er tilgangur listamannanna? Hve vel hefur þeim tekist? Er fyrirhöfnin rétt- lætanleg, alis þessa viröi? Ljósin I salnum blönduðust myrkrinu, tjaldið fór frá og frum- sýning á leikritinu Hafið bláa haf- ið, hófst. Nafnið er látlaust, nán- ast hafnfirskt i laginu, en það ger- ist ekki á hafinu, heldur i hafnar- bænum Bristol á Englandi og sýnifrásögnum, suður I Portúgal, gömlu landi sæfara. Fjallar það um draum? Er það saga um fórnina? Teiknar það hamingju i bland við sorgina? — Allt þetta, og meira til. Þó er það ekki svo margslungið aö maður sitji eftir ráðvilltur i leikslok spyrjandi sig: Hvað var ég að horfa á? Svarið er án hiks: Leikhús, i þess orðs ágætri merk- ingu. Höfundu gefur hverjum manni tækifæri til að skoða leikinn með sjálfstæðu hugarfari og með þeirri tilfinning sem hverjum og einum er i brjóst smiðuð, og kimni hefur hann næga og fagurt getur fugl hans galað og hann er veitull hverjum listamanni sem að sýningunni stendur á gullin tækifæri til listsköpunar, manar til átaka. Leikstjóra er gefið grænt ljós að stýra eftir eigin kompás, bindur hann ekki við staur innansviga athugasemda og Sveini Einars- syni tekst afar vel, þótt ég, til allrar hamingju, sé ekki sam- mála honum um allt. En flest er ég honum þakklátur fyrir. Alþýðublaðið hefur ráðið Jónas Jónasson sem leiklistargagnrýnanda blaðsins. Jónas er islendingum góð- kunnur fyrir störf sin hjá Rikisútvarp- inu. Hann stundaði leiklistarnám i leik- listarskóla Ævars Kvaran og kynnti sér vetrarpart kvikmyndagerð i London. Jónas kenndi hjá Ævari i tvö ár og einnig hefur hann kynnt sér leikstjórn fyrir útvarp Jónas Jónasson hefur sett á svið allmörg leikrit fyrir leikfélög úti á landi og stjórnað leikritum fyrir Rikis- útvarpið. Fyrsti leikdómur Jónasar fer hér með og fjallar Jónas þar um 3ja verkefni Þjóðleikhússins á þessu leik- ári: ” Hafið bláa hafið ”. Hafið bláa hafið inn um hafið i hjartanu, en þarf á daginn að telja tölur og hafið er þarna, búið skipum, fyrir utan gluggann og i bankanum biður al- eigan þess dags er hann siglir. Hvað vildu þeir Sveinn og Steinþór láta lesa úr tjöldunum? Ég sjálfur var augnablik kominn mundsdóttir var sérlega skemmtileg i tveim útgáfum af sömu manneskjunni, enskri ást- fanginni stúlku og sögupersónu suöur I Portúgal i munni Gunnars Eyjólfssonar sem lék þann sem hug hennar átti, en bjó sjálfur með hug til hafsins, og fórnaði frábærum kostum hans og jafn hógværum leik en svo mjög traust um. Baldvin Halldórsson var góður i hlutverki Portúgalans, gerfið gott, svitinn eins og hans eigin, og hreyfingar allar i fyllsta sam- ræmi, og gefur hlutverk hans tvi- TUNGLIÐ 0G TÖLURNAR! Steinþór Sigurðsson fer á kost- um eins og fyrri daginn, skapar i tjöldum töfraheim, sem mér á köflum þótti um of, til dæmis heimur gamla aðmirálsins sem Ævar Kvaran leikur af mikilli kúnst og djúpri samúð með þess- um sverðslausa afsetta aðmiráli, meö fallbyssuskot niðurlægingar- innar enn sem hellu fyrir eyrum, og stóð þó uppréttur meðan trommuslagararnir slógu sæmd hans fyrir borð. Og einkaréttur er settur yfir manninum Kristófer meö draum- á hafsbotn, i sokkna vonaveröld og hefði ekki orðið hissa þótt fisk- ar syntu um sviðið. En draumurinn um hafið veld- ur þvi að Kristófer er fórnarlamb vafasams vinar, bátsmannsins sem lánar honum jakkann sinn, þvi skuggar fortiðar eru á eftir honum og bátsmaðurinn hverfur okkur i gerfi búðarmannsins sem sjálfur situr eftir, feiminn, i litið eitt of stórum jakka, með ein- kennisbönd á ermum, og er þess- vegna leiddur burtu sem morð- ingi. Eftir stendur vinkona hans krá- areigandinn frú Edda, leikin af Guðbjörgu Þorbjarnardóttur af miklum ágætum og skuggum skolar burt i rigningunni. Aðeins ein athugasemd: Ef kráin hefði verið ögn óhreinni, hefði ég fyrir- gefið lufsulegt hár frú Eddu ann- ars ef sviðið verður að vera svo hreint — hafnarkrá i Bristol — verður frú Edda að greiða sér, svo kattþrifin sem hún virðist vera um ytri hluti. 1 réttarhöldunum fáum við að heyra tvær útgáfur af sögu um morð i Portúgal og Kristófer i bátsmannsgerfi fær hugrekki sitt i krafti þess og kemur nú að not- um hugarflug hans. Gunnar Eyjólfsson gerir frábærlega vel, t.d. þegar sá feimni Kristófer breytist i gerfi bátsmanns, búinn hugrekki, húfu og jakka. — En gamall aðmiráll lætur ekki blekkjast, hann þekkir land- krabba þegar hann sér hann, en gleypir hráa sögu um hvitan hrafn á norðurslóðum. Það gilti lengi i Englandi og á meginland- inu, að sjómenn og allt upp i borg- arstjóra, stunduðu þá iöju að ljúga til um norðurslóðir, og gild- ir kannski enn! samt öllum draumum sinum i éinu vetfangi af þvi að sjómaður átti i hlut, grafinn i sand og vant- aði minnismerki. En sá sem fær mig enn til að brosa og fyllast þakklæti fyrir að hafa séð hann, er Valur Gíslason i hlutverki séra Lambs. Það er eins og þessi leikari eigi ekki til orðið stans, i persónusköpun. Hve lengi -geta menn tekið framförum , er mér spurn. Það liggur við að ég /sjálfur móðgist við svona athuga- ' semd um jafn gamalreyndan leikara, en hjálpi mér, ég á ekki annað i minum poka til lýsingar á mælalaust tækifæri til ofleiks, sem Baldvin þáði ekki, heldur skóp þarna lifandi manneskju. Guðmundur Magnússon lék af krafti, skipstjóra án skips, en ekki áttaði ég mig á túlkun Þór- halls Sigurðssonar. Sigriður Þor- valdsdóttir var svo suðræn, að það tók mig nokkra stund að átta mig á þvi að hún býr sjálf i Mos- fellssveit, Gisli Alfreðsson var mér að skapi i hlutverki góða drengsins á sjónum, þess sem alltaf hlýtur aö fara halloka fyrir þeim vonda manni á sjónum, manninum sem lánaði draumóra- búöarlokunni jakkann, Wittiker bátsmanni, sem Erlingur Gisla- son lék af myndarbrag, kannski of heimsmannslegur i hreyfing- um, — vantaði kannski þilfarið undir fætur sina. Leiknum lokaði Róbert Arn- finnsson i litlu hlutverki.Gordons skipherra á skipi þvi sem Kristó- fer Gunnars Eyjólfssonar ætlaði með. Það sannar aðeins hve sterkur persónuleiki Róberts er, að þegar hann fór og lokaði á eftir sér dyrunum að draumi Kristó- fers, og tjaldið fór fyrir, þá beið maður eftir framhaldi. En þá kom hópurinn allur fram og tók á móti lófataki. En i huga Kristófers og flestra lifandi manna er draumalandið bak við sjóinn, eða bak við fjöllin, einhvers staðar annars staðar en þar sem maður er, og ,,þar situr tunglið eins og stór hvitur hnapp- ur á himninum, tryggilega saum- aöur fastur”. — 1 draumalandinu breytist ekkert, meðan maður býr þar ekki. Þýðing Jökuls Jakcbssonar er þekkileg og virtist fara vel i munni. Aöstadendur þessarar sýningar Þjóöleikhússins hafa isaumað hugmyndir sinar fagurlega i samræmi við ramma höfundar. Eins og tunglið, var sýningin fög- ur ásýndum — skemmtileg lika. Þetta var gott kvöld i Þjóðleik- húsinu. Þar á hver og einn að geta fundið eitthvað til fullnægju sinni fegurðarþörf. 1 góðum texta, dýr- legum sviðsbúnaði, mildum ljós- um og til allrar hamingju litum við ekki öll sömu hlutina eins. Það sem er einum fegurð, er öðrum nánast einskis virði. Þegar einn kimir, er annar opinmynntur af skilningsleysi. Þaö er eitt af þvi sem gerir leikhús svo eftirvænt- ingarfullt, spennandi — fullnægj- andi. Þökk fyrir góða skemmtun. 0 Þriðjudagur 2. október 1973.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.