Alþýðublaðið - 02.10.1973, Side 10

Alþýðublaðið - 02.10.1973, Side 10
Reykjavíkurmótið vel á veg komið FRAM OG VALIIR i ÚRSUTIN? Tvær umferðir hafa verið leiknar i riðlum Reykjavikurmótsins i hand knattleik. Er staðan nú þannig, að allar likur eru á þvi að Valur og Fram mætist enn einu sinni i úrslitum mótsins. Reykjavikurmeistarar Vikings eru svo gott sem úr leik, eftir tap fyrir tap fyrir Fram á iaugardaginn. Fram-Vik. 16:14(8:6) litt reynda menn dæma svona Segja má aö þetta hafi verið leik, og viðkomaiidi mönnum hinn raunverulegi úrslitaleikur enginn greiði gerðiur með þvi. riðilsins, þvi þetta eru tvimæla laust tvö sterkustu lið hans. Enda varö leikurinn eftir þvi, harður og hlaðinn taugaspennu, og áttu litt vanir dómarar leiksins nokkra sök þar á. Var það mjög misráðið að láta tvo t * Framarar léku ákaflega sterkan varnarleik, og rugluðu þarmeð stórskyttur Vikings i riminu. Leiddu Framarar lengst af og sigruðu 16:14. Þrátt fyrir að liðið hafi misst menn eins og Sigurð Einarsson og Ingólf, virðist það afar sterkt nú. Munar þar mikið um endur- komu þeirra Arnars og Pálma. Innáskiptingarnar verða vandamál hjá Vikingi i vetur, með allar þessar stórstjörnur (ekki færri en 9 af 12 leik- mönnum liðsins hafa verið viðloðandi landslið). I þessum leik var það vandamál ólevst. - w sumir leikmanna „sveltir” á meðan aðrir voru hafðir inná of lengi. Markvarsla Sigurgeirs var ljósi punkturinn, vörnin þokkaleg en sóknin ekki nógu beitt. Brottrekstrar af velli voru 6-7. Mörk Fram: Axel 5, Pálmi 4, Björgvin 4, Guðm. Þ. 1, Guðm. S. 1 og Arni 1. Mörk Vikings: Einar 6, Olafur F. 2, Jón Hjaltalin 2, Stefán 2, Viggó 1 og Jón Sig. 1. Valur-KR 21:12 (12(6) Valur þarf nú ekki nema jafn- tefli gegn Þrótti i siðasta leik riðilsins til að tryggja sér sæti i úrslitunum. Eins og gefur að skilja voru yfirburðir Vals algerir, og sigur þeirra stór, 21:12. Mörk Vals: Gisli Bl. 7, Ólafur 5, Stefán 4, Jón K 2 Jón Ag. 1, Agúst 1 og Jóh. Ingi 1. Mörk KR: Haukur 8, Þorvarður 2, Björn Bl. 1 og Guðlaugur Bergmann 1. ÍR-Ármann 14:13 (6:6) Þetta var jafn og spennandi leikur, og nokkuð góður á köflum. Fyrri hálfleikurinn var hnifjafn, en i siðari hálfleik var eins og Armann ætlaði að vinna, komst i þriggja marka forystu i 4 i i i Einar Magnússon skorar með miklum tilþrifum I leiknum við Fram. Mynd Smarsi. 10:7 og 11:8. En Ármenningar gáfu eftir á lokaminútunum og IR tókst að vinna 14:13. Ármenningar mjög ákveðnir, en vantar illilega stórskyttu i liðið. Hjá 1R var Geir Thorsteinsson markvörður i sérflokki. Mörk 1R: Ágúst 4, Vilhjálmur 4, Guðjón M. 2, Ólafur 1, Asgeir 1, Hörður H. 1 og Hörður Á 1. Mörk Ármanns: Björn 3, Jón Ástv. 3, Ragnar 3, Þorsteinn 3 og Vilberg 1. Fylkir-Þróttur 18:18 (12:12) Hinir ungu leikmenn Fylkis komu sannarlega á óvart með stórgóðum leik, og hefði örlitil heppni fylgt þeim i lokin, heföi sigurinn getað orðið þeirra. En leiknum lauk með jafntefli 18:18. Fylkisliðið er i stöðugri fram- för, og með slikum leik getur það farið að skáka toppliðum 2. deildar. Leikmennirnir eru ungir og óragir. Þróttarar náðu sér aldrei á strik við hina miklu og óvæntu mótstöðu. Halldór Bragason bestur Þróttara, en Guðmundur Sigurðsson bestur Fylkismanna ásamt Einari Ágústssyni. Mörk Fylkis: Guðmundur 10, Einar Ag. 3, Einar E 3, og örn 2. Mörk Þróttar: Halldór 7, Sveinlaugur 3, Jóh. Fr. 3, Friðrik 3, Björn 1 og Erling 1. Næsta umferð verður leikin um næstu helgi. -SS Stórafmæli íþróttafrömuða Það er mikið um stórafmæli I íþróttahreyfingunni i þessari viku. 1 gær varð Hafsteinn Guðmundsson formaður IBK fimmtugur og á föstudaginn verður svo Albert Guðmundsson formaöur KSÍ fimm- tugur. óþarfi er að kynna þessa heiðursmenn nánar, störf þeirra að iþróttamáium eru mönnum kunn. En það er skemmtiieg tilviljun, að þeir skuli hafa fæðst með svona stuttu millibili, eins samrýmdir og þeir hafa verið, nú siöast að landsliðsmálum. Vallarstjóri gefur grænt Ijós á Laugardalsvöll Kaldur Jónsson vallarstjóri hefur gefið grænt ljós á Laugar- dalsvöllinn fyrir leik Keflvfk- inga og Hibernian annað kvöld. Völlurinn er þokkalega útlit- andi, cn mjög blautur. Þó er hann að áliti sérfróðra manna betri en oftast áður á þessum árstima, og er það að þakka góðu sprettuveðri I sumar, og alvcg fram á þennan dag. Vegna bleytunnar hefur ckki veriö hægt að koma sláttuvél á völlinn, og er hann þvi frekar loðinn. „Við erum bjartsýnir á úrslitin, og eins og málin standa nú er ekki annað fyrirsjáanlegt en um jafnan og spennandi leik verði að ræða”. sagði Hafsteinn Guðmundsson formaður IBK i gær. „Nú er bara að vona það besta með veður og aðsókn, og spáin mun vera þannig, að stytta eigi upp” Keflvikingar tefla fram sinu sterkasta liði, nema hvað Grétar Magnússon hefur ekki : The Royal Bank More than just itf getað æft seinni hluta sumars vegna meiðsla. Þess i stað hefur hann séð um þjálfun liðsins ásamt Guðna Kjartanssyni, siðan Bretinn Joe Hooley lét af þvi starfi. 1 stað Gretars leikur Hjörtur Zakariasson. Skotarnir komu til landsins i gærkvöld. Þeir eru að sjálf- sögðu með sitt besta lið, þvi haft er fyrir satt að þeir óttist mjög ■ Keflvikinga I seinni leiknum. Forsala aðgöngumiða er þegar hafin, bæði i Keflavik og Reykjavik. 1 Keflavik eru miðar seldir hjá þeim Magnúsi Haralds og Jóni Öla i Sportvik, en i Reykjavik i tjaldi i Austur- Stræti. Leikmenn Hibernian hlaupa út á völlinn í fyrri leiknum viö ÍBK. Myndina tók Bjarnleifur Bjarnleifsson úti í Skotlandi á dögunum. Þriðjudagur 2. október 1973.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.