Alþýðublaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 12
alþýðu mum A Suður- og Vestur- landi er spáð sunnan átt, hvassviðri og rigningu i dag, en á morgun er gert ráð fyrir skúrum. Norðanlandsog austan er spáð hægviðri og hlýju. Þar er spáð suð- vestan átt hlýju veðri og úrkomulausu á morgun. KRILIÐ r 5- HLUT/Q //LUT Ufi SIHRR £ll>SM. 'U-'fíT r) £MO PU , BÚinP TALfi /n£hf TflK /<LU /</<U BfEN dfíuÞl LW/M>5 HLUT/ Rt/nP PP ’> 5 k sr Q Rfí G6! VfíiJin Lnmri JOTu A'V PONfí S«f)p MED tölu T/'/v/)/ TflUfí L IHNLÁNSVIÐSKIPTILEID L LÁNSVIÐSKIPTA z_/iV B (J NAÐA RB A N Kl ' ÍSLANDS KÓPAYOGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 Stal tússpennum og skósvertu stökk síðan ofan af annarri hæð alþýdu Ritstjórn: Skipholtj 19. Sími 86666. Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10. Sími 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10. Simi 86660. „Litlu sem engu var stolið, en mikið skemmt", er oft viðkvæðið, þegar fjölmiðlar skýra frá inn- brotum — og er þá í flestum tilfellum um það að ræða, að skemmt er fyrir hærri upphæðir en sem nemur andvirði þýfisins, sé þá yfirleitt einhverju stolið JtJt A ”Fjórir tusspennar, tvær dósir af skósvertu, verðlitill minnis- peningur, sjónvarpstæki og segulbandstæki og tvö blaðalaus ávisanahefti”. Þannig hljóðar listinn yfir það, sem stolið var á sunnudagsmorguninn i fyrirtæki einu við Laugaveginn. Allt komst til skila, þar eð þjófarnir voru gripnir rétt við innbrotsstaðinn, en segulbandstækið og sjónvarpið hvorttveggja mjög mikið skemmt, ef ekki ónýtt, þar eð tækjunum var fleygt útum glugga á annari hæð. En þjófarnir, sem voru i þessu tilfelli tveir piltar innan við tvitugt, lögðu ekki litið á sig við þjófnaðinn. Að minnsta kosti annar þeirra kleif upp stiga, sem stóð við vinnupalla á bakhlið hússins, og tókst með einhverju móti að handstyrkja sig frammeð glugga á annari hæð og smokra sér inn um litinn opnanlegan glugga. Ekki hefur það gengið á- takalaust fyrir sig, þvi blóðstorka var á glugganum, þegar að var komið. Þegar þjófarnir komu inn tóku þeir til við að leita að einhverju fémætu og rótuðu i þvi skyni i öllum skúffum og á öllum borðum og dreifðu um gólf. Þegar þeir höfðu ákveðið, hvað tekið skyldi fóru þeir að glugga á bakhlið hússins og fleygðu fyrrnefndum tækjum þar út. Þegar hér var komið sögu hafði kona i nærliggjandi húsi orðið vör við mannaferðir. Þegar hún sá sjónvarpstækið fljúga út um gluggann hringdi hún á lög- . regluna.sem kom fljótt á staðinn. Við það kom styggð á þann, sem ‘enn var inni i fyrirtækinu, og hann tók það til bragðs að stökkva út um gluggann. Þótt fallið ofan af annari hæð hafi verið mikið kom hann niður á fæturna og tók siðan á rás. Lögreglan hóf eftirför og náði pilti fljótlega. Félaga hans náðu þeir á Laufásveginum, og þrætti hann i fyrstu fyrir að hafa átt hlutdeild i innbrotinu, en hinirárvökulu lögreglumenn tóku eftir þvi, að hæl vantaði undir annan skó hans. Hællinn fannst siðan fyrir neðan umræddan glugga. Að sögn eiganda fyrirtækisins nemur tjónið ekki minna en eitt hundrað þúsund krónum, og ber hann skaðann sjálfur, þar sem hann hafði ekki þjófnaðar- tryggingu. Að þvi er lögreglan tjáði honum er ekki um annað að gera en biða og vona, að piltarnir fari einhverntima að vinna fyrir sér og semja þá við atvinnu- rekendurna um endurgreiðslu á tjóninu. Piltarnir, sem voru undir áhrifum áfengis, sluppu hins- vegar út fljótlega eftir, að runnið var sæmilega af þeim, og rannsóknarlögreglan yfirheyrt þá. Litla örin ofarlega til hægri á myndinni sýnir leið þjófsins af vinnupöllunum inn um gluggann, en stóra örin úr glugganum til vinstri sýnir leið tækjanna niður á tröpp- urnar, - og slðan þjófsins. FIMM ó förnum vegi 1 * Heldur þú að það verði af stjórnmálaslitum við Breta? Lára Einarsdóttir, vegfarandi: Ef ólafur Jóhannesson vill ekki missa mannoröiö, þá gerir hann það. Anna Hansen, trúboði: Ég er i Vottum Jehóva og við tökum aldrei beina afstöðu til stjórn- mála. Aftur á móti vitum við, að Guð á mjög fljótlega eftir að grfpa I taumana — bæði i land- helgismálinu og öðrum málum — og snúa öllu á betri veg. Jóhann Diego, garðhönnuður: Já, ég trúi þvi og finnst ekki annað sjálfsagt en að stjórnvöld beiti róttækum aögerðum I þessu máli og láti hvergi undan. Asgeir Ólafsson, tækni- fræðingur: Ég vona ekki . Það væri of alvarlegt mál fyrir báðar þjóðirnar. Til aö komast hjá stjórnmálaslitum verður að koma undanlátssemi Breta. Af okkar hálfu er hún ósennileg. Jón H. Sigurbjörnsson, flautu- leikari I Sl: Ég veit ekki, en vona þó að svo verði, ef Bretar ekki fara út fyrir. Við veröum að sýna fulla hörku.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.