Alþýðublaðið - 02.10.1973, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 02.10.1973, Qupperneq 2
Smjörlíki h/f hefur ákveðið að efna til samkeppni um beztu smáréttina. Verðlaun nema samtals 80 þúsund krónum. Samkeppnin ber heitið: Ljóma smáréttasam- Jceppnin. Þátttakendur í samkeppninni þurfa aðeins að senda inn uppskrift af bragðgóðum, skemmtilegum smárétti, sem búa má til á fljótlegan og einfaldan hátt. Fyrstu verðlaun samkeppninnar verða 40 þúsund krónur, önnur verðlaun 20 þúsund krónur, þriðju verð- laun 10 þúsund krónur, fjórðu og fimmtu verðlaun 5 þúsund krónur hvor. Þátttaka í Ljóma-smáréttasamkeppninni er öllum heimil, konum og körlum, nema þeim, sem hafa matar- gerð að atvinnu, starfandi húsmæðrakennurum, lærðum bökurum og brytum. Kjörorð samkeppninnar er: „Alveg ljómandi“. Samkeppnisreglur: IÞátttakendur mega senda svo margar uppskriftir, sem peir óska. 2Vélritið, eða skrifið prent- störfum, allt í uppskriftinni. Gleymið ekki að gefa upp nákvæmt mál eða vigt, bök- unartíma/suðutíma og hita- stig. Nafn á smáréttinum ef þér hafið það. 3Veljið yður dulnefni og skrifið það á uppskriftar- blaðið. Látið síðan nafn yð- ar, heimilisfang og síma á annað blað og setjið það í umslag merkt. dulnefninu. Hvort tveggja er síðan látið í umslag merkt: „Alveg ljómandi“, pósthólf 5133, Reykjavík. Umslagið verður að hafa borizt okkur í síð- asta lagi 16. október, 1973. Skilyrði fyrir þátttöku er: a) að Ljóma-smjörlíki sé notað á einhvern hátt í uppskriftinni og b) önnur efni, sem fáan- leg eru í verzlunum hér- lendis, c) að smárétturinn sé fljót- gerður. Smjörlíki h/f áskilur sér 1 rétt til að nota allar upp- skriftir, sem berast í aug- lýsingar, í uppskriftabæk- ur, eða með öðrum hætti og án þóknunar til sendanda eða höfundar. Uppskriftirn- ar verða ekki endursendar eða verður unnt að gera til- kall til þeirra á annan hátt, enda hafi enginn einkarétt á þeim. 6Fimm réttir komast í úr- slit. Sendendum þeirra verð- ur boðið að vera viðstaddir, þegar úrslit verða tilkynnt af dómnefnd 15. nóvember 1973. Fargjöld og uppihald verður greitt fyrir þátttak- endur utan af landi. 7Sérstök dómnef nd mun fjalla um uppskriftirnar, en hana skipa: Agla Marta Marteinsdóttir, húsmóðir. Dröfn Farestveit, húsmæðrakennari. Elsa Stefánsdóttir, húsmóðir. Jón Ásgeirsson, fréttamaður. Skúli Þorvaldsson, veitingamaður. Haukur Hjaltason, matreiðslumaður, og er hann jafnframt for- maður dómnefndar. Ath.: Nánari upplýsingar, ef óskað er, veitir Smjörlíki h/f, Þverholti 19, Reykjavík. Sími: 26300. Sendið okkur eftirlætisupp- skrift yðar strax í dag. Hver veit nema einmitt yðar upp- skrift verði metin fjörutíu þús- und króna virði? □ smjörlíki hf. ÞVERHOLTI 19, SlMI 26300 REYKJAVlK. Alþyðublaðið vantar sendisveina fyrir og eftir hádegi. Þurfa helst að hafa hjól. Upplýsingar á afgreiðslu blaðsins i sima 14900. alþýðu Blaöburöur Blaðburðarfólk vantar nú þegar i eftirtalin hverfi: Grettisgata — Njálsgata Laugarnes Heimar Skipasund Voga Melar Hagar Meistaravellir Laugarásvegur Múlar Stóragerði Kópavogur: Hrauntunga Hliðarvegur alþýðu Yfirmenn sjónvarps mættu ekki á fund Útvarpsráðs Agreiningur meirihluta Út- varpsráðs og fréttamanna út- varps og sjónvarps er kominn á jað stig, að vart er hægt að segja að um samstarf útvarps- ráðs og stjórnenda útvarps og sjónvarps sé að ræða. Eins og sagt hefur verið frá i fréttum gengu útvarpsstóri og tveir af deildarstjórum hans af fundi ráðsins I fyrri viku, og er Útvarpsráð hélt i gær fund um málefni sjónvarpsins, mætti enginn af yfirmönnum sjón- varpsins á þann fund. Þeir, sem sitja þessa fundi af hálfu sjón- varpsins að jafnaði eru Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, Pétur Guðfinnsson, framkvæmda- stjóri sjónvarps, Emil Björns- son, fréttastjóri og Jón Þórar- insson, deildarstjóri lista- og skemmtideildar. Blaðamanna- félagið mótmælir vinnubrögðum Útvarpsráðs Stjórn Blaðamannafélags ts- lands geröi eftirfarandi sam- þykkt á fundi sinum i gær, og sendi útvarpsráði: Stjórn Blaöamannafélags ts- lands vill að gefnu tilefni taka fram eftirfarandi, vegna þess á- greinings sem risið hefur milli fréttamanna Rikisútvarpsins og meirihluta útvarpsráðs: X) Stjórnin átelur þá aðferð út- varpsráðs að birta gagnrýni sina á störf fréttamanna fyrst i fjöimiðlum, án þess að ræða við viðkomandi fréttamenn og hlýða á skýringar þeirra. 2) Stjórnin fordæmir þann hátt útvarpsráðs að senda frá sér ó- rökstuddar fullyrðingar um vinnubrögð frettamanna Rikis- útvarpsins, og telur það móðgun við starfsheiður þeirra frétta- manna, sem I hlut eiga. 3) Stjórnin leggur áherslu á það grundvallaratriði frjálsrar fréttamennsku, að fréttamenn geti starfaö án þrýstings frá pólitiskum og fjárhagslegum á- hrifaaöiium. Þriðjudagur 2. október 1973.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.