Alþýðublaðið - 09.10.1973, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 09.10.1973, Qupperneq 10
IR vann Stúdenta ÍR hefur misst hálft liðið ÍR—ÍS 84-78 (45-35) IR-liöiö hefur oröiö að sjá á eftir nokkrum af bestu mönnum liðsins undanfarin ár, Agnar Friöriksson og Birgir Jakobsson eru hættir körfuknattleik, Einar Sigfússon hefur skipt um félag, og óvist er meö Anton Bjarnason, en liöiö hefur fengið Jón Indriöason aftur isínar raðir, en Jón lék með IS i fyrra. Stúdentarnir hafa misst Stefán Hallgrimsson yfir til KR, og Jón Indriðason yfir til ÍR, en þeim hefur borist góður liðsauki þar sem Þorleifur Björnsson frá Akureyri er, og þegar Þorleifur er kominn i nægilega æfingu styrkir hann liðið án efa mikið. Það voru stúdentar sem geröu fyrstu körfu leiksins, en ÍR jafnar og kemst yfir 7:2, áður en ÍS skorar næst, ÍR-ingar höfðu síðan forystuna til leiksloka, en ekki munaði þó alltaf miklu á liðunum, t.d. 13:9, 21:15, 33:27 og i siðari hálfleik, 70:62, 76:68 og i leikslok 84:78 eða aðeins 6 stiga munur, en úrslitin teljast nokkuð sanngjörn. Kristinn Jörundsson fyrirliði og besti maður IR-liðsins var kominn með 4 villur i fyrri hálfleik, og er óvist hvernig leikurinn hefði endað hefði hann fengið fimmtu villuna i upphafi siðari hálf- leiks. Útlit er fyrir mjög spennandi Islandsmót i vetur, þvi liðin eru mun jafnari nú en áður, leikmenn virðast óvenju sprækir miðað við það aö keppnistimabilið er að byrja. Albert Guðmundsson er að verða besti maður IS-liðsins, i þessum leik var hann bestur ásamt Steini Sveinssyni. Hjá 1R bar mest á Kristni Jörundssyni, en Jón Indriðason og Kolbeinn Kristinsson áttu einnig góðan dag. Stigin: 1R: Jón og Kristinn 22 hvort og Kolbeinn 15. IS- Albert 21, Steinn 16og Ingi Stefansson 15. Vitaskot: tR: 18:8. 1S: 27:15. —PK STAÐAN Staðan er nú þessi i Reykjavikurmótinu I körfu- knattleik. Næstu leikir eru 15. október. Kristinn Jörundsson skorar glæsilega körfu fyrir ÍR I leiknum við Stúdenta. Myndina tók hinn óviöjafnanlegi þúsundþjalasmiður Dóri Dórason. KR 1R Vaiur Armann 1S 220 140:128 4st. 1 1 0 84:78 2st. 2 1 1 145:133 2st. 1 0 1 70:72 Ost. 202 143:171 Ost. KR strax í efsta sæti UL vann 1 A laugardaginn var háður leikur til heiðurs Alberti Guðmundssyni fimmtugum,. milli núverandi unglinga- landsliðs og Faxaflóaliðsins svonefnda. Unglingarnir unnu 1:0, og skoraöi Hálfdán örlygsson markiö. Leikið var á Melavellinum. Reykjavlkurmótið f körfu- knattleik hófst á föstudaginn og voru ieiknir fjórir ieikir um helgina. Voru þeir yfirleitt jafn- ir og spennandi, og gefa fyrir- heit um gott og tvfsýnt keppnis- timabil körfuknattleiksmanna. Pétur Kristjánsson mun eins og undanfarin ár skrifa um körfu- knattleik f blaðið, og birtast hér fyrstu umsagnir hans. Frásögn af leik KR og Armanns biður til morguns. KR—Valur 68:58 (26:29) Þetta var ,hörkuspennandi leikur, allan timann skiptust lið- in á um forystuna, voru Vals- menn heldur skarpari fyrri hluta leiksins, en þegar fór að siga á seinni hlutann sóttu KR- ingar sig án þess þó að gull- tryggja sigurinn, um úrslitin varð ekki séð fyrr en á siðustu mínútu. KR tók forystu i leiknum 3:1 en Valur hefur jafnað stuttu siö- ar 5:5, og síðan tók Valur foryst- una 7:5, KR jafnar 7:7 en þá skora Valsmenn næstu 6 stig 13:7 fyrir Val, og siðar 19:10 og 21:13, og héldu forystunni út háifieikinn. Valsmenn byrja seinni hálf- leikinn vel og komast I 37:28, en ennþá kemur góður kafli hjá KR og skora þeir næstu 10 stig og komast yfir 38:37, en Valur fer aftur yfir 41:40 og 50:45 og útlit- ið gott hjá Valsmönnum, en næstu 11 stig leiksins eru eign KR og og staöan 56:50 þeim i vil. Lokamfnúturnar voru svo æsispennandi. Valur minnkar bilið i aðeins 2 stig 58:56 fyrir KR og allt á suðupunkti, en KR gerir næstu þrjár körfur 64:56 sigurinn loksins tryggður, KR gerði svo 4 stig gegn 2 loka- minútuna og sigrar með 10 stiga mun. KR lék með sitt sterkasta lið nema hvaö Hjört Hansson vantaði, en hann er meiddur Stigahæstir: KR: Kolbeinn 24, Birgir 17 og Guttormur 12. Valur: Þórir 19, Kári 14 og Torfi Magnússon 11. Vitaskotsnýting: KR: 16:8. Valur 14:4. -PK A laugardaginn lét einn þekktasti kappakstursmaður heimsins lifið i keppni i Bandarikjunum. Þetta var Francois Cevert, 29 ára gamall, franskur að þjóðerni. Hann var þriðji stigahæsti kappakstursmaðurinn i sumar i keppninni um heims- meistaratitlinn, aðeins Jackie Stewartog Emerson Fittipaldi voru hærri að stigum. Slysið átti sér stað i Grand Prix móti i Bandarikjunum um helgina. Bíll Cevert fór á grindverk á mikilli ferð, og iést hapn samstundis. Cevert ók Tyrell-Ford bifreið, eða samskonar og Jackie Stewart. Cevert er fjórði félagi Stewarts sem lætur lífið á örfáum árum, og þetta sfðasta slys verður án efa til þess að Stewart hættir að taka þátt i kappakstri. Cevert var mikið glæsimenni, eins og vel sést á þessari óvenjulegu mynd, og mjög eftirsóttur, þvi hann var piparsveinn alla ævi. Valur vann Stúdenta MIKIL HARKA Valur-ÍS 87:65 (33:34) Stúdentarnir voru mun ákveðnari í upphafi leiksins og tóku þeir forystuna 8:2, en Valur jafnar stuttu slðar 14:14, en eftir það leiddi 1S ávallt Ifyrri hálfleik, þótt munurinn yrði aldrei mikill. 1 byrjun siðari hálfleiks var eins og allur vindur væri úr stúdentaliðinu, og Valur kemst.yfir og gerir leikinn að yfirburða sigri sinum, ekki bætti það úr skák fyrir 1S að einum besta manni þeirra Steini Sveinssyni fyrirliða var visað af leikvelli fyrir 5 villur. Dómgæslan i leiknum var i slakara lagi, og virtust mistök dómaranna koma meira niöur á 1S, en ekki geta leikmenn liðsins þó skellt skuldinni á dómarana, heldur virðist liðið ekki komið i nægilega góða æfingu. Hið unga lið Vals lofar góðu fyrir veturinn, Þórir Magnússon besti maður liðsins siðustu árin, var að þessu sinni besti maður vallarins, og væri liðið varla liklegt til stórafreka án hans. Hjá 1S vantaði Frits Heineman, en hann er stjórnandinn i sam- spili liðsins, og háöi það liðinu mikið i þessum leik að hann var ekki með, annars er t.d. Bjarni Gunnar Sveinsson i mjög lltilli æfingu enn sem komiö er, Albert Guðmundsson var i sérflokki hjá liðinu i þessum leik. Stigahæstir: Valur: Þórir 38,Torfil5og Kári 12. ÍS: Albert 28 og Bjarni 14. Vitaskot: Valur: 19:10. 1S: 20:9. —PK 0' Þriðjudagur 9. október 1973.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.