Alþýðublaðið - 14.10.1973, Síða 3
I
Kratar eru nú farnir að gerast
óþolinmóðir i sameiningar-
málunum. Það er ekki aðeins
áköfustu sameiningarmennirnir
i flokknum — menn eins og
Benedikt Gröndal, Björgvin
Guömundsson og ungkratarnir
— sem vilja nú gjarna fara að
sjá fyrir endann á málinu.
Einnig þeir, sem varkárari
vilja vera eins og Eggert G.
Þorsteinsson og jafnvel þeir,
sem frá upphafi hafa verið and-
vigir málinu, eins og Jón
Þorsteinsson telja, að þau þrjú
ár, sem sameiningarviðræð-
urnar eru búnar að taka sé
orðinn meira en nógu langur
timi til þess að fara nú að fá
niðurstöður i málið^jg ýta þvi öll
öfl innan Alþýðuflokksins á það,
að einhver botn fáist I málið fyrr
en síðar. Þessi óþolinmæði
krata kom m.a. fram i ályktun,
sem samþykkt var i sam-
einingarmálinu á nýafstöðnu
kjördæmisþingi Alþýðuflokks-
ins i Reykjavik, en sú ályktun
ýtir mjög eindregið á eftir þvi,
að eitthvað verði nú látið fara að
gerast i málinu. Með álykt-
uninni hafa kratar sjáfsagt
ætlað sér að ýta eilitiö við Birni
Jónssyni og félögum, en
mörgum sameiningarmönnum I
Alþýðuflokknum þykir sem
Björn hafi veriö heldur rólegur i
tiðinni upp á siðkastið — eða
siðan hann gjörðist ráðherra —
og óttast jafnvel, að hann sé
ekki sami áhugamaðurinn fyrir
skjótri sameiningu og hann var
ábur talinn vera.
Þvi hafa aöilar sameiningar-
málsins haft hlutverkaskipti i
seinni tið. Framan af voru það
einna helst frjálslyndir, sem —
a.m.k. opinberlega — ýttu á
eftir málinu, en Alþýðuflokk-
urinn vildi gefa sér tima til að
athuga allar hliðar gaumgæfi-
lega; og fá ráðrúm til þess að
eyba allri innanflokkstortryggni
I málinu. Nú er það frekast
Alþýöuflokkurinn, sem rekur á
eftir og vill fá einhvern fastan
punkt i málið, en þeir Björns-
menn, sem fara fetið
Meðal annars af þessum
orsökum — til þess aö fá eitt-
hvert „fútt” I spilið — afréðu
Alþýðuflokksmenn i Reykjavik
að leika nýjum leik I sam-
einingarmáinu með þvi að bjóða
Steinunni borgarfulltrúa og
fólki hennar I Félagi frjáls-
lyndra og vinstri manna I
Reykjavik og gista eina sæng
með Björgvin Guðmundssyni og
co. I næstu borgarstjórnarkosn-
ingum. Það mun hafa veriö
Björgvin sjálfur, sem átti hug-
myndina að þessum útleik og
var hún strax gripin á lofti af
flokksforystunni og — þótt ótrú-
legt megi virðast þegar tillit er
tekiö til þess, að Alþýðu-
flokkurinn I Reykjavik hefur
verið talinn mjög tviskiptur I
sameiningarmálinu — þá naut
hún þegar i stað viðtæks
stuðnings allra kratanna á kjör-
dæmisþinginu hvaða merkis-
spjald svo sem þeir hafa hengt á
sig i sameingarmálinu. Jafn-
vel þeir, sem taldir hafa verið
mjög andstæðir sameiningar-
hugmyndunum, tóku tilboðinu
til Steinunnar alls ekki fjarri og
greiddu raunar atkvæði með
þvi, þegar tillagan var borin
upp.
En þótt einhugur hafi rlkt um
afstöðuna er ekki þar með sagt,
að forsendur fyrir henni hafi
verið þær sömu hjá öllum
aðilum i Alþýðuflokknum I
Reykjavik. Sameiningarmenn-
irnir sáu sér þarna tækifæri til
þess að koma með nýtt innlegg I
málið, til þess fallið að ýta á
eftir almennri framkvæmd þess
og jafnframt tækifæri til þess að
þurfa ekki að fresta aögerðum
fram yfir sveitarstjórna-
kosningarnar i vor — en slik
frestun gæti haft mjög slæmar
afleiðingar fyrir sameiningar-
málið, þar eð ef flokkarnir tveir,
sem þarna eiga hlut að máli,
þyrftu að berjast sitt i hvoru
lagi við næstu kosningar getur
vart hjá þvi farið, að nýjar
ýfingar vakni þeirra á milli sem
myndu torvelda mjög alla sam-
stöðu og samvinnu eftir kosn-
ingarnar.
Annað lá hins vegar að baki
hjá þeim Reykjavfkurkrötum,
sem hafa fram til þessa verið
heldur þungir i sameiningar-
málinu. Þeir höfðu áhyggjur af
þvi, að þær viðræður, sem nú
standa yfir milli fulltrúa allra
minnihlutaflokkanna i borgar-
stjórn um hugsanlega samvinnu
fyrir og I kosningunum, kynnu
að geta leitt til þess að einhvers
konar sambræðingur yrði upp
tekinn þar sem Alþýðuflokk-
urinn gengi til náinnar sam-
vinnu við framsóknarmenn og
kommúnista. Það þykir þessu
fólki miklu verst af öllu, sem
fyrir gæti komið. Þá eru Hanni-
balistar þúsund sinnum betri.
Og til þess að koma mætti i veg
fyrir hugsanlegt kosninga-
bandalag við kommúnista i
komandi borgarstjórnarkosn-
ingum þá vildi andsameiningar-
liöið I Alþýöuflokknum gjarna
styðja tillögu um samfram-
boðstilboð til frjálslyndra, þvi
slikt tilboð felur auövitað i sér
þá stefnumörkun Alþýðu-
flokksins IReykjavík, að ekki sé
jafnframt leitað eftir kosninga-
samvinnu við aðra flokka, en
frjálslynda.
En samþykkt kjördæmisþings
Alþýðuflokksins i Reykjavik
kemur einnig til með að geta
haft talsverð áhrif á málin utan
borgarmarka Reykjavikur.
Með samþykkt sinni um sam-
framboðstilboð til frjálslyndra I
sveitarstjórnarkosningum hafa
Alþýðuflokksfélögin i Reykjavik
gefiö öðrum Alþýöuflokks-
félögum tóninn, sem kann að
hafa áhrif til þess, að kratar á
öðrum stöðum i landinu fylgi þvi
fordæmi.
Fram til þessa hefur það verið
óopinber stefna Alþýðu-
flokksins, að sameiningarmálið
ætti að leysa ,,i einum pakka”.
Flokkurinn sem heild ætti að
marka afstööuna til málsins, en
ekki hin einstöku flokksfélög
hvert I sinu lagi. Þar sem skoð-
anir eru nokkuð skiptar I málinu
innan flokksins er þessi afstaða
flokksforystunnar eðlileg. Hún
vill sneiða hjá þeim kringum-
stæðum, sem ella gætu orðið, að
sum flokksfélög samþykktu
sameiningarframkvæmdir, en
önnur ekki. Færi svo myndi
upplausn rikja I Alþýðu-
flokknum og foringjar hans hafa
ávallt lagt sig um að reyna að
halda flokknum saman I öllum
atriöum málsins og þvi gefiö sér
mun meiri tima i málið og farið
sér hægar i þvi, en ella myndi
verið hafa.
Með samþykkt kjördæmis-
þingsins I Reykjavik markaði
flokksforystan — en hún átti að
sjálfsöðgu sæti á þinginu og
hafði áhrif þar — nýja linu i
málinu: nokkurs konar hliðar-
linu. Sem sé þá, að flokksfélögin
gætu sjálf tekið sameiningar-
málið fyrir og afgreitt ákveðna
hluti þess — þ.e.a.s. hvort efna
eigi til samstarfs við frjálslynda
I komandi sveitarstjórna-
kosningum — án þess að flokk-
urinn sem sliku. rieföi markað
sér endanlega afstöðu i málinu i
heild. Sú braut hefur sem sé
verið opnuð fyrir hin einstöku
flokksfélög Alþýöuflokksins I
bæjum og hreppsfélögum, að
ákveða sjálf, hvort þau vilji
efna til sameiginlegs sveitar-
stjóraframboðs með Hannibal-
istum áður en lausn er fengin i
flokkasameininguna sjálfa.
Þessi lausn felur það sem sé I
sér, að sum flokksfélög Alþýðu-
flokksins munu án efa taka
sömu afstööu og félögin I
Reykjavfk, önnur ekki, og
flokksforysta Alþýðuflokksins
telur ekki hættu á, að þær deildu
leiðir skapi sérlega erfiðleika
innan flokksins eða hvetji til
erfiö ágreinings um samein-
ingarmálið innan flokksins
þegar að þvi kemur, að flokk-
urinn á að marka endanlega
flokkslega afstöðu sina til
flokkasameiningarinnar. I
kjölfar tilboðs Alþýðuflokks-
félaganna i Reykjavík til frjáls-
lyndra munu þvi án efa fylgja
önnur slik frá öðrum flokks-
félögum Alþýðuflokksins I
landinu og ekki kæmi Sparra
það á óvart, þótt slikra tiðinda
væri senn að vænta úr Vestur-
landskjördæmi, en þar munu
vera áköfustu sameiningar-
menn Alþýðuflokksins.
En þessi nýja „hliðarlina”
krataforystunnar felur lika
ýmislegt annað i sér. Hún er til
marks um, að þeir hafi endur-
skoðað afstöðu sina til ýmissa
mikilsverðra mála i sambandi
við stjórnmálaþróunina I
landinu á komandi mánuðum.
Fram til þessa hefur verið
gengið út frá þvi sem gefnu af
öllum aðilum sameiningar-
málsins — bæði krötum og
Hannibalistum — að þær
kosningar, sem yrðu prófsteinn
sameiningarhugmyndarinnar,
ættu að vera þingkosningar og
þær þingkosningar þyrftu að
fara fram áður en reglulegar
sveitastjórnarkosningar yrðu,
en þær eiga að fara fram á
næsta vori, eins og kunnugt er.
Aldrei hefur verið rætt um þetta
atriði I viðræðum krata og
Hannibalista, en vitneskja þessi
hefur legið i loftinu. t fyrra
vetur og fram á vor var þannig
talið óliklegt, að þingrof og
nýjar þingkosningar gætu allt
eins orðið nú á þessu hausti og
virtist svo sem frjálslyndir
beinlinis stefndu að þvi með
ýmsum athöfnum sínum I
stjórnarsamvinnunni.
En frá og með þeim degi, sem
Björn Jónsson tók við ráðherra-
dómi, viröast þessar aðstæður
hafa breyst. Kosningar urðu
ekki i haust eins og allir vita og
þó ekki sé enn útséð um það,
hvort ekki muni e.t.v. koma til
kosninga I vetur, þá virðast þó
ekki miklar likur á þvi vera,
nema eitthað sérstakt gerist —
og þá helst i sambandi við
kjaramálin, varnarmálin eða
landhelgismálin og þá sennilega
helst að frumkvæði komm-
únista. Björn Jónsson virðist
sem sé hafa ákveðið, að fyrst
hann léði máls á þvi að gerast
ráðherra, þá skyldi hann ganga
ti^þess starfs af kappi, sam-
starfsvilja og fyllstu heilindum
og reyna að stefna að þvi, að
rikisstjórnin fengi að sitja út sitt
kjörtímabil.
Þessar breyttu aðstæður
virðast hafa haft þau áhrif á
forystu Alþýöuflokksins, aö hún
telji a.m.k. ekki eins liklegt og
áður, aö þingkosningar geti
verið á næsta leiti og þvi blasi
við henni nýtt vandamál:
|hvernig koma eigi sameiningar
málinu heilu á skinni yfir þá
gaddavirsgiröingu, sem sveita-
stjórnarkosningarnar eru. Og
forysta Alþýðuflokksins virðist
77
hafa fundið leiðina. Hún ætlar
aö ýta á eftir þvi, að áfram sé
unnið aö framkvæmd flokka-
sameiningarinnar, þ.e.a.s.
halda Birni Jónssyni við efnið
og láta það koma skýrt fram, að
sá dráttur, sem verða kann á
málinu, sé ekki sök Alþýðu-
flokksins. Þannig hyggst hún
stefna að þvi, að hin endanlega
sameining verði að fullu undir-
búin og — verði hún samþykkt
— sé unnt að láta af henni verða
meö stuttum fyrirvara, þegar
rétti timinn kemur. Fram hjá
sveitarstjórnarkosningunum
ætlar hún svo að sigla með þvi
að leika þann biðleik, sem ekki
geti skaðað stöðuna — þ.e.a.s.
aö heimila þeim Alþýðuflokks-
félögum, sem eru áfram um
sameininguna, að gera frjáls-
lyndum samstarfstilboö i vor en
leyfa jafnframt þeim flokks-
félögum, sem eru áhugaminni
um sameiningarmálið, að láta
það vera. Flokkurinn sem slikur
taki ekki afstöðu til málsin.
Með þessum hætti yrðu
væntanlegar sveitastjórnar-
kosninga'r ekki prófsteinn á
sameiningarmálið sem slikt,
þar eð sameiningarframboð
væru þá ekki á landsmæli-
kvarða, ekki afráðin af
flokkunum sem slikum og auk
þess eru aðstæður I sveita-
stjórnarkosningum að flestu
leyti aðrar en aöstæður I þing-
kosningum, en sameiningar-
máliö hefur ávallt verið hugsað
sem landspólitiskt mál
Hitt er svo annað mál, aö það
er ekki vist, að þessi ráðstöfun
geti „bjargað sameiningar-
málinu”, ef nota má orðalag
sameiningaráhugamanna. Sitji
rikisstjórnin út sitt kjörtimabil
hlýtur að þvi að koma að
Alþýðuflokkurinn verði aö fara
að taka upp harða stjórnarand-
stöðu og þá um leiö að hætta að
hegða sér eins og ráðherrar
rikisstjórnarinnar væru aðeins
fimm, en ekki sjö. Flokkslega
og pólitiskt getur flokkurinn
vart annað gert. Og ef slik staða
skapast og kosningar fara fram
á eðlilegum tima eftir undan-
gengna harða baráttu milli
stjórnar og stjórnarandstöðu
þar sem frjálslyndir hljóta að 1
teljast ábyrgir fyrir þeim
stjórnarathöfnum, sem Alþýðu-
flokkurinn hvað harðast hefur
gagnrýnt, þá gæti verið erfitt
fyrir aðilana að ná saman.
Sameiningarmenn i Alþýðu-
flokknum gera sér þessa þróun
mála fyllilega ljósa — og kviða
henni. Hvað um Björn?
Sparri
77
VÆNTA MA TiÐINDA
AD VESTAN...
Sunnudagur T4. október T973.
o