Alþýðublaðið - 14.10.1973, Side 4
o
Quadrophonia - en það orð táknar fjórfaldur tónn -
hljómflutningi í heimahúsum. Áheyrendum á að finna:
umkringi þá. Hljómlistin berst þeim úr fjórum áttum.
að fagna þessari þróun stereóhljómflutningsins, 15 ári
uppgötvaður, og hér fer á eftir nánari skýring á því.
Til þess aö geta notiö þessa nýja tón-
listarfiutnings til fulls, þyrfti maöur
helst aö hafa fjögur eyru. Hljómur
quadrófónsins á að sögn að vera algerlega
fullkominn og hreinn.
Reyndar hefur enginn tónlistarunnandi
látiðiljós, að þessarar fullkomnunar sé þörf,
en það hefur ekki valdið áhyggjum hönnuð-
um þessa dýrindistækis eða þeim, sem eiga
að selja þau. Enda þótt quadrófónninn sé
ekki enn gallalaus, er þegar farið að auglýsa
hann: "Bylting i hljómflutningi”, ”Hinn dá-
samlegi tónn morgundagsins,” ”Tvö eyru, en
fjórir veggir,” ’Tnni i miðri tónlistinni.”
Er ástæða til að
tvöfalda stereótóninn?
betta eru engar ýkjur. Sá sem ætlar að
njóta hljómflutnings quadrófónsins, verður
að hafa til umráða allstórt herbergi, sem er
jafnstórt á alla vegu, og koma sinum há-
talaranum fyrir i hverju horni. Hann verður
aö hafast við i miðju herberginu á ákveð-
num, takmörkuðum bletti og vera viðbúinn
að spretta á fætur, ef hljómurinn er slæmur
eða vanstilltur.
Hugmyndin á bak við quadrófóninn er til-
tölulega einföld. Hönnuðirnir leggja fremur
áherslu á, að það skapist sérstök stemning,
þar sem tónlistin berst úr herbergi , en tón-
gæðin séu meiri en áður. býskur prófessor
lýsir þessu þannig i timaritsgrein um raf
eindahljómburð: ”bað er einstök lifsreynsla
að heyra tónlist úr öllum áttum i senn.”
Eðlisfræöingurinn Wilfried Hardt lýsir þessu
nánar i sama timariti. Hann segir, að quad-
rófónninn verði þess valdandi, að hljómurinn
flæði yfir áheyrandann úr öllum áttum, svo
að honum finnst hann vera mitt á meðal
hljómlistarmannanna. Með hjálp quadró-
fónsins er að nokkru leyti unnt að flytja tón-
list hljómleikasalanna til heimahúsa með að-
stoð hljómplatna eða segulbands.
Hönnuðirnir byggðu á þeirri staðreynd, að
þeir, sem sitja i öftustu sætum tónleika-
hallarinnar, heyra aðeins hluta þeirrar tón-
listar, sem hljómsveitin uppi á sviðinu fram-
leiðir. Fæstir tónanna ná beint til eyrna á-
heyrandans, heldur berast þeir eftir króka-
leiðum, kastast frá veggjum og lofti. Og
mannsheilinn getur raðað saman þessum
sundurleitu tónum, svo maður tekur ekki eft-
ir neinum hnökrum á flutningum.
Vegna lögunar eyrans nemur það fyrst og
fremst þau hljóð, sem berast frá hlið, svo og
þau, sem myndast fyrir framan áheyranda.
Fiðlutónn, sem endurkastast af bakvegg,
virðist ekki koma frá fiðluleikaranum á svið-
inu fyrir framan mann.bvi betri
sem hljómburðurinn er, þvi betur blandast
0
Sunnudagur 14. október 1973.