Alþýðublaðið - 14.10.1973, Blaðsíða 5
tónarnir, og þvi hljómar tónlistin svo mis-
jafnlega i hinum ýmsu tónlistarsölum.
Hljómurinn nær mismunandi fyllingu, hæö
og dýpt.
Þetta hafa stereótæknimenn vitað, og því
hefur þeim tekist að framleiða eins konar
stofuhljóm. En quadrófónhönnuðir eru
ákveðnir i aö laða fram miklu raunhæfari
tóngæði, en hingað til hafa þekkst.
Ágreiningur um tvær
af þremur aðferðum
Nú þekkjast þrjár grundvallarhljóm-
flutningsaðferðir:
í fyrsta lagi marghljóma eða tvihljóma tón
flutningur. Hvorug aðferðin er i tengslum við
quadrófón, það hefur verið sannað. Stereó-
hljómurinn dreifist einungis á fjóra hátalara
i stað tveggja áður: stundum kemur örlitið
bergmál.
1 öðru lagi SQ—aðferðin (þe. stereó-quadró-
fónaðferðin). Þetta heitir lika ”fjórar i
tveimur” aðferðin, og er táknuð þannig með
tölum: 4-2-4. Tónlistin er tekin upp með
fjórum tónrásum, en við gerð stereó-
plötunnar eru tvær og tvær rásir leiknar inn á
hvora rás plötunnar. Þegar platan er spiluð,
er hvor rás klofin i tvennt og fjórir hátalarar
notaðir. En til að skipta báðum rásum
stereóplötunnar i tvennt þarf tæki,
"decoder”. Bandarikjamenn hafa náð
nokkrum árangri með þessari aðferð, og i
Japan og Bandarikjunum hafa tæki byggð á
þessari aðferð verið i notkun, enda þótt
nokkuð sé deilt um tóngæðin. Tónflutningur
með þessari tækni gefur dálitið afbakaðan
tón.
t þriðja lagi CD-4 aðferðin (Compatible
discrete 4- Channel), sem er táknuð
þannig með tölum: 4-4-4. Þetta er talin eina
ósvikna 4ra rása aðferðin og er byggð á upp-
töku fjögurra, aðskildra, greinilegra rása.
þess vegna er unnt að leika fjórar aðskiidar
rásir i fjórum hátölurum.
Þarna er rétta aðferðin fyrir þann, sem
hefur næmt tóneyra. Með quadrófóntækninni
er auðvelt að kalla fram þau áhrif, að áheyr-
andanum finnist hann fljúga i flugvél inni i
stofu. Það er áhrifarikt að heyra blæbrigða-
rikar tónsmiðar Feneyjabúans Fiovanni
Gabrieli flæða yfir mann úr öllum áttum. Og
sannir popptónlistarunnendur geta glaðst
yfir drynjanda rafmagnshljóðfæranna. Það
þarf engum að koma á óvart, þótt ”1812”
Tsjækovskis njóti sin vel. Meðal hljóðfær-
anna eru ketilbumbur, trompetar og fall-
byssur.
Hljómflutningstækjaframlciðendur
eru ekki enn á eitt sáttir
Það kemur hljóm
plötuframleiðendum illa, hve mikil ringul-
reið rikir i hljómflutningstækjaiðnaðinum.
Talsmaður þeirra segir: ”Þetta mál varðar
okkur ekki fyrr en plötuspilaraframleiðendur
hafa komið sér saman um, hvaða kerfi eigi
að nota. ”Einn hljómplötuframleiðandi
segir: "Hingað til hefur þetta ekki verið til
umræðu i minu fyrirtæki.”
Flest bendir til, að quadrófónplatna megi
vænta á markaðinn i nánustu framtiö. Ýmsir
þýskir, bandariskir og japanskir hljómplötu
framleiðendur hafa nú þegar látið frá sér
fara nokkra tugi slikra platna.
Það er ýmsum vandkvæðum bundið að
breyta stofu i tónleikasal, jafnvel þótt hún sé
allt að 40 fermetrar að flatarmáli. Hljóð-
bylgjurnar ná ekki að dreifa sér nægilega á
hinni stuttu vegalengd til áheyrandans, og
þvi kemur tónninn skrumskældur að eyrum
hans.
Það var nógu illt að þurfa að hafa tvo há-
talara i herberginu, hvað þá fjóra. En sumir
spyrja: hvers vegna aðeins fjóra, en ekki sex
eða tólf, og hvers vegna ekki uppi i loftinu og
á gólfinu? Af orðum eins kunnattumanns
mætti ætla, að hljómflutningstæknin sé að
ganga sér til húðar i leitinni að fullkomnun,
en hann segir: Quadrófónninn er engin
patentlausn i fullkomnun hljómflutnings—
hann leysir stereófóninn engan veginn af
hólmi - heldur laðar fram önnur tónáhrif
með sömu tækni. ’.’á, sem leitar fullkomn-
unar, ætti að fara á tónleika. Enda er það enn
ódýrara.
Hver vill greiða hálfa milljón
króna fyrir tæknibrellur?
Sá sem vill kalla fram fullkominn hljómburð
i stofu sinni, kemstekki hjá þvi að greiða fag-
mönnum andvirði að minnsta kosti tveggja
litsjónvarpstækja, um 150 þús. kr. Það er
ekki óþekkt, að kröfuharðir hlustendur greiði
helmingi hærri upphæð.
A það er einnig að lita, að enn sem komið er
þjónar quadrófónninn engum sérstökum list-
rænum tilgangi, er miklu fremur tækni- og
sölubrella. Ný tegund neysluvöru hefur verið
fundin upp i þeirri von, að þörfin skapist
einnig. Þörfin kann fyrst og fremst að skap-
ast meðal hinna trúgjörnu, og sérstaklega, ef
unnt reynist að sannfæra þá um, að þeir þurfi
einnig að koma sér upp quadró-sal. Quadró-
fónninn er leikfang hinna riku.
GÐ4-PUTTE
Þtjý
ÍDt
liljóma
kerfi
Fyrsta kerfið er
einfaldlega þannig:
Gervi-quadrófónninn
styðst við tvo há-
talara. Hljómvakinn
er stereóhljómskifa,
en tvær tónrásir eru i
skorum hennar.
Þessum tveimur tón-
rásum er beint i
gegnum stereómagn-
ara, og þannig hefur
tekist að framkalla
þriðju og fjórðu rás-
ina.
Annað kerfið
reynir: : SQ-quadró-
fónninn styðst við
fjóra magnara og
fjórar aðskildar tón-
rásir. Tvöföldun
stereótóni er veitt i
gegnum "decóder”,
sem klýfur hvorn rás-
tón i tvennt, og þaðan
fara tónrásirnar, sem
nú eru orðnar fjórar, i
gegnum 4ra rása
magnara.
Þriðja kerfinu
tekst það CD-4-
quadrófónninn styðst
við fjóra magnara, og
fjórar aðgreindar tón-
rásir. I hverri skoru
eru raunar fjórar tón-
rásir, en tvær þeirra
'hafa svo háa tiðni, að
þær heyrast ekki að
öllum jafnaði, fyrr en
þeim hefur verið veitt
i gegnum ”modul-
ator.”
Sunnudagur 14. október 1973.
o