Alþýðublaðið - 14.10.1973, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.10.1973, Blaðsíða 7
ÞVÍ BREIÐARA SEM DEKKIÐ ER... Snertiflötur er nefndur sá hluti dekkjanna, sem er i snertingu við veginn, hvort sem billinn stendur kyrr eða er á hreyfingu. Stærð flatarins fer eftir gerð dekkjanna, loftþrýstingnum og þeirri þyngd, sem leggst ofan á þau, en hann er talsvert minni en flestir gera sér i hugarlund. A akstri kemur snertiflöturinn við beginn mjög stuttan tima i senn, og þvi skemur sem ekið er hraðar. Ef við athugum hvernig þetta litur út i tölum er dæmið þannig, að á 50 km hraða er snertitiminn 1.6 hundraðshlutar úr sekúndu, en á 100 km. hraða er snerti- timinn átta þúsundustu úr sekúndu. A þessum stutta tima verður snertiflöturinn að fara i gegnum vatnslag, sem myndast á vegum i rigningu, ef öku- maðurinn á að hafa stjórn á bil- num. Komist dekkið ekki i gegnum þetta vatnslag "flýtur” billinn á vatninu, og kraftflutningur dekkjanna minnkar, - þ.e. sá kraftflutningur, sem fer fram, þegar bremsað er eða kraft- breyting vegna áhrifa frá hliðum. Bilar fara ekki á ”flot” á þennan hátt við einhver ákveðið hraðamörk, heldur ráða þar miklu ýms atriði, svo sem þyngd viðkomandi bils, gerð dekkjanna, þyngdardreifingin á fersentimetra og vatnsmagnið á götunum. Þyngdardreifingin fer reyndar eftir þyngd bilsins og breidd dekkjanna, - þvi léttari sem billinn er, og þvi breiðari sem dekkin eru, er hættan á ”floti” meiri. Þungum bil á til- tölulega mjóum dekkjum er hinsvegar siður hætt við ”floti”. Heppilegt munstur á dekkjun um getur hinsvegar bætt mjög úr, ef þau eru of breið miðað við þyngd bilsins. Þá þarf munstrið að vera þannig lagað, að þaö veiti vatninu sem fljótast út til hliðanna, þannig að snertifletir- nir komi sem fyrst við sjálfa götuna. A kappakstursbrautum eru notuð sérstök rigningardekk ef mikið rignir, en slikt er ekki beint hagkvæmt fyrir venjulega ökumenn. Ýmsir bileigendur hafa tekið upp eftir kapp- akstursmönnum að nota mjög breið dekk, og er tilgangurinn yfirleitt sá að gera bilinn sem "sportlegastan” i útliti. Hins- vegar notast mönnum yfirleitt sáralitið að kostum slikra dekkja hér á landi, en á hinn bóginn hafa þau þann stóra ó- kost, breiðra dekkja, sem hér hefur verið sagt frá, - og það sem hefur verið sagt um rign- ingu (sem er njög algeng hér eins og menn vita) gildir lika um aðra algenga tegund af bleytuveðri, þ.e. slydduna og krapan'n. ARFTAKI GAMLA FÓLKSVAGNSINS Þá hefur litiö dagsins ljós bill sá frá Volkswagenverksmiðjunum i Wolfsburg, sem sagður er vera arftaki gamla, klassiska Fólks- vagnsins. Billinn hefur hlotið nafnið Blizzard, auk gamla Volkswagennafnsins, og er væntanlegur á markað i Þýska- landi næsta sumar. Verðið er á- ætlað 8000 mörk, sem er nálægt 280 þúsund krónum, og má þá búast við, að hingað kominn verði verðið einhversstaðar milli f jögur og fimmhundruð þúsund. Volkswagen Blizzard er teikn- aður með hjálp Giugiaro i Torino á ítaliu, og yfirleitt þykjast menn ekki sviknir af italskri aðstoð á þessu sviði. Blizzard veröur framleiddur með fjögurrastrokka, loftkældum 1100 og 1500 rúmsentimetra vélum, og er sú fyrrnefnda 50 hestöfl. Vélin er að framan og drifið á fram- hjólum. Hámarkshraði er 145 og 165 km/klst. Frá Volkswagen kemur enn einn nýr bill á næsta ári, heldur stærri en Blizzard. Sá er hugsaður sem arftaki Karman- Giha. Hann verður með 75 OG 80 hestafla vélum, og hámarkshraði 180km/læst. Verðið er áætlað 11.500 Þ$YSK MORK EÐA SEM NÆST 402 þúsund isl. krónum, sem þýðir, að hérna fer hann eitthvað yfir 700 þúsund krónur. 45 ÞÚSUND SINNUM STEFNULJÓS Efþúekur20þúsundkm á ári og átt bilinn þinn i þrjú ár, hvað heldurðu, að á þessum tima setjirðu stefnuljósin oft á? 20 þúsund sinnum? 40 þúsund sinn- um? 60 þúsund sinnum Talan er misjöfn eftir aöstæð- um, en vist er, að stefnu- ljósarofarnir þola talsverða notkun. 1 rannsóknarmiðstöð Fords i Merkenich i Köln hefur verið sett upp tæki, sem reynir endingu stefnuljósarofa. Sex rofar eru i gangi i einu — vinstra stefnuljós, slær af, hægra ljós, slær af aftur. Þannig gengur það, aftur og aftur 120 þús- und sinnum. í þessari endingar- prófum er hver einasti smáhluti i stefnuljósarofanum þaul- reyndur, og krafan er, að i 120 GRAND PRIX 1973 ONNUR FORNIN I Eins og skýrt var frá á íþróttasíðu blaðsins á þriðjudaginn gerðist sá hörmulegi atburður á laug- ardaginn fyrir viku, að franski kappakstursmaður- inn Francois Cevert fórst, þegar bíll hans rakst á grindverk á 290 km hraða. Slysið varð á æfingu fyrir bandaríska Grand Prix, á Watkins Glenn kappakst- ursbrautinni, sem tekin var í notkun fyrir sex árum. Þessi braut er talin ein sú öruggasta í heiminum, enda er þetta fyrsta slysið, sem þar á sér stað, og ann- að dauðaslysið á þessu keppnistímabili. Cevert ók fyrir Tyrrel, sama fyrirtæki og Jackie Stewart, sem þegar hefur tryggt sér heims- meistaratitilinn, og haföi slysiö þau áhrif á hann, að hann ákvað að taka ekki þátt i keppninni dag- inn eftir. Þriðji Tyrrel ökumaður- inn, Chris Amon, frá Nýja Sjá- landi ákvað sömuleiöis aö taka ekki þátt i keppninni. Þá er það einnig nokkurnveginn ljóst, að Stewart mun ekki keppa framar I Grand Prix, en hann hefur lengi hugleitt að draga sig i hlé. Astæð- Þetta er siðasta myndin, sem tekin var af Francois Cevert. Hún var tekin, þegar hann gerði hlé á aefingar- akstrinum, og örfáum mln- útum siðar beiö hann bana, þegar billinn valt. an er m.a. sú, aö undanfarin ár hefur hann séö á eftir mörgum nánum vinum sinum og sam- starfsmönnum hjá Tyrrel á sama hátt og Cevert nú. Dauði öku- mannanna Jim Clark, Piers Courage, Jochen Rindt og Jo Bonnier hafði djúp áhrif á hann, og eftir dauða Cevert er teningn- um kastað. Cevert vann fyrsta sigur sinn i Grand Prix á þessari braut árið 1971, og nú var bundinn endir á glæstan feril hans sem kapp- akstursmanns á þeirri sömu braut. Hann var álitinn besti „annar ökumaður” I Grand Prix, en ástæöan fyrir þvi var sú, að Stewart er aðal ökumaöur hjá Tyrrel, og næsta ár heföi Cevert að öllum likindum hlotið það sæti. Hann tók ekki aðeins þátt i kapp- akstri á Formula 1, heldur tók hann einnig þátt I kappakstri á öðrum gerðum bila. A þessu keppnistimabili sigraði hann m.a. i sportbilakeppni framleiðenda á Matra. 1 Grand Prix hafði hann náð þriðja sæti, — hafði sex sinn- um náð öðru sæti. Eins og fyrr segir varð slysið á Þorgrimur Gestsson BÍLAR OG UMFERÐ BÍLAFJÖLDI Á (SLANDI 1 Reykjavik voru i byrjun þessa árs 23437 bifreiðar, en á öllu landinu voru 57155 bifreið- ar. Fólksbilar, sem taka sjö far- þega og færri, voru 20979 i Reykjavik en á öllu landinu 50492. Flestir bilar utan Reykja- víkur voru i Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfirði, 6466, en næst komu Eyjafjarð- jjj arsýsla og Akureyri með 3984 % bila. § Af einstökum tegundum voru flestir af gerðinni Volkswagen 2 um siðustu áramót, 7322 bilar, | eða 14,3% af heildarbilaflotan- £ um. Næst kom Ford, 6766 eða * 13,2%. Næstir komu Moskwitch, j! 3335, <6.5%/, Land-Rover, 3113 | (6,1%), Skoda, 2841 5,5%), Volvo, 2435 (4,7%), Opel, 2311 (4,5%), Willys Jeep, 2308 (4,5%), Fiat, 2139 (4,2%), Saab, 1672 (3,3%), Chevrolet, 1414 (2,8%), Mercedes Benz, 1293 (2,5’, Toyota, 1290 (2,5%), Gaz 69,987 (1,9%), Ford Bronco, 858 (1,7%), Vauxhall, 855 (1,7), Peugeot, 777 (1,5%), Sunbeam, 717 (1,4%), Citröen, 673 (1,3%), Rambler, 636 (1,2%), Renault, 604, (1,2%), og Austin Gipsy, 571. (1,1%). þúsundasta skiptið vinni allt eins og það gerði I fyrsta skipti. En höldum okkur við aö þú akir 20 þúsund km á ári og eigir bílinn i þrjú ár. Segjum enn- fremur, að þú notir stefnuljósin til jafnaðar 50 sinnum á dag og akir 300 daga ársins. Otkoman er sú, að á þessum þremur ár- um notarðu stefnuljósin 45 þúsund sinnum, — en Forn reynir þau 120 þúsund sinnum, sem þýðir, að stefnuljósarofinn ætti að endast hjá þér i rúm átta ár, eigirðu bilinn svo lengi. 290 km hraöa, en ennþá hefur 1 engin skýring fundist á þvi, hvað olli slysinu. Hann hafði komist i gegnum margar S-beygjur á brautinni og var að búa sig undir hægri beygju, en billinn hélt beint áfram og lenti á öryggisgirðingu vinstramegin við brautina. Tyrr- elinn fór veltu i loftinu eftir á- reksturinn, og þegar hann kom niður klemmdist Cevert inni i honum. Talið er, að hann hafi lát- ist samstundis. Jody Scheckter frá Suöur-Afriku, sem ekur Mc- Laren Ford, stoppaöi og hljóp að bil Cevert. Þegar hann kom að flakinu hristi hann höfuöið von- leysislega og gaf hinum bendingu um að hægja ferðina. Sigurvegari i bandariska Grand Prix varð Sviinn Ronnie Peterson, á Lotus, og fyrir þann sigur hlaut hann 57.800 dollara verðlaun og fjóröa sætið aö loknu keppnistimabilinu. Jackie Stewart er heimsmeist- ari, eins og þegar hefur verið skýrt frá, Emerson Fittipaldi, heimsmeistari frá i fyrra, varða annar og Cevert var kominn i þriðja sæti. Sunnudagur 14. október 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.