Alþýðublaðið - 16.10.1973, Page 5

Alþýðublaðið - 16.10.1973, Page 5
FLOKKSSTARFIÐ Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála- ritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs- son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit- stjórnar, Skipholti 19. Sími 86666. Af- greiðsla: Hverfisgötu 8-10. Simi 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Simi 86660. Blaðaprent hf. EYÐSLUFJARLOG Það er vissulega sjálfsagt og eðlilegt i nútima þjóðfélagi, að rikið hafi mikið umleikis. Rikisvaldið og stofnanir þess veita almenningi mikilsverða þjónustu, sem hvergi er að fá annars staðar, jafnframt þvi, sem rikissjóður i löndum eins og á íslandi notar talsvert af fé sinu til þess að jafna aðstöðu fólksins i landinu, t.d. með greiðslu bóta úr almannatryggingakerfinu, en það kerfi er fyrst og fremst ætlað sem tæki til tekjuöflunar i þjóðfélaginu, auk þess sem það á að styðja sjúka eða aldraða einstaklinga, sem ella myndu búa við sáran skort og neyð. Þegar haft er i hug mikilvægt hlutverk rikisvaldsins að þessu og öðru leyti er ekkert við þvi að segja, þótt rikissjóður taki til sin talsvert mikið fé frá borgurum landsins. öðru visi getur rikið ekki veitt þá mikilsverðu þjónustu, sem talin er sjálf- sögð i öllum velferðarrikjum nútimans. En þrátt fyrir þetta er ekki sama, hve háu verði þessi þjónusta er keypt. Rikisvaldið getur skammtað sér rikissjóðstekjurnar sjálft. Rikis- stjórn og þingmeirihluti hennar ræður þvi hversu þungar byrðar ber að leggja á fólkið i landinu i formi alls kyns skattheimtu og hvernig með það fé er farið. Og flest virðist nú benda til þess, að núverandi rikisstjórn kunni sér i fyrsta lagi ekki hóf i skattlagningunni og i öðru lagi haldi ekki sem skynsamlegast á þeim fjár- munum, sem hún sækir sér i vasa almennings i landinu. A þeim stutta tima, sem núverandi rikisstjórn hefur verið við völd, hafa rikisútgjöldin tekið stórt stökk upp á við. í kjölfar eyðslunnar hefur fylgt skattaáþján, sem á ekki sinn lika i allri íslandssögunni og eru þau skattalög, sem rikis- stjórnin setti við upphaf valdaferils sins, gott dæmi um það. Og enn hyggst rikisstjórnin vega i sama knérunninn.í fjárlagafrumvarpi hennar er ráðgert að hækka söluskattinn úr 11% i 13% strax um næstu áramót og jafnvel sú mikla hækkun á skattlagningu mun tæplega nægja til þess að fylla hit rikiskassans. öllum, bæði stjórnarsinnum og stjórnarandstæðingum, er ljóst, að fjárlagafrumvarpið i fyrstu gerð þess ér hvergi nærri endanlegt.Griðarháir útgjalda- liðir eiga enn eftir að bætast við frumvarpið og hvar á að taka þá peninga? Stjórnarherrarnir eru að velta fyrir sér enn nýjum skattaálögum til þess að svara þeirri spruningu. Þeir geta sótt þá peninga, sem þeir vilja, til almennings i landinu, og þeim kemur auðsjáanlega ekki annað i hug en að notfæra sér það til fullnustu. Og þá er það spurningin: Hvernig nota stjórnarherrarnir þetta fé? Þeir nota það m.a. til þess að láta islenska neytendur borga meira en tvo milljarða króna i verðbætur á land búnaðarafurðir til erlendra og innlendra kaup- enda. Þessi upphæð samsvarar þvi, að hver fjöl- skylda i landinu borgi að meðaltali 45 þúsund kronur með islenskum landbúnaðarafurðum fyrir utan það háa verð, sem neytendur eru látnir borga fyrir þessar afurðir yfir búðar borðið. Þá afræður rikisstjórnin á sama tima, að lækka þær fjárhæðir, sem varið hefur verið til þess að styðja barnmargar fjölskyldur á ís- landi. Fjölskyldubæturnar á að LÆKKA um 133 milljónir króna. Þannig heldur rikisstjórnin sem sé á málunum. Er nokkuð óeðlilegt við það, þótt is lenskum skattborgurum sé meira en nóg boðið? KONUR I REYKJAVlK KERAMIKNÁMSKEIÐ Kvenfélag Alþýðuflokksins i Reykjavik gengst fyrir námskeiði i keramik i október og nóvember n.k. Kennari verður Steinunn Marteins- dóttir, leirkerasmiður. Nánari upplýsingar gefa Hjördis Guð- mundsdóttir, i sima 71508 eftir kl. 7 á kvöldin og Alma Einarsdóttir i sima 35114. Kvenfélagið FLOKKSSTJÓRN Alþýöuf lokkurínn boðar fullskipaöa flokksstjörn til funda helgina 20. og 21. október n.k. og verður fundurinn haldinn í Kristalssal Hótel Loftleiða. Fundurinn verður settur kl. 2 e.h. á laugardag. Adagskrá fundarins verða m.a. umræðurum sameiningarmálið, flokksmálin, landhelgis- málið og stjórnmálaviðhorfin. Þar sem mjög áriðandi er, að sem flestir flokksstjórnarmenn mæti, eru þeiraðalmenn í flokksstjórn, sem ekki geta mætt, beðnir að til- kynna það sem fyrst til flokksskrifstofunnar svo hægt sé að boða varamenn í þeirra stað. Alþýðuflokkurinn. KONUR I HAFNARFIRPI FÉLAGSFUNDUR Kvenfélag Alþýðuflokksins i Hafnarfirði boðar til félagsfundar miðvikudaginn 17. október n.k. kl. 20.30 i Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Dagskrá: 1. Stefán Gunnlaugsson, bæjarfulltrúi, ræðir bæjarmálin. 2. Rætt um vetrarstarfið. Á fundinum verður jafnframt kvikmynda- sýning og kaffiveitingar. Stjórnin HAFNFIRDINGAR AÐALFUNDUR Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Hafnar- fjarðar verður haldinn þriðjudaginn 16. október n.k. kl. 20.30 i Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Dagskrá: 1. Venjulega aðalfundarstörf 2. Hitaveitumál. Bæjarfulltrúarnir Hörður Zóphaniasson og Stefán Gunnlaugsson hafa framsögu. Stjórnin FRA ALÞINGI KOSIÐ I NEFNDIR Kosið var i fastancfndir Alþingis á fundum þingsins i ga?r — bæfti í sameinuftu þingi og í dcildum. Þcssir Alþýftuflokksmenn hlutu kosningu i nefndirnar: Sameinað þing: t fjárvcitingarncfnd Jón Ar- mann llcftinsson. i utanrfkis- málanefnd Gylfi Þ. Gfslason, til vara Benedikt Gröndal. í. atvinnumálancfnd Pctur Pctursson. i allshcrjarncfnd Stcfán Gunnlaugsson. t þing- fararkaupsncfnd Eggert G. Þorstcinsson. t kjörbréfa- ncfnd Pctur Pctursson. Efri deild: i fjárhags- og viðskipta- ncfnd Jón Armann llcftinsson. i samgönguncfnd Jón Arinann llcftinssou í laudhúnaftar- ncfnd Jón Armann Hcftinsson. i sjávarútvcgsncfnd Jón Ar- mann llcftinsson. i iftnaftar- ncfnd Kggcrt G. Þorsteins- son. t fclagsmálancfnd Kgg- crt Þorsleinsson. i lieil- hrigftis- og tryggingancfnd Kggcrl G. Þorstciiisson. í incnuta m álanefnd Jón Ar- niann llcftinsson. í allsherjar- ncfnd Kggcrt G. Þorstcins- son. Neðri deild: 1 fjárhags- og viftskipta- nefnd Gylfi P. Gíslason. t samgöngunefnd Pétur Pétursson. t landbúnaftar- nefnd Benedikt Gröndal. 1 sjávarútvegsnefnd Stefán Gunnlaugsson. t iftnaftarnefnd Pétur Pétursson. t félags- málanefnd Gylfi Þ. Gislason. t heilbrigftis- og trygginga- ncfnd Stefán Gunnlaugsson. 1 menntamálanefnd Benedikt Gröndal. 1 allsherjarnelnd Pétur Pétursson. Þingforsetar: Þá var vift kjör þingforseta hafftur sami háttur á og siftast, aft stjórnarandstöftu- flokkarnir fengu fyrstu vara- forseta i sameinuftu þingiog i deildum. Sjálfsta'ftisnoKkur- inn fékk fyrstu varaforseta i sameinuftu þingi og i neftri deild, en A1 þýftuflokkurinn fyrsta varaforseta efri deild- ar, og er þaö Eggert G. Þor- steinsson. !>h. U. TiV % ' é ■> I ~ ► l-L 1 tíÍ: & h I M 1 }?: •lij 1 " "feíi ER SAMEININGIN Á NÆSTA LEITI? FUNDUR Á VEGUM ALÞVÐUFLOKKSFÉLAGS REYKJAVÍKUR Alþýðuflokksfélag Reykjavikur efnir til fundar um sameiningar- málið n.k. fimmtudag kl. 20,30. Fundarstaður nánar auglýstur siðar. Á fundinum mun Benedikt Gröndal, varaformaður Alþýðuflokks- ins, hafa framsögu um sameiningarmálið og ásamt honum munu fulltrúar úr sameiningarnefndinni sitja fyrir svörum. Nánar i Alþýðublaðinu á morgun. Stjórnin tív: fíty É liE- 1 É tíT: 1 i* 1 }?: I i

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.