Alþýðublaðið - 16.10.1973, Qupperneq 7
Sjöwall og Wahlöö:
DAUÐINN TEKIIR
SÉR FAR
22
reglunnar fengu nýtt vatn á
sina myllu.
— Lögregluhatrið
blundar i öllum stéttum
þjóðfélagsins, sagöi
Melander. — Það þarf
aðeins óveru til að það
blossi upp.
— Og af hverju stafar
það, sagði Kollberg áhuga-
laus.
— Einfaldlega af þvi, að
lögreglan er ill nauðsyn,
sagði Melander. Allt fólk,
atvinnuglæpamenn
meðtaldir, veit, að það
getur komist i þá aðstöðu
að lögreglan sé þess eini
bjargvættur. Þegar
innbrotsþjófur vaknar ein-
hverja nóttina viö að
einhver er i kjallaranum
hjá honum, hvað gerir
hann þá? Jú, hann hringir
til lögreglunnar. En á
meðan ekkert slikt kemur
fyrir, bregðast flestir við
með ótta eða fyrirlitningu
þegar lögreglan gripur á
einhvern hátt inn I tilveru
þesseða truflar geðró þess.
— Er það ekki nógu
bölvað samt, þó maður eigi
ekki til þess að vita að
maöur sé ill nauðsyn. sagði
Kollberg.
— Mergurinn . málsins,
hélt Melander ótrauður
áfram — er auðvitað sú
þverstæða, að lögreglu-
starfið sjálft geri ráð fyrir
góðri greind og óvenju-
legum sálr- likams- og
siðferðisstyrk hjá starfs-
mönnum sinum, en býr
sjálft ekki yfir neinu, sem
höfðar til manna með slika
eiginleika.
— Djöfull er að heyra til
þin, sagði Kollberg.
Martin Beck hafði oft
verið vitni að svipuðum
umræðum og var ekki i
skapi til að hlusta á meira.
— Getið þið ekki farið
eitthvað annað með þetta
félagsfræðistagl ykkar
sagði hann úrillur. — Eg er
að reyna að hugsa dálitið.
— Um hvað svo sem?
spurði Kollberg.
Þá hringdi siminn.
— Já, Beck hérna.
— Þetta er Hjelm.
Hvernig gengur?
— Okkar á milli sagt, þá
gengur þaö ekkert.
ur það ekkert.
— Hefur ykkur tekist að
komast að hver þessi and-
litslausi er?
Martin Beck hafði þekkt
Hjelm lengi og mat hann
mikils. Hann var reyndar
ekki einn um það, þvi
margir voru þeirrar skoð-
unar, að Hjelm væri einn
færasti tæknimaður i
heimi, á sviði glæpamála.
En það varð að taka hann
réttum tökum.
— Nei, svaraöi Martin
Beck,- það virðist enginn
sakna hans.
Við höfum siegið eintóm
vindhögg. Hann dró and-
ann djúpt og hélt áfram: -
Já, þú ætlar vist ekki að
segja mér, að eitthvað nýtt
hafi komið fram hjá
ykkur?
Það varð að skjalla
Hjelm. Hjá þvi varð yfir-
leitt ekki komist.
— Jú, svaraði Hjelm með
sjálfsánægjuhreim i rödd-
inni,- við höfum gefið okkur
tima til að lita nánar á
hann, reynt aö gera okkur
nákvæmari mynd. Mynd,
sem gæti gefið til kynna
hvernig hann leit út i lif-
anda lifi. Ég held okkur
hafi tekist að finna aðal-
drættina.
Get ég sagt: Nei, þú segir
það ekki? hugsaði Martin
Beck.
— Nei, þú segir það ekki,
sagði hann.
— Jú, jú, sagði Hjelm
haröánægður. Arangurinn
varð betri en búist var við.
Martin Beck hugsaði :
Hvað á ég nú að segja til að
smyrja hann? Stórkost-
legt? Fyrirtak? Eða bara:
Gott? Eða ef til vill: Prýði-
legt? Ég verð að leggja
betur við eyrun næst þegar
Inga hefur saumaklúbb.
— Stórfint, sagði hann.
— Ég þakka, sagði Hjelm
glaður.
— Það er ég, sem ætti að
þakka. En geturðu ekki
sagt mér. ...
— Jú, það var einmitt
til þess, sem ég hringdi. Við
litum fyrst á tennurnar i
honum. Það var miklum
erfiðleikum bundið, þvi
þær höfðu allar orðið illa
úti. En þær fyllingar sem
við fundum voru illa
gerðar og við gerum ekki
ráð fyrir að nokkur tann-
læknir hér á landi vilji
kannast við þær. Meira vil
ég helst ekki segja um þá
hlið málsins.
— En þetta er nú þ'ó
nokkuð, sagði Martin Beck.
— Svo voru það fötin. Við
höfum grafið það upp, að
fötin voru keypt i Holly-
wood-búð hér i Stokkhólmi.
Til eru þrjár slikar, ein við
Vasagatan, ein við Göt-
gatan og ein á St.
Eriksplan.
— Gott, sagði Martin
Beck án hrifningar. Nú
hafði hann ekki þrek til að
hræsna lengur fyrir Hjelm.
— Já, svaraði Hjelm
sposkur,- það finnst mér
lika. Fötin voru annars
mjög óhrein. Þau hafa
sennilega aldrei verið
hreinsuð og ég gæti trúað að
hann hafi gengið i þeim á
hverjum degi um langan
tima.
— Hversu langan tima?
— Að minnsta kosti eitt
ár, á að giska.
— Hefurðu nokkuð meira
handbært?
Það varð nokkur þögn.
Hjelm hafði geymt það
uesta þar til siðast. Þetta
var aðeins leikþögn.
— Já, sagði hann loks-
ins,- I brjóstvasanum á
jakkanum hans fundum við
ögn af hassi, og korn, sem
við fundum i hægri buxna-
vasa reyndust vera úr
muldum Preludin-töflum.
Rannsóknir á sýnunum,
sem tekin voru við
krufninguna, staðfesta að
maðurinn var eiturlyfja-
neytandi.
Ný leikþögn. Martin
Beck hélt sér saman.
— Og svo var hann með
lekanda á háu stigi, sagði
Hjelm.
Martin Beck lauk við að
skrifa niður hjá sér,
þakkaði Hjelm og lagði
heyrnartólið á.
— Undirheimalyktina
leggur langar leiðir, sagði
Kollberg. Hann hafði staðið
bak viðstólinn og hlustað á
samtalið eftir bestu getu.
— Já, sagði Martin Beck.
— En við höfum ekki
fingraförin hans i skránni.
— Hann hefur ef til vill
verið útlendingur.
— Það gæti vel hugsast,
sagði Martin Beck. - En
hvaö eigum við að gera við
þessar upplýsingar? Við
getum ekki með góöu móti
látið blöðin hafa þær.
— Nei, sagði Melander,- -
en við getum látið þær
berast frá manni til manns
meðal þeirra hylmara og
eiturlyfjaneytenda, sem
við þekkjum til. Við setjum
okkur I samband við eitur-
lyf jadeildina og varnarliðið
i úthverfunum.
— Umm, sagði Martin
Beck.
Þetta var eins og hvert
annað hálmstrá, hugsaði
hann. En hvað var til
bragðs að taka? Næstu
sólarhringa á undan hafði
lögreglan gert tvær áber-
andi húsrannsóknir i hinum
svokallaða undirheimi
Stokkhólmsborgar, en ekki
hafterindi sem erfiði. Allir
höfðu átt von á hinu mikla
lögregluliði og forðað sér
undan nema þeir sem lágu
alveg i svaðinu, bæði i
eiginlegri og óeiginlegri
merkingu. Af þeim
rúmlega hundrað og
fimmtiu einstaklingum,
sem lögreglan hafði hand-
tekið, voru flestir á þvi stigi
að þeir áttu hvergi heima
nema á hæli og var með þá
farið i samræmi við það.
Rannsóknirnar innávið
höfðu engan
árangur borið og
þeir sem höfðu samböndin
voru sannfærðir um að
hylmararnir segðu það
satt, að enginn vissi neitt.
Margt benti til að þetta
væri rétt. Það voru engar
likur til að neinn gæti talið
sér hag I að halda hlifi -
skildi yfir glæpamanni i til-
viki sem þessu.
— Nema dóninn sjálfur,
sagöi Gunvald Larsson,
sem hafði hörmulega til-
hneigingu til að undirstrika
hið augljósa.
Það ein, sem hægt var að
gera, var i stórum dráttum
að byggja á þeim gögnum,
sem þegar hafði tekist að
afla, til dæmis að reyna að
hafa uppi á morðvopninu
og halda áfram yfir-
heyrslum á öllum þeim,
sem á einhvern hátt voru
tengdir fórnardýrunum.
Þeim höfðu nú bætst nýir
kraftar við yfirheyrslrrnar
. nefnilega auk Manssons
aðstoðarforingi frá
Sundswall, Nordin að
nafni.
Það hafði ekki reynst
mögulegt að fá Gunnar
Ahlberg lausan frá föstum
störfum, en það skipti
minna máli nú, þvi enginn
hafði trú á að yfir-
heyrslurnar leiddu neitt i
ljós.
Klukkustundirnar
siluðust áfram. Ekkert nýtt
gerðist. Dagarnir liðu og
brátt var önnur vika á
enda. Og enn leið vika. Það
var mánudagur enn á ný,
hinn fjórði desember. Það
var kalt i veðri og hvasst.
Jólasirkusinn versnaði
stöðugt. Liðsauka-
mennirnir voru i slæmu
skapi og þá var farið að
langa heim. Mansson til
hins milda loftslags
Suður — Sviþjóðar og
Nordin til hreinviðris og
hressandi vetrar i Norr-
land. Hvorugur þeirra var
vanur stórborgum eins og
Stokkhólmi og þeir van-
þrifust báðir. Það var
margt, sem reyndi á
taugar þeirra, einkum
másandi hraðinn,
þrengslin og óþýtt viðmót
fólksins. Sem lögreglu-
menn gramdist þeim hin
slaukna spilling i þjóð-
félaginu og blómleg og út-
breidd smáglæpastarf-
semi.
—Ég skil ekki hvernig þið
þolið við i þessari borg,
sagði Nordin. Hann var
fremur alvörugefinn
maður með skalla, loðnar
augabrýr og stingandi brún
augu.
—Við erum fæddir hér og
upp aldir, sagði Koilberg.
— Við höfum aldrei kynnst
neinu öðru.
— Ég kom hingað með
neðanjarðarbrautinni
núna, sagði Nordin.
Einungis á milli Alvik og
Fridhemsplan sá ég að
minnsta kosti ein tiu,
fimmtán stykki, sem við
hefðum tekið á stundinni,
ef við hefðum verið heima i
Sundswall.
— Við höfum of fáa
starfsmenn, sagði Martin
Beck.
— Já, veit ég það, en...
— En hvað þá?
— Hafið þiðekki veitt þvi
eftirtekt hve huglaust fólk
er hérna, venjulega, sóma-
samlegt fólk?. Spyrji
maður til vegar eða biðji
það um eld, er engu likara
en það flýi frá manni. Það
er hreint og beint hrætt.
Það finnur til öryggis-
leysis.
— Já, hver gerir það
ekki? sagði Kollberg.
— Ekki ég, sagði Nordin.
— Að minnsta kosti ekki
yfirleitt, en ætli það fari
ekki að koma að þvi að
skelfingin gripi mig lika.
Hvernig er það, hafið þið
eitthvaö, sem ég gæti
byrjað á?
— Við höfum fengið
bendingu, sem er dálitið
frábrugðin þvi venjulega,
sagði Melander.
— Nú um hvað?
— Um manninn, sem við
vitum enn ekki hver er.
Kona I Hagersten hringdi
og sagðist búa nálægt bila-
verkstæði þar sem ynnu
Danskir læknar
senn færir um
lifraígræðslu
Enn hafa danskir læknar
ekki skipt um lifur i sjúklingi,
en i hálft-annað ár hafa
læknarnir i sjúkrahúsinu i
Gentofte i Kaupmannhöfn
undirbúið slika aðgerð, segir i
danska blaðinu Aktuelt.
Þessi undirbúningur hefur
m.a. verið fólginn i þvi, aö
skipta um lifur i grisum. Lif-
færabygging grisa er á marg-
an hátt svipuð liffærabygg-
ingu manna.
Skurðlæknarnir i Gentofte
telja sjálfir, að þeir séu tækni-
lega þess umkomnir að geta
skipt um lifur i mannverum,
en þeir vilja með engu móti
flýta slikum uppskurði.
— Það er svo margt, sem
verður að falla, segir Helge
Baden, prófessor. Við verðum
að hafa i höndum I senn hæfan
sjúkling og gefanda. 011 hin
tæknilega hlið verður að vera
reiðubúin.
Þar að auki verða heil-
brigðisyfirvöld, og siðastur
allra sennilega heilbrigðis-
málaráðherrann, að gefa
leyfi. Einnig er spurning,
hvort ekki eigi að biða þar til
hugtakið heiladauði hefur öðl-
ast viðurkenningu. Reynslan
virðistsýna, að meiri likur séu
á að skurðaðgerðin lánist á
sjúklingum, sem eru „heila-
dauðir”, en sjúklingum, sem
eru „hjartadauðir”.
Hinn ungi læknir Torben
Stæhr Johansen sneri fyrir
þrem vikum heim eftir eins
árs dvöl í Denver i Colorado.
Þar býr skurðlæknirinn T.E.
Starzl, sem alls hefur 76 sinn-
um framkvæmt lifrarflutning.
A þvi ári, sem Stæhr Johansen
dvaldi i Denver, voru fram-
kvæmdir 19 lifrarflutningar og
80 nýrnaflutningar.
Af þeim 11 sjúklingum, sem
dr. Starzl framkvæmdi lifrar-
græðslu I árið 1972, lifa nú
fimm. Meðal þeirra eru börn
og flest fólkið er ungt að árum.
Stæhr Johansen telur, að ekki
eigi að reyna lifrarigræðslu á
eldri sjúklingum, en 40 ára.
Sjúklingarnir, sem dr. Starz
hefur skorið, er fólk með
herpilifur, skyndilega lifrar-
bólgu eða með krabbamein á
frumstigii lifrinni. Einnig hef-
ur hann skorið fólk með
enzym-hörgulsjúkdóminn Wil-
sonsveiki. I öllum tilvikum
hefur hér verið um að ræða
dauðveikt og meðvitundar-
laust fólk. Það er þvi hreint
ótrúlegt að fylgjast með þvi,
hvernig þetta fólk vaknar að
skurðaðgerðinni lokinni, heil-
brigt og án þess að múna,
hvað gerst hafði.
En aðgerðir sem þessar eru
ákaflega dýrar. Kostnaðurinn
við eina slika aðgerð er senni-
lega ekki innan við 2 millj. Isl.
kr. En vinningurinn er lika
stór ef með þessu móti er hægt
að bjarga mannslffi. Þess
vegna telur dr. Stæhr Johan-
sen, aðáfram verði aðhaldatil
raununum með lifraigræðslu.
Ef til vill finna menn dag einn
lausnina á mesta vandamál-
inu við slikan liffæraflutning
— hvernig á að vinna bug á
höfnunareigind likamans við
slikum aðskotahlut. Vonin er,
að visindamenn finni einhvern
tima það lyf, sem geti brotið á
bak aftur mótstöðu likamans
við igræðslunni án þess þó að
sjúkdómavarnir hans bili um
leiö.
Slík aðgerð
kostar vart
undir 2millj.
ísl. kr.
jyL | 1 L ]
rnk f**. »• i fji •*-" |H :
F * ./11 Jk M -'Mm
TIGNARLEGYFIRSKEGG
i Englandi hefur nýlega verið
haldin landskeppni um, hver
bæri tignarlegasta yfirskeggið.
Sigurvegarinn, Alan Bryan,
mætti til keppninnar með 16
millimetra langa skeggtoppa á
yfirvörinni.
Verðlaun hans eru þau að fá
að benda á eitthvert mannúðar-
mál, sem fær 100 enskra punda
stuðningsgjöf frá stærstu dag-
blöðunum á Bretlandseyjum.
önnur verðlaun, sem hann fékk
og voru frekar til einkaafnota,
voru ein tunna af bjór, rakvéla-
blöð til iifstiðar og snyrtivörur
fyrir karlmenn.
Þyngri refsingar fyrir
ölvun við akstur
Það ætti að refsa drukknum
ökumönnum miklu harkalegar,
en nú er gert. Slik er krafa hinna
eldri borgara Danmerkur.
Skoðanakannanir, sem BDM og
Gallup-stofnunin hafa gert,
sýna, að 41% þjóðarinnar er á
þessari skoðun.
Það kom einnig i ljós, að mjög
margir eru meðmæltir auknum
umferðarhraðatakmörkunum
og fólk vill sjá fleiri lögreglu-
þjóna úti á vegunum. Einnig eru
margir — aðallega meðal hinna
yngri — sem vilja, að reglulega
sé litið eftir ástandi bifreiðanna
og vilja fá betri ökukennslu.
Athuganirnar sýna, aðdanir eru
nú meira á varðbergi gegn
bilismanum, en nokkru sinni
fyrr.
Níu ára
skolaskylda
í gildi í
Danmörku frá
og með
þessu hausti
Námsmaður heldur heim til Chile til
að berjast gegn herforingjastjórninni
„Um leið og ég hef afl-
að nægilegs fjár held ég
til Chile til þess að taka
þátt í baráttunni gegn
herforingjastjórninni.
Nám mitt hér hefur engan
tilgang lengur. Nú er
aðeins hin mikla barátta,
sem gildi hefur".
Þetta segir ungur Chile-búi i
Kaupmannahöfn I viðtali við
danska blaðið Politiken. Hann
hefur lagt stund á félagsfræði
um tveggja ára skeið við há-
skólann. Nú hefur hann hætt
náminu. Þekkingin átti að koma
Allende forseta og sósialisman-
um að gagni. En i þeirri
baráttu, er nú er i vændum, eru
það vopnin, sem gilda.
„Þvi miður er það svo”, segir
þessi ungi maður og leggur um
leið áherslu á nauðsyn þess, að
nafn hans sé ekki nefnt. Hann
hefur ef til vill enn möguleika á
þvi að komast til Chile. En tak-
ist honum það ekki fer hann til
Argentínu, þar sem verið er að
byggja upp chilenskar
skæruliðasveitir.
„Það,er ekki rétt af mér að
dvelja lengur i Danmörku nú”,
segir hann enn fremur. „Þar er
ég langt i burtu frá þvi fólki,
sem ég er hluti af. Verið er að
brjóta á bak aftur hugsjónir,
sem ég aðhyllist. Hugsanlegt er,
að félagar minir i Chile, séu enn
heilir á húfi, en það getur lika
verið, að þeir hafi flúið til
Argentinu eða að þeir hafi
verið drepnir. Fyrir valdarán
hersins hafði ég stöðugt
samband við þá, en siðan hef ég
ekki heyrt orð frá þeim. Ég vil
heldur ekki reyna að hringja i
þá. Þeir eru allir flokksbundnir
sósialistar og ef til vill eru þeir
umsetnir af hermönnum og
njósnurum herforingjastjórnar-
innar. Þvi gæti verið hættulegt
að reyna að taka aftur upp sam-
band við þá”.
„Fyrir tveim árum siðan
gerði ég hlé á námi minu og hélt
til Chile. Þar dvaldi ég siðan eitt
ár áður en ég kom aftur hingað
til Kaupmannahafnar. Þegar á
þeim tima höfðu borgaraflokk-
arnir i Chile mikil umsvif, en
herinn var þriskiptur: Einn
hópur var hollur Allende.annar
var tvistigandi og hinn þriðji
var beinlinis gegn honum. Ég
hefði aldrei imyndað mér, að
allt myndi fara eins og farið
hefur. Ég bjóst við þvi, að
herinn myndi virða stjórnar-
skrána, en það sýnir sig enn
einu sinni, að ekki er unnt að
framkvæma sósialisma á
friðsamlegan hátt.
Ég geri ekki ráð fyrir, að neitt
hafi komið fyrir foreldra mina”
heldur hann áfram. „Þau voru
ekki stuðningmann Alende. Ég
hef nú með öllu slitið sambandi
við þau. Þau eru kapitalistar.
Ég geri ekki ráð fyrir, að þau
hafi neitt samband við her-
foringjastjórnina, en þau hafa
sterka samúð með henni.”
Frá og með þessu hausti er
niu ára skólaskylda i Ilan-
' mörku og af þvi tilefni ræddi
! blaðið Aktuelt við nokkra
: nemendur og kannaði hug
þeirra til málsins.
Meginatriðið virðist vcra
það, segir blaöið, að flestir eru
ánægðir með nýskipunina, en
þeir eru einnig til, sem eru
óánægðir. Fjölmargir nem-
enda segja einnig, að auk niu
ára skólaskyldunnar hugsi
þeir sér að bæta tiunda árinu
sjálfviljugir við.
Athuganir blaðsins leiddu
einnig i Ijós, að talsvert marg-
ir nemendur efstu bekkja
skyldunámsstigsins störfuðu
eitthvað auk skólavinnunnar.
Þess vegna áttu suinir þeirra i
1 erfiöleikum með að fá nógan
tima til námsins. En það er
ekki hægt að vænta þess, að
foreldrarnir borgi allt fyrir
okkur, sögðu þeir.
Eitt foreldri — sem sat i
skólastjórn — taldi, að skóla-
gönguvandamálin ykjust ekki
i hluttalli við lengingu skyldu-
námsins. Þau börn og þá for-
eldra, sem við eigum I erfið-
leikum með á niunda skyldu-
námsárinu þekkjunt við þá
þegar vcl frá sjötta skyldu-
námsárinu, sagði sá.
Ungur chilenskur stúdent hættir námi í háskólanum í Kaupmannahöfn:
„Nú eru það vopnin, sem tala”. segir hann
og hvatningarhrópin heyrðust
alveg inn i stofu I húsinu litla.
Sjálf hefur Susan engan sér-
stakan áhuga á knattspyrnu.
— 1 allt vor og sumar hef ég
verið við upptökur hér I Eng-
landi, segir hún. A helgum flýg
ég til eiginmanns mins I Paris,
eða þá, að hann kemur hingað
og heilsar upp á mig og son
okkar litinn. Þetta er prýðisgott
„flug-hjónaband” og okkur
finnst það ganga vel. Við
þreytum ekki hvort annað með
daglegri samveru.
Eiginmaðurinn Susan
Hampshire er franski kvik-
my ndaleikstjórinn Pierre
Granier. Þau hafa verið gift i
fimm ár, og allan þennan tima
hafa þau ferðast aftur og fram
yfir Ermasund til þess að lita
hvort til annars.
Það er vel talað um hjóna-
band þeirra i ensku og frönsku
blöðunum. Það er orðið hálfgerð
fyrirmynd fyrir aðra: Þannig
geta uppteknar og stressaðar
mennskjur á vorum timum
haldið persónulegu sambandi
hvor við aðra ár eftir ár,án þess
að nokkur snuðra hlaupi þar á.
Og það jafnvel þótt bæði séu þau
I sviðsljósinu.
— Ég fékk hlutverkið i „The
Pallisers” fyrirhreina tilviljun,
segir Susan Hampshire. Leik-
konan, sem upphaflega hafði
verið valin, gat ekki uppfyllt
skilyrði samningsins. Eftir
langvinnar viðræður dró hún
sig i hlé.
„Hin konan” var dóttir
leikarans John Mills og ástæða
þess, að hún gat ekki uppfyllt
snýr
aftur
Fók á að fara varlega i alla
spádóma, en ég þori næstum að
veðja, að „The Pallisers” vekur
jafn mikla lukku og saga
Forsytanna.
Þetta er stórfinn sjónvarps-
þáttur, sem sérlega gaman
hefur verið að vera með i að
gera. Vissulega hefur veríð nóg
að starfa. TIu stundir á dag i
sex daga vikunnar. En nú er
það erfiðasta yfirstaðið.
Það er Susan Hampshire —
hin fagra Fleur úr Forsyte-
þáttunum—sem sagði þetta i
viðtali við sænska Aftonbladet,
sem heimsótti hana i hibýli
hennar rétt við Bridge-fót-
boltaleikvanginn i London.
Þetta er heimavöllur Chelsea
Nýr framhaldsflokkur getur orðið jafn vinsæll og Saga Forsytanna
samninginn, var, að hún var
með barni. Það myndi ekki
haga gengið á skjánum, þvi
vaxtarlagið hefði breyst eftir
þvi, sem lengra hefði liðið á
upptökuna.
Þá var einnig sagt meðal
sjónvarpsfólks i Bretlandi, að
hún hefði ekki verið allskostar
ánægð með það hlutverk, sem
henni átti að úthluta i þessu
mikla, breska fjölskyldusjón-
varpsleikriti.
— 1 stórum dráttum erum við
innan sama ramma og settur
var umhverfis sögu
Forsytanna, segir Fleur. Það er
um að ræða lif breskrar fjöl-
skyldu frá þvi um 1830. En i
þetta skipti ér það ekki yfir-
stéttin, eins og i sögu
Forsytanna. Þetta fjölskyldu-
leikrit eftir John Galsworthy
fjallar um venjulega borgara-
fjölskyldu.
Susan Hampshire hefur
gengið fjárhagslega vel eftir að
hún lék i sögu Forsytanna. Það
kom ekki á óvart, að Ameriku-
mönnum skyldi geðjast vel að
konu eins og henni og hún hefur
oft verið i Bandarikjunum, þar
sem hún hefur komið fram i
sjónvarpi, farið með ljóð og
laust mál, veita viðtöku viður-
kenningum, eða til þess að fara
I vel borgaðar fyrirlestraferðir
á vegum kvennaklúbba.
— Kosturinn við hlutverk eins
og Fleur — sem slær i gegn og
vekur athygli i meira en 40
löndum allt frá Sovétrikjunum
til Nýja Sjálands — er, að eftir
það getur maður valið og hafn-
að úr þeim tilboðum, sem
berast, segir Susan Hampshire.
En þannig hefur það nú ekki
alltaf gengið fyrir henni. Þegar
hún fyrir tólf-þréttán árum
barðist við að koma sér áfram i
London varð hún að taka hvaða
tilboði sem bauðst. Meðal
annars lék hún á móti Cliff
Richard i söngvamynd „Lifið er
popp,” sem m.a. hefur verið
sýnd i sjónvarpsstöðvum á
Norðurlöndum.
— Þessari kvikmynd vil ég
helst geta gleymt, segir Susan
Hampshire. Þettá var léleg
mynd. Hlutverkinu myndi ég
harðneita I dag, en þá kom það
sér vel. Ég hef alls ekkert á
móti Cliff Richard, en sögu-
þráðurinn var ósköp þunnur,
segir hún.
Framhaldsmyndaflokkinn
„The Pallisers” á að taka til
sýninga i enska sjónvarpinu
eftir áramótin. Það merkir lik-
lega,aðnafn Susan Hampshire
verður heimsfrægt á ný, og
kyrrðin i litla húsinu I Chelsea
verður rofin af bréfahlöðum,
simahringingum, simskeytum,
beiðnum um viðtöl og öllu, sem
þvi fylgir, segir Aftonbladet.
„Þvi miður stóð ekki þjóðin
öll að baki Allende, er hann var
kjörinn forseti. Aðeins þriðjung-
ur atkvæðanna féllu honum i
skaut við forsetakjörið og þvi
hlaut hann aðeins takmörkuð
völd. En hann gerði fólkið
(bændur og verkamenn) að
pólitiskt sannfærðum mönnum.
1 dag myndi hann hafa fengið
meir en helming allra greiddra
atkvæða.”
„Það var af þessari ástæðu,
að herinn hlaut að láta höggið
riða. Samt hef ég ekki fullan
skilning á þvi sem gerðist.
Ungir menn i Chile eru
þvingaðir i herinn, rétt eins og i
Danmörku. Sá her, er svipti
Allende völdum er saman settur
af verkamönnum og verka-
mannasonum. Ég skil ekki
hvernig þeir gátu framfylgt
slikri fyrirskipun. Hins vegar
þykist ég vita, að þeir hafi ekki
gert það af sinum eigin frjálsa
vilja. Hins vegar skil ég vel, að
margir hermenn neita nú að
skjóta þá verkamenn, sem
verja þjóðnýttar verksmiðjur
og sem hafa gengið i varnar-
sveitir alþýðunnar. Þess vegna
held ég nú sjálfur tii Chile og
vona, að ég komist inn i landið.
Það verður hörð og blóðug or-
usta, en ekki með öllu vonlaus.
Ég þekki afstöðu chilensku
þjóðarinnar. Eftir fimm ár eða
jafnvel fyrr verður landið á
nýjan leik orðið sósialiskt”,
segir þessi ungi stúdent frá
Chile, sem neyðist til að leyna
nafni sinu vegna valdaræningj-
anna i Chile.
Blaðburðarfólk
vantar nú þegar
i eftirtalin hverfi:
Voga
Hagar
Skipasund
Laugarnes
Kleppsvegur (lág nr.)
Teigar
Lækir
Fossvogur
Kópavogur
Hrauntunga
Hliðarvegur
Auglýsingasími
Alþýðublaðsins
er 86660
O
Þriðjudagur 16. október 1973
Þriðjudagur 16. október 1973