Alþýðublaðið - 08.11.1973, Blaðsíða 1
ÞORVALDUR
BYRJAR
AFTUR
Söngvarinn Þor-
valdur Halldórsson er
BBBBEBBBII
Fimmtudagur 8. nóv. 1973
248. tbl.
54. árg.
Astandið i sima-
málum Vestmanna-
eyinga er heldur bág-
borið um þessar
mundir, og kurr i
mönnum. Frá Eyjum
höfðum við fengið þær
fregnir, að menn þurfi
að biða 5-10 minútur
eftir þvi að geta hringt
innanbæjarsimtöl, og
eftir utanbæjar-
simtölum þarf að biöa
kiukkustundum saman.
Við eldgosið i Eyjum
var sjálfvirka stööin
þar tekin niður, og
henni dreift á landið
vegna skorts á slikum
tækjum. Siöan hafa
Eyjamenn haft 90
númer i gegnum Sel-
foss, og nú siðast hand-
virka simstöð, sem sett
var upp i haust.
ISVIDS-
UOSINU
farinn að syngja aftur
eftir þriggja ára hlé.
Hann hefur nú gengið i
endurreista hljóm-
sveitina Pónik og koma
þeri fram i fyrsta skipti
i Klúbbnum i Reykjavik
i kvöld. — Ég er kátur
og ánægður yfir þvi að
vera byrjaður aftur i
hljómsveit, sagði Þor-
valdur i stuttu spjalli
við fréttamann blaðsins
i gærkvöldi. — Undan-
farin tvö ár hef ég verið
að troða upp sem
skemmtikraftur hér og
þar en reikna með að
hætta þvi alveg núna,
enda nóg að gera við að
vera i danshljómsveit.
Þorvaldur er nú
alfarinn frá Akureyri og
býr syðra.
Vinsælasta hljómsveit heims
hingað til lands?
Einhver alvinsælasta
rokkhljómsveit heims,
breska hljómsveitin
SLADE, er væntanleg
til tslands fyrir áramót.
Ef samningar nást, þá
verða haldnir nokkrir
hljómleikar með Slade
hér. Slade koma hingað
— ef af verður — á
vegum umboðsskrif-
stofu Amunda Amunda-
sonar, og staðfesti hann
i viðtali við blaðið i gær-
kvöldi, að samningar
virtust vera að komast
á lokastig. — Þeir hafa
allavega lýst sig fúsa til
að koma, sagði Amundi,
— og við erum núna að
leggja siðustu hönd á
samninga. Enn hef ég
ekki ákveðið hvar
hljómleikarnir verða
haldnir, en ég sé enga
ástæðu til að binda mig
við Laugardalshöllina,
enda erfitt að ná góðum
amningum við þá.
0L1UKREPPAN
ÚGNAR ÍSLANDI
Eldsneytis-
skorturinn í Vestur
Evrópu, vegna sam-
dráttar í fram-
leiðslu Arabaland-
anna, er þegar
farinn að segja til
sin hér á islandi á
tvennan hátt.
Annars vegar fer
gasolíuverðið hér nú
hækkandi, og óvíst
er hvernig tekst til
að útvega nauðsyn-
legt eldsneyti, þegar
liða tekur á næsta
ár. Sem dæmi um
hversu málið er
orðið okkur skylt, þá
þá rikti fyrir
nokkrum dögum
mikil óvissa um
hvort oliufélögin
ESSO og Shell,
fengju afgreiddan
farm upp á 18.000
tonn af gasolíu og
5000 tonn af flug-
vélaeldsneyti, frá
Rotterdam í Hol-
landi.
S k i p i ð á 11 i
upphaflega að lesta
þar í fyrradag, en
því var breytt,
annað skip fengið,
og lestaði það fyrir
f jórum dögum, og er
vænta nlegt ti I
landsins i dag eða á
morgun.
Þessar birgðir
nægja þessum tveim
olíufélögum fram á
næsta ár, miðað við
að samningar við
Rússa sta ndi
óbreyttir að magni
til, en verðá elds-
neyti þaðan er að
nokkru háð heims-
markaðssveif lum,
og getur því hækkað
verulega.
B.P. á hinsvegar
eftir að fá 12 til 13
þúsund tonn af gas-
olíu og 5000 tonn af
flugvélaeldsneyti
afgreitt frá Bret-
landi í desember
Sem kunnugt er,
kaupa islendingar
mest af eldsneyti
frá Rússlandi, en
um 20% eða 50 til 60
þúsund lestiraf gas-
olíu og f lugvélaelds-
neyti eru keyptar
frá vestrænum oliu-
felögum, og þaðan
eru einnig keyptar
allar smuroliur, gas
og aðrar vörur sem
oliufélögin selja.
Búið er að semja
við Rússa um kaup á
vissu magni næsta
ár, og búið að leggja
drög að samningum
fyrir árið 1975, en
óvist er hvernig þeir
kunna að breytast,
en vist er að verðið
mun fara ört hækk-
andi um ófyrirsján-
lega framtíð.
Ekki vöntun heldur verðhækkanir
SPARISJOÐSSTJORIIFRI
Frétst hefur, að
sparisjóðsstjóranum i
Keflavik, hafi verið
gefið leyfi frá störfum
um óákveðinn tima af
stjórn sparisjóðsins.
Ekki tókst Alþýðu-
blaðinu aö fá staöfest
hvers vegna og engar
frekari upplysingar
fengust um málið,
hvorki hjá þeim, sem nú
gegnir störfum spari-
sjóðsstjóra, bankaeftir-
litinu, bankamálaráðu-
neytinu eða stjórn
sparisjóðsins.
Bankaeftirlit Seðla-
bankans svaraði fyrir-
spurnum Alþýðu-
blaðsins áþann veg, að
fyrirmæli hefðu verið
gefin um að segja
ekkert um þaö mál.
Geirmundur
Kristinsson, fulltrúi i
sparisjóðnum, kvaðst
gegna stöðu sparisjóðs-
stjóra i veikindaföllum
hans. Ekki náðist i Þor-
grim Eyjólfsson, fram-
kvæmdastjóra, sem er
formaður sparisjóðs-
stjórarinnar, en skrif-
stofa hans tjáði blaðinu,
áð hann myndi ekki
vera til viðtals um
málið, þótt til hans næð-
ist.
Sagt er að djarflegar
lánveitingar Spari-
sjóðsins i Keflavik hafi
leitt til þess, að staða
hans gagnvart Seðla-
bankanum er ekki sú,
sem kröfur eru gerðar
til og reglur mæla fyrir
Rannsókn fer nú fram
á þessum atriðum i
rekstri Sparisjóðsins,
og ef til vill fleirum.
Leiði sú rannsókn i
ljós, að ekki sé allt með
felldu og reglum sam-
kvæmt, er talið ljóst, að
ekki hafi það farið fram
hjá þeim mönnum
öðrum, sem ábyrgðar-
og trúnaðarstörfum
gegna i Saprisjóðnum i
Keflavik.
8000tonn
Búið er að selja fyrir-
fram 7.900 tonn af
loðnumjölsframleiðslu
komandi vertiðar, að
þvi er Sveinn Björnsson
hjá Viðskiptaráðu-
neytinu tjáði Alþ.bl.
Allar sölur hafa legið
niðri um langt sekið,
eða siðan i ágúst.
Að sögn Sveins er
markaðurinn nú
„viðkvæmur”. Kaup-
endur halda að sér
höndum, viða eftir
fregnum frá ansjósu-
veiðum Perúmanna, og
kaupendur halda einnig
i sitt, i von um að verðið
hækki.
Ekkert hefur veriö
selt fyrirfram af loðnu-
lýsi.
Blokkin
í 80
sentum
Verð á þorskblokk á
Bandarikjamarkaði
hefur nú um tveggja
mánaða skeið verið
óbreytt, 80 cent pundið.
Fyrr á árinu hafði
blokkin töluvert hækkað
i verði.
Ovist er taliö hver
þróunin verði i verð-
lagsmálum á næstunni.
Kjöt og kjúklingar hafa
lækkað i verði vestra,
og það kann að hafa
áhrif til lækkunar á
fiskverðinu.