Alþýðublaðið - 14.11.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.11.1973, Blaðsíða 3
EGGIN ALVEG EINSTÆÐ Hænuegg eru liklega eina matvaran á al- mennum markaði, sem ekki er háð verðlagseftir- liti, en verð þeirra fer aðallega eftir framöoði og eftirspurn. Og þar sem enginn einn aðili fylgist með verðlagningu á eggjum er verðið mjög mismunandi eftir versiunum — þannig er verðið um þessar mundir frá kr. 220 upp i 290 krónur kilóið eftir þvi sem Alþýðublaðið kemst næst. Að þvi er Alþýðublaðið fékk upplýst hjá skrif- stofu verðlagsstjóra eru nær tuttugu ár siðan það embætti hefur auglýst verð á eggjum, en siðan tók verðlagsráð land- búnaðarins við þvi verki. ,,Nú verðleggur enginn egg nema framleiðandinn — sexmannanefndin hefur ekki verðlagt þau i fjölda ára”, sagði Gunnar Guðbjartsson, formaður verðlagsráðsins, við Alþýðublaðið i gær. „Það hefur liklega ver- ið árið 1956, sem Eggja- samlagið var stofnað, en þá var komið skipulagi á eggjasöluna og þau skyggnd. metin og stimpluð”, sagði Gunnar ennfremur. ,,Þá tóku menn að selja egg á sinu eigin verði með þvi að fara beint i hús, og eftir nokkur ár, — það var annaðhvort 1960 eða 1962, fór Eggjasamlagið yfir, og siðan hefur ekkert skipulag verið á eggjasöl- unni. Við erum að sjálf- sögðu óánægðir með þetta, en það er ekki hægt að þvinga fólk til að selja eggin einhver jum ákveðnum aðila, þvi fæstir þeir, sem eru með hænsnabú, eru i land- búnaðarsamtökum — og það ná engin lög yfir þessi bú”. sagði Gunnar Guð- bjartsson að lokum. ÞESS VEGNA „JA” Við atkvæðagreiðsluna um landhelgissamningana á Alþingi i gær gerði Gylfi Þ. Gislason grein fyrir þeirri af- stöðu þingflokks Alþýðuflokks- ins að greiða þeim já-atkvæði. Gylfi sagði: ,,Þótt þingflokkur Alþýðu- flokksins hefði kosið samkomu- lagið hagstæðara en það er i ýmsum atriðum, þá telur hann að fallast beri á að gera þennan samning, bæði vegna þess, að það tryggi hagsmuni Islendinga betur en verða mundi ef deilan héldi áfram og vegna hins, að i samkomulaginu felist viður- kenning Breta i reynd á rétti tslendinga til umráða yfir fiski- miðunum umhverfis landið á 50 milna svæði”. Austurstræti klofið Ný tillaga varöandi framtið- arskipulag Austurstrætis var lögð fram á fundi borgarráðs i gær. Er hún fólgin i þvi, aö vest- asti hluti götunnar verði opnaður iyrir bilaumferð, en eystri hlutinn verði lokaður til frambúðar. Borgarstjórnarmeirihlutan- um leist best á þessa tillögu af þeim þremur, sem Þróunar- stofnun Reykjavikur lagöi fyrir fundinn, en hinar eru, að gatan verði opnuð aftur öll fyrir bila- umferð eða hún verði áfram aðeins göngugata. Með þessari tillögu gengur borgarstjórnar- meirihlutinn aö kröfum kaup- manna við vestanvert Austur- stræti, — en eins og Alþýðublað- iðhefur skýrt frá eru kaupmenn vestan Pósthússtrætis óánægð- ari með lokunina en þeir, sem eru austan Pósthússtrætis. HORNIÐ Komdu. þMÍ € -(V&»v\£eeri l FARA ÞEIR KRÓKALEIÐIR í KRING UM AUSTURSTRÆTI AUGNLÆKNIR EÐA EKKI „Grandvar” skrifar: ,,Ég þakka „Gleraugna- glámi” fyrir ágæta athugasemd i Horninu þann 7. nóv. sl. um augnlæknamálið. Það hefur lengi verið á vitorði, að fáeinir augnlæknar visuðu sjúklingun- um sinum i ákveðnar gler- augnaverslanir og verður mað- ur þvi að ætla að einhver fjár- hagsávinningur sé þar á bakvið. En það er fleira, sem vert er að rifja upp úr þvi að máli þessu hefur nú verið hreyft, og þar til vil ég nefna, að einn augnlæknir hefur nú i haust „gert út” að þvi er virðist lækni, sem ekki er sér- fræðingur og látið hann gefa út augnrecept og kannski annast ýmsar aðrar augnlækningar. En af þvi að ég er utanbæjar- maður og hef búið á tveim landshornum, þá væri fróðlegt að fá að vita af hverju það eru alltaf sömu gleraugnaverslan- irnar, sem koma til okkar út á landsbyggðina og veita þjónustu með sama augnlækni. Ég vildi fyrir mitt leyti gera þetta fjölbreytilegra og breyta til. En eftir hvaða reglum er far- ið?” ÞAR FÚR „Útvarpshlustandi” skrifar: „Jón B. Gunnlaugsson hefur margsinnis verið prisaöur og lofsunginn i blöðum fyrir skemmtilega framgöngu og frammistöðu i útvarpinu. Mér hefur allt frá upphafi verið það algjörlega óskiljanlegt en þó keyrir nú um þverbak þegar hann gefur fólki kost á að hringja i sig og biöja um ákveð- in lög. Kannski er ekki sökin öll hans, þvi Rikisútvarpið ætti náttúrlega að sjá sóma sinn i þvi að vera ekki með gasprara, sem ekkert vita um plötur og músik, i slikum þáttum. Sem dæmi um aulahátt Jóns B. i þessum þátt- um, þá langar mig að nefna tvö dæmi: Einhver hringdi miðvikudag- „Einn i Strætinu” skrifar: „Þegar kaupmenn við Austur- stræti leyfðu sér að benda á það, sem allir vita, nema lögreglan, að löggæslu er mjög ábótavant i Austurstræti, einkum þegar hennar er mest þörf, kom það fram i viðtali við vakt- eða varð- stjóra, að þetta væri mesta vit- leysa. Máli sinu til sönnunar, sagði þessi lögreglumaður, að litið yrði vart við utangarðs- menn og óþjóðalýð, nema þegar hringt væri úr Aðalstræti eða af Lækjartorgi út af ónæði þessa fólks. Nú vill svo til, að þessir staðir eru hvor við sinn endann á Austurstræti. Ætlar þessi lög- reglumaður aö halda þvi fram, inn 31. október og bað um lagiö „Meand Bobby McGee” af plöt- unni PEARL með Janis Joplin. Jón hváði eins og fiskur á þurru landi og spilaði lag með Pearl Baily. Miðvikudaginn 7. nóvem- ber hringdi annar og bað um „Angie” með Rolling Stones. Lagið hefur verið 6 vikur á is- lenska vinsældalistanum og sömuleiðis á vinsældalistanum um allan heim. Aftur sagði Jón litið nema „ha?” og hafði aldrei heyrt á það minnst. Annaðhvort verður Jón að fara i þriggja mánaða þegn- skylduvinnu i plötusafni út- varpsins, eða þá að hann fær sér aðra vinnu. Allavega verður hann að hætta umsjón þessa þáttar”. að umrætt fólk fari einhverjar krókaleiðir kringum Austur- stræti til þess að valda ónæði á þessum endapunktum göngu- götunnar? Þá er ekki úr vegi að spyrja þennan rafmagnsheila, hvaðan fólk á að hringja til að kvarta undan ágangi óþjóða - lýðs, þegar búið er að loka verslunum i Austurstræti. Stað- hæfing þessa ókunnuga manns i miðborginni sannar aðeins þaö, sem haldið hefur verið fram, að oft á tiðum er ekki hægt aö fara feröa sinna um Austurstræti eða Austurvöll fyrir þessu óláns- fólki, sem lögreglan virðist ekki kannast við á þessum slóðum”. Geislahitun angrar hreingerningafólkið Ræstingakona hjá Lands- spítalanum sendi Horninu línu: ,,Geislahitun í opinber- um byggingum er óþol- andi fyrir fólk sem sér um hreingerningarnar. Þaðer mikið verra loft af geislahituninni en ofnhit- un. T.d. hér á Lands- spítalanum er óþolandi loft á göngunum. Þar voru engir opnanlegir gluggar i göngunum, en fyrir nokkru voru þeir settir þar í gangana. En loftiðer lítið betra, og má kenna geislahituninni um það". JÖN PLÖTUVILLT ÚR BÚKUM RÍKISÁBYRGDASJÚDS FYRIR ÞESSA ERUM VIÐ íÁBYRGÐ Merking bókstafstákna við útgáfuár: B byggingar BÚA Bæjarútg. Akraness BÚH Bæjarútg. Hafnarfjaröar F fiskiðnaður H hafnargerö HB hótelbygging H1 hitaveita I iðnaöur J jarðborun L landbúnaöur LK landakaup R rafveita sfldarverksmiðja samgöngur togarakaup vatnsveita S Sg T V . , . . . Upphafsleg Lántaki ,án$ Lánveitandi Otgáfuár fjárhæð Eftirst. samtals i isl. kr. HllKl ODAlJlllItKPPlJR 2.558.333 Iií foyrissj . starfsm. ríkisins 1958 u 225.000 15.000 " 1959 II 75.000 10.000 lla fnabótasjóður 1971 1.000.000 933.333 1972 1.600.000 1.600.000 IIUIMNKS II. F. , KT.ATKYRI 1.000.000 Utvegsbanki fslands 1967 2.000.000 1.000.000 H.S.R.H. 15.100.000 Iiífeyrissj. starfsm. ríkisins 1970 B 1.500.000 1.500.000 " 1970 B 3.500.000 3.500.000 " 1970 B 4.000.000 4.000.000 Spa r i s.j . Mý rasýslu f Bo rga rnesi 1970 B 500.000 400.000 Tryggingasto fnun ríkisins 1970 B 2.000.000 2.000.000 Iiífeyrissj. starfsm. ríkisins 197 1 2.000.000 2.000.000 " 197 1 1.000.000 1.000.000 Samvinnu t ryggj nga r 197 1 750.000 700.000 ntíDAHUKPPUIt KASKUUUSI'I udi 2.675.159 Brunabóta félaK fsland.s 1949 li 50.000 4.000 " 1949 K 100.000 8.000 " 1949 \{ 25.OOO 3.000 " 1950 lí 225.000 27.000 Sö f nuna rs.jóðu r fslands 1950 \{ 200.000 113.161 " 1951 \{ 70.000 44.997 Brunabóta ff? 1 ag fslands 1956 V 100.000 15.000 " 1 956 V 100.000 20.000 " 1 958 V íoo.ood 6.667 " 1962 II 200.000 66.667 Atvinnuleysistryggingasj. 1962 II 300.000 100.000 Brunabótaié1ag íslands 1967 V 400.000 266.667 llandha fa 1972 2.000.000 2.000.000 nöLANDSHUKPPun, i).nii>Avor,i 7.113.495 Brunabótafélag fslands 1949 R 150.000 12.000 Söfnunarsjóður fslands 1950 K 100.000 61.495 Lífeyrissj. barnakennara 1958 II 400.000 26.667 Iiífeyrissj. starfsm. ríkisins 1958 il 200.000 13.333 lla fnabótasjóður 1972 7.000.000 7.000.000 ntíl.ANDSTI NDUIt II. K. D.JtíPAVOOI 1.180.303 Atvinnuleysistrytmingas.j. 1965 S 1.000.000 630.303 Framkvacmdas.j . Tslands 1965 S 500.000 150.000 1966 s 1.000.000 400.000 BtíNADAIlPRLAf; YSLANDS OO S I'ÉTTAItSA.M 11A N1) ll/l-NDA 29.026.836 StofnlánadeiId landbúnaðarins 19.63 II 10.000.000 5.991.687 " 1963 11,38.000.000 23.035.149 F.U.J. I REYKJAVIK: HVERFASAMTÖK F.U.J. i Reykjavik efnir til almenns fundar að Hótel Esju i kvöld kl. 20.30. Á fundinum ræðir Sigurjón Ari Sigur- jónsson um „Hlutverk hverfasamtaka i starfi Alþýðuflokksins”. Hringborðsumræður. Allt Alþýðuflokksfólk velkomið á fund- inn. F.U.J. Miðvikudagur T4. nóvember 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.