Alþýðublaðið - 14.11.1973, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 14.11.1973, Qupperneq 6
Sjöwall og Wahlöö: DAUDINN TEKMB SÉR FAR 43 eiga afrit af þessu, sagöi Gunvald Larsson, eöa rikissaksóknarinn. — Já, þú segir nokkuö, sagöi Martin Beck. Hann þrýsti niöur tökkunum á simanum og valdi innan- húsnúmer. t næsta herbergi fór fram eftirfarandi samtal milli Kollbergs og Melander: — Ég hef veriö að skoða listann þinn svolitið nánar. — Jæja, og tókstu eftir nokkru sérstöku? — Ojá, ýmsu, en ég veit ekki hvort það er nokkurs viröi. — Geturðu ekki látiö mig dæma um það? — Jæja, margir þessara manna eru sibrotamenn. Karl Andersson til dæmis og Vilhelm Rosberg og Bengt Wahlberg. Allir gamlir i hettunni, hefur margsinnis verið refsað. En nú eru þeir of gamlir til aö haida áfram.... — Já, og fleiri.. — Johan Gran var hylmari þá og er það senni- lega enn. Þjónsnafnið er ekkert annað en skálka- skjól. Hann sat inni siðast fyrir einu ári. Svo er það Valter Eriksson, veistu ef til vill hvernig hann varð ekkill? — Nei. — Hann slóst viö konuna sina einu sinni i fyllirii og barði hana til bana með eldhúskolli. Var dæmdur fyrir manndráp og varð að afpiána fimm ára fangelsisdóm. — Drottinn minn dýri. — Það eru fleiri af sama tagi i þessum söfnuði. Ove Eriksson og Bengt Fredriksson voru báðir dæmdir fyrir mis- þyrmingar. Fredriksson heilum fimm sinnum. 1 tvö skipti hefði nú ákæran átt að hljóða upp á morðtil- raun. Og fornsalinn, Jan Carlsson, er hálfgerður skuggabaldur. Við höfum aldrei getað gómað hann fyrir neitt en það hefur oft legið nærri. Og Björn Fors- berg man ég lika. Hann fékkst við eitthvert svindil- brask um tima hér áður fyrr og hafði ýmis sambönd i undirheimum skömmu eftir 1940. En svo söðlaði hann um og ávann sér frama, kvæntist til fjár og gerðist velmetinn kaup- sýslumaður. Við höfum ekki annað á hann en dóm fyrir fjársvik árið 1947. Syndalisti Hans Wenn- ström er ekkert smásmiði, allt frá hnupli upp i að sprengja peningaskápa. Og titillinn sem hann skartar með, sá er ekki af verri endanum! — Fyrrum útflytjandi fiskafurða, sagði Kollberg, sem fylgdist með á listan- um. — Hann stóö vist á fiski- torginu i Sundbyberg nokkrum sinnum fyrir tuttugu og fimm árum. Ojá, hann er lika orðinn ævag-amall. Ingvar Bengtsson er farinn að kalla sig blaðamann. Blöð- in, sem hann skrifaði voru nú aðallega falskar ávisanir. Bo Frostensson er þriðja flokks leikari og þar að auki alræmdur eiturlyfjaneytandi. — Að stelpan skuli aldrei hafa látið sér detta i hug aö hátta hjá skikkanlegum mönnum, sagði Kollberg. — Að þú skulir segja þetta. Það eru fleiri hérna á listanum. Tökum til dæmis Rune Bengtsson, Lennart Lindgren, Kurt Olsson og Ragnar Viklund, ailt flekklausir yfirstéttar- snákar. Kollberg, sem enn var rannsóknin i fersku minni, svaraði: — Jú, það stendur heima. Kvæntir lika, allir fjórir. Það hefur vist verið þokkalegt þegar þeir áttu að fara ao útskýra fyrir eiginkonunum.... — Nei, lögreglan fór mjög fint i sakirnar. Og þessir ungu piltar, um tvi- tugt og jafnvel yngri, það var ekkert út á þá að setja. Af þeim sex i þessum aldursflokki, sem þú ert meö á listanum, er aðeins einn, sem hefur lent á villi- götum. Kenneth Karlsson hefur setiö inni nokkrum sinnum, i unglingaheimil- um og þessháttar en það er nú orðið langt siöan og al- varlegs eðiis var þaö ekki. Viltu að ég fari að gramsa fyrir alvöru i fortið þessara manna? — Já, mjög gjarnan. Þú getur auövitað siað öldungana frá, til dæmis alla þá, sem nú eru komnir yfir sextugt, og svo þá allar yngstu, þrjátiu og átta ára og yngri. — Þetta verðu átta og sjö — fimmtán manns samanlagt. Og þá eru aö- eins fjórtán eftir. Hringur- inn fer a^þrengjast. — Hringurinn — hvaða hringur? — Hm, sagði Meland- er, — þessir náungar hafa auðvitað allir fjarvistar- sönnun frá Teresu- morðinu. — Já, það geturðu bölvað þér uppá, sagði Kollberg, — að minnsta kosti á þeim tima þegar likið fannst við Stadshágen. Leitin að afritum af málsskjölum Teresu- málsins var hafin þann 28. desember en árið 1968 var gengið i garð áður en hún bar árangur. Það var ekki fyrr en að morgni hins 5. janúar, sem rykfallin mappa var lögö inn á skrifborð Martins Beck. Það þurfti ekki leyni- lögreglumann til að sjá, að hún hafði verið grafin upp úr innstu skotum skjala- safnins og að mörg ár voru slðan blaðað hafði verið i henni siðast. Martin Beck fletti rösk- lega upp á blaðsiðu 1244. Textinn var stuttorður. Kollberg stóð og hallaði sér yfir öxl Martins á meðan báðir lásu: „Yfirhevrsla á Nils Erik Göransson, sölumanni, 7. ágúst 1951. Göransson upplýsir að hann sé sonur Algot Erik Göranssons, rafvirkja og konu hans Benitu Görans- son, f. Rantanen, og að hann sé fæddur I finnska söfnuðinum i Stokkhólmi þann 4. október 1929. Hann er sem stendur ráðinn sölu- maður hjá fyrirtækinu Allimport, Holldndare- gatan 10, Stokkhólmi. Göransson viðurkennir að hafa þekkt Teresu Camarao, sem eft um- gekkst sama fólk og hann, þó ekki siðustu mánuðina áður en hún lést. Görans- son viðurkennir ennfremur að hann hafi tvivegis átt náin samskipti (samfarir) við Teresu Camarao. 1 fyrra skiptið áttu þau sér stað I Ibúö I Svartmans- gatan, Stokkhólmi, I viður- vist fjölda fólks en af þvi man Göransson ekki með vissu eftir öðrum en manni að nafni Karl Ake Birger Svensson-Rask. Siðara skiptið gerðist það I kjallara i Hollándaregatan, Stokkhólmi. Svensson- Rask var einnig viðstaddur I það skipti og átti hann einnig náin samskipti (samfarirl við frú Camarao. Göransson man ekki dagsetninguna ná- kvæmlega en telur að at- burðirnir hafi átt sér stað meö fárra daga millibili I lok nóvember og /eða byrjun desember 1950. Göransson kveðst ekki vita, hverja frú Camaro umgekkst að öðru leyti. Frá 2. júni til 13. júni dvaldi Göransson i Eksjö. Þangað fór hann I fólks- bílnum A 6310 I söluferð (klæönaðar) á vegum fyrirtækisins, sem hann starfarhjá. Göransson á og hefur umráð yfir fólksbíln- um A 6310, sem er Morris Minor 1949. Skýrslan upplesin og samþykkt. (Undirskrift) Viðbót: Karl Ake Birger Svensson-Rask er sá sami og gerði fyrst lögreglunni viðvart um að Göransson hefði átt náin samskipti við frú Camarao. Vitnisburður Göranssons um ferðina til Eksjö er staðfestur af starfsfólkinu við bæjar- gistihúsið þar. Sverker Johnson veitingamaður, sem var yfirheyrður sér- staklega um hvað Görans- son hefði tekið sér fyrir hendur kvöldið hinn 10. júni, upplýsir að Göransson hafi dvalið I matsal hótelsins óslitið til lokunar- tima klukkan 23:30. Göransson var þá undir áhrifum áfengis. Vitnis- burður Sverker Johnson virðist trúverðugur, enda studdur af liðum á hótel- reikningi Göransson. — Jæja, sagði Koll- berg, — þá er málið ljóst, — svo langt sem það nær. — Hvað hyggstu nú fyrir? — Nákvæmlega það sem Stenström vannst ekki timi til — fara til Eksjö. — Það er farið að fyllast upp i myndgátuna, sagöi Martin Beck. — Já, sagði Kollberg. — Hvar er Mansson annars? — Hann er vist I Hallsta- hammar, að leita að þessu blaði — heima hjá móður Ake. — Það skal enginn geta haldið því fram aö hann gefist upp eftir fyrstu at- rennu, sagði Kollberg. — Jæja, það var nú verri sagan, því ég ætlaði að fá lánaðan bilinn hans. Það er eitthvað að kveikjunni i mlnum. Kollberg kom til Eksjö að, morgni hins 8. janúar. Hann hafði ekið þangað um nóttina, 335 kilóm^ra leið i stórhrið og á vegum sem voru hálir eins og skauta- svell, en hann var samt ekki tiltakanlega þreyttur. Honum hlýnaði um hjarta- ræturnar við að sjá gamla, fallega bæjarhótelið, sem féll svo vel inn I jólalegt umhverfið á þorpstorginu. Sverker Johnson veitinga- maður var nú látinn fyrir tlu árum, en afritið af hótelreikningi Nils Erik Göransson fannst samt eftir mikla leit i rykföllnum pappakassa uppi á háalofti. Reikningurinn staðfesti, að Göransson hefði búið i ellefu sólarhringa á gisti- húsinu. A hverjum degi hafði hann borðað og drukkið i matsalnum og kvittað fyrir upphæðirnar, sem siðan voru færðar á hótelreikninginn. Á honum voru ýms fleiri útgjöld, svo sem simtöl, en númerin, semGöransson hafði hringt til voru ekki tilgreind. En auk þess var þar einn út- gjaldaliður, sem strax vakti áhuga Kollbergs. Þann 6. júni 1951 hafði gistihúsið greitt bilaverk- stæði kr. 52.25 vegna Göranssons. Fyrir „drátt og viðgerð”. — Er þetta verkstæði ennþá til? spurði Kollberg i afgreiðslunni? — Vist er svo, og sami maðurinn hefur rekið það i tuttugu og fimm ár. Þér farið aðeins sem leið liggur úteftir til Lánganas, og. Eigandi verkstæðisins hafði reyndar rekið það á sama staö i tuttugu og sjö ár. Hann brást heldur illa við spurningum Kollbergs — Fyrir sextán og hálfu ári! Hvernig i fjandanum ætti ég að muna það? — En hafið þér ekki bók- hald? — Jú, það megið þér bóka, sagði maðurinn. — Hér er regla á hlutun- um. Það tók hann hálfa aðra klukkustund að finna gömlu sjóðbókina. Hann vildi ekki láta hana ai hendi, en fletti sjálfur hægt og silalega upp viðkomandi dagsetningu. — Þann 6. júni, já, sagð hann. — Hérna er það. Sóttur til bæjargisti f • ÞETTA ER ÞAÐ SEM ÞÚ ÓTTAST Glæpir, eiturlyf og áfengir 'drykkir valda ekki mestri skelfingu hér i þessum heimi, eins og sumir gætu haldið. Jón Jónsson, meðalmaður, er miklu hræddari við annað, svo sem eins og þurfa að halda tölu frammi fyrir áheyrendum við lyftur og skordýr. Eða hunda. Hið óttalega Skelfdir af hundraði Að tala fyrir áheyrendur 42% Mikil hæð (lofthræðsla) 32% Skordýr og f lugur 22% Peningaáhyggjur 22% Djúpt vatn 22% Veikindi 19% Dauðinn 19% Flugferðir 18% Einmanaleiki 14% Hundar 11% Bilferðir 9% Myrkrið 8% Lyftur 8% Vélstigar 5% Hópur markaðsrannsóknar- manna spurði nálægt 3000 manns i glæpahrjáðum og lyfja- sýktum Bandarikjunum hvað fólkið óttaðist mest. Svörin, sem fram koma i framangreindri töflu, sýna, að óttinn við algenga hluti er svo almennur, að slikur ótti verður að teljast eðlilegur og fólk er mjög steypt i sama móti hvað ótta kenndina varðar. Kviði yfir því að vera rændur eða sleginn kom varl fram hjá nokkrum manni, og tiltölulega fáir voru hræddir við einmanaleikann. 1 heildina tekið, þá voru konur yfirleitt meiri „veimiltitur” en karlmenn. Helmingi fleir.konur voru lofthræddar, hræddar við skordýr, djúpt vatn, flug- eða bílferðir, þrisvar sinnum fleiri konur voru hræddar viðmyrkrið og fjórum sinnum fleiri konur en karlar voru hræddar við lyftur. Einnig voru konurnar hræddari við hunda, veikindi og dauða. Vera kann, að rauðsokkum liki ekki þessi niðurstaða, þar sem hún sýni konu vera meiri kveif en karl- mann, en þeim kann þá að vera það nokkur huggun harmi gegn, að eini óttinn, sem karlmenn höfðu meiri en konur, var óttinn viö fjármálaáhyggjur og efna- hagserfiðleika. ________ 5 í> tX>|K -Samvinnutrvggíngar íofa aðbæta okkur skaöann a0 fullu ef viö flytjum trygginguna yfir atilSjóvá! O Af hverju brakar i beinunum, pabbi, jjj *TT,þcgar þú krossleggur finguma....? k O — Og svo þegar ég vann stóra vinninginn, þá hugsaöi ég meö mér: Af hverju ekki...?? Margir hætta námi við Kaupmannahafnarháskóla — Þekking stúdenta er mjög tilviljanakennd og margir hafa ekki hugmynd um þá frekari námsmöguleika sem þeim býðst, segir danski námsleiö- beinandinn Poul Bache i viðtali viö blaðið Politiken, sem efnt var til vegna hárrar fallpró- sentu danskra stúdenta við Kaupmannahafnarháskóla. — Hluti vandans á rætur sin- ar að rekja til þess, að margir menntaskólar iáta þess aðeins getið, að stúdentsprófið leggi grundvöil að æðri menntun án þess að skýra neitt út, hvaða valkosti hið æöra nám býður upp á, segir námsleiðbeinand- inn einnig. Þetta verður til þess, að 10. hver stúdent skiptir um fag i há- skóla strax á fyrsta mánuði námsins og að á undanförnum fimm árum hafa 20% stúdenta hætt námi á hverju ári. — Það getur verið mjög erfitt □ Flestir, sem hætta, eru börn Ifttskólagenginna foreldra að byrja nám við svo stóran há- skóla, sem Kaupmannahafnar- háskóli er, segir leiðbeinandinn. Auk þess er sá skóli mjög frjáls- lyndur hvað námsskipulag og timasókn varðar og byggir þar á gömlum merg. Þetta merkir, að hver einstaklingur verður að vinna sig áfram einn og sjálfur án aðstoðar frá skólanum eða skólareglum. — Það er einnig greinilegt, að það kemur fram stéttamismun- ur i sambandi við skiptingu stúdenta i þá, sem hætta námi og hina, sem áfram halda. Flestir þeirra, sem námi hætta, eru börn foreldra, sem ekki hafa háskólamenntun. — Onnur orsök þess, hve margir hætta námi, er sú, hve erfitt er að verða sér úti um námslán og námsstyrki, segir leiðbeinandinn einnig. Aðeins litill hluti stúdentanna nýtur lána svo nokkru nemi og mjög fá heimili geta fjárhagslega stutt börn sin til námsins. Þvi er það, að fjölmargir stúdentar verða að stunda launaða vinnu jafnhliða námsvinnunni. — Þriðja orsökin getur svo veriðsú, að sett eru mjög ströng inngönguskilyrði i ýmsa sér- skóla — svo sem kennaraskóla, félagsmálask.óla og námskeið fyrir tómstundaleiðbeinendur. A meðan námsfólk biöur eftir inngöngu i þessa sérskóla eyða margir biðtima sinum við mála- myndanám i háskólanum, segir Poul Bache. BOGFIMI VEX FISKUR UM HRYGG Bogfimin, sem var Olymplu- grein i Munchen I fyrra, nýtur nú sivaxandi vinsælda i mörg- um löndum Evrópu. Áhuginn á þessari grein iþrótta jókst mjög eftir ólympiuleikana, enda er hún aðgengileg fyrir flesta sem tómstundagaman sem og keppnisgrein. Stóri kosturinn viö iðkun hennar er það, að ekki þarf til þess neinn sérstakan klæönað eða húsakynni heldur bara boga, pilu og markskifu og siöast en ekki sist opið land- svæði. En undrun sætir þó stöðugt aukin ásókn kvenna á öllum aldri i grein þessa. A myndinni sem hér fylgir, sést Hella Rust- emeier.sem varð sigurvegari i keppni um titilinn „besti bog- maður Itonn”. Eins og mynd- inni sést voru keppinautar hennar ekki allir kvenkyns, heldur tóku margir kraftalegir karlmenn þátt i keppninni. Hún staðfesti enn þá betur en gert hefur verið hingað til, að talið um „veika kynið" á ekki sama rétt á sér öllu lengur, þvi bog- fimi er jú erfiðisiþrótt. t keppni verður hver keppandi að skjóta 36 örvum i hvert skipti úr fjór- um mismunandi fjarlægðum. Og hvað þýðir það? Að spenna bogann 144 sinnum með 20 kg á- taki þýðir hvorki meira né minna en að hver og einn lyfti 3 tonnum tæplega, og hana nú. Fredericia er bær, sem sjúkdómarnir hrjá mengunin frá Superfos-verksmiðjunum Danska blaöið Aktuelt segir, að ibúar bæjarins Fredericia séu hrjáðari af sjúkdómum en fólk i öðrum dönskum bæjum. Er það rakið til Superfosverksmiðjunn- ar, sem er staðsett mitt i bænum. Það er staðreynd.að íbúar Fredeicia hafa mun meiri útgjöld af sjúkdómum og læknishjálp en fólk i nágrannabæjunum, Vejle og llorsens. „Við höfum ætið undrast, að sjúkrasamlagið i Fredericia hef- ur jafnan orðið að bera meiri kostnað en sjúkrasamlögin i öðr- um bæjum”, segir Martin Han- Því veldur sen, fyrrverandi borgarstjóri. „Við höfum orðiö að borga mun meir i læknishjálp og umfram allt höfum við orðið að borga mun meir i sjúkradagpeninga. Hins vegar höfum við ekki getað fundið neina skýringu á þessu fyrir- bæri”. „Orsök þessa er ekki sú, að við skrifum fleiri lyfseðla eða dýrari lyf en læknar i öðrum bæj- um,” segir Steen Gerdes læknir. „En Fredericia er slæmur bær, t.d. fyrir astmasjúklinga. Fólk, sem býr i nágrenni Superfos- verksmiðjunnar, er hvatt til að flytja brott ef það á börn, sem þjást af lungnateppu (bron- kitis)”. „Það er illt til þess að vita, að verksmiðja á borð við Superfos skuli vera i miðjum bænum”, segir Rita Hazell, lektor við háskólann i Árósum. „Gul- brúnn reykurinn frá verksmiðj- unni liggur þétt yfir bænum og hefur haft mjög óheppilegar af- leiðingar, rétt eins og i öðrum dönskum bæjum”, segir hún. Áhrif mengunarinnar læðast að bæjarbúum eins og þjófur um nótt. Ryk, reykur og óþægileg eiturlykt voru eitt sinn ásteyt- ingarsteinar af fagurfræðilegum ástæðum, en skyndilega erum við komin yfir mörkin og stöndum andspænis ofboðslegri mengun náttúrunnar, jarðarinnar, mat- væla okkar og heimkynna. Aktu- elt segir, að sögulegar ástæður séu að baki ástandsins i dag. Sú hafi verið tið, að bæirnir börðust um að fá iðnverin til sin. Þeir færðu þeim lóðir að gjöf og tóku á sig hvers kyns óþægindi til að starfsemi þeirra gæti hafist. Nú eru syndirnar hverjum manni augljósar. Við getum ekki byggt meir á þvi, sem er, þvi að þaö leiðir til allsherjar ófarnaöar. □ Ný félagsfræðikönnun meðal sænskra skólabarna 1 samráði við sænsku Vinnu- málastofnunina hafa skólayfir- völd framkvæmt skoðanakönnun hjá 947 skólanemum, sem luku skyldunámi frá grunnskólanum I Karlstad i Sviþjóð. Tilgangur könnunarinnar var að athuga, hvaða atriði það eru, sem ráða vali unga fólksins á framhaldsnámsbrautum og llfs- starfi og hvernig það metur stöðu sina. A grundvclli þessara fruni- athugana munu skólayfirviild svo láta vinna út spurningaform til þess að nota i ölluni sænskum skólum. Unglingarnir cru spurðir u.þ.b. 70spurninga. Einkum og sér i íagi cr fylgst vcl með svörum þeirra, scm valið liafa hina nýju tveggja ára námsbraut við mennlaskól- ana, en þessi námshraul felur I sér fyrstu tilraunir sænskra mcð mcnntaskólanám sniðið við hæfi þeirra, sem hyggjast leggja verk- íegar starfsgreinar fyrir sig. Spurningin stóra cr, hvort þau fái i skólanum næga þjálfun með lil- lili til þeirrar starfsgreinar, sem þau hyggjast gera að lifsstarfi sinu. Sami árgangur var spurður fyrir einu ári, en þá var leitað lil þeirra, sem EKKI hugðu á mcnntaskólanám eða fengu ekki aðgang að slikum skólum. Einnig var lcilað til þeirra, sem af cin- hverjum áslæðum haútu mennta- skólanámi. Þá var spurningin: llvernig gekk þcim 150 nemend- um frá Karlslad, sem liaútu að loknu skyldunámi og fóru heint út i alvinnulifið? Svörin sýndu, að einuiigis fáir þeirra fengu störf fyrir milligöngu vinnumiðlunar. smhiis RÚÐU- hitarinn Smiths afturrúðu-hitarinn hreinsar af raka oghélu á ótrúlega skömmum tíma. Engin plast-motta og þvi engin skerðing útsýnis. Auðveld ísetning á flestum gerðum bifreiða og -/innuvéla. j Við gangsetningu. Eftir 1 mín. 50 sek. -.ftir 2 min. 45 sek. > Eftir 4 min. 30 sek ^8JT50 Skipholti 35 — Simar: P 8-13-50 verzlun • 8-13-51 • verkstæði • 8-13-52 skrifstofa o 0 Miðvikudagur 14. nóvember 1973. Miðvikudagur 14. nóvember 1973.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.