Alþýðublaðið - 15.11.1973, Síða 5

Alþýðublaðið - 15.11.1973, Síða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála- ritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs- son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit- stjórnar, Skipholti 19. Sími 86666. Af- greiðsla: Hverfisgötu 8-10. Sími 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími 86660. Blaðaprent hf. EININGIN SEM DÓ Það verður að segjast eins og er, að harla litil reisn var yfir Alþingi, þegar samningarnir við Breta voru þar til umræðu og afgreiðslu. Þing- menn Alþýðubandalagsins höguðu sér eins og hreinir trúðar, héldu bæði i senn harðorðar and- spyrnuræður við þennan ,,grábölvaða samning” — svo notuð séu orð Jónasar Árnasonar — og skammarræður gegn forsætisráðherra, en sneru svo ávallt við blaðinu i siðustu setningum sinum og kváðust mundu greiða samningunum atkvæði. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru Alþýðubandalagsmönnunum litlu betri. Skoðanir þeirra á þessu lifshagsmunamáli þjóðarinnar voru eins og tindar upp úr tiu pokum og þingflokkur Sjálfstæðismanna var hreinlega i upplausn, enda virðist þessi stærsti flokkur þjóðarinnar nú vera forystulaus og i flakandi sárum. Benedikt Gröndal, varaformaður Alþýðu- flokksins, fór nokkrum orðum um þetta rislága Alþingi i 'ræðu sinni á mánudagskvöldið. Hann sagði m.a.: „Ekki kæmi mér það á óvart, ef birtist i blöðum og útvarpi á morgun andlátsfrétt, sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: Þjóðareining ísiendinga i landhelgismálinu andaðist i Sameinuðu alþingi þann 12. nóvember. Það áttu að verða min næstu orð, að ég væri ekki viss um það, hver skrifaði undir, en liklegast fengist Fjallkonan til þess ef enginn annar myndi gera það.... Það er erfitt fyrir nokkurn okkar, sem verið hafa hér i dag eða þá, sem hafa fréttir af þeim umræðum, sem hér hafa orðið, að tala mikið eða hátt um einingu þjóðarinnar i þessu máli eftir þær umræður, sem hér hafa farið fram.” Benedikt Gröndal sagði einnig: „Enda þótt við séum ýmsu vanir á Alþingi islendinga og bæði flokkar og stjórnmálamenn geti gert ýmsar töfrakúnstir þannig, að stundum virðist maður frekar vera i hringleika- húsi en á löggjafarsamkomu, þá hygg ég, að sjaldan hafi farið fram aðrar eins umræður og hér hafa orðið i dag. Hver hefði trúað þvi fyrir örfáum dögum, að þeir hæstvirtir ráðherrar, sjávarútvegsráðherra og iðnaðarráðherra, myndu standa hér uppi i ræðustólum á Alþingi og halda uppi vörnum fyrir samning við Breta um landhelgismálið? Og hver hefði trúað þvi, að þeir, sem ráðherrarnir hafa þurft að verja sig fyrir eins og fyrir grimmum úlfum, skuli vera gallharðir Sjálfstæðismenn? Það má mikið vera, ef einhverjir af fyrr- verandi leiðtogum Sjálfstæðisflokksins hafa ekki snúið sér við i gröfum sinum i dag! ” Þetta sagði Benedikt Gröndal og undir þau orð hans geta tekið þeir mörgu, sem sátu á þing- pöllunum þessa dagana og fylgdust með umræðum og atkvæðagreiðslum um landhelgis- samningana. Vart hefur virðing þeirra fyrir Alþingi íslendinga aukist við að horfa á þann trúðleik, sem þar var á borð borinn af þing- mönnum Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðis- flokksins. Það mátti ekki merkja af atferli þessara manna, að þarna væri á ferðinni mikils- verðasta mál íslendinga. Þeir voru Alþingi, flokkum sinu og sjálfum sér til skammar með ólikindalátum sinum og minna á fátt annað fremur en Fróðárhirðina, sem þjóðskáldið Einar Benediktsson kvað svo meistaralega um i einu kvæða sinna. STEFAN GUNNLAUGSSON UM LANDHELGISSAMNINGANfl KOSTIHIIIR ÞYNGRI Á METUM EN OKOSTIRNIR Við umræðurnar um bráða- birgðasamkomulagið við Breta um veiðar breskra togara við Is- land tók Stefán Gunnlaugsson al- þingismaður til máls og fórust honum orð m.a. á þessa leið: „I dag og i kvöld hefur átt sér staðhérá hinu háa Alþingi mikið orðaskak, ef ég má nota það orð, um ýms atriði — þó aðallega aukaatriði — hefur mér fundist — þess mál sem hér er á dagskrá. Menn hafa reynt að koma höggi hver á annars flokk i sambandi við meðferð landhelgismála á liðnum árum. Menn hafa leitast við að sýna fram á hversu i lla eða vel eftir atvikum hefir verið hald- ið á landhelgismálinu nú á þessu kjörtimabili eða árið 1961 — allt eftir þvi hver hefur talað i það og það skiptið. Ég er ekki kominn i ræðustól hér til að taka þátt i þvi karpi við þetta tækifæri, enda búið að segja flest sem segja þarf um þau efni hér i kvöld, heldur til að gera grein fyrir aðstöðu minni til þingsályktunartill., sem hér er til afgreiðslu, i örstuttu máli. Það hefur komið berlega i ljós, að fjarri fer þvi, að háttv. al- þingismenn séu allskostar á- nægðir með það samkomulag, sem hæstv. forsætisráðherra Ólafur Jóhannesson og forsætis- ráðherra Breta gerðu og hér er óskað eftir að Aiþingi heimili rikisstjórninni að staðfesta. Hér hafa verið rakin ýmis atriði, sem mæla gegn þvi, að slikt sam- komulag verði gert út frá sjónar- miði okkar Islendinga. Ég get tekið undir margt af þvi, sem um þá hlið málsins hefur verið sagt. Mér finnst t.d. ákaf- lega erfitt að una þvi, að aðeins eitt af hinum sex hólfum, sem svæðunum milli 12 og 50 milna er skipt i, skuli lokað, samtimis þvi að hin 5 eru opin. Þá er ég mjög ó- ánægður með þau timabil, sem svæðin eru ýmist lokuð eða opin. Sérstaklega get ég illa sætt mig við að fiskimiðin á 12 til 50 milna svæðinu úti fyrir Suðvesturlandi skuli vera opin erlendum togur- um yfir vetrarvertiðarmánuðina. Þá vil ég leggja rika áherslu á nauðsyn þess að tslendingar geti haldið fullum rétti til að auka friðlýsingu veiðisvæða. Ýmislegt fleira hefði mátt bet- ur fara i þessu samkomulagi, að minum dómi, en fleira skal ekki upptalið. Á hinn bóginn hefur komið greinilega fram hér i umræðun- um hjá ýmsum ræðumönnum, að þótt vissulega hefði verið æskilegt Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 86660 ORÐSENDING frá Verkakvenna- félaginu Framsókn BASAR félagsins verður 1. desember. Vinsam- legast komið gjöfum á skrifstofu félagsins sem allra fyrst. Verkakvennafélagið Framsókn aö ýmis atriði i samkomulaginu væru okkur hagstæðari en raun er á, þá sé það, sem mælir með þvi að samkomulagið verði gert þyngra á metaskálunum, en hitt, sem er þvi andstætt. Ég er i þeirra hópi, sem þeirra skoðunar eru. Málið hefur þannig verið lagt fyrir, að verði ekki samkomulag á þeim grundvelli, sem fyrir ligg- Stefán Gunnlaugsson ur, blasir við, að Bretar munu halda áfram veiðum innan 50 milna markanna, kannske undir herskipavernd og að öðru leyti stunda þær með svipuðum hætti og átt hefur sér stað. Mannslifum yrði þá áframhaldandi stofnað i hættu. Skerðing fiskistofna yrði áíram likt og verið hefur og miklu meiri en verður, ef samkomulag- ið nær staðfestingu ef að likum lætur. En með þvi er m.a. tryggt að breskum togurum er haldið Irá mikilvægustu uppeldisstöðvunum vissan tima á ári. Félagsleg vandamál unglinga i Reykjavik,sem m.a. koma fram i afbrota- og óspektahneigð, á- fengis- og jafnvel fiknilyfja- neyslu, verða sifellt alvarlegri. Um mál þetta var fjallað á kjör- dæmisþingi Alþýðuflokksins i Reykjavik, sem haldið var helg- ina 22.-23. sept. s.I. og gerð um það svohljóðandi ályktun: „Vegna hinnar alvarlegu þróunar i málefnum afvcga- leiddra unglinga telur kjör- dæmisþingið, að borgarstjórn Iteykjavikur eigi að beita sér fyrir eftirfarandi: Það er svo mikilvægt, að min- um dómi, að takast megi að semja frið við Breta i þvi hættu- lega og óæskilega striði, sem við höfum átt i við þessa gömlu við- skiptaþjóð okkar, að ég vil fyrir mitt leyti fallast á þær óæskilegu ivilnanir þeim til handa innan 50 milnanna, til 2ja ára, sem sam- komulagið gerir ráö fyrir, þótt ég éigi erfitt með að kyngja ýmsu af þvl sem það gerir ráð fyrir Bret- um til handa. Auðvitað má deila endalaust um það, hvort betri samningum við Breta hefði verið náð, ef öðru visi hefði verið staðið að samn- ingsmálunum en hæstv. rikis- stjórn hefur gert. Ég mun láta það liggja á milli hluta að svo komnu máli. En þvi er ekki að leyna, og það hefur raunar komiö hér fram i þessum umræðum, að það er skoðun margra, að skjót- ari og hagstæðari lausn þessa máls hefði fengist fram, ef staðið hefði verið að samningaviðræð- unum við Breta i landhelgismál- inu á annan hátt en raun hefur orðið á, allt frá þvi að landhelgin var færð út i 50 milur. Kjarni þessa máls I mínum huga, eins og það liggur fyrir, er sá, að um áframhaldandi strið er að ræða um ófyrirsjáanlega tima með öllum þeim hættulegu afleið- ingum, sem þvi eru samfara, ef ekki verður gengið frá þessu samkomulagi. Hinsvegar getum við nú samið frið á þeim grund- velli, sem hér hefur verið gerð grein fyrir. Hagsmunum Islands er betur borgið með slikum friði en vcra mundi, ef deilan héldi á- fram. Þessvegna greiði ég þingsál.till. atkvæði sem hér er til umræðu þótt ég sjái mikla ann- marka á þessu samkomulagi.” eða félagsráðgjafa við unglinga- «lí gagnfræðaskóla borgarinnar til að sinna málcfnum þeirra nemenda. sem ciga I félagslegum crfiðlcikum. 2. að óska eftir viðræðum við nærliggjandi svcitarfélög um þessi mál með það markmið I liuga, að fram færi rækileg könn- un á þvi, hvort unnt sé að stofna til raunhæfrar samvinnu sveitar- félaganna til hjálpar þcim ungl- ingum, sem eiga i félagslegum erfiðleikum.” FLOKKSSTARFIÐ FULLTRUARADID í REYKJAVÍK AUGLYSIR HÁDEGISVERÐARFUND N.K. LAUGARDAG ÍIÐNÓ Fulltrúaráð AlþýixrFlokksfélaganna i Reykjavik efnir til nadegisverðarfundar n.k. laugardag i Iðnó, uppi, og hefst fund- urinn kl. 12.15. Fundarefni: 1. Rætt verður um kjaramálin! 2. Skýrt frá gangi viðræðna Alþýðuflokksins við SFV um hugsanlegt samstarf i komandi borgarstjórnar- kosningum. Stjórnin FÉLAGSLEGUM VANDAMÁLUM UNGLINGA GAUMUR GEFINN I. aft athu^aö verði, hvort ekki se unnt að ráða sérstaka kennara Fimmtudagur 15. nóvember 1973. 0

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.