Alþýðublaðið - 30.11.1973, Síða 1

Alþýðublaðið - 30.11.1973, Síða 1
BANASLYSIN ORÐIN 100 1973 orðið versta slysaár síðasta áratugsins 267. tbl. Föstudagur 30. nóv. 1973 54 árg TILBOÐID HÆKKAR IIM MILUÚN HVERN DAG A sama lima sem Sölu- miðslöð hraðfrystihús- anna hækkar tilboð sin i vöruskemmur Eimskipa- félagsins á Grandagarði um 1 milljón á dag, hafa tveir toppmenn Sjávaraf- urðadeildar StS verið sendir með forgangshraði til Japans til samninga vegna árekstra þessara tveggja aðila út af sölu á frystri loðnu þangað. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna er reiðubú- in til að greiða allt að 60—80 milljón krónur fyrir Grandfeskálann, sem Eimskipafélagið hef- ur haft á leigu frá Hafnarstjórn, og borga út i hönd. Er áformað að breyta skálanum, sem er um 3 þús. fermetrar að stærð, i frystigeymslur fyrir loðnu, en Japanir leggja áhersluáað þurfa ekki að sækja loðnuna út um allt land. Áform Sölumið- stöðvarinnar eru hugsuð, sem mótleikur i þeirri samkeppni, sem er nú orðin að veruleika um loðnusöluna. Sjávarafurðadeild StS varð fyrri til að afla markaða og ná samning um um loðnusölu til Japans, og varð Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna nánast að ganga inn samninga, sem StS hafði þegar undirbúið. Oddamenn Sambands- ins, sem farnir eru til Jan eru þeir Guðjón B. Ólafs- son, forstjóri Sjávaraf- urðadeildarinnar og Arni Benediktsson. Sölumiðstöðin leggur mikla áherslu á, að kaup- in á Grandaskemmunum geti gengið STRAX, og eru greiðsluskilmálarnir óneitanlega tengdir Seðlabankanum. Hundrað íslend- ingar hafa farist i slysum það sem af er þessu ári, og er þetta ár þegar orðið versta slysa- ár a.m.k. tfu ár aftur i timann, og þó er eftir einn mánuður af þvi, mánuður dimmu og slæmra veðra, sem bjóða hættun- um heim. Árið 1970 gengur þessum hormung- um næst, en þá fórust 99 íslend- ingar hér heima og sex erlendis, en t.d. i fyrra urðu banaslysin 58 alls. Árið 1971 urðu þau 81. Samkvæint upplýsing- um Hannesar Hafstein fors töðuma nns Slysa- varnafélags tslands, er enga viðhlitandi skýringu að finna á þessum slysa- faraldri, nema þá helst sivaxandi tækni hér, en samkvæmt reynslu ann- arra þróaðra þjóða, hefur hanaslysum fjölgað mjög samfara aukinni tækni og velmegun. Þrjú sjóslys sl. vetur liafa mikið að segja um hversu slysin eru orðin mörg, en llannes sagöi fjölgun hvers kyns ann- arra slysa, aður fátiðra, væri alvarlegust. Þannig fórust t.d. 16 manns i ár, í ám, vötnum eða höfnum, en átta fórust i sams kon- ar slysum i fyrra. Aöur var tala látinna f slysum nær eingöngu úr sjóslysum, cn nú er tala þeirra sein farast þannig, orðin innan við helming- ur. — Rjupur og hreindýra- kjöt ættu að geta verið á jólamatseðlinum hjá öllum þeim, sem kunna að meta þetta loslæti. Garðar Svavarsson i Kjötverslun Tómasar sagði að rjúpnaveiði væri nú greinilega meiri en i fyrra og raunar undanlarin ár. Hetta færi þó nokkuð el'tir landshlutum og þá ekki siður veðri og snjóalög- um. 1 byrjun rjúpna- LANDHELGIS- VÍXILLINN FALLINN? Ólafur Jóhannes- son, forsætisráð- herra, sér „enga ástæðu til frekari viðræðna um land- helgissamkomu- lagið", þótt fulltrúi bresku ríkis- stjórnarinnar, John McKenzie, sé þess sinnis. Þetta stað- festist í viðtali, sem fréttamaður blaðs- ins átti við Ólaf Jó- hannesson í gær- kvöldi. Eins og fram hef- ur komið í Alþýðu- blaðinu, þá telur breski sendiherr- ann, að nauðsynlegt sé að ræða frekar það ákvæði land- helgissamkomu- lagsins, er fjallar um þá togara, er strikaðir eru út af listanum yfir þá, sem mega veiða hér við land. McKenzie sagði samkomulagið ekkert segja ákveðið um þetta atriði, en í gærkvöldi sagði is- lenski forsætisráð- herrann: ,,Af okkar sjónarhóli séð er þetta atriði ótvi- rætt og engin ástæða til að ræða það frekar. Breski sendiherrann mun hafa átt við sérstök tilvik, eins og var i tilfelli Northern Sky. PJf þeir vilja ræða eitthvað frekar við okkur, þá fara þeir fram á það, en engin slik beiöni hefur komið fram”. Hvi stenst sú fullyrðing Alþýðublaðsins, að „þorskastriöinu” sé ekki lokið. A meðan tveimur rikisstjórnum ber ekki saman um hvað ákveðið atriði ákveðins sam- komulags táknar, þá er ekkert fullt samkomulag i gildi — eða hvað? Samkomulagið ótvírætt — engar frekari viðræður segir Úlafur Jóhannesson en breski sendiherrann fer fram á framhaldsviðræður veiðitimans virtist minna um rjúpuna en menn höfðu gert ráð fyrir eftir spá fugla- fræðinga. En komið hef- ur á daginn, að eftir að snjóa tók á venjulegum veiðisvæðum hefur greinilega orðið meiri rjúpnaveiði en t.d. i fyrra. Einna mest hefur rjúpan verið i Þing- eyjarsýslum, Ströndum og tsafjarðarsýslum. A Holtavörðuheiði hefur verið vel þokka- leg veiði, ivið meiri en i fyrra. Verð á rjúpu nú fyrir jólin verður trúlega svipað og það var i fyrra eða kr. 250.00 stykkið, eða ef til vill lit- ið eitt hærra. Eirikur Ketilsson, stórkaupmaður, sagði okkur, að talsvert fram- boð væri nú á hrein- dýrakjöti á markaðn- um, og sýnilegt væri að það væri mjög að vinna á i vinsældum. Vitað er, að hreindýrakjöt er hið mesta lostæti, og þegar orðið fastur liður á jóla- matseðlinum hjá vax- andi fjölda manna. Útflutningur á rjúpu helur ekki verið undan- farin ár, og hefur m.a. tvennt komið til: Framboð helur ekki meira en svo nægt fyrir innlendan markað, og einnig eru hömlur á út- flutningi á þessari mat- vöru lil flestra landa. Aður l'yrr voru fluttar út allt að 400 þúsund rjúp- um, þegar mest var, og þá aðallega til Noregs. Sem sagt: Útlit fyrir nóga rjúpu á góðu verði, miðað við undanfarin ár og allar verðhækkanir. Ekki stórar áhyggjur Þrátl fyrir að kjara- deilu ASI og Vinnuveit- endasambandsins hafi verið visað til sátta- semjara er enn tölu- verðuruggur i mönnum um, að til einhverra verklalla komi nú á næstunni — og sumra heldur óþægilegra. Vit- að er, að rikisstjórnin hefur lagst mjög eftir þvi að samið verði en þó vildi forsætisráðherra, Úlatur Jóhannesson, i gærkvöldi ekki viður- kenna að hann hefði stórar áhyggjur af gangi mála. — Þetta tekur allt sinn tima, sagði hann i viðtali við fréttamann Alþýðublaðsins. — Að visu hefur gengið treg- legar að semja nú en i hitteðfyrra, en ég sé samt enga ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu. Forsætisráðherra kvaðst engu vilja spá um hvort samið yrði fyrir eða eftir áramótin en eins og menn muna, þá var samið fyrir ára- mótin 1971, þegar sið- ustu almennu kjara- samningar voru gerðir. Þá bar fréttamaður blaðsins það undir forsætisráðherra, hvort rétt væri, að á kjör- dæmisfundi Fram- sóknarflokksins, sem haldinn var i Hafnar- firði um siðustu helgi, hefði hann lýst yfir á- hyggjum vegna afstöðu Bjarna Guðnasonar til nýja skattalagafrum- varpsins. Forsætisráð- herra hló við og kvaðst engar áhyggjur hafa af þvi. — Ég hef engar á- hyggjur vegna nýju skattalag- anna, sagði hann.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.