Alþýðublaðið - 30.11.1973, Side 2
JACKIE OG ARI VERÐA FRYST
Aristotle Onassis og Jackie
munu hvila eiliflega fryst hlið
við hlið.
Ari hefur pantað tvö rúm i
frystigeymslunni i Wiltshire-
stofnuninni i Los Angeles sem
hinsta tákn um sameiningu
milljónamæringsins og hinnar
fögru konu sinnar.
Likamir þeirra verða varð-
veittir þar i þeirri von, að
læknavisindin muni fyrr eða
siðar finna leið til að vek ja látna
til lifsins.
Kostnaðurinn er 8 þúsund
pund auk lOOOpunda greiðslu ár-
lega i geymslukostnað til
vöknunar.
Ari er 67 ára og hann vill
ganga úr skugga um, að hann
glati aldrei sinni frægu brúði.
Hann biðlar enn til hennar, felur
demantsarmbönd undir munn-
þurrkunni og læðist á tánum um
ibúð þeirra i Manhattan, ef hún
vill sofa út.
„Minnsta ósk hennar er mér
skipun,” útskýrði Onassis ný-
lega. ,,Ég læt hana fá 40 þúsund
pund i nálarpeninga árlega. Ég
heimta afhendingu gimsteins
frá London eða Paris i Aþenu
daginn eftir. Ég get gert hana
hamingjusama. Þvi skyldi ég
ekki gera það?”
Siðasta gjöf hans: Teikningar
að 4 milljón punda skemmti-
snekkju, sem heita á Jacqueline
og koma á i stað snekkjunnar
Christine, sem hann notaöi,
þegar hann var að biðla til for-
setafrúarinnar fyrrverandi.
KVIKSÖGUR
En greinileg og gagnkvæm
ást kemur ekki i veg fyrir alis
konar kviksögur um hjónaband
Ari og Jackie.
Nýjasta nýtt skv. bandarisku
blöðunum er, að Elizabeth Tay-
lor sé á höttunum eftir gullna
Grikkjanum — og að Jackie
hafi sagt „burt með hendurn-
ar”.
Margar þessar kjaftasögur
eru byggðar á þeirri staðreynd,
að Ari og Liz hittust i Róm fyrr á
þessu ári og áður en Liz skildi
við Riehard Burton.
Elizabeth og Ari komu sitt i
hvoru lagi til Róm i einkaflug-
vélum. Þau urðu mjög reið,
þegar ljósmyndarar rákust á
þau á veitingahúsinu fræga
„Osteria del Orso”.
Ari skvetti úr kampavinsglasi
fram i einn blaðamanninn, en
Liz reyndi að fela sig undir
borði.
Vinir segja, að Liz hafi fariö
til að gráta hjá Ari, vegna þess
að Richard Burton veitti hinni
glæsilegu samleikkonu sinni
Natalie Delon of mikla athygli
meðan á töku kvikmyndarinnar
Bláskeggur stóð.
Jackie og Ari hafa oft mót-
mælt bollaleggingunum um
þetta fimm ára hjónaband og
sagt, aö þau væru hamingjusöm
og vildu fá að vera i friði.
En kviksögurnar verða á
kreiki meðan þau halda áfram
að leika leikinn: „Allt, sem þú
getur, get ég betur...”
1970 sást Jackie oft i fylgd
með griskum arkitekt, George
Hatsimichaelis og þar átti ástin
að vera með i spilinu. Andsvar
Ari var að fara og vera kvöld-
stund hjá gamalli vinkonu sinni,
Grétu Garbo á ströndinni GÍyf-
ada skammt frá Aþenu. Onass-
is vildi halda endurfundina há-
tiðlega með þvi að gefa Garbo
dásamlegt demantsarmband.
Eftir ákaft rifrildi um borð i
Christine i fyrra fór Jackie til
Casablanca og alein til höfuð-
borgarinnar i Marakkó, þar
sem hún var gestur hins
myndarlega prins Moulay
Abdullah, sem er bróðir
Hassans II. Marokkókonungs.
DANSINN
Ari hefur sést dansa við
Maharenuna af Baroda á nætur-
klúbb i Paris. Kannski hann vilji
sanna, að Jackie sé ekki sú eina,
semgetur umgengist konunglegt
fólk.
betta virðist óstöðvandi. A
einum og sama degi mátti
lesa i bandariskum blöðum, að
Ari og Jackie væru að skilja og i
öðrum, að þau héldu hátiðlegt
fimm ára brúðkaup sitt um borð
i Christinu.
í þriðja blaðinu stóð, að
Jackie hefði stritt honum
miskunnarlaust á nektar-
mynd af honum, sem birtist i
itölsku blaði.
LÁGVAXINN
Einn af lifvörðum Ara, sem
stóð við barinn á „21-klúbbn-
um” i Manhattan meðan hús-
bóndinn snæddi 2 punda ham-
borgara, sagði: „Það er gott, að
hann les aldrei blöðin — nema
skipafréttirnar og fjármála-
tiðindin.”
Ætli Onassis sjálfur sé ekki
mest undrandi allra yfir þvi, að
hjónabandið hefur staðið i fimm
ár. Rétt fyrir vigsluna sagði
hann: „Jackie hefur sagt mér,
að hún dáist að hávöxnum
grönnum mönnum. Ég held, að
sú Iýsing eigi ekki við mig.”
Og rétt er nú það. Jackie lætur
helst ekki sjá sig með honum á
dansgólfi, þvi að hún er stærri
en hann, þó að hún sé á slétt-
botnuðum skóm.
Umheiminum mun alltaf
finnast þau sér á parti, en það er
ekki svo vitlaust að rifja upp
skrýtlur, sem Willie
Frischauer, sem ritað hefur
ævisögu Ari, sagði: „Bandarisk
hjón voru að tala saman eftir að
hafa séð Ari úti á götu.
„Vá,” sagði húsbóndinn
undrandi. „Hann er svakalega
litill.”
„Já,” svaraði konan. „En
ekki, þegar hann stendur á
peningunum.”
Ný von fyrir
Merkileg uppgötvun hefur
vcrið gerð varðandi meðferð
lif rarsjúklinga. Það voru
læknarnir i Kings Collegc Ho-
spital i London i Knglandi, sem
loksins gátu smíöað iifrarvél,
sem getur haldið lifi i fólki, scm
lifrin vcrður skyndilega óvirk i
lifrarsjúka
sökum sjúkdóms.
A myndinni eru tvær
manneskjur, sem vélin hefur
sennilega bjargað frá dauða.
Lifrarvéiin er flókin smiði, en
ckki fyrirferðarmikil, cins og
sjá má af myndinni.
Tilboð óskast
i nokkrar ógangfærar fólksbifreiðar,
Pick-Up bifreiðar með þriggja og sex
manna húsi, sendiferðabifreið og bifreið
yfirbyggð með 2 metra háu álhúsi, er
verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudag-
inn 4. desember, kl. 12-3.
Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl.
5.
Sala Varnarliðseigna.
Hafnarfjarðar Apótek
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Helgidaga kl. 2 til 4.
SÆLGAiTISOIRO
Skipholt 29 — Sími 244fi6
BLÓMAHÚSIÐ
simi 83070
Skipholti 37
Opið til kl. 21.30.
Einnig laugardaga
og sunnudaga.
Q
Föstudagur 30. nóvember 1973.