Alþýðublaðið - 30.11.1973, Page 3
Átta bestu af
80 milliónum
80 milljónir Kinverja stunda
borðtennis, og 8 þeir bestu eru
væntanlegir hingaö á mánudag-
inn. Það eru kinversku heims-
meistararnir sem hingað koma.
Þeir dveljast hér i 10 daga, og
ferðast vitt og breitt um landið,
keppa og sýna. Þar á meðal
munu þeir keppa i Eden i
Hveragerði, og mun það vera i
fyrsta sinn sem iþróttakeppni er
háð i gróöurhúsi.
Myndin er af 18 ára pilti, Li
Peng, sem varð annar á kin-
verska meistaramótinu, en þar
voru þátttakendur 600.000 tals-
ins.
Nánar veröur skýrt frá heim-
sókn Kinverjanna
blaðsins siðar.
i iþróttasiðu
Kauphöll verður
Kaupsýsluhöllin
Nýlega kvað Hæstiréttur
þann úrskurð, að Hannesi
Þorsteinssyni væri óheim-
ilt að reka firma undir
nafninu Kauphöll Hannes-
ar, þar eð Aron Guð-
brandsson ætti einkarétt á
því nafni.
Þrátt fyrir þetta ætlar
Hannes ekki að leggja árar
i bát, heldur hefur hann
breytt kauphöll i kaup-
sýsluhöll. Firmað mun
framvegis heita Kaup-
sýsluhöllin, og tilgangur
fimans verður sá sami og
áður.
Frystihúsið
stækkað og
síminn sjálf-
virkur orðinn
Eskfirðingar hafanú nær lokið
viðbótarbyggingu og endurbótum
á hraðfrystihúsinu, sem eykur af-
kastagetuna úr 25 tonnum i 45
tonn á sólarhring, og er þá allt
frystihúsið miðað við ströngustu
kröfur, sem gerðar eru um út-
flutningsframleiðsiu fyrir Banda-
rikjamarkað. Er þess vænst að
frystihúsið hefji full afköst um
eða upp úr áramótum.
í gær var á Eskifiröi opnuð 67.
sjálfvirka sfmstöðin og sú 5. á
Austurlandi, með þvi að oddvitinn
Guðmundur Auöb jörnsson,
hringdi i Aðalstein Norberg, rit-
simastjóra. Enda þótt Torfhildur
Magnúsdóttir hafi undanfarin ár
veitt Eskfirðingum fyrsta flokks
þjónustu pósts og sima, vænta
þeir sér mikils af þessum aðkall-
andi úrbótum. Þorvarður Jóns-
son, yfirverkfræðingur Pósts og
sima, hefur borið hita og þunga
þessarar framkvæmdar.
Sólblómasmjörlíki
gegn
hjartasjúkdómum
Sólblómasmjörliki er nýjasta litiö lifsnauösynlegt fyrir likam-
viðbitið á markaðnum, en ann, og ennfremur er talið, að
Smjörliki hf. hóf framleiðslu á það dragi mjög úr likum á
þvi i fyrrakvöld. Þessi fram- hjartasjúkdómum.
leiðsla bætist við jurtasmjörlik- Þriðja nýjungin viö Sólblóma-
ið og aðrar smjörlikisgerðir, smjörliki er, að þótt það sé
sem fyrirtækiö framleiöir. geymt i isskáp eöa kæli harönar
það aldrei, heldur verður alltaf
Sólblómasmjörliki er nýjung mátulegt til að smyrja með þvi.
hér á landi og frábrugöið öllu Raunar er nauðsynlegt að
ööru feitmeti, sem hingað til geyma það á köldum stað, þvi
hefur verið notað ofan á brauð sóiblómaolian geymist illa.
og kex hér á landi. Nýjungin er i Smjörliki þetta verður eingöngu
þvi fólgin, að i smjörliki þetta er selt i 250 gr öskjum og kostar
notað mikið magn af fjölómett- hver askja 42 krónur, en það er
aðri feitisýru og mikið af E- tæplega helmingi ódýra en
vitamini. Fyrrnefnda efnið er á- smjör.
HORNIÐ
FORRÁÐAMENNIRNIR
ElfiA SÖKINA EN
EKKI KARL EINARSSON
„Ég vil mótmæla harð-
lega þeim óþverraskrif-
um, sem birtust í grein i
Horninu um Karl Einars-
son, skemmtikraft, sem
var kynnir á tónleikunum
í Austurbæjarbíói", sagði
„VÞV", sem hringdi til
Hornsins.
„Það var greinilegt að
forráðamenn skemmtun-
arinnar höfðu ekki sett
hann inn i starfið nægi-
lega vel, og þaö eru þeir,
sem eiga að gjalda þeirra
mistaka, sem orðið hafa
á kynningu. Karl komst
sjálfur snilldarlega vel
frá þvi.
Og varðandi þær rætnu
ásakanir um að KarJ hafi
verið fullur við starfið,
vil ég segja, að ég þekki
hann það vel, að ég veit
að hann hefur aldrei
nokkru sinni komið fram
undir áhrifum áfengis".
Mosfellssveit ~ Kjalarnes - Kjós
Byggingarvörur og málningarvörur. Við blöndum óskalitina með-
an þið biðið.
MARKHOLT H/F, BYGGINGAVÖRUVERSLUN, URÐARHOLTI 3.
Fundir t
aö Hótel
LoftleiÓum^x
Fundarsalir Hótels Loftleiða eru hinir
fullkomnustu hér á landi, og í grannlöndum
eru fáir betri. Þar geta 200 manns þingað í
einum sal, meðan 100 ráða ráðum sínum í
þeim næsta. Leitið ekki langt yfir skammt.
Lítið á salarkynni Hótels Loftleiða - einhver
þeirra munu fullnægja kröfum yðar.
HOTEL
LOFTLBÐIR i
Góðfúslega endurnýið fyrir helgina.
Dregið í8. fl Kl. 5.30ámánudag.
Happdrœtti DAS.
Föstudagur 30. nóvember 1973.
o