Alþýðublaðið - 30.11.1973, Blaðsíða 12
alþýðu
ii RTiTTil
Æ/T/f/n/ÐÞfíú-s 'sri
~^K/? _____________Lr’tg
/-'/r/L 7o//s/ H£/ÐUK /D£Rh/
N/RF /<,/-
mo/ ÆFDU
9
SJÖ UtJRR
L£6V FÆPI
a'o 5/?m NU rnerr* SJ-oKz fíD/
□ V£ND N/ND /?u/V
HOPP
t-á/r D/ry*K SurtNfi *2£f”S
■ uPfFTT
í 5 72>> v£/D/
/J/V'ír/? UTT
rófnud 5j»' , u n
\
1 1
íslenska lægðin
erillræmd um
allan
Veðrið á íslandi er illræmt
meðal erlendra veöurfræöinga,
og sin á milli tala þeir um ,,is-
lensku lægðina”, sem ómögu-
legt er að reikna út, sögðu þeir
veðurfræðingar á Veðurstofu Is-
lands, þegar þeir kynntu nýja
húsnæðið á Golfskálahæðinni
fyrir blaðamönnum i gær. Og
þeir voru sammála um það, að
erfiöara er að vera veðurfræð-
ingur á fslandi en viðast hvar
annars staðar á norðurhveli
jarðar.
Þrátl fyrir það, hvað erfitt er
að vera veðurfræðingur á fs-
landi staðhæfði Jónas Jakobs-
son, að öryggi spánna þeirra sé
ekki minna en annars staðar, —
þær standist 70—80%, þótt
reyndar hafi það ekki verið
kannað nákvæmlega hér á
landi. Markús A. Einarsson
bælti þvi við, að stundum fari
spárnar alveg i vaskinn, en þeir
geti þó huggað sig við það, að
það sama komi oft fyrir tölvu-
spárnar, sem koma erlendis frá.
Tilefni þess, að blaðamönnum
var boðið að heimsækja Veður-
stofuna i gær var, að hún er nú
að fullu tekin til starfa i nýja
húsinu, — og má segja, að það
sé ekki vonum seinna. Það var
nefnilega ákveðið i lögum um
Veðurstofu fslands árið 1926,
sex árum eftir að hún hóf starf-
semi sina að Skólavörðustig 3,
að reist skyldi húsnæði fyrir
stofnunina, enda var þá þegar
oröið þröngbýlt þar. t>etta á-
kvæði var endurtekið litið breytt
i nýjum lögum Bm Veðurstofuna
árið 1958, en það var ekki fyrr en
árið 1970, að hafist var handa
við bygginguna, og byrjað var
að flytja starfsemi Veðurstof-
unnar þangað á s.l. vetri.
Eftir að Hlynur Sigtryggsson,
veðurstofustjóri, hafði rætt litil-
lega um starfsemi Veðurstof-
unnar var blaðamönnum boðið
að skoða sig um og lita á,
hvernig þeir vinna, sem daglega
segja okkur hvernig veðrið er og
hvernig það verður ,,næsta sól-
arhring”.
1 fjarskiptadeildinni hittum
við fyrir Geir Olafsson, sem er
einn elsti starfsmaður stofnun-
arinnar, byrjaði þar árið 1945, —
inn
og um leið einn af elstu starfs-
mönnunum, 68 ára. Hans starf
er að fylgjast með veðurskeyt-
um, sem koma erlendis frá á
fjarritum og senda til útlanda
veðurskeyti Veðurstofu fslands,
og ennfremur tekur hann við
veðurtunglamy ndunum og
tölvuspám. Hann sendir upplýs-
ingar sinar til spádeildarinnar,
sem vinnur úr þeim og gerir
veðurkort, sem stuðst er við,
þegar veðurspárnar eru gerðar.
Spádeildin tekur að sjálfsögðu
lika við veðurskeyti islensku
veðurathuganastöðvanna og
taka mið af þeim við gerð
spánna.
Jónas Jakobsson veðurfræð-
ingur var á vakt á spádeildinni,
þegar við litum þarna inn, og
hann var einmitt að byrja á
veðurkorti. Við spurðum hann
að sjálfsögðu, hvað hann segði
um veðrið næstu tvo sólarhring-
ana, og eftir að hafa litið sem
snöggvast á kortið fræddi hann
okkur á þvi, að litilla breytinga
sé að vænta. Austanáttin verður
áfram, nokkuð svöl og þurrt alls
staðar nema á annesjum fyrir
norðan og austan, — þar verður
smáhrið. Þá sagði hann það
hugsanlegt, að einhver snjó-
koma verði á Reykjanesskaga i
dag.
„Annars er þetta sifelld bar-
átta við að finna það rétta”,
sagði Jónas. ,,Og stundum eru
veðurkortin, sem við fáum er-
lendis frá heldur ónákvæm, og
maður fær hálfgerða ótrú á
sumum veðurstofunum. En
þegar slikt gerist verðum við að
brjóta heilann og vega og meta,
hvað liklegast er að verði”.
Þegar kortunum ber ekki
saman reynir sem sagt á spá-
mannshæfileika veðurfræðing-
anna, ,,en það kemur að þvi,
þegar ákveðnum aldri er náð,
að þessir hæfileikar fara að
dala”, sagði Jónas, ,,en ég vil nú
ekki segja, að ég sé kominn á
þann aldur, þótt það sé kannski
vitleysa hjá mér”. En allir voru
veðurfræðingarnir sammála
um, að spá sé alltaf spá, og geti
þeir einhverntimann sagt ná-
kvæmlega til um veðrið sé ekki
lengur um spádóma að ræða.
A efri myndinni er Jónas
Jakobsson veðurfræðingur að
teikna spákort sólarhringings-
ins, en áneðri myndinni eru
verðurfræðingar og annað
starfsfólk við fjarskiptatækin,
sem taka við og senda veður-
lýsingar, tölvuspár og gervi-
tunglamyndir. Geir Ólafsson
er fremst á myndinni.
INNLÁNSVIÐSKIPTH LEIÐ
LANSVIÐSKIPTÁ
^BÚNAÐARBANKI
ÍSLANDS
KOPAYOGS APÓTEK
Opifi öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
kl. 1 og 3
SENDIBIL ASTÖÐIN Hf
PIMM ó förnum vegi
HelgiV. Helgason nemi: Nei, ég
fer frekar litið i bió, varlaeinu
sinni i viku, nema einhverjar
góðar myndir séu. Ég vel mér
nefnilega myndir.
Auður Ottadóttir nemi: Nei,
sjaldan. Það eru t.d. þrjár vikur
siðan ég fór siðast. Annars fer
ég með krökkunum, ef við ætl-
um að sjá eitthvað sérstakt,
annars ekki.
Margrét Þórarinsdóttir nemi:
Nei, ég hef ekki efni á þvi, en
þegar ég fer, finnst mér gaman,
og sjónvarpið hefur engin áhrif
á hvort ég fer i bió eða ekki, þvi
ég horfi svo litið á það.
Jónina Einarsdóttirnemi:Égfer
yfirleitt ekki oft i bió, en þó sé ég
yfirleitt mánudagsmyndirnar.
Ét er ekki fyrir hasarmyndir, og
fer sjaldnar nú en áður i bió.
Ferð þú oft í bíó?
Kristbjörn Jónsson afgreiðslu-
maður: Já, ég er biósjúkur og
fer á margar myndir, og alls
konar myndir, og hef yfirleitt
gaman af. Ég fer heidur i bió en
að horfa á sjónvarp.