Alþýðublaðið - 20.12.1973, Side 5

Alþýðublaðið - 20.12.1973, Side 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála- ritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs- son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit- stjórnar, Skipholti 19. Sími 86666. Af- greiðsla: Hverfisgötu8-10. Simi 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími 86660. Blaöaprent hf. DÓMUR ERLENDU SÉRFRÆÐINGANNA Undanfarna daga hefur dval- ist hér á landi’hópur efnahags- sérfræðinga frá Evrópudeild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til viðræðna við háttsetta islenska embættismenn og ríkisstjórnina um ástandið i efnahagsmálum þjóðarinnar. Formaður þessar- ar sérfræðinganefndar er Kolf Evensen, einn af kunnustu og virtustu hagfræðingum Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, en un efnahagsmála á lslandi s.l. tvo áratugi. Að viðræðunum loknum hélt Evensen stutt yfirlitscrindi, þar sem hann greindi frá áliti sér- fræðinganefndarinnar á is- Irnskum efnahagsmálum og þvi ástandi. sem þar rikir jafnframt þvi, sem hann kom fram með ýmsar tillögur sérfræðinganna til rikisstjórnarinnar um úrbæt- ur. Uokaorðin i erindi Evensen liafa nú verið þýdd á islensku og send rikisstjórninni sem leyni- skjal, en Alþýðublaðið komst á snoðir um efni skjalsins og birti útdrætti úr þvi á forsiðu sinni i gær. Við lestur skjalsins vcrður strax Ijóst, hvers vegna rikisstjórnin hefur ekki viljað gera það opinbert — slikur á- fellisdómur felst i áliti hinna ó- hlutdrægu sérfræðinga á efna- hagsstefnu rikisstjórnarinnar. Sérfræðingarnir, sem eru al- gerlega óliáðir og óhlutdrægir dómarar um stjórn efnahags- mála á islandi. segja m.a. i leyniskjalinu. að sem stendur sé engin efnahagsstefna mótuð á islandi. Þeir segja einnig að Ijóst sé. að sú mikla verðbólga, scm sé á islandi, sé að mestu leytiaf innlendum rótum runnin — öfugt við alkunnar fyllyröing- ar stjórnarflokkanna, sein vilja kenna ciiendum verðhækkun- um uin. Þá segja sérfræðing- arnir einnig, að rikisstjórnin hafi ekki fyllilega horfst i augu við efnahagsvandamálin á yfir- standandi ári. eu ástandið hafi samt sem áður ekki leitt til vandræða vegna mikiilar verð- hækkunar á útflutningsafurðum landsmanna og vegna þess, hve rikisstjórnin liafi óspart tekið lán erlendis. Um horfurnar á næsta ári segja sérfræðingarnir m.a. að það liggi ljóst fyrir ,.að hlutiruir muiii ekki lialda áfram að bjargast af sjálfu sér, eins og þeir gerðu á árinu 1973”. Ilvernig er lia-gt að orða fyrir- litningu á stjórnleysi rikis- stjórnarinnar i efiiahagsinálum iillu skörulegar en þetta? i>á koina sérfræðingarnir eiuuig fram með ýmsar tillögur um aðgerðir, sem þeir telja ó- hjákvæmilegar eins og komið er. I>ær fela m.a. i sér nýjar vaxtahækkanir, niðurskurði á framkvæindum , samdrátt á mannaflanotkun. afnám visi- töluhindingar launa og annað i þeim dúr. í leyniplagginu. sem Alþýðu- blaðið hefur birt útdrætti úr. kveða óvilhallir og mikilsmetnir erlendir efnahagssérfræðingar upp dóm sinn yfir hinni óhæfu rikisstjórn ólafs Jóhannesson- ar. l>að er ófögur iesning, cn sönn. l>að er sú hrolivekjulesn- ing, scm ráðherrarnir hafa ver- ið að dunda sér við að lesa i laumi, — jólabók rikisstjórnar ólafs Jóhannessonar. EGGERT G. ÞORSTEINSSON, ALÞINGISMAÐUR Verkamannabústaðakerfið fyrr og nú Þegar tillit er til þess tekið, að fyrstu lögin um verkamannabú- staði voru sett árið 1929 — eða fyrir 43 árum, þá verður vart talið óeðlilegt, þótt endurskoðun slikr- ar lagasetningar ætti sér stað. Sannleikurinn er og einnig sá,að æði oft hafa verið gerðar breyt- ingará lögunum á þessum árum. — bær breytingar hafa þó hins vegar einkum takmarkast við tvo þætti hinna upphaflegu laga þ.e. tekjumörkin og lánsupphæð. Fyrsta grundvallarhugsunin er að baki lagasetningunni stóð, var sU, að styrkja og styðja þá, sem vegna lágra tekna og þar af leið- andi bágs efnahags gátu ekki komist yfir eigið hUsnæði með öðrum hætti. — Hækkandi tekjur a.m.k. i krónutölu og sifellt hækkandi byggingarkostnaður hafa svo knUið á um breytingar á þessum tölum, án þess að um breytingar á grunni laganna hafi verið að ræða. Réttur, sem ekki var notaður Hin daglega framkvæmd var svo sU, að stjórn Byggingasjóðs verkamanna tók árlega ákvörðun um hve margar ibUðir skyldu fá lán á árinu og á hvaða stöðum, enda farisU lánsupphæð ekki yfir gildandi hámark i lögum. Lánsfjárhæðinni til einstakra byggingarfélaga var svo deilt Ut eftir þvi, sem byggingafram- kvæmdum miðaði áfram. Samkvæmt ákvæði i eldri lög- um átti sveitarstjórn rétt á þvi að skipa eftirlitsmann með fram- kvæmdum til þess að fylgjast með þvi hvernig fjármagninu — þ.e. lánsfénu, væri varið. — t raun notuðu sveitarfélögin ekki þennan rétt sinn, þegar Reykjavik er undanskilin. Eftirlit með byggingum af hálfu sjóðstjórnar var að öðru leyti fólgið i vottorðagjöf bygg- ingafulltrUa og oddvita á hinum ýmsu stöðum. Áður en byggingarfram - kvæmdir hófust þurftu félögin að sjálfsögðu að fá samþykki fyrir ibUðastærð og ibUafjölda, — samkv. framlögðum teikningum. Við byggingu fyrstu ibúðanna á vegum verkamannabUstaðakerf- isins voru hámarkslán ákveðin allt að 80% byggingarkostnaðar. — Siðar, er dró Ur fjárhagsgetu sjóðsins, var ákveðið hámark i krónutölu sett inn i lögin.*— Auk hins takmarkaða fjármagns, var þessi breyting rökstudd með þvi að lán miðaö við prósentu af byggingarkostnaði byði þeirri hættu heim, að verið væri að verðlauna háan byggingarkostn- að, eða óhóflegan iburð i bygging- um, sem færi i bága við anda lag- anna. Fyrstu framlögin til verkamannabústaða Það er svo öllu fremur til gam- ans, en að nauðsynlegt verði talið, að minnast þess, að fyrstu fram- lög sveitarfélaga til Bygginga- sjóðs verkamanna voru ákveðin 1 króna á hvern ibUa, gegn jafn háu framlagi rikissjóðs og tveim árum siðar eða árið 1931 er fram- lagið hækkað Ur 1 kr. i 2 kr. á hvern ibUa, gegn jafn háu fram- lagi rikissjóðs. Arið 1946 er fram- lagið enn hækkað i 4-6 kr. Árið 1950 Ur 4—6 kr. i 12—18 kr. Árið 1958 Ur 12-18 i 24—36 kr. Arið 1962 Ur 24—36 kr. i 40—60 kr. Hér er að sjálfsögðu um krónur að ræöa, sem voru meiri aö verð- gildi heldur en þær krónur er við meðhöndlum i dag, þegar há- marksframlag er lögum sam- kvæmtorðið 1200krónur og flestir hlutir I sambandi við byggingar einnig ósambærilegar. Við lauslega athugun telst mér svo til, að á vegum hins eldra kerfis um byggingu verkamanna- bUstaða, hafi á 40 ára bygginga- starfsferli þess, verið byggðar nálægt 1500 ibUðir viðs vegar um land, þar af um 35—38% i Reykja- vik. 1 krónum talið er eins og fyrr - segir, með mismunandi verðgildi, hafi lán Byggingasjóðs verka- manna numið á sama tima þvi sem næst 200 milljónum króna. Nauðsynlegt er að undirstrika, að hér er um rUmar tölur að ræöa. Þetta látum við nægja um for- tiðina, þ.e.a.s. fram til ársins 1970, þegar algjör kaflaskipti eiga sér stað i afskiptum þess opin- bera af þessum málum. Óhikað má þó fullyrða að allt það fólk, sem fengið hefur þessar ibUðir á sinum tima við mjög ólikar að- stæður, — hefði án laganna aldrei komist yfir eigið hUsnæði. Hér er um 7—8000 manns að ræða. Kaf laskiptin áriö 1970 Með frumvarpi til laga um HUs- næðismálastofnun rikisins, sem lagt var fram á siðari hluta 90. löggjafarþings Alþingis árið 1970, verður eins og fyrr segir gjör- breyting á öllu ytra starfi og af- skiptum rikisvaldsins af lána- málum þess, til ibUðabygginga i landinu. Grunnurinn er þó ennþá hinn sami. Ef nefna mætti eitt- hvert eitt atriði, sem stærsta meginbreytingu þessa frumv. sem nU er orðið að lögum, frá hinu fyrra kerfi, þá teldi ég það vera aö færa öll opinber afskipti af ibUðabyggingum undir eina stjórn — HUsnæðismálastjórn, og að gömlu byggingarfélögin eru lögð niður, en i stað þeirra koma til kjörnar stjórnir á hverjum staö. Hér fer á eftir greinargerð þeirra er lagafrumvarpið sömdu, um kaflann varðandi verka- mannabUstaði. Meginbreytingar frá fyrri lögum „Hér á eftir verður getið helstu efnisbreytinga frá nUgildandi lög- gjöf, sem felast i frumvarpinu: 1. Stjórn Byggingarsjóðs verkamanna er falin hUsnæðis- málastjórn. 2. HUsnæðismálastjórn annast þvi Uthlutun lána bæði Ur Bygg ingarsjóði rikisins og Ur Bygg- ingasjóði verkamanna. 3. Það er á valdi sveitarfélags hvort það lætur byggja verka- mannabUstaði. Tekjuöflun til Byggingarsjóös verkamanna t grein þessari cr stuðst viö erindi, sem Eggert G. Þor- steinsson flutti á ráöstefnu um verkamannabústaöi á vegum Húsnæðismálastjórn- ar s.l. haust. verði breytt þannig, að hvert sveitarfélag ákveði til fjögurra ára i senn, framlag sveitarsjóðs, sem miða skal viö ibúatölu á þétt- býlisstöðum og eigi vera lægra en 200krónur á ibUa og eigi hærra en 1200 kr. á ibUa á hverju ári. Jöfnunarsjóður annist greiðslu framlaganna af hluta sveitar- félaganna i jöfnunarfé. Rikis- sjóður greiði sem fyrr jafnt á móti. 4. Hver sveitarstjórn, sem hyggst byggja verkamannabU- staði, lætur gera áætlun um slikar býggingar á næstu fjórum árum, og skal miða ákvörðun framlags sins til Byggingarsjóðs verka- manna við þá áætlun. 5. Ráðherra skipar sjö manna stjórn verkamannabUstaða i hverju þvi sveitarfélagi, sem hyggst byggja verkamannabU- staði, eftir tilnefningu sveitar- stjórnar (3), hUsnæðismála- stjórnar (3) og verkalýðsfélaga < I). Stjórn þessi annast áætlunar- gerö, sbr. 6. tl. allar byggingar- framkvæmdir og Uthlutun verka- mannabUstaða. Byggingarfram- kvæmdir skal hefja, þegar hUs- næöismálastjórn og sveitarstjórn hafa staöfest byggingaráætlun. 6. Lánveitingar til byggingarfé- laga verkamanna falli niður. Lánin skulu veitt sveitarfélögum, en verða yfirfærð á ibUðaeigend- ur við afhendingu bUstaöa full- gerðra. Lánin skulu vera tvö. Lán Ur Byggingarsjóði rikisins með venjulegum kjörum og lán frá Byggingarsjóði verkamanna til 42 ára með 2% ársvöxtum, anniutetslán (jafngreiðslulán), tryggt með 2 veör. i bUstaðnum. Samanlögð l'járhæð lánanna skal nema 4/5 hlutum raunverulegs byggingarkostnaðar. lbUðareig- andi skal leggja fram 1/5 hluta kostnaðar án opinberrar aðstoö- ar. Ber honum að greiða 1/10 hluta þegar hann fær Uthlutun og afganginn við afsal. Verði vanskil af hans hálfu, missir hann rétt til ibUðar, en fær endurgreitt það, sem hann kann að hafa greitt. tbUðinni verður þá Uthlutað öðr- um. 7. VerkamannabUstaðir skulu vcra tvö til fjögur herbergi, auk eldhUss, og vera i fjölbýlishUsum. Heimilt er að byggja þá i sam- býlishUsum, raðhUsum eða ein- býlishUsum, ef um litla bygg- ingaráfanga er að ræða eða skipulag krefst slikra frávika. Hámarksstærð skal vera 100 fer- metrar. 8. Gert er ráð fyrir rýmkun efnahagsviðmiðunar þannig, að tekjumark er hækkað i 200 þUs. kr. og 20 þUs. kr. fyrir hvert barn á framfæri innan 16 ára og eignarmark hækkað i 400 þUs. kr. Mörk þessi breytast i samræmi við breytingar á kaupgreiðslu- visitölu (kaupvisitölu) 9. Takmarkanir á ráðstöfunar- réttieiganda verkamannabUstað- ar með svipuðum hætti og áður gilti. 10. Noti sveitarstjórn ekki for- kaupsrétt skal bUstað ráðstafað á ný, með sama hætti og um væri að ræða nýjan bUstað og lánveiting- ar úr Byggingarsjóði rikisins og Byggingasjóði verkamanna að sama marki og þegar um nýjan bUstað væri að ræða. Þetta er megininnihald þeirra nýju laga sem nU gilda og sam- þykkt voru á Alþingi 12. mai 1970. Ennþá er megin innihald laganna það sama, — að hjálpa þeim til að eignast hUsnæði, sem með öðrum hætti ættu þess ekki nokkurn kost. Fjármögnun byggingaf ramkvæmda Einhver vildi nU spyrja þrátt fyrir þennan lestur Ur athuga- semdum lagasm iðanna, með hvaða hætti þeir og löggjafinn hafi i raun hugsað sér aö fjár- magna byggingaframkvæmdir á vegum verkamannabUstaðanna? Með fyrrgreindu frumvarpi sem litið breytt varð að lögum, fylgdi hugmynd að fjármögn- unaráætlun fyrir árið 1971, er var hugíiuð þannig: 1. Byggðar væru 350 verka- mannabUstaðir, er kostuðu 420 millj. kr. 2. Af þessari upphæð væri framlag kaupenda 84 millj. kr. eða 20% 3. Framlag Byggingasjóðs verkamanna 126 millj. kr. eða 30% Þannig er fjármögnunin i heild hugsuð miðað við 80% lán, svo sem lögin heimila. Sömu hlutföll eða prósenta gilda eðlilega um einstakar ibUðir, sem byggðar eru á vegum hinna ýmsu stjórna verkamannabUstaða. Breyting daglegra starfa Það, sem er þvi meginbreyting- in l'rá daglegu starfi i þessum málum frá fyrri lögum, til þeirra er nU gilda, er: 1 Að horfið er aftur til fyrstu lagasetningarinnar og skylt er að lánin verði 80% af byggingar- kostnaði og þvi niður felld há- markslán i krönutölu án tillits til byggingakostnaðar er áður höfðu gilt um langt árabil. 2. Vald sveitarfélaga er stór- lega aukið frá þvi sem áður var og nU þarf samþykki bæjar- eða sveitarstjórnar á þvi,- hvort i framkvæmdirnar megi ráðast og ennfremur á öllum áætlunum á- samt endanlegum verksamningi, að ógleymdri ákvöröun sveitar- stjórnar um hve há greiðsla af hverjum ibUa á ári skuli innt af hendi lil Byggingasjóðsverka- manna. Um öll þessi atriði þarf sam- þykki bæjar- eða sveitarstjórnar. sem óhjákvæmilega hefur i för með sér, að sveitarstjórnir hafa það á sinu valdi hvort i fram- kvæmdirnar verður ráðist eöa ekki og aukast þvi skyldurnar að sama skapi. 3. Af þessari stórfelldu hækkun lánanna, leiðirsvoaftur að nU eru gerðar mun strangari kröfur en áður var, um allar áætlanir, — bæði fjárhags- og framkvæmda- áætlanir, sem hlýtur að krefjast mikillar undi'rbUningsvinnu.ef fullnægja á tilgangi sinum — þ.e. að gera öllum aðilum ljóst Ut i hvað er verið að leggja. Hver er atburöarásin? Þá væri það ekki óeðlileg spurning, þegar hér er komið, i hvaða iöö og hver eru undirbUn- ingsverkin sem vinna af Stjórn VerkamannabUstaða. Þar verð ég að visa til bréfs HUsnæðis- málastofnunarinnar frá þvi i febrUar sl. — Þar segir svo m.a.: 1 Láta fram fara könnun á ibUðaþörf viðkomandi staðar á- samt þvi hve margir væntanlegra ibUðarhafa geta heyrt undir gild- andi lög og reglugerðir (þ.á.m. tekjumörkin). 2. Fá ákvörðun viðkomandi bæjar- eða sveitarstjórnar um a) Að i byggingu verkamanna- bUstaöa verði ráðist, og að á- kvörðun verði tekin. Samþykkt á framlagi sem stjórn sveitarfélagsins hyggst greiða af hverjum ibUa á ári (miöað við næstu fjögur ár). — Valið er á milii 200—1200 kr. pr. i- bUa b) Lóð og staðsetning hUssins eða hUsa. c) Samþykki viðkomandi bygg- ingarnefndar (og hUsnæðismála- stjórnar) á teikningu og ibuðar- stærð. d) Sé óskað eftir aðstoð teikni- stofu stofnunarinnar um teikn- Framhald á bls. 4 0 Fimmtudagur 20. desember 1973.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.