Alþýðublaðið - 20.12.1973, Blaðsíða 10
Churchill
fyrir
framan
þinghúsið
Spencer-Churchill
barónessa afhjúpaði
fyrir skömmu högg-
mynd af hinum
heimsfræga og dáða
eiginmanni sinum,
Winston Churchill,
fyrrum forsætisráð-
herra Bretlands.
Stendur styttan
framan við þing-
húsið i Lundúnum.
Myndin sýnir þær frú
Churchill og
drottninguna ásamt
fleira „fyrirfólki”
við afhjúpunina.
í mörgum löndum er vatnið
eins og kunnugt er slæmt og
þvi hefur mikið aukist út-
flutningur á vatni frá öðrum
löndum eins og t.d. Noregi.
Vatnið er þó talið bæði dýrt og
óhollt, en sem dæmi um, hvað
það kostar má nefna norskt
vatn, sem selt er i Þýskalandi
— 2 litrar á 1,70 þýskt mark.
Nýlega fór fram könnun i
Þýskalandi á tólf tegundum af
fersku vatni og aðeins ein
tegundin slapp vel og var talin
gott neysluvatn.
Þaö er þó staðreynd, sem ekki er unnt
aö ganga fram hjá, að venjulegt
drykkjarvatn verður slfellt verra og
minna af þvi. t Vestur-byskalandi eru
fyrir hendi árlega 16 milljarðar kúbik-
metrar af neðanjarðarvatni og 38 mill-
jarðar kúbikmetrar af yfirborðsvatni, en
aöeins þarf 15 milljaröar til árlegrar not-
kunar. Eftir 30 ár segja visindamenn að
notkunin verði 27 milljaröar kúbikmetra
og sifellt minnkar vatnsboröiö. Sifellt fell-
ur meira og meira af regni á steinsteypu
og malbik. Gert er ráð fyrir þvi.að við
. endaðan áttunda tug þessarar aldar
neyöist menn til að fá meiri hluta vatns úr
fljótum og vötnum, en bæði fljót og vötn
eru oröin mjög menguð af iðnaöarfyrir-
tækjum og verksmiöjum.enda er sifellt
leitaö ákafar aö hreinsuriartækjum.
Griskt máltæki segir, að vatnið sé gulls-
virði.Kaupmaður frá Oberhunden fylgdi
þessu ráði. Það var þurrkur i Duisberg og
hann fór niður i kjallara og fyllti fimm
litra flöskur með þvi að skrúfa frá krana'
og seldi þær i Duisberg fyrir 1,20 þýsk
mörk. Heilbrigðismálanefndin bannaöi
söluna, þvi aö i vatninu fundust hættulegir
geriar.
FERSKT VATN FYRIR 20 MILLJÓN
DALI.
Bandarikjamenn kaupa hreint vatn á
flöskum eins og mjólk. Aðeins eitt útibú
Coca-Cola i Los Angeles keypti hreint
vatn fyrir 20 milljónir dala eitt áriö.
Drykkjarvatn i býskalandi má ekki
innihalda meira en 100 sýkla per milli-
litra, þvi að aðeins þá er engin hætta á
smitun. Neysluvatnið er hreinsað með
klór og i gosdrykki er bætt kolsýru til aö
draga úr keimnum.
Það er enginn vafi á þvi, aö þetta gamla
vandamál svo margra landa er eitt af
þeim vandamálum.sem verður aö leysa
sem allra fyrst og'bæta neysluvatnið að
mun með þvi að draga úr mengun.
upp-
að
Bæði heildsalar og verslanir selja hreint
sprettuvatn á fernum og flöskum, sem á
vera betra en neysluvatnið heima fyrir,
en nú hefur þetta verið kannað í Þýska-
landi og árangurinn varð neikvæður.
Hesthússbruninn
Dýrt og auk þess óhollt
Ekki farið eftir
settum reglum
Við byggingu hesthúsanna i
Viðidal, sem kviknaöi i aðfara-
nótt sunnudagsins, hafði ekki
verið farið eftir byggingarsam-
þykkt varöandi tvö atriöi, og að
sögn Rúnars Bjarnasonar,
slökkviliðsstjór^ hefur þrá-
sinnis verið farið fram á, að úr
þvi yrði bætt. Siðast i september
sendi eldvarnaeftirlitiö eigend-
um hesthúsanna bréf þar sem
veittur var siðasti frestur áður
en leyfi borgarráðs yröi fengið
til að banna notkun húsanna.
Það.sem um ræöir er, að sam-
kvæmt byggingasamþykktinni
mátti ekki nota i hesthúsunum
eldfima einangrun, og eldfastar
hurðir áttu að vera milli hest-
húsanna sjálfra og hlöðunnar.
Hvorugu þessara skilyrða var
framfylgt, og sagði Rúnar
Bjarnason, aö þarna sé um að
ræða brot á öllum lögum. Hug-
myndin var, að eldvarnaeftir-
litið gerði úttekt á húsunum
fyrir áramót.
Niðurstöður rannsóknarlög-
reglunnar um eldsupptök liggja
ekki fyrir, en ljóst er, að eidur-
inn kom upp i einu hesthúsanna,
og enginn eldur fór i hlöðuna.
Hinsvegar læsti eldurinn sig i
einangrun i veggjum, en hún er
úr plasti og veldur gifurlega
miklum reyk. Komst eldurinn i
tvö hús, og fórust þrjú hross, en
öll önnur hross i þessum húsum
urðu fyrir miklum áverkum af
völdum reyksins.
Þótt ekki sé fullvist, hvernig
eldurinn átti upptök sin, er
vitað, að skömmu áður en menn
urðu varir við hann var verið að
vinna að þvi með logsuðutæki aö
þiða vatnsleiðslu, sem frosið
hafði i.
Fimmtudagur 20. desember 1973.