Alþýðublaðið - 20.12.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 20.12.1973, Blaðsíða 11
ÚR ÖLLUM ÁTTUM I Fíiiinn Ráöagóðir kaupmenn Kaupmenn i Vestmannaeyjum láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. A laugardaginn áttu flestir þeirra von á vörusendingum með flugvél frá Reykjavik, en þá brá svo við, að flugvöllurinn i Eyjum var isi lagður svo ólendandi var á honum. Slikt er afar sjaldgæft i Eyjum, og þvi var enginn mannskapur tiltækur til að ryðja völlinn. Þá voru það kaupmennirniiysem drifu sig út á flugvöll, ruddu hann i snarhasti og sandbáru svo. Gat þvi vélin lent eins og áætlað var. Voru helstu viðskiptajöfrarnir i Eyj- um við isruðninginn ásamt liði sinu, svo sem Trausti Marinósson, Axel ó. Lárusson og Kolbeinn ólafsson. Það skyggði nokkuð á ánægju kaupmannanna, að þegar til kom reyndist flugvélin aðeins hafa stærstu sendingarnar innanborðs, og fengu því ekki allir kaupmenn úrlausn í þetta skipti. Ársaflinn um 900 þús. lestir Samkvæmt bráöabirgðatölum Fiskifélags Islands var heildar- fiskafli íslendinga orðinn 872,420 lestir um siðustu mánaöamót. Aflabrögð hafa veriö einstaklega treg i desember vegna ógæfta, svo liklega verður heildarafli ársins um 900 þúsund lestir. Er þetta rúmlega 100 þúsund lestum meiri afli en I fyrra. Það er loönan/Sem gerir gæfumuninn i þetta sinn, loðnuaflinn I ár er 436,841 lestir i móti 277,655 lestum i fyrra. Þorskaflinn er minni en i fyrra, sérstaklega hjá bátum. Togaraafli er meiri/enda hefur átt sér stað umtalsverð fjölgun togara. Rækju- og spærlings- veiöi hefur verið meiri i ár en i fyrra, en sild, hörpudiskur og hum- ar hefur ekki veiðst eins vel. Lagmetið eignast 1/41 dosinni! Sölustofnun lagmetisiðnaðarins hefur keypt 25% hlutafjár i Dósagerðinni hf, að upphæð fimm milljónir króna. Fær S.L. tvo menn af fimm i stjórn verksmiðjunnar. Undanfarið hefur verið unnið aö endurskipulagningu og stækkun Dósagerðarinnar. I lögum um S.L. er heimild fyrir stofnunina að ganga inn i slikt fyrirtæki, og var ákveðið að ganga til móts við Dósagerðina hf, til aö tryggja lagmetisiðnaðinum hentugar um- búðir. Fær S.L. ýmsa aðstöðu i húsnæði Dósagerðarinnar. Á rassinn og þá gengur allt betur Þessi mynd er ekki úr hringleikahúsi, eins og ætla mætti. Hún er aðeins frá venjulegri reglu- bundinni rannsókn, sem filar eins og önnur dýr verða að undirgangast i dýra- garðinum i Los Angeles i Banda- rikjunum. Jim Whittle er sá, sem skoðar filana með reglubundnum hætti, og hann hefur kennt þessum fil að setjast á rassinn meðan á rannsókninni stend- ur — sem við það verður mun auð- veldari og þægilegri fyrir báða aðila. Lögreglumenn gefa ekkert eftir HOTA AÐ HÆTTA UM ARAMOT Enn hefur rikisvaldið ekki náð samkomulagi við lögreglumenn um flutning á þeim yfir til rikisins, og að þvi er Eggert Bjarnason, for- maður Lögreglufélags Reykjavikur, sagði við Alþýðublaðið, rikti al- gjör samstaða meðal manna á fundi, sem haldinn var i félaginu á sunnudaginn, um að ganga úr starfi um næstu áramót náist ekki samkomulag. Þá sagði Jónas Jónasson, formaður Landssam- bands lögreglumanna, við Alþýðublaðið, að ekki hafi verið boðaður fundur með lögreglu- mönnum og rikis- valdinu fyrir áramót til þess að ræða þessi mál. ,,Við eigum eftir að endurskoða kröfur okk- ar miðað við þá samninga, sem hafa náðst milli rikisins og BSRB”, sagði Jónas, „og þegar við erum til- búnir að taka upp við- ræður að nýju látum við samninganefnd rikisins vita. Reyndar finnst mér, að þeir hefðu átt að hafa sam- band við okkur og boða á fund sjálfir.” Á fundinum i Lögreglufélagi Reykjavikur var skýrt frá nýundirskrifuðum kjarasamningi BSRB og rikisins, og sérkröf- ur lögreglumanna kynntar. iH / Ahugamaður Knattspyrnan á hvarvetna vinsæld- um að fagna. Hér er áhuga- „maður” á ferð, sem daðrar við boltann sinn. Umsóknir um styrk úr Finnska JC-sjóðnum Finnski JC-sjóðurinn er stofnaður af Junior Chamber Finnlandi og Junior Chamber Islandi með fé, sem safnað var í Finnlandi og Svíþjóð með sölu límmiða með íslenzka fánanum. Markmið sjóðsins er að styrkja skólanám unglinga frá Vestmannaeyjum á aldrinum 14—19 ára, utan Vestmannaeyja. Styrkveiting JC-sjóðsins nær til hverskonar náms, nema skyldunáms og háskólanáms. Umsækjendur geta verið aðstandendur styrkþega eða styrkþegi sjálfur. Ef styrkþegi nýtur fjárhagsaðstoðar frá fjölskyldu sinni, er styrkurinn greiddur til fjölskyldunnar. Stjórn sjóðsins skipa. Erkki Aho, Kouvola, Finnlandi, Jón E. Ragnarsson og Ólafur Stephensen, Reykjavík. Endurskoðendur eru: Rolf Zachariassen, Heilola, Finnlandi og Reynir Þorgrímsson, Kópavogi. Útfyllt umsóknareyðublöð skal senda til: Finnska JC-sjóðsins, pósthólf 579, Reykjavík. Eyðublöðin skulu hafa borist fyrir 31. Des. 1973 Skrifstofur bæjarstjórnar Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum og í Hafnarbúðum afhenda umsóknareyðublöð og gefa jafnframt nánari upplýsingar. FINNSKI JC-SJÓÐURINN PÓSTHÓLF 579 REYKJAVÍK Fimmtudagur 20. desember 1973. 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.